Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLADIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HALLDÓR Blöndal samgönguráöherra kynnir Umhverfisskýrslu
1998. Honum á hægri hönd er Helgi Hailgrímsson vegamálastjóri.
Listamönnum veitt verðlaun fyrir
tillögur að gerð vatnspósta
Verða settir upp
a tjolíornum stoo-
um í Reykjavík
Umhverf-
isskýrsla
gefin út
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ og
stofnanir þess, Flugmálastjóm,
Vegagerðin, Ferðamálaráð og Sigl-
ingastofnun, hafa unnið umhverfis-
skýrslu fyrir árið 1998. Þetta er í
fyrsta sinn sem slík skýrsla kemur
út._
í skýrslunni, sem kynnt var á
blaðamannafundi í gær, eru teknar
saman upplýsingar um þá umhverf-
isþætti sem telja má mælanlega í
rekstri stofnana og unnt er að fylgj-
ast með frá ári til árs auk þess sem
markmið ráðuneytisins um að draga
úr útblæstri koltvísýrings eru kynnt.
Þá voru kynntir tveir nýir bækling-
ar. Til betri vegar fjallar um megin-
markmið í vegagerð allt til ársins
2010 og Samgöngur í tölum þar sem
er að finna tölfræðilegar upplýsingar
um samgöngumálefni.
ísland er aðili að rammasamningi
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar en ríkisstjórnin sam-
þykkti framkvæmdaáætlun í um-
hverfismálum í október 1995. Þrátt
fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um
að skrifa ekki undir Kyoto-bókunina
að sinni ætlar samgönguráðuneytið
að ná sem mestum árangri í að draga
úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í
samgöngum. Um þriðjungur af
heildarlosun koltvísýrings kemur frá
samgöngum. Þær aðgerðir sem eru
líklegastar til að ná árangri á þessu
sviði eru, að mati ráðuneytisins, þær
helstar að bæta þjóðvegakerfi lands-
ins með því að auka bundið slitlag og
stytta vegalengdii- þar sem kostur
er, að skipulag samgangna á höfuð-
borgarsvæðinu verði bætt sem og al-
menningssamgöngur í landinu, bæði
í þéttbýli og dreifbýli, að hugað verði
að hertum reglum í innflutningi bíla
og hugað verði að breyttri skattlagn-
ingu bíla.
Græn reikningsskil voru höfð að
leiðarljósi við gerð umhverfisskýrslu
samgönguráðuneytisins. Græn
reikningsskil geta verið allt frá því
að vera hluti af umfjöllun í árs-
skýrslu fyrirtækja upp í sérstakar
skýrslur sem eingöngu snúast um
markmið, mælingar og árangur í
umhverfismálum. Gerð var ein um-
hverfisskýrsla fyrir samgönguráðu-
neytið og stofnanir þess. Á næsta ári
er ráðgert að sjálfstæð skýrsla verði
gerð fyrir hverja stofnun.
NIÐURSTÖÐUR úr hugmynda-
samkeppni um gerð vatnspósta í
Reykjavík voi-u kynntar nýlega
og höfundum íjögurra verðlauna-
tiliagna, sem útfærðar verða
frekar, veitt viðurkenning.
Dómnefnd, sem skipuð var
stjórn Myndhöggvarafélagsins,
Vatnsveitu Reykjavíkur og SÍM,
mælti með tillögum Kristins E.
Hrafnssonar, Þórðar Hall, Önnu
Lísu Sigmarsdóttur og Matthews
Rohrbachs og Kari Elise Mobeck
til frekari útfærslu og fram-
kvæmda.
Stjórn Vatnsveitu Reykjavíkur
ákvað á síðasta ári að efna til
hugmyndasamkeppni um gerð
vatnspósta í Reykjavík í tilefni af
afmæli Vatnsveitunnar, en í ár
eru liðin 90 ár síðan vatni var
hleypt á dreifikerfi Vatnsveitunn-
ar.
Alls bárust 138 tillögur að
vatnspóstum í hugmyndasam-
keppnina og hafði dómnefnd eft-
irfarandi að leiðarljósi við val
sitt: Heildarlausn frá sjónarmiði .
listrænnar sköpunar, hugkvæmni
og nýsköpun með tilliti til út-
færslu. Þá bar þátttakendum að
taka tillit til notagildis fyrir alla
notendur, þar með talda fatlaða
og börn. Einnig áttu þátttakend-
ur að taka tillit til viðhalds vegna
mögulegra skemmda og veðrun-
ar.
Stefnt verður að því að hefja
uppsetningu á fyrstu verðlauna-
vatnspóstunum í sumar, eftir því
hvernig næst að semja við höf-
unda tillagnanna, en ætlunin er
að setja vatnspóstana upp á fjöl-
förnum stöðum í bænum og á
göngu- og skokkleiðum Reykvík-
inga.
Morgunblaðið/Golli
TILLAGA Kristins E. Hrafnssonar, sem
nefnist Aqua Aqva, byggist á upprúllaðri
vatnsslöngu steyptri í brons. Að mati
dómnefndar er verkið einfalt, traust og
frumlegt.
TILLAGA Önnu Lísu Sigmarsdóttur og
Matthews Rohrbachs nefnist Vatnsstrók-
ur og er vatnspóstsuppistaðan gerð úr
þykku gleri. Að mati dómnefndar er
verkið útfært á stflhreinan og einfaldan
hátt.
TILLAGA Þórðar Hall nefnist Nykur og
byggist á sívalningsformi sem sneitt er úr
þannig að tveir láréttir fletir mynda skál-
arnar. Að mati dómnefndar er verkið fall -
egt og traust og býður upp á mikla
möguleika til fjöldaframleiðslu.
TILLAGA Kari Elise Mobeck nefnist
Vatnsveita og hvetur að mati dómnefnd-
ar til nálgunar og snertingar, er fallegt
og gefur möguleika á góðum aðgangi fyr-
ir alla notendur.
Almenningur
fái aðgang að
lagagögnum
án endurgjalds
ALMENNINGUR á að hafa að-
gengi að lagagögnum á veraldar-
vefnum að mati fimm manna
nefndar sem skilað hefur dóms-
málaráðherra skýrslu sem rædd
var á ríkisstjórnarfundi nýlega.
Stefán Eiríksson, lögfræðingur
hjá ráðuneytinu, sagði að nefndin
hefði farið yfir allt sviðið og skilað
tillögum í mörgum liðum. Megin
niðurstöðuna sagði hann vera að
rétt væri að öll lagaleg gögn ættu
að vera aðgengileg almenningi og
án endurgjalds.
Stefán sagði að stór hluti væri
þegar aðgengilegur á Netinu en þó
vantaði nokkuð uppá að auðvelt
væri að nálgast allt. „Við leggjum
til að útbúin verði sérstök heima-
síða þar sem tengingar verða í hin
ýmsu gögn, svo sem reglugerðar-
safn, stjómartíðindi, dóma og ann-
að því um líkt,“ sagði Stefán og
bætti því við að þá yrði líklega að
ráða nokkurs konar ritstjóra til að
hafa eftirlit með síðunni. Hann
segir fjármuni á fjárlögum þessa
árs fyrir þessu og nefndin hafi
gert tillögu að skiptingu þess fjár.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
NEMENDUR 8. Þ.R. í Álftamýrarskóla að lokinni afhendingu söfnunaríjárins, ásamt tilveru- og líffræðikennara sínum Fannýju Gunnarsdóttur og
Borghildi Fenger, formanni Hringsins.
Hringurinn fær kær-
komna sumargjöf
NEMENDUR í 8. Þ.R. í Álfta-
mýrarskóla afhentu Borghildi
Fenger, formanni Hringsins, 41
þúsund krónur í gær, sem safn-
ast höfðu á íþróttaballi fyrir 5.,
6., og 7. bekk skólans hinn 13.
apríl siðastliðinn. Söfnunin, sem
var verkefni í námsefninu til-
verunni, var undirbúin af kost-
gæfni um nokkurra vikna skeið
og unnu nemendurnir sjálfir að
honum í sjálfboðaliðastarfi með
því að afla aðfanga hjá fyrir-
tækjum og verslunum í hverf-
inu. Voru skemmtinefnd,
sjoppunefnd og önnur nauðsyn-
leg ráð óðara skipuð til að
íþróttaballið gengi sem best fyr-
ir sig.
Að sögn Fannýjar Gunnars-
dóttur, tilveru- og líffræðikenn-
ara nemendanna, er hefð fyrir
því hjá 8. bekk að styðja góð-
gerðarstarfsemi með þessum
hætti og er það jafnframt liður í
námi þeirra en jafnhliða undir-
búningi að fjársöfnun sem þess-
ari fá nemendur fræðslu um
starfsemi viðkomandi samtaka
sem ætlunin er að styrkja
hveiju sinni.
í augum nemendanna var
ástæðan fyrir vali Hringsins
einföld, en að sögn þeirra
sjálfra eru þau umhyggjusöm
og langaði til að hjálpa skjól-
stæðingum Hringsins með því
að Iáta söfnunarféð renna til
þangað.
Borghildur Fenger, formaður
Hringsins, þakkaði kærlega fyr-
ir stuðning nemenda 8. Þ.R. og
sagði hann kærkomna sumar-
gjöf og bætti því við að hún
hefði ekki fyrr tekið á móti eins
stórri upphæð og þessari.