Morgunblaðið - 27.04.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.04.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 33 Þýski Ríkisdagurinn vígður að nýju eftir endurbyggingu Berlínarlýðveldinu hleypt af stokkunum Síðastliðinn mánudag kom þýska þingið form- lega saman í húsakynn- um gömlu Reichstag- byggingarinnar í Berlín. Innan um hálf- kláraðar byggingar hins nýja stjórnsýslu- hverfis við ána Spree geislar sögufrægt húsið á ný af glæsileik og minnir helst á furðu- verk í ævintýralandi. Rósa Erlingsdóttir, fréttaritari 1 Berlín, skoðaði meistaraverk arkitektsins Sir Norman Fosters og fylgdist með stemmn- ingunni í borginni. GESTIR ganga um glerhvelfinguna á þaki Reichstag-byggingarinnar í Berlín. Reuters Reuters ÖRNINN er hangir í þingsal Reichstag-byggingarinnar er 6,8 metra hár og vegur 8,5 tonn. í RÚMA öld hefur Reichstag-bygg- ingin, sem vígð var 1894, á einn eða annan hátt verið mitt í hringiðu þýskrar sögu. í ræðu Gerhard Schröders, kanslara Þýskalands, sagði hann þinghúsið nú vera tákn um óhagganlega sameiningu Þýska- lands. Að hið svokallaða „Berlínar- lýðveldi" öðlaðist við vígslu þess tánkræna merkingu. Ríkisdagurinn mun hýsa löggjaf- ai-valdið sem samkvæmt stjórnar- skránni er hjarta sameinaðs Þýska- lands. Af þeim byggingum sem óð- um eru að rísa, og koma til með að hýsa starfsemi þýskrar stjómsýslu og erindreka utanríkisráðuneyta annarra landa, mun engin endur- spegla sviptingar í sögu Þýskalands á sama hátt og nýja þinghúsið gerir. Tákn kalla engu að síður á spurn- ingar sem er erfitt að svara. Þing- húsið í Berlín á sér mikla sögu. Meira en helming ára sinna þjónaði það ekki megintilgangi sínum. Eftir íkveikju nasista og sprengingar bandamanna var húsinu púslað saman á sjöunda áratugnum og stóð um áratugabil svo til ónotað. I huga borgarbúa stóð húsið, sem reist var í anda vilhelmískrar byggingarlist- ar, sem tákn um myrkustu tíma þýskrar sögu. Það minnir á lýðræð- islega kosin þing sem á einn eða annan hátt reyndust óhæf til að ryðja þýskri sögu farsæla braut. Það táknar fall prússneska keisara- dæmisins í fyrri heimsstyrjöldinni og skammarleg endalok Weimar- lýðveldisins með valdatöku Adolf Hitlers. En hann var aldrei meðlim- ur „Ríkisdagsins" og áhangendur hans voru í raun jaðarhópur í stjórnmálum allt til valdatökunnar í júlí 1932, sem þá tvíefldist í skjóli nætur. En eins og hinn merki þýski sagnfræðingur og blaðamaður Wolf Jobst Siedler sagði í tilefni vígsl- unnar var það ekki þingið sem réð niðurlögum Ríkisdagsins heldur skarinn á götunni. Og ef draga má lærdóm af sögu Ríkisdagsins er hann sá að styrkja á hlutverk og áhrif þingsins. Rústir, Christo og Foster Á tímum kalda stríðsins stóð Rík- isdagurinn, yfirgefinn og fjarri skarkala stjórnmála lýðveldisins í Bonn, gegnt Brandenburger-hliðinu á eins konar eyðilandi. Og þó svo að hann tengist minningum sem þýsku þjóðarsálinni mun seint takast að vinna bug á var húsið einnig tákn um von Berlínarbúa sitthvorum megin múrsins um sameiningu landsins. Hefði múrinn ekki fallið og vonir fólksins orðið að engu væri Reichstag núna að öllum líkindum safn eða áminning um svokallaða sjálfskapaða óhamingju þýsku þjóð- arinnar. Síðustu ár hefur Reichstag-bygg- ingin verið viðfangsefni hinna heimsfrægu arkitekta Christo og Sir Norman Foster. Ái-ið 1995 huldi Christo þessa klossuðu byggingu og hjálpaði henni, að eigin sögn, að rísa úr rústum eigin sögu á táknrænan hátt. Bretinn Sir Norman Foster gerir enn betur fyrir tilstilli nútíma formgerðar og snilld pólitískrar byggingarlistai' með því að fela þýska lýðræðið í hendur bygging- unni. Endurnýjun og breyting húss- ins kostuðu þýska skattgreiðendur um 23 milljarða ísl. kr. Meginað- dráttarafl byggingarinnar er gler- hvelfingin á þaki hennar, en í gegn- um hana berst sólarljósið inn í þingsalinn sem er fyrir miðju hús- inu. Hvelfinguna ber 800 tonna stál- grind en á henni liggja glerplötur, sem eru samtals 3.000 fermetrar. I henni eru útsýnispallar, veitingahús og hringlaga gangstígar sem liggja meðfram útveggjunum og gera al- menningi kleift að stíga á þak húss- ins, njóta stórkostlegs útsýnis yfir borgina og síðast en ekki síst að fylgjast með störfum þingsins í ná- vígi. A þann hátt á hvelfingin að vera táknræn fyrir gegnsæi lýðræðis- legra stjórnarhátta hins sameinaða Þýskalands. Örninn er hangir í þingsalnum hefur þyngst og stækk- að ískyggilega við flutninginn en stærðaraukningin á að tákna aukið vægi Þjóðverja í alþjóðamálum eftir sameininguna. Ljóst er að fiutning- ur þingsins til Berlínar hefur mikla og sérstæða þýðingu en samfélags- leg umræða snýst þessa dagana einna helst um hvort nú sé að hefj- ast nýr kafli í þýskri stjórnmála- sögu. Þjóðverjar þrá einna helst eðlilegt ástand og eru alteknir af þeirri ósk að mega taka þátt í al- þjóðasamstarfi jafnrétthárra þjóða á jafnréttisgrundvelli án þess að þurfa stöðugt að vera minntir á ófyrirgefanlegar syndir fyn'verandi valdhafa landsins. Við vígsluna varð stjórnmála- mönnum tíðrætt um hlutverk Þjóð- verja í Kosovo-deilunni. En flestir virðast á einu máli um mikilvægi þess að Þýskaland segi skilið við skugga fortíðarinnar og landinu beri skylda til að sýna stærð sína og styrk í alþjóðasamstarfi með þátt- töku í aðgerðum NATO. Ekki sé lengur æskilegt að skýla sér á bak við sameiginlega sekt þjóðarinnar í síðari heimsstyrjöld. Þýskaland er, hvort sem það vill eður ei, aftur eitt helsta forysturíki Evrópu og það gefur upphafi „Berlínarlýðveldis- ins“ óneitanlega táknrænt gildi. Þingið mun hefja starfsemi sína í Ríkisdeginum með haustinu. Þegar horft er yftr svæðið umhverfis bygginguna verður manni ljóst að Berlínarlýðveldið mun hefja göngu sína á risavaxinni byggingarlóð. Ráðgert er að flytja ráðuneyti og aðrar skrifstofur stjórnsýslunnar í sumar til Berlínar, en enn er langt í land að þessar byggingar verði til- búnar undir starfsemina. Fréttarit- ari náði tali af þingmönnum sem skoðuðu bygginguna um leið og blaðamenn og innti þá eftir skoðun- um þeirra um þessa. sögufrægu flutninga. Flestir voru djúpt snortn- ir af glæsilegum arkitektúr, nútíma- legum listaverkum, látlausum en virðulegum þingsalnum, en brostu jafnframt kankvísir og bentu á moldugan skófatnað sinn. Einn þeirra spurði starfsmann hússins hvar hann næði í leigubíl en sá svar- aði um hæl: Ég veit það ekki, ég kom í dag frá Bonn. Þinghúsið opið almenningi Tveimur dögum eftir vígslu Rík- isdagsins er húsið nú opið_ almenn- ingi fram yfir helgi. Á hverri klukkustund streyma um 3.300 manns (skv. Berliner Zeitung) inn í bygginguna, en um 25.000 manns fórna dag hvern að meðaltali um þremur klukkustundum í biðröð. Tákn borgarinnar er Berlínar- bjöi-ninn en margir segja hann hafa legið í dvala í næstum hálfa öld. Borgin sé nú loks að lifna við og muni að nýju endurheimta sess sinn sem ein mikilvægasta menningar- og listaborg Evrópu. Mikil aukning er á straumi ferðamanna til Berlín- ar, en í ár er búist við allt að einni milljón manna. I Berlín gerast í hverri viku stórmerkilegir atburðir, andlit hennar breytist dag frá degi og ber merki þessa sögulega at- burðar; að ráðast í flutninga á stjómsýslu heils lands frá einni borg til annarrar. Grátt gaman yf- ir Atlants- hafínu London. Reuters. TALIÐ er að farþegi hafi átt sök á því að skelfing gi'eip um sig meðal næstum fjögur hundruð flugfarþega sem voru á leið frá San Francsisco til London með breska flugfélag- inu British Airways síðastlið- inn laugardag. Þegar flugvélin var komin hálfa vegu yfir Atl- antshafið tók einhver sig til og setti af stað segulbandsupp- töku, sem geymd er á vísum stað í vélinni, þar sem farþeg- um er tjáð að vélin sé um það bil að reyna nauðlendingu á Atlantshafinu. Mikil skelfing greip um sig meðal farþega áð- ur en áhöfn vélarinnar áréttaði að öllu væri óhætt og að segul- bandsupptakan hefði farið af stað fyrir mistök. Tveir aldrað- ir farþegar þurftu engu að síð- ur á aðstoð læknis að halda vegna áfallsins. Talsmaður flugfélagsins sagði að eftir ítarlega rann- sókn væri það skoðun British Airways að tæknileg mistök hefðu ekki átt sér stað heldur hefði einhver farþeganna vís- vitandi sett segulbandsupptök- una af stað. Farþegar hafa þegar verið beðnir afsökunar en ekki er enn ljóst hvort Brit- ish Airways mun þurfa að greiða farþegum skaðabætur vegna atburðarins. Kína hugs- anlega aðili að WTO í nóvember Shanghæ, Peking. Reuters. KÍNASTJÓRN hefur átt í samn- ingaviðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna sl. vikur um hugsan- lega inngöngu Kína í Heimsvið- skiptastofnunina (WTO). Kínverjar hafa hins vegar ekki þótt uppfylla kröfur um inngöngu til þessa, en í ljósi verulegra umskipta í efnahags- stjórnun og á sviði viðskipta við út- lönd, hefur landið verið tahð á góðri leið með að ná takmarki sínu. Nú hefur framkvæmdarstjóri WTO gengið skrefinu lengra um hugsan- lega aðild Kína, en hann lét þau orð falla að innganga Kína gæti orðið að veruleika strax á þessu ári. Renato Ruggiero, fi’amkvæmdai'- stjóri WTO, sagði í samtali við International Herald Tribune á mánudag, að sér þætti líklegt að Kína yi-ði aðili að stofnuninni í nóv- ember á þessu ári, en þá hefst næsta umferð viðræðna um viðskipti á sviði landbúnaðar, þjónustu og raftækni. Hefur Kínastjórn sagst muna af- nema allar viðskiptahömlur sem nú eru á Kínamarkað fyrir 1. janúai’ 2003, hafi samningar nástrið Banda- líkjastjórn um inngöngu Kína. Áð sögn stjórnarerindreka innan ESB, mun sir Leon Brittan, sem fer með riðskiptamál í framkvæmdar- stjórn Evrópusambandsins, halda til Peking þann 5. maí næstkomandi í tveggja daga heimsókn þar sem hann mun tilkynna samkomulag, sem vonast er til að náist nú á næstu dögum og greiða á Kína leið inn í WTO. Fulltrúar Evrópusam- bandsins (ESB) hófu í gær riðræð- ur við ríkisstjóm Kína um aðild landsins að WTO. 1 heimsókn Zhu til Bandaríkj- anna fyrr í mánuðinum kom í ljós andstaða bandaríska þingsins við inngöngu Kína í WTO og er sú and- staða talin hafa haft mikil áhrif á út- komu riðræðna Zhu við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.