Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 35 Leikfélag Blönduóss Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ATRIÐI úr leikritinu Betri er þjöfur í húsi en snurða á þræði sem sýnt er á Blönduósi. Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði Blönduósi. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Blönduóss frum- sýndi um helgina leikritið Betri er þjófur í liúsi en snurða á þræði eftir Nóbelsskáldið Dario Fo í félag'sheimilinu á Blönduósi. Húsfyllir var á frumsýningu og var leikurum og leikstjóra for- kunnarvel tekið að leik loknum. Fyrirhugað er að sýna leikverkið á Húnavöku sem nú stendur yfir og eru næstu sýningar á mið- vikudag og föstudag. Sex leikarar fara með hlutvek í þessu leikriti. Þjófinn leikur Egill Pálsson og konu hans leikur Ragna Peta Hámundardóttir. Með önnur hlutverk fara þau Björa Baldursson, Kristín Guðjónsdótt- ir, Sigrún Björk Cortes og Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson. Leik- stjórin er borinn og barnfæddur Vatnsdælingur Bjarni Ingvarsson og hannaði hann jafnframt leik- mynd og lýsingu. Þetta leikverk Darios Fos er einþáttungur og kjósa leikfélagar að kalla þessa uppfærslu kaffileikhús því leikrit- ið er sýnt í danssal félagsheimilis- ins og er boðið upp á veitingar fyrir og eftir sýningu. Eins og fyrr greinir standa sýningar yfir á meðan Húnavakan stendur en rétt er að vekja athygli á því að leiksýningin sem fyrirhuguð er á föstudaginn kemur verður mið- nætursýning. Stolið, stælt og skrumskælt KVIKMYJVÐIR It e g n b o g i n n „THE FACULTY" ★★ Leikstjóri: Robert Rodrigues. Hand- rit: David Weeher og Bruce Kimmel. Aðalhlutverk: Robert Patrick, Salma Hayek, Famke Janssen, Bebe Neuwirth, Laura Harris og Josh Harrett. Dimension Films 1998. í GAMANHROLLVEKJUNNI „The Faculty", sem á að höfða sér- staklega til unglinga nú þegar síð- ara skeið unglingahrollvekjanna stendur með blóma, er stolið, stælt og skrumskælt flest það sem áður hefur verið gert í hrollvekjunni en einkum sótt í Innrás líkamsþjóf- anna, sem reyndar kemur fram í myndinni að var stolin frá „The Puppetmasters" Roberts Heinleins. Því er það tekið fram sérstaklega að höfundar myndar- innar vita nokkuð nákvæmlega hvaðan þeir taka klisjurnar. Þeim tekst ekki að vinna með þær á sér- lega frumlegan hátt en myndin nær þó flestum markmiðum sínum enda ekki hátt stefnt í byrjun. Kennarar í menntaskóla fara að haga sér jafnvel undarlegar en oft áður þegar verur utan úr geimnum Listahátíð í Reykjavík Harpa Björnsdóttir ráðin framkvæmdastjóri HARPA Björnsdótt- ir myndlistarmaður hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Listahá- tíðar í Reykjavík. Harpa tekur við starf- inu af Signýju Pálsdótt- ur, sem ráðin var menningarstjóri Reykjavíkurborgar fyrr í vor. Harpa hefur á undan- fómum árum unnið mikið að því að skipu- leggja menningarstarf,. listsýningar og leiksmiðjur auk þess sem hún bar höfuðá- byrgð á menningamóttum Reykja- víkur undanfarin tvö ár. í fréttatil- kynningu frá framkvæmdastjóm Listahátíðar kemur fram að Harpa hefur störf hinn 1. maí en um tíma- bundna ráðningu er að ræða fram í október á næsta ári. Ástæðan er sú að eftir Listahátíð í Reykjavík árið 2000 tekur gildi nýtt skipurit fyrir há- tíðina, ráðinn verður listrænn stjórnandi í fullt starf, nýr fram- kvæmdastjóri ráðinn og stjórn hátíðarinnar verður kosin með öðr- um hætti en nú er. Hlutverk framkvæmda- stjórans samkvæmt nú- gildandi skipulagi er að sinna daglegum rekstri hátíðarinnar, bera ábyrgð á fjárreiðum og bókhaldi, annast samningagerð o.þ.h. Listræn stefnumörkun er í höndum formanns framkvæmdastjómar og framkvæmdastjómai- í heild. Núver- andi formaður framkvæmdastjórnar er Sveinn Einarsson. Harpa Björnsdóttir taka sér bólfestu í þeim og smátt og smátt dreifast geimverurnar um skólann þar til aðeins er eftir lítill hópur vandræðagemsa, sem reynir að finna aðferð til þess að koma í veg fyrir að heimurinn allur verði undirlagður af skrítnum kennumm. I hópi vandræðagemsanna eru allar þessar venjulegu unglingahroll- vekjutýpur og með mjög reglulegu millibili hefst eltingarleikur um skólagangana og skólasvæðið og loks dregur að hápunktinum þegar drottning geimaflanna sýnir sig. Öllu því stjórnar Robert Rodrigues með auga fyrir alvörulausri, svartri kómedíu. Leikhópurinn stendur sig með prýði og veit nokk hvernig kaupin gerast á eyrinni í mynd sem þess- ari. Handritið eftir David Wecher og Bruce Kimmel er skrifað þannig að þeir geta brugðið aðeins á leik með klisjurnar og enginn notfærir sér það betur en Robert Patric, er minnir á bræðing af Ray Liotta og vélmenninu sem hann sjálfur lék í Tortímandanum 2. Fyrir unglingana er „The Facul- ty“ hin bærilegasta skemmtun. Arnaldur Indriðason Heldur þú að Viagra sé uóg ? NATEN - er nóg! c LIMGERÐISKLIPPUR íslenskir garðyrkjumenn nota Tanaka klippur Ekki svo einfalt KVIKMYMPIR Laugarásbíó THE CORRUPTOR ★★% Leikstjóri: James Foley. Handrit: Ro- bert Pucci. Leikarar: Chow Yun-Fat og Mark Wahlberg. New Line Cinema 1998. KÍNVERSKI leikstjórinn John Woo hefur haft víðtæk áhrif í hasar- myndaheimi Hollywood. Hvíta lögg- an, sem áður átti sér gjaman svartan félaga, hefur nú skipt yfir í Kínverja. I þessari mynd era það tvær ólíkar hasarstjömur sem skína í þeim hlut- verkum. Chow Yun-Fat, sem kominn er alla leið frá Kína til sýna taktana sem heilluðu margmilljónaþjóðina upp úr skónum, og Mark Wahlberg, rísandi kvikmyndastjama sem m.a gerði það gott í grínhasarmyndinni „The Big Hit“. Mark leikur unga áhugasama löggu með óljósan bak- grunn, sem er fluttur á stöð í Kína- hverfi Nýju Jórvíkur til að aðstoða þar aðallögguna, Chow Yun-Fat, að ráða þar niðurlögum spillingarinnar. Útlit myndarinnar er í hrárra lagi; lítil lýsing og þar af leiðandi gróf áferð filmu, og það gefur myndinni vissan raunveruleikablæ. Ég er lítt kunnug á þessum slóðum, en þykir ekki ólíklegt að myndin sé nokkuð raunsæ og gefi góða mynd af andrúmslofti og lögmálum þessa sérstæða hverfis þar sem spillingin er hvarvetna, og af örlögum fá- tækra Kínverja sem koma til lands- ins í leit að betra lífi. Framan af reynist The Corruptor dæmigerð hasarmynd, ekki frum- legri en miðlungsgóður þáttur í lög- regluþáttaröð í sjónvarpinu. Mér fannst myndin mest spennandi þeg- ar Mark Wahlberg birtist á skján- um með einungis handklæði um sig miðjan. Sú ánægjustund var þó að vissu leyti tregablandin því hann hefur enn bætt á sig vöðvum og er orðinn of bústinn, þykir mér. En þegar líða tekur á myndina tekur hún óvæntan kipp og verður vægast sagt mun áhugaverðari. Sið- ferðisspurningar vakna í spillingar- málum þar sem mannleg gildi og væntingar setja strik í reikninginn. Vondi karlinn er ekki bara alvondur og sá góði algóður, heldur getur lín- an þar á milli verið næstum ósýni- leg á stundum. Handritið að The Corruptor hefði mátt vera þéttara í fyrri hálfleik og það hefði orðið áhrifaríkt að gefa meiri innsýn í líf kínverksu innflytj- endanna. Samtölin eru oft klisju- kennd þegar að karlahúmorsatrið- um kemur og stjömumar hefðu mátt vera meira afgerandi í leik sín- um. Það á sérstaklega við um herra Wahlberg sem er alltaf eins þótt hann sé ágætur. Hasarmynd með nýjum og áhugaverðum pælingum. Hildur Loftsdóttir Otivistartíminn er i R 5amrceniclu prófunum Börn ó atdrinum , L vera d almanMtœri efhr M- » -Leytum eKKi toreldralaus partý. T-k„m enqa áriarttu: Afengi ^ung' mennum undir 20 ara- Jöw ..—J ( I _____J '.;5; ' : • .' l 1 ; .• . , • 1 I n Félagsþjónustan í Reykjavík, Lögreglan í Reykjavík, FrœðsiumiÓstöÓ Reykjavíkurborgar, ÍTR, SAMFOK, Samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar um afbrota og fíkniefnavarnír. •»- -• c «*<>'*,"i'ivy'riwi. ríOt.v •'T'. THT262 fyrir atvinnumanninn THT 1800 fyrir garð- og sumarbústaðaeigandann VETRARSÓLet,i Hamraborg l-3, norðanmegin Sími 564 1864
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.