Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 28

Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 28
28 LAUGARÐAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Umfjöllun um skattamál fyrirtækja í fréttabréfí Vinnuveltendasambandsins Skattar fyrirtækja á Norð- urlöndum hæstir á Islandi í VETTVANGI, fréttabréfi Vinnuveitenda- sambands Islands, er fjallað um skattlagningu á íslensk fyrirtæki í kjölfar þess að í kosninga- baráttunni hafi því verið haldið fram að skattar á íslensk fyrirtæki séu lægri en annars staðar. Tvö framboð hafi það á stefnuskrá að hækka skatta á fyrirtæki og hafi bæði tryggingagjald og tekjuskattur fyrirtækja verið nefnd í því sambandi. I Vettvangi segir að þessi umræða fari átakanlega á skjön við staðreyndir, því skatthlutföll tekju- og eignaskatta séu hvað hæst á Islandi af öllum Norðurlöndunum. Fram kemur að það sé rétt að skattgreiðslur fyrirtækja hér á landi hafi um árabil verið lægra hlutfall af þjóðartekjum en í grannlöndunum. Það skýrist þó ekki af lágum skatthlutföllum heldur af bágri afkomu íslenskra fyrirtækja áratugum saman. Þegar almennur afkomu- og atvinnubrestur blasti við í upphafí þessa áratug- ar hafi náðst sátt um mikilvægi þess að atvinnu- fyrirtæki yrðu að fá a.m.k. jafngóð starfsskilyrði og keppinautar í grannlöndunum. Þau yrðu að fá búið við stöðugleika og viðurkennt hafi verið að hagnaður fyrirtækjanna væri forsenda efna- hagslegra framfara. I samræmi við þessi viðhorf hafi tekjuskattur fyrirtækja verið lækkaður til jafns við það sem er t.d. í Danmörku þótt hann sé enn 2% hærri en í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. „Segja má að í gildi sé sérstakt tekjuskatt- hlutfall í Skandinavíu þar sem Finnland, Sví- þjóð og Noregur leggja öll 28% tekjuskatthlut- fall á fyrirtækin og dönsk stjómvöld hafa íhug- að að taka upp sama hlutfall. Rök standa því til þess að taka upp sama hlutfall hér á landi enda vandséð hvers vegna íslensk stjórnvöld skyldu kjósa að búa íslenskum fyrirtækjum lakara skattalegt umhverfi en tíðkast á Norðurlönd- unum. Tekjuskattur smærri fyrirtækja í Bret- landi er nú 21% en stjórn Verkamannaflokks- ins hefur boðað lækkun í 20% og upptöku sér- staks 10% skattþreps fyrir ný smáfyrirtæki," segir í Vettvangi. Eitt brýnasta verkefnið að lækka eignarskattinn I umfjölluninni kemur m.a. fram að aðeins fimm lönd innan OECD auk Islands, leggja eignarskatt á atvinnufyi’irtæki en þau eru Kanada 0,2%, Lúxemborg 0,5%, Sviss 0,42% og Þýskaland 0,6%. Island sé því í algem sérstöðu með því að leggja 1,2% eignarskatt á fyrirtæki og 0,25% til viðbótar skv. lögum um Þjóðarbók- hlöðu og endurbætur menningarbygginga. Eitt brýnasta viðfangsefnið við aðlögun skattalegs umhverfis að þeim aðstæðum sem ríkja meðal samkeppnisaðila erlendis sé því að lækka eign- arskattinn verulega. I umfjöllun um skatta á hagnað fyrirtækja verði ávallt að taka eignar- skattinn inn í myndina, enda verði skatturinn ekki greiddur með öðra en hagnaði fyrirtækj- anna og eignarskattar fyrirtækja hafi numið allt að helmingi tekjuskatta þeirra. Skattgreiðslur fyrirtækja vaxa í takt við batnandi afkomu Fram kemur að lagfæring á almennum starfsskilyrðum fyrirtækja hafi borið þann ár- angur að hagnaður í atvinnurekstri hafi verið yfir 3% af tekjum sl. 5 ár. Samhliða hafi skatt- greiðslur fyrirtækja vaxið svo milljörðum skipt- ir. Þannig hafi tekjuskattgreiðslur fyrirtækja numið 7 milljörðum króna á síðasta ári og eign- arskattar tveimur milljörðum og hafi það verið tvöföldun á fjóram áram. „Skattgreiðslur fyrirtækja munu enn vaxa stórlega á allra næstu áram eftir því sem fleiri fyrirtæki ná að jafna uppsafnaðan taprekstur liðinna ára. Skattgreiðslur fyrirtækja vaxa í takt við batnandi afkomu, ekki vegna hækkunai' skatta heldur einmitt vegna þeirrar stefnu að ís- lensk fyrirtæki eigi að njóta sömu rekstrarskil- yrða og fyrirtæki í grannlöndunum. í því felst stefna uppbyggingar og framfara sem sldlar miklum árangri þessi árin. Þeir stjómmála- menn sem vilja hækka skatta á íslensk fyrirtæki þurfa hins vegar að svara því, af hverju þeir telji að íslensk fyrirtæki eigi ekki að njóta hlið- stæðra rekstrarskilyrða, m.a. í sköttum, og fyr- irtæki í grannlöndunum," segir í Vettvangi. Murdoch treystir stöðu sína í Þýzkalandi Berlín. Reuters. RUPERT Murdoch, sem lengi hefur verið haldið í skefjum á þýzkum fjöl- miðlamarkaði, hefur tryggt sér möguleika á því að láta mikið að sér kveða á þeim vettvangi með klókinda- legum samningi að sögn sérfræðinga. TM3 stöð Murdoch, lítil rás sem flytur kvennaefni, hefur borið sigm-- orð af ríkisfjölmiðlunum ARD og ZDF og óháðu stöðinni RTL með 108,2 milljóna dollara tilboði í rétt til að sjónvarpa frá leikjum í keppninni um Evrópumeistaratitilinn í knatt- spyrnu. „Þetta er vísbending um stefnu Murdochs á þýzka markaðnum," sagði sérfræðingur ráðgjafarfyrir- tækisins HMR í Köln. „Rétturinn veitir gífurlega vaxtarmöguleika." TM3 kveðst hafa tryggt sér rétt til að sjónvarpa frá leikjum á næstu fjórum leiktíðum. News Corp fyrir- tæki Murdochs hefur lengi haft áhuga á miklum möguleikum þýzka markaðarins, en stórir keppinautar hans í Þýzkalandi hafa alltaf komið í veg fyrir tilraunir hans til að færa út kvíarnar. Um 60% hlutur Murdochs í TM3 gerði honum kleift að „nota bakdym- ar“ til að ná settu marki en rétturinn til að sjónvarpa frá Evrópumeistara- keppninni gefur Murdoch færi á að stórauka vinsældir stöðvarinnar. Mun betri rekstur V erkalýðsfélagsins Einingar en áður Forstjórar vestra hafa langmest í laun New York. Reuters. REKSTUR Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri gekk mun betur á árinu 1998 en árið á undan og hvað varðar reglulega starfsemi félagsins fór rekstramiðurstaðan úr 600 þúsund króna tapi í tæplega 1,8 milljóna króna hagnað. Vera- legt bókfært tap varð þó af rekstr- inum í heild og skýrist það af 9 milljóna króna sölutapi vegna sölu á eignarhlut félagsins í Skipagötu 14. Aðalfundur Einingar var haldinn 6. maí og var það síðasti fundurinn sem haldinn er undir nafni Eining- ar þar sem félagið mun innan tíðar sameinast Iðju, félagi verksmiðju- fólks á Akureyri og nágrenni, und- ir nafninu Eining-Iðja. Stofnfund- ur verður 15. maí næstkomandi og verður þá til þriðja stærsta verka- lýðsfélag landsins. Stjórnar- og nefndakjöri var frestað til stofn- fundar Einingar-Iðju. Aðalfélagar í Einingu era nú 4.134 en fyrir ári vora þeir 3.964. Aukafélagar era 704 en vora á síðasta aðalfundi 731. Alls eru Einingarfélagar því 4.838. 28 milljónir greiddar úr sjúkrasjóði Sjúkrasjóður Einingar var rek- inn með lítilsháttar tapi 1998 en greiðslur úr sjóðnum vora 28 milljónir króna á árinu á móti 24 milljónum króna árið 1997. Mest jukust greiðslur dagpeninga sem fóra úr 19,3 milljónum króna í 22,6 milljónir. Næstmest var greitt í útfararstyrki, eða 3,4 milljónir króna. Rekstur orlofssjóðs skilaði nokki-um tekjuafgangi þrátt fyrir sífellt vaxandi umsvif í rekstri or- lofshúsa. Rekstur fræðslusjóðs var í jámum, en sem fyrr veitti hann styrki til félagsmanna vegna nám- skeiðahalds, samtals að upphæð 352 þúsund krónur. Einnig gaf hann öllum börnum á Eyjafjarðar- svæðinu bækling um réttindi og skyldur launamanna. LAUN forstjóra utan Bandaríkj- anna blikna í samanburði við laun bandarískra forsljóra sam- kvæmt úttekt tímaritsins Forbes Global. Edgar Bronfman, sem stjórnar kanadiska drykkjarvöru- og íjöl- miðlafyrirtækinu Seagram Co. Ltd., var hæstlaunaði forstjóri fyrirtækis utan Bandaríkjanna og fékk í sinn hlut 4,5 milljónir dollara í fyrra. Til samanburðar fengu 98 af 100 hæstlaunuðu for- stjórum Bandaríkjanna meira en 10 milljónir dollara að sögn tals- manns Forbes. Forstjóri Walt Disney Co., Michael Eisner, var hæstlaunaði maður Bandaríkjanna - og heimsins - með 589 milljónir dollara í heildarlaun. Af forstjór- um utan Bandaríkjanna hafnaði Jan Leschly, yfirmaður brezka lyfjarisans SmithKIine Beecham Plc., í 2. sæti á eftir Bronfman með 3,18 milljónir dollara. Annar Kanadamaður, fv. yfir- maður Bank of Montreal, Matt- hew Barrett, hafnaði í 3. sæti með 3,2 milljönir dollara í laun í fyrra. Shell í efsta sæti Forbes metur fyrirtæki utan Bandaríkjanna eftir sölu, hagn- aði, eignum og markaðsvirði. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Royal Dutch/Shell Group í Holiandi fremsta fyrirtækið utan Bandaríkjanna, en stjórnarfor- maður þess fékk aðeins 1,7 millj- ónir dollara í fyrra. Nippon Telegraph & Telepho- ne Corp. í Japan var talið næst- stærsta fyrirtæki heims, en Jun- Ichiro Miyazu forstjóri fékk að- eins 300.000 dollara árslaun. Jiirgen Schrempp, annar tveggja stjórnarformanna Germ- an Daimler-Chrysler AG, hlaut 2,96 milljónir dollara hjá 11. fyr- irtækinu á lista Forbes Global. Tveir aðrir forsljórar utan Bandaríkjanna, sem fengu meira en 2 milljónir dollara, voru John Browne frá BP Amoco PIc. á Bretlandi, Paul Anderson frá ástralska stórfyrirtækinu Broken Hill Proprietary Co. Ltd., Dennis Eck hjá áströlsku verzlunarkeðj- unni Coles Myer Ltd. og Euan Baird hjá Schlumberger Ltd., sem veitir aðstoð við olíuleit. Þrír aðrir Bretar voru í tveggja milljóna dollara klúbbn- um; G. Hutchings hjá alþjóðaíjöl- greinafyrirtækinu Tomkins Plc, J. Sunderland frá alþjóðlega drykkjarvörufyrirtækinu Cad- bury Schweppes PIc. og Victor Rice hjá bílapartaframleiðandan- um LucasVarity Plc. Donald Walker hjá kanadíska bflapartaframleiðandanum Magna Intemational Inc. komst einnig í yfir tveggja milljóna dollara laun í fyrra samkvæmt Forbes Global. 0 llófu. bw,„. - * / \l , nn‘»9s / (,□„ co s,na , . - '--1 lalsun'Iramlö 3 >e>dflsnia(un,,, mekia ■ Með kœrri kveðju Halldór Sœvar Guðbergsson formaður Blindrafélagsins Blindrofélagið Samtök blindra og sjónskertra á ístandi Nú leitum við til ykkar ágæta samferðafólk og biðjum ykkur að taka vel á móti sölufólki okkar á næstu dögum og vikum. Ágœtu landsmenn! Nú er að hefjast sala á afmælishappdrætti Blindrafélagsins en félagið verður 60 ára þann 19. ágúst nk. Happdrættið hefur verið ein traustasta tekjulind félagsins í þau 60 ár sem það hefur starfað og stuðningur landsmanna hefur í raun lagt grunninn að félagslegri velferð blindra og sjónskertra á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.