Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Mercedes Benz 230 E Classic ‘96 Ekinn 57 þús. km. Qullmoli með QSM, 4 hauspúðum, Cruise Control, sjálfskiptur, álfelgur og fleira. Upplýsingar í sima 892 1424 (Björn) SAKÍwœvBi Atvinnuþróunarfélag Kynningarmiðstöð Eyjafjarðar Evrópurannsókna KYNNINGARFUNDUR UM 5. RAMMAÁÆTLUN ESB Á SVIÐIRANNSÓKNA OG ÞRÓUNAR Fundurinn mun fjalla um nokkur áhersluatriði 5. rammaáætlunar ESB og reynt verður að vekja athygli á þeim atriðum sem snerta þarfir atvinnulífs Eyjafjarðar. Fulltrúar fyrirtækja í matvælafram- leiðslu, heilbrigðisþjónustu, menntun og þjónustu sem hafa þróun- ar- eða rannsóknahugmyndir, eiga erindi á fundinn. AKUREYRI Ballettskólinn sýnir Hnotubrjótinn í fþróttahöllinni Morgunblaðið/Kristján ÞÆR Þorgerður, sem er aftast á myndinni, Hrafnhildur, Olga Sonja, Unnur Birna, Hanna Rós sýna nútíma- dans á sýningu Balllettskólans í fþróttahöllinni á morgun, sunnudag, en allir nemendur skólans taka einnig þátt í uppfærslu á Hnotubrjótnum. Allir nemendur skólans, 45 talsins, taka þátt í verkinu Fundurinn verður haldinn 12. maí nk. [ sal Fláskólans á Akureyri í Þingvallastræti 23. Fundurinn hefst kl. 12 og lýkurfyrir 13.30. Léttar veitingar verða í boði. Dagskrá: 5. rammaáætlun ESB, helstu útlínur og aðstoð við umsækjendur. Sigurður Tómas Björgvinsson, Kynningarmiðstöð Evrópu- rannsókna. Lífsgæði og nýting náttúruauðlinda, þ.m.t. matvælaframleiðsla og heilbrigðisþjónusta, Ingileif Jónsdóttir, dósent við Háskóla íslands. Mannauður og félags/- og hugvísindarannsóknir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri og einn af íslenskum stjórnarmönnum í mannauðsáætlun 5. rammaáætlunarinnar. Upplýsingar veita Þórleifur Björnsson í síma 463 0900 og Benedikt Guðmundsson f síma 461 2740 . EIN BESTA STAFRÆN A MYNDAVELIN! FUJIFILM MX-700 STAFRÆN MYNDAUÉL 15 MHIJón Ptxela CCD 1280 x 1024 Pixela upplausn 2" TFT sklár Endurhlaðanleo llthlum lon rafhlaða Straumöreytir Snúrur 09 hugbúnaður tyrlr PC og Mac SmartMedia mlnnlskort fylgir Frábartverð kr. 69.900 / 1 Skipholti 31, Síml 568 0450 17 *\T1 Kaupvangsstræti 1, s. 4612850 BALLETTSKÓLINN sýnir Hnotu- brjótínn í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, laugardaginn 9. maí kl. 16. Ráðist er í þetta viðamikla verk- efni í tilefhi af 5 ára afmæli Ballett- skólans. Stofnandi skólans og kenn- ari frá upphafi er Asako Ichihashi. Ballettskólinn er nú rekin í tengsl- um við Vaxtarræktina í íþróttahöll- inni. „Ég tók þátt í sýningu á Hnotu- Helga lista- maður mánað- arins í List- fléttunni HELGA Jóhannesdóttir er lista- maður maímánaðar í Listfléttunni við göngugötuna í Hafnarstræti á Akureyri. Helga sýnir þar verk unnin úr leir. Hún er fædd í Reykjavík árið 1961, hún hefur stundað nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og lokið tækniteiknara- prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Þá nam hún við keramikdeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og lauk námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árið 1991. Frá þeim tíma hefur hún starfað á vinnustofu sinni að Álafossi. Helga er nýkomin heim eftir tæplega tveggja ára dvöl í Pittsburgh í Bandaríkjunum þar sem hún nam keramik og málm- smíði. Tilkynning um skráningu skuldabréfa Akureyrarbæjar á Verðbréfaþing íslands VÞÍ hefur samþykkt að taka neðangreind skuldabréf á skrá 12. maí 1999. Útgefandi: Akureyrarbær, kt. 410169-6229, Geislagötu 9, 600 Akureyri, sími 462 1000, bréfsími 462 1547. Flokkur: 1. flokkur 1999 Nafnverð og lánstími: Heildarnafnverð 1. fl. 1999 útgáfunnar var 700 milljónir króna og eru skuldabréfin vaxtagreiðslubréf til 10 ára. Útgáfudagur og fyrsti vaxtadagur: Útgáfudagur og fyrsti vaxtadagur var 15. febrúar 1999. Einingar: Skuldabréfin eru í föstum 10 milljón króna einingum, alls 70 bréf. Nafnvextir: Skuldabréfin bera fasta 4,25% vexti. Viðskiptavakt: Já. Skráningarlýsing og önnur gögn um útgefanda og skuldabréfin liggja frammi hjá Kaupþingi Norðurlands hf., umsjónaraðila skráningarinnar. brjótnum þegar ég var 16 ára gömul í heimalandi mínu, Japan, og það var mjög skemmtilegt. Mig langaði að setja þetta verk upp hér, bjóða upp á metnaðarfulla sýningu í til- efni af 5 ára afmæli skólans," sagði Asako. Hún sagði að vissulega hefði verið mikil vinna við æfingar, en byrjað var að æfa skömmu eftir ára- mót. Nemendur Ballettskólans eru 45 talsins, þar af aðeins einn piltur, og eru þeir á aldrinum 5 til 21 árs. Nemendur skólans hafa ekki ein- göngu komið frá Akureyri, heldur hafa foreldrar á Dalvík, Hrísey og á Laugum í Reykjadal lagt á sig að aka börnum sínum til æfinga á Akureyri. Auk Hnotubrjótsins verða fleiri dansatriði á sýningunni, spuni, nú- tímadansar og klassískir. Bama- og unglingakór Akureyrarkirkju syng- ur undir stjórn Jóns Halldórs Finnssonar og þá leikur Hannes Þ. Guðrúnarson á gítar. Ballettinn gerir miklar kröfur „Ég hef verið í Ballettskólanum öll 5 árin sem hann hefur starfað eða frá því ég var 8 ára,“ sagði Þor- gerður Jónsdóttir. „Mig langaði al- veg frá því ég var lítil að læra ball- ett. Ballerínurnar eru svo flinkar og liðugar." Sólrún María Ólafsdóttir, sem nú er tvítug, byrjaði að æfa ballett þeg- ar skólinn var stofnaður fyrir 5 ár- um. „Ég hafði engan sérstakan áhuga þegar ég var yngri, mér fannst ballett hræðilegur þegar ég var yngri, en nú finnst mér hann rosalega flottur," sagði Sólrún Mar- ía. Hún sagði ballettinn gera miklar kröfur til iðkendanna, menn yrðu að hafa stjórn á öllum líkamanum, hann krefðist meiri leikni en það að hlaupa eftir bolta, sagði hún, en áð- ur en hún fór að stunda ballett var hún í boltaíþróttum. Sólrún María sagðist hafa byrjað of seint til að geta gert sér vonir um að ná langt, en áhuginn er fyrir hendi. Þorgerður kvaðst vel geta hugsað sér að halda áfram eins lengi og hún getur að æfa ballett. „Ég myndi gjaman vilja verða atvinnuballer- ína, en veit ekki hvort af því verð- ur,“ sagði hún. DRÍFA Arnþórsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir í Snuðru og Tuðru. Hundraðasta sýning á Snuðru MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir hund- mðustu sýningu á bamaleikritinu Snuðra og Tuðra á Renniverkstæð- inu á Akureyri á morgun, sunnudag kl. 13 og 101 sýning verður kl. 15. Sýningin, sem var framsýnd í október, hefur verið sýnd í Mögu- leikhúsinu við Hlemm, auk þess sem sýnt hefur verið í leik- og grannskólum víða um land. Sýning- og Tuðru in á Renniverkstæðinu er hluti af leikferð Möguleikhússins um Norð- urland. Snuðra og Tuðra era leikn- ar af Drífu Arnþórsdóttur og Aino Freyju Járvelá, leikstjóri og höf- undur leikmynda er Bjami Ingvars- son. Leikgerð er eftir Pétur Eg- gerz, tónlist eftir Vilhjálm Guðjóns- son og Katrín Þorvaldsdóttir sá um búninga og brúðugerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.