Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Garðyrkjuskólinn að Reykíum 60 ára
LEIKSKÓLABÖRN frá Hveragerði og Þorlákshöfn tóku á móti forsetanum með fánum og söng.
Hveragerði - Mikill mannfjöldi
heimsótti Garðyrkjuskólann að
Reykjum á 60 ára afmæli skól-
ans sem haldið var hátíðlegt á
sumardaginn fyrsta. í tilefni af
þessum tímamótum var haldin
fjögurra daga afmælishátíð en
henni lauk á sunnudagskvöld.
Um 15.000 manns sóttu skól-
ann heim þessa daga og voru
aðstandendur hátíðarinnar
mjög ánægðir með þann fjölda^
sem lagði leið sína til Reykja. Á
sýningunni voru nemendur með
sölubása, námið við skólann var
kynnt og nemendur sýndu af-
rakstur námsins og vinnu sinn-
ar í húsakynnum skólans. Þá
kynntu ýmis fyrirtæki innan
„græna geirans" vöru sína og
þjónustu.
Samstarfssamningur
undirritaður
Á föstudagsmorgun tóku all-
ir nemendur Grunnskólans í
Hveragerði þátt í ratleik á Ióð
Garðyrkjuskólans sem nemend-
ur Garðyrkjuskólans ásamt
hópi kennara við Grunnskólann
skipulögðu. Fólst leikurinn í
því að börnin áttu að Ieysa
ýmsar þrautir sem tengdust
náttúrunni eða umhverfinu.
Þessi leikur markaði upphaf að
samvinnu skólanna er nefnist
„Græn vinátta", en til þess
Um 15.000
manns á af-
mælishátíð
skólans
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
FORSETI íslands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, spjallar við
börn í Hveragerði
verkefnis fékk Grunnskólinn í
Hveragerði 600 þúsund króna
styrk úr Þróunarsjóði.
Sunnudaginn 25. apríl var
siðan undirritaður samningur
um víðtækt samstarf á sviði
umhverfísmála á milli Garð-
yrkjuskólans, Hveragerðisbæj-
ar, Ólfushrepps og nokkurra
stofnana í þessum sveitarfélög-
um. Samningurinn felur í sér
að þessir aðilar skuldbinda sig
til að vinna saman að mótun
umhverfisstefnu, sértækrar
fyrir hvern aðila en með sam-
hæfðum markmiðum, í anda
Staðardagskrár 21.
Sveinn Aðalsteinsson, skóla-
stjóri Garðyrkjuskólans, sagð-
ist vonast til að þetta átak skil-
aði íbúum og starfsmönnum
þessara stofnana betra um-
hverfí og styrkti enn frekar
ímynd svæðisins sem grænnar
miðstöðvar á landsvísu.
Hápunktur afmælishátíðar-
innar var heimsókn forseta fs-
lands, hr. Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, á föstudeginum. Hópur
Ieikskólabarna bæði frá Hvera-
gerði og Þorlákshöfn tók á
móti forsetanum og sungu
börnin tvö lög fyrir hann. Að
því loknu flutti forsetinn ávarp
og skoðaði síðan Garðyrkju-
skólann og þá starfsemi sem
þar fer fram.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
ÞÁTTTAKENDUR endurmenntunarnámskeiðsins.
Skólastjórar á
endurmenntun-
arnámskeiðum
Eyja- og Miklaholtshreppi -
Skólastjórar og aðstoðarskóla-
stjórar í grunnskólum Vestur-
lands hafa verið á endurmennt-
unarnámskeiðum í vetur. Nám-
skeiðin eru skipulögð í samvinnu
Skólastjórafélags og skólaskrif-
stofu Vesturlands. Björn Þráinn
Þórðarson, starfsmaður skóla-
skrifstofunnar, og Flemming
Jessen, skólastjóri Varmalands-
skóla, hafa haft yfirumsjón með
verkefninu.
Skólastjórar hafa hist einu
sinni í mánuði ásamt fyrirlesur-
um. Tekin hafa verið fyrir mál-
efni af ýmsum toga, svo sem
stefnumótun og áætlanagerð,
stefna í upplýsingatækni, stjórn-
unarstíll, skólaþróun, gæða-
stjórnun, sjálfsmat skóla o.fl.
Námskeiðin hafa verið haldin til
skiptis hjá þeim bæjar- og sveit-
arfélögum sem að skólunum
standa. í síðustu viku var það
Snæfellsbær sem hélt námskeið
á Langaholti í Staðarsveit og
síðasta námskeiðið verður á
Varmalandi um miðjan maímán-
uð.
Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir
STEFÁN Gunnarsson og Brynjólfur Reynisson voru ánægðir með ár-
angur vinnslu á líparíti úr Hamarsfirði.
Samningur upp á um 130 milljónir króna undirritaður við Borgarverk hf.
Lagning dreifíkerfis í Stykkis-
hólmi tekur aðeins sjö mánuði
Stykkishólmi - Gengið hefur verið
frá samningi á milli Stykkishólms-
bæjar fyrir hönd væntanlegrar
hitaveitu í Stykkishólmi og Borg-
arverks hf. í Borgamesi um lagn-
ingu dreifikerfis um bæinn. Það
voru Olafur Hilmar Sverrisson
bæjarstjóri og Sigvaldi Arason
sem skrifuðu undir.
I samningnum kemur fram að
Borgarverk tekur að sér að leggja
allt dreifikerfið um bæinn á aðeins
sjö mánuðum og er greiðsla fyrir
það verk um 127 milljónir króna.
Dreifikerflð var boðið út í þremur
verkhlutum vegna þess hve
skammur tími var ætlaður til
verksins. Borgarverk hf. átti lang-
lægsta tilboð í alla þættina og ætl-
ar sér að standa við sitt tilboð.
Það kom fram hjá Sigvalda
Arasyni að hann hefði ekki reikn-
að með að eiga lægsta tilboð í alla
þrjá áfangana, en fyrst svo varð
væri ekki um annað að ræða en að
bretta upp ermamar. Hann segist
hefja framkvæmdir í byrjun
næsta mánaðar. Það þurfi að
hinkra aðeins við meðan frost er
að minnka í jörðu. Hann segir að
hér sé um miklar framkvæmdir að
ræða og til þess þurfi mikinn
mannskap. Mikið umrót verður í
bænum á meðan á framkvæmdum
stendur, en það er bót í máli hve
verktíminn er stuttur. Sigvaldi
segir að dreifikerfið eigi að verða
rekstrarhæft í byrjun desember á
þessu ári en frágengið í júní á
næsta ári.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
SIGVALÐI Arason hjá Borgarverki hf. í Borgarnesi og Olafur
Hilmar Sverrisson bæjarstjóri skrifa undir samning um lagningu
dreifikerfís hitaveitu í Stykkishólmi.
Nýir mögu-
leikar í
vinnslu?
Djúpavogi - Steinsmiðja Sigurðar
Helgasonar í Kópavogi, hefur
undanfarið unnið við sögun og
vinnslu á lípraítgrjóti, til klæðn-
ingar á sendiráðinu í Berlín, sem
ísland á aðild að.
Er grjótið tekið úr skriðum,
rétt innan við Rauðuskriðu á
Djúpavogi. Stefán Gunnarsson
hefur unnið við töku líparítsins í
skriðunum. Hann segir mjög
erfitt að ná því, þar sem klettur ^
sá sem tekið er úr, sé lengst inni í
hömrunum. Segir Stefán efnið
ekki auðfáanlegt. Áður höfðu
60-70 tonn verið flutt til vinnslu
en vegna eftirspurnar fóru nú 17
tonn til viðbótar.
„Það sýnir sig að það er eftir-
spurn eftir þessu. Þessi tegund
þykir mjög falleg á lit og þegar
grjótið hefur verið sagað koma
hinir ýmsu litir í ljós, s.s. rauðir
og gulir. Það stendur til að reyna
að ná meiru og hefur komið til
tals að klæða Dómkirkjuna með
þessu efni,“ sagði Stefán Gunn-
arsson á Djúpavogi.