Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Skeifukeppnin á Hvanneyri Kærustu- parið í efstu sætum Skeifukeppnin á Hvanneyri, sem komin er vel á fimmta tuginn í aldri, er alltaf jafn- spennandi og hátíðleiki skeifudagsins alltaf sá sami. Nemendur leggja árangur sinn í tamn- ingu á einu trippi fyrir dómnefnd og keppa sín á milli um hverjum hafi tekist best til. Valdi- mar Kristinsson brá sér í Borgarfjörðinn á sumardaginn fyrsta og fylgdist með keppninni. FYRIRFRAM var reiknað að úrslit skeifukeppninnar væru ráðin áður en tamning trippanna hófst þar sem sá landskunni knapi Þór Jónsteins- son væri meðal nemenda og hyggði á þátttöku. En margt fer öðruvísi en ætlað er því Þór mátti gera sér annað sætið að góðu en ekki fór sig- urinn langt því það var kærasta hans Sigríður Kristín Sverrisdóttir sem hirti sigurinn á síðustu stundu og fékk að launum Morgunblaðs- skeifuna eftirsóttu. Morgunblaðs- skeifan mun því eigi að síður prýða hillurnar á heimili Þórs í framtíðinni ef að líkum lætur. Sigríður keppti á hryssunni Golu frá Skriðu og hlutu þau 79,5 stig. Glæsileg hryssa undan Gusti frá Hóli og Hæru frá Skriðu. En Sigríð- ur hlaut einnig viðurkenningu Eið- faxa fyrir besta hirðingu á hrossi sínu. Þá hafði hún fyrr um daginn orðið í þriðja sæti í gæðingakeppni hestamannafélags nemenda á Hvanneyri, Grana á Gretti frá Skriðu. En Þór veitti kærustu sinni harða keppni og fylgdi fast á hæla henni á Sókratesi frá Tungu með 77 stig en hann er undan Draumi frá HESTAR VERÐLAUNAHAFARNIR ásamt kennara í hestamennsku, Svanhildi Hall, frá vinstri Sigríður og Gola, Þór og Sókrates, Gústav og Sýn, Arnheiður og Svás og Inga og Eitill. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SIGRÍÐUR Kristín með verð- launin eftirsóttu og Gola spáir í gripinn. Dalvík. Sókrates hafði fengið eitt- hvert ofnæmi í munninn í vetur og tafði það mjög fyrir tamningu. Varð Þór að ríða honum lengi vel við beisli án méla af þessum sökum. Þór var hinsvegar tilnefndur hand- hafí ásetuverðlauna Félags tamn- ingmanna en eins og tíðkast hefur undanfarin ár hafa FT félagar gleymt að mæta með verðlaunin á staðinn og sagði Ingimar Sveinsson, fyrrverandi kennari í hestamennsku á Hvanneyri, að eftir því sem hann vissi best hefðu ásetuverðlaunahaf- ar síðustu ára ekki fengið þessi verðlaun. Þurfa FT menn því að taka sig saman í andlitinu og hressa upp á minnið eða öðrum kosti að hætta þessari verðlaunaveitingu með formelgum hætti. í þriðja sæti varð Gústav Magnús Asbjörnsson á Sýn frá Asbjamar- stöðum undan Sörla frá Búlandi og Gerplu frá Síðumúla með 69 stig. Arnheiður Dögg Einarsdóttir varð í fjórða sæti með 63 stig á Svás frá Neðra-Asi undan Roða frá Kolkuósi og Freyju frá Neðra-Ási. Inga Hrönn Flosadóttir varð fímmta með 61 stig á Eitli frá Sauðanesi sem er undan Bónus frá Hafnarfirði og Flugu frá Fossnesi. Full ástæða er til að minnast á keppanda í sjötta sæti en þar átti hlut að máli græn- lenskur tamningamaður Ango Knudsen. Hann var með hestinn Hæring frá Garðakoti en sá er und- an Norðurlandameistaranum Kjarna frá Kálfsstöðum og Gránu frá Garðakoti. Ango, sem hlaut 59 stig, var þarna með athygliverðan fola sem fór vel hjá honum og hefðu þeir sómt sér vel í verðlaunasæti. Formaður Grana, Pétur Hall- dórsson, stjórnaði verðlaunaafhend- ingu í matsal skólans að lokinni keppni og flutti ágæta ræðu þar sem hann kom inn á breyttar að- stæður í hestamennskunni og sagði hann meðal annars: „Hestar og hestamennska hafa fengið nýtt hlut- verk, sem tómstundagaman, íþrótt, atvinnugrein og útflutningsvara. Allt hefur tekið breytingum, nema kannski eitt - nema eitt! Og það er aðstaðan hér á Hvanneyri, við erum enn með hrossin okkar í fjárhús- kjallaranum, rétt eins og fyrir 45 árum. Draumar okkar standa til betri húsa og bættrar aðstöðu í hví- vetna og því höfum við dregist alltof langt aftur úr í þessum efnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kvartað er undan hesthúsinu á Hvanneyri sem er bam síns tíma og ekki í neinu samræmi við þá öru þróun sem orðið hefur í hesthúsum á landinu síðustu árin. Magnús B. Jónsson skólastjóri kom einnig inn á þessi mál í ræðu sinni en hann upplýsti að um leið og hann fylgdist með skeifukeppninni ræddi hann við nokkra gesti um nýbyggingu fjóss á staðnum. Einnig kom hann inn á hugmyndir um að hesta- mannafélagið Faxi tæki þátt í bygg: ingu reiðskemmu á Hvanneyri. I samræðum að loknum ræðuhöldum kom fram sú hugmynd að líklega væri hagstæðast að reisa eina risa- stóra byggingu þar sem gæti verið í endanum vel rúm reiðskemma, hesthús í miðjunni og fjós í hinum endanum. Þátt í þessari byggingu gætu ýmsir aðilar átt svo sem hestamannafélagið Faxi eins og áð- ur sagði og Hrossaræktarsamband Vesturlands. Er ekki að efa að slík bygging gæti valdið straumhvörfum í flestum þáttum hestamennskunn- ar í Borgarfirði. Að síðustu má geta þeirra sterku raka sem fram komu að nemendur á Hvanneyri þurfa að kynnast aðstöðu eins og hún ætti að vera á sem flestum stöðum. Alltaf hefur þótt heillavænlegra að kenna hvernig hlutirnir eiga að vera en ekki hvernig þeir eiga ekki að vera. Tímamót voru í skeifukeppninni að þessu sinni því nýr kennari í hestamennsku, Svanhildur Hall, var að skila sínum fyrsta árgangi í höfn. Hún tók sem kunnugt er við starfínu af Ingimar Sveinssyni sem hefur á síðustu ánim unnið merki- legt brautryðjendastarf á Hvann- eyri. Það var því vandfyllt skarð sem hann skildi eftir en ekki var annað að heyra og sjá en Svanhild- ur fari vel af stað og sé líkleg til að gera góða hluti á þessum starfs- vettvangi. Urslit helgarinnar NÝHESTAKEPPNI er vinsæl að verða en tvö slík mót voru haldin um helgina. Eins og nafnið ber með sér er þetta ætlað hestum sem ekki hafa verið mikið áberandi á mótum eða jafnvel alls ekki keppt áður. Úrslit bárust frá alls þremur mót- um sem haldin voru um helgina. Er þar fyrst að nefna Nýhrossakeppni hjá Fáki sem var opið mót þar sem 97 skráningar voru í 7 keppnis- greinar. Mótið var um leið endur- hæfingarmót fyrir alþjóðlega íþróttadómara. Hjá Sörla í Hafnarfirði voru hald- in tvö mót, annarsvegar nýhestamót og svo hið árlega Hróa hattar mót þar sem keppendum er boðið upp á pítsu og gos og nú eins og venjulega var þátttakan mikil. Mót þessi tók- ust með miklum ágætum enda veðr- ið eins og best var á kosið um helg- ina. Nýhestamót Sörla 1999 Tölt konur 1. Elsa Magnúsdóttir á Blóma frá Dalsmynni. 2. Anna B. Olafsdóttir á Héðni frá Stærri-Bæ. 3. Elísabet Garðarsdóttir á Hrafnhildi frá Glæsibæ. 4. Margrét Vilhjálmsdóttir á Freyju frá Sandhóli. 5. Hrafnhildur Guðrúnardóttir á Frðkk frá Ytri-Reykjum. Tölt karlar 1. Jón Hinriksson á Háfeta frá Undirfelli. 2. Jón P. Sveinsson á Eldingu frá Hóli. 3. Adolf Snæbjörnsson á Dimmu. 4. Höskuldur Ragnarsson á Happa-Rauð frá Bólstað. 5. Eyjólfur Þorsteinsson á Dröfn frá Staðarhúsum. Þrígangur 1. Daníel I. Smárason á Tyson frá Búlandi, Eyjaf. 2. Snorri Dal á Sorta frá Kjörseyri. 3. Hermann Jóhannsson á Hug frá Skáney. 4. Jón Hinriksson á Háfeta frá Undirfelli. 5. Sigríður Pjetursdóttir á Draumi frá Akureyri. Nýhestaskeið 1. Logi Laxdal á Sveipi frá Langholti. 2. Jón P. Sveinsson á Fiðu frá Hleinabergi. 3. Páll Ólafsson á Vordísi frá Tungu. 4. Elsa Magnúsdóttir á Kristal frá Bólstað. 5. Páll Guðmundsson á Flugu frá Kolkuósi. Hróa hattarmót Sörla Ungmenni 1. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Val frá Litla-Bergi. 2. Guðni Sigurðsson Mána, á Hrafni frá Hala. 3. Eh'sabet E. Garðarsdóttir Söria, á Hrafnhildi frá Glæsibæ. 4. Gyða S. Kristjánsdóttir Sörla, á Sleipni frá Grímsstöðum. Ásetuv. og glæsil. parið: Hinrik Þ. Sigurðsson og Valur. Unglingar 1. Gunnar Ö. Einarsson Mána, á Halifax frá Breiðabólstað. 2. Kristín M. Jónsdóttir Sörla, á Háfeta frá Undirfelli. Að sigla er ný leið fyrir konur og karla til að upplifa og njóta tilbreytingar í sumarleyfinu. Kennsla í skútusiglingum hefst 12. maí. Innritun í síma 588 3092 og 898 0599. Dagskrá og upplýsingar einnig á netinu, www.centrum.is/siglingaskolinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.