Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reynt að einangra her-
sveitir Serba í Kosovo
Reuters
BANDARÍSKUR hermaður stendur vörðinn við Apache-árásarþyrlu á flugvellinum í Tirana, höfuðborg Alb-
aníu. Á sunnudag bættust fleiri slíkar þyrlur við flugflota NATO á Balkanskaga. Þyrlurnar eru taldar geta
aukið árásargetu NATO til muna.
ARASIRNAR
Belgrad, Brussel. Reuters, AP.
TALSMENN Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) tilkynntu í gær að í loft-
árásum bandalagsins, aðfaranótt
mánudags, hefði síðasta brúin yfir
Dóná við borgina Novi Sad, aðra
stærstu borg Júgóslavíu, verið
eyðilögð. Árásir bandalagsins
beindust ennfremur að flugvöllum
nærri Pristina, héraðshöfustað
Kosovo, auk þjóðvega, lestarspora og
samskiptastöðva. Sögðu talsmenn
bandalagsins að Kosovo-hérað væri
orðið mjög einangrað frá Serbíu og að
Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti
væri að tapa og að hann vissi af þvi.
Brúin við Novi Sad er talin vera
mjög mikilvæg þar sem hergögn hafa
verið flutt um hana til Kosovo. Þrjár
brýr tengja Novi Sad, sem stendur við
norðurbakka Dónár, við Serbíu, sunn-
an megin árinnar. Loftárásum NATO
hafði áður verið beint að brúnum með
þeim afleiðingum að tvær þeirra voru
eyðilagðar en sú þriðja, 466 metra
löng lestarbrú, enn nothæf. Eftir
árásir gærdagsins er talið að komist
hafi verið fyrii- nær allar samgöngur
milli borgai'innar, sem er höfuðstaður
Vojvodina-héraðs, og Belgrad.
Ákveðið að stöðva
ohuflutninga til Serbíu
Þá hefur linnulausum loftárásum
verið beint að skriðdrekum, herflutn-
ingabílum, og stórskotaliðsvögnum
júgóslavneska hersins í Kosovo, síð-
ustu sólarhringa. Olíubirgðastöð
nærri Valjevo, suðaustur af Belgrad,
var eyðilögð og lýstu talsmenn NATO
því yfir að verið væri að „skrúfa fyrir“
möguleika stjómvalda í Belgrad að
sjá hersveitum sínum íyrir eldsneyti.
Wesley Clark, æðsti yfirmaður her-
deilda NATO, er nú talin leita allra
leiða til að stöðva birgðaflutninga
júgóslavneska hersins til Kosovo-hér-
aðs. Talið er að árangurs verði ekki
lengi að vænta þar sem á hátíðarfundi
NATO í Washington um helgina var
ákveðið að stöðva oh'uflutninga til Jú-
góslavíu um Svartfjallaland sem ligg-
ur að Adríahafi.
Þrátt fyrir umfangsmiklar loftárás-
ir um helgina var ekki ráðist á eins
mörg skotmörk og ráðgert hafði verið.
Slæm veðurskilyrði settu strik í reikn-
inginn. „Skilyrði til loftárása eru ekki
ákjósanleg,“ var haft eftir einum tals-
manna NATO í Brussel í gær og sagði
hann veðrið hafa hindrað aðgerðir að
nokkru leyti.
í gær var beðið eftir liðsauka
breska hersins sem koma átti til
Skopje í Makedóníu eftir að stjóm-
völd þar í landi höfðu samþykkt opin-
berlega aukinn liðsafnað NÁTO-hers-
ins í landinu. Talið er að um 1.800
breskir hermenn séu á leiðinni til Ma-
kedóníu og að þeim fylgi 12 Challen-
ger-skriðdrekar og 40 Warrior bryn-
varðir árásarvagnar. George Robert-
son, vamarmálaráðherra Bretlands,
sem hélt blaðamannafund í Lundún-
um í gær eftir að hafa snúið írá Was-
hington, sagði að ekki væri verið að
undirbúa landhemað, og dró þar með
nokkuð úr herskáum yfirlýsingum
breskra stjómvalda frá liðinni viku.
Sagði Robertson að verið væri að end-
urskoða áætlanii’ um innrás í Kosovo
sem væri skynsamlegt, í ljósi breyttr-
ar stöðu á Balkanskaga.
Alþjóðlegir aðilar fylgist með
olíuviðskiptum Svartfellinga
Áætlunum NATO um að stöðva ol-
íuinnflutning til Serbíu um Svari>
fjallaland hefur verið mætt af ríkis-
stjóm Svartfellinga sem hafa lýst því
yfir að alþjóðlegii’ aðilar fái leyfi til að
hafa eftirlit með oh'uviðskiptum í höfn-
um landsins. Er talið að Svartfellingar
óttist að olíusölubann kunni að valda
óstöðugleika í landinu og ýta þannig
undir valdaránstilraunir stjómarinnai’
í Belgrad. Hafa háttsettir menn í
stjóm Svartfjallalands viðurkennt að
olíuskip hafi lagst að bryggju við
borgina Bai’, en að eingöngu sé um ol-
íu að ræða sem ætluð sé Svartfelling-
um, ekki Serbum. Filip Vujanovic,
forsætisráðheira landsins, hefur lýst
því yfir að eftirlitsaðilamir geti stýrt
viðtöku og dreifingu olíu í landinu.
Innan NATO hafa mismunandi
hugmyndir verið uppi um á hvem hátt
olíubanni verði framfylgt. Frönsk
stjómvöld hafa sagt að valdbeiting við
leit um borð í skipum sé ekki æskileg.
Bandaríkjamenn hafa hins vegar lýst
því yfir að öllum beri að gangast undir
bannið, einnig Rússum.
Peking
Fjölmenn-
ustu mót-
mæli í
áratug
Peking. Reuters, AP.
YFIR 10.000 af meðlimum Fa
Lun Gong sértrúasafnaðarins
söfnuðust saman við höfuð-
stöðvar stjórnvalda í Peking í
Kína á sunnudag til að krefjast
þess að yfirvöld viðurkenndu
trú þeirra, en kínversk stjórn-
völd hafa löngum haft horn í
síðu sértrúarsöfnuða. Mótmæl-
in era þau fjölmennustu í kín-
versku höfuðborginni frá því
að námsmenn mótmæltu á
Torgi hins himneska friðar árið
1989.
Meðlimir Fa Lun Gong, sem
flestir eru miðaldra og eldri
borgarar, kröfðust þess að fá
að hitta Zhu Rongji forsætis-
ráðherra og ræða við hann um
réttindi sín. Auk þess að vilja
fá trú sína viðurkennda kröfð-
ust þeir þess að ríkisreknir
fjölmiðlar hættu að fjalla nei-
kvætt um starfsemi trúarhópa
og sértrúarsöfnuða. Meðlimir
Fa Lun Gong í Kína eru sagðir
vera um 100 milljónir.
Sögðu skipuleggjendur mót-
mælanna að ríkisstjómin hefði
seint á sunnudag samþykkt að
hefja viðræður við þá. Talsmenn
iTkisstjómarinnar vora hins
vegar loðnii’ í tilsvörum um það
hvort að af viðræðunum yrði.
Ríkisstjórnin boðaði til fund-
ar í gær og að sögn talsmanns
hennar ákváðu ráðamenn að
„láta sem mótmælin hefðu ekki
átt sér stað“.
Undimót mótmælanna á
sunnudag var grein sem birt
var í tímariti í borginni Tianjin,
þar sem varað var við þeim
hættum sem stöfuðu af sértrú-
arsöfnuðum í Kína. í kjölfarið
efndi lítill hópur Fa Lun Gong
meðlima til mótmæla í Tianjin í
sl. viku sem endaði með því að
tólf þeirra voru handteknir.
N aglasprengjur
kynda undir
kynþáttastríði
AP
BRAK bifreiðar sem eyðilagðist þegar sprengja sprakk á Brick Lane í austurhluta London á laugardag.
London. Morgnnblaöiö.
BREZKA lögreglan hefur gripið til
sérstakra aðgerða um land allt í kjöl-
far tveggja naglasprengna, sem
sprangu í hverfum blökkumanna og
Bengala í London og eru taldar tfi-
raunir öfgasamtaka tfi þess að kynda
undir kynþáttastríði. Mest athygli
beinist nú að samtökum, sem kalla
sig „Hvítu úlfana“ og hafa sent hót-
anir í garð blökkumanna, fólks af
ásískum uppruna og gyðinga.
Sprengjan á laugardaginn sprakk
á Brick Lane í austurhluta London
réttri viku eftir að naglasprengja
sprakk í Brixton í suðurhluta borg-
arinnar. Þá særðust 49 manns og eru
ijórir þeirra enn í sjúkrahúsi. Nú á
laugardaginn særðust sex manns af
völdum glerbrota, en í Brixton særð-
ist fólk líka fila af völdum nagla.
Talsvert eignatjón varð í báðum
sprengingunum.
Ibúar Brixton era að stærstum
hluta blökkumenn en Brick Lane er
þar sem kallað er „Banglatown“, en
þar eru íbúarnir flestir Bengalar og
er þetta sögð þeirra stærsta byggð
utan Bangladesh. Eins og í fyrra
skiptið var sprengjan skilin eftir í
íþróttatösku við fjölfarna verzlunar-
götu og eins og í fyrra skiptið kom
vegfarandi töskunni þannig fyrir, að
minna tjón varð af en ella. Maðurinn,
sem fann töskuna við Brick Lane,
hugðist fara með hana á lögreglu-
stöðina, sem reyndist lokuð. Þá
ákvað hann að setja hana í skottið á
bílnum sínum meðan hann færi og
hringdi í neyðamúmerið. Sprengjan
sprakk á meðan. Eins og í fyn-a
skiptið var hringt í lögregluna eftir
sprenginguna, nú tveimur stundum
síðar en um fyrri helgi leið á annan
sólarhring, og henni lýst á hendur
hægri öfgasamtakanna Combat 18.
Lögreglan tók þó þeirri fullyrðingu
strax með fyrirvara og beindi athygl-
inni einnig að öðram þekktum sam-
tökum slíkum. Og nú beinist athyglin
aðallega að samtökum, sem nefna sig
„Hvítu úlfana“, en þau hafa sent
talsmönnum þjóðemishópa og þing-
mönnum hótunarbréf, þar sem m.a
segir, að allt þeldökkt fólk og gyð-
ingar eigi að verða á brott úr
London fyrir aldamótin. Talið er að
„Hvítu úlfamir" geti verið fámennur
hópur, sem hafi tekið sig út úr
Combat 18.
Þessar sprengjur koma ofan í um-
ræður um kynþáttahatur í Bretlandi,
í brezkum stofnunum, skólum og í
röðum lögreglunnar, sem hafa krist-
allast í opinberri skýrslu um
Lawrence-málið. Stephen Lawrence
var blökkupfitur, sem var stunginn
til bana í London fyrir sex árum.
Margt þykir benda til að hópur
hvitra pilta, sem þekktur er að kyn-
þáttahatri og ofbeldi, hafi orðið hon-
um að bana, en allur málatfibúnaður
á hendur piltunum fimm virðist hafa
ónýtzt, fyrst og fremst vegna slæ-
legrar frammistöðu lögreglunnar.
Foreldrar Stephen Lawrence hafa
allan tímann haldið uppi gagnrýni á
rannsókn lögreglunnar, sem hafi
stjórnast af kynþáttahatri, og í síð-
ustu viku bárust fréttir af því, að lög-
reglan hefði boðið þeim sátt með
peningagreiðslu, sem sagt er eins-
dæmi. Foreldrarnir hafa nú höfðað
einkamál, skaðabótmál, gegn piltun-
um fjórum og líka lögreglunni.
Eftir að Lawrence-málið komst
aftur í hámæli nú í ársbyrjun hefur
árásum og öðrum glæpum, sem
rekja má til kynþáttahaturs, fjölgað í
Bretlandi og nú hafa mál færzt á
nýtt stig með naglasprengjunum í
Brixton og Brick Lane.
Brezka lögreglan hefur gripið til
ýmissa ráðstafana vegna rannsókna
sprenginga síðustu helga. Þær hafa
verið fordæmdar af fjölda manns
með forsætisráðherrann í farar-
broddi og Jack Straw innanríkisráð-
herra hefur sagt að ekkert verði til
sparað til þess að koma upp um
hryðjuverkamennina. Straw sagði á
breska þinginu í gær að litið yrði á
árásir af þessu tagi sem árásir á sam-
félagið í heild og að ekki slíkt ofbeldi
og kynþáttahatur yrði ekki liðið.
Meðan ekki hefur tekist að hafa
uppi á tilræðismönnunum búa menn
sig undir hugsanlegt framhald og þá
ekki aðeins í London, heldur og í
öðrum borgum, þar sem stórir þjóð-
ernisminnihlutar búa.