Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 28
28 LAUGARÐAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Umfjöllun um skattamál fyrirtækja í fréttabréfí Vinnuveltendasambandsins Skattar fyrirtækja á Norð- urlöndum hæstir á Islandi í VETTVANGI, fréttabréfi Vinnuveitenda- sambands Islands, er fjallað um skattlagningu á íslensk fyrirtæki í kjölfar þess að í kosninga- baráttunni hafi því verið haldið fram að skattar á íslensk fyrirtæki séu lægri en annars staðar. Tvö framboð hafi það á stefnuskrá að hækka skatta á fyrirtæki og hafi bæði tryggingagjald og tekjuskattur fyrirtækja verið nefnd í því sambandi. I Vettvangi segir að þessi umræða fari átakanlega á skjön við staðreyndir, því skatthlutföll tekju- og eignaskatta séu hvað hæst á Islandi af öllum Norðurlöndunum. Fram kemur að það sé rétt að skattgreiðslur fyrirtækja hér á landi hafi um árabil verið lægra hlutfall af þjóðartekjum en í grannlöndunum. Það skýrist þó ekki af lágum skatthlutföllum heldur af bágri afkomu íslenskra fyrirtækja áratugum saman. Þegar almennur afkomu- og atvinnubrestur blasti við í upphafí þessa áratug- ar hafi náðst sátt um mikilvægi þess að atvinnu- fyrirtæki yrðu að fá a.m.k. jafngóð starfsskilyrði og keppinautar í grannlöndunum. Þau yrðu að fá búið við stöðugleika og viðurkennt hafi verið að hagnaður fyrirtækjanna væri forsenda efna- hagslegra framfara. I samræmi við þessi viðhorf hafi tekjuskattur fyrirtækja verið lækkaður til jafns við það sem er t.d. í Danmörku þótt hann sé enn 2% hærri en í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. „Segja má að í gildi sé sérstakt tekjuskatt- hlutfall í Skandinavíu þar sem Finnland, Sví- þjóð og Noregur leggja öll 28% tekjuskatthlut- fall á fyrirtækin og dönsk stjómvöld hafa íhug- að að taka upp sama hlutfall. Rök standa því til þess að taka upp sama hlutfall hér á landi enda vandséð hvers vegna íslensk stjórnvöld skyldu kjósa að búa íslenskum fyrirtækjum lakara skattalegt umhverfi en tíðkast á Norðurlönd- unum. Tekjuskattur smærri fyrirtækja í Bret- landi er nú 21% en stjórn Verkamannaflokks- ins hefur boðað lækkun í 20% og upptöku sér- staks 10% skattþreps fyrir ný smáfyrirtæki," segir í Vettvangi. Eitt brýnasta verkefnið að lækka eignarskattinn I umfjölluninni kemur m.a. fram að aðeins fimm lönd innan OECD auk Islands, leggja eignarskatt á atvinnufyi’irtæki en þau eru Kanada 0,2%, Lúxemborg 0,5%, Sviss 0,42% og Þýskaland 0,6%. Island sé því í algem sérstöðu með því að leggja 1,2% eignarskatt á fyrirtæki og 0,25% til viðbótar skv. lögum um Þjóðarbók- hlöðu og endurbætur menningarbygginga. Eitt brýnasta viðfangsefnið við aðlögun skattalegs umhverfis að þeim aðstæðum sem ríkja meðal samkeppnisaðila erlendis sé því að lækka eign- arskattinn verulega. I umfjöllun um skatta á hagnað fyrirtækja verði ávallt að taka eignar- skattinn inn í myndina, enda verði skatturinn ekki greiddur með öðra en hagnaði fyrirtækj- anna og eignarskattar fyrirtækja hafi numið allt að helmingi tekjuskatta þeirra. Skattgreiðslur fyrirtækja vaxa í takt við batnandi afkomu Fram kemur að lagfæring á almennum starfsskilyrðum fyrirtækja hafi borið þann ár- angur að hagnaður í atvinnurekstri hafi verið yfir 3% af tekjum sl. 5 ár. Samhliða hafi skatt- greiðslur fyrirtækja vaxið svo milljörðum skipt- ir. Þannig hafi tekjuskattgreiðslur fyrirtækja numið 7 milljörðum króna á síðasta ári og eign- arskattar tveimur milljörðum og hafi það verið tvöföldun á fjóram áram. „Skattgreiðslur fyrirtækja munu enn vaxa stórlega á allra næstu áram eftir því sem fleiri fyrirtæki ná að jafna uppsafnaðan taprekstur liðinna ára. Skattgreiðslur fyrirtækja vaxa í takt við batnandi afkomu, ekki vegna hækkunai' skatta heldur einmitt vegna þeirrar stefnu að ís- lensk fyrirtæki eigi að njóta sömu rekstrarskil- yrða og fyrirtæki í grannlöndunum. í því felst stefna uppbyggingar og framfara sem sldlar miklum árangri þessi árin. Þeir stjómmála- menn sem vilja hækka skatta á íslensk fyrirtæki þurfa hins vegar að svara því, af hverju þeir telji að íslensk fyrirtæki eigi ekki að njóta hlið- stæðra rekstrarskilyrða, m.a. í sköttum, og fyr- irtæki í grannlöndunum," segir í Vettvangi. Murdoch treystir stöðu sína í Þýzkalandi Berlín. Reuters. RUPERT Murdoch, sem lengi hefur verið haldið í skefjum á þýzkum fjöl- miðlamarkaði, hefur tryggt sér möguleika á því að láta mikið að sér kveða á þeim vettvangi með klókinda- legum samningi að sögn sérfræðinga. TM3 stöð Murdoch, lítil rás sem flytur kvennaefni, hefur borið sigm-- orð af ríkisfjölmiðlunum ARD og ZDF og óháðu stöðinni RTL með 108,2 milljóna dollara tilboði í rétt til að sjónvarpa frá leikjum í keppninni um Evrópumeistaratitilinn í knatt- spyrnu. „Þetta er vísbending um stefnu Murdochs á þýzka markaðnum," sagði sérfræðingur ráðgjafarfyrir- tækisins HMR í Köln. „Rétturinn veitir gífurlega vaxtarmöguleika." TM3 kveðst hafa tryggt sér rétt til að sjónvarpa frá leikjum á næstu fjórum leiktíðum. News Corp fyrir- tæki Murdochs hefur lengi haft áhuga á miklum möguleikum þýzka markaðarins, en stórir keppinautar hans í Þýzkalandi hafa alltaf komið í veg fyrir tilraunir hans til að færa út kvíarnar. Um 60% hlutur Murdochs í TM3 gerði honum kleift að „nota bakdym- ar“ til að ná settu marki en rétturinn til að sjónvarpa frá Evrópumeistara- keppninni gefur Murdoch færi á að stórauka vinsældir stöðvarinnar. Mun betri rekstur V erkalýðsfélagsins Einingar en áður Forstjórar vestra hafa langmest í laun New York. Reuters. REKSTUR Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri gekk mun betur á árinu 1998 en árið á undan og hvað varðar reglulega starfsemi félagsins fór rekstramiðurstaðan úr 600 þúsund króna tapi í tæplega 1,8 milljóna króna hagnað. Vera- legt bókfært tap varð þó af rekstr- inum í heild og skýrist það af 9 milljóna króna sölutapi vegna sölu á eignarhlut félagsins í Skipagötu 14. Aðalfundur Einingar var haldinn 6. maí og var það síðasti fundurinn sem haldinn er undir nafni Eining- ar þar sem félagið mun innan tíðar sameinast Iðju, félagi verksmiðju- fólks á Akureyri og nágrenni, und- ir nafninu Eining-Iðja. Stofnfund- ur verður 15. maí næstkomandi og verður þá til þriðja stærsta verka- lýðsfélag landsins. Stjórnar- og nefndakjöri var frestað til stofn- fundar Einingar-Iðju. Aðalfélagar í Einingu era nú 4.134 en fyrir ári vora þeir 3.964. Aukafélagar era 704 en vora á síðasta aðalfundi 731. Alls eru Einingarfélagar því 4.838. 28 milljónir greiddar úr sjúkrasjóði Sjúkrasjóður Einingar var rek- inn með lítilsháttar tapi 1998 en greiðslur úr sjóðnum vora 28 milljónir króna á árinu á móti 24 milljónum króna árið 1997. Mest jukust greiðslur dagpeninga sem fóra úr 19,3 milljónum króna í 22,6 milljónir. Næstmest var greitt í útfararstyrki, eða 3,4 milljónir króna. Rekstur orlofssjóðs skilaði nokki-um tekjuafgangi þrátt fyrir sífellt vaxandi umsvif í rekstri or- lofshúsa. Rekstur fræðslusjóðs var í jámum, en sem fyrr veitti hann styrki til félagsmanna vegna nám- skeiðahalds, samtals að upphæð 352 þúsund krónur. Einnig gaf hann öllum börnum á Eyjafjarðar- svæðinu bækling um réttindi og skyldur launamanna. LAUN forstjóra utan Bandaríkj- anna blikna í samanburði við laun bandarískra forsljóra sam- kvæmt úttekt tímaritsins Forbes Global. Edgar Bronfman, sem stjórnar kanadiska drykkjarvöru- og íjöl- miðlafyrirtækinu Seagram Co. Ltd., var hæstlaunaði forstjóri fyrirtækis utan Bandaríkjanna og fékk í sinn hlut 4,5 milljónir dollara í fyrra. Til samanburðar fengu 98 af 100 hæstlaunuðu for- stjórum Bandaríkjanna meira en 10 milljónir dollara að sögn tals- manns Forbes. Forstjóri Walt Disney Co., Michael Eisner, var hæstlaunaði maður Bandaríkjanna - og heimsins - með 589 milljónir dollara í heildarlaun. Af forstjór- um utan Bandaríkjanna hafnaði Jan Leschly, yfirmaður brezka lyfjarisans SmithKIine Beecham Plc., í 2. sæti á eftir Bronfman með 3,18 milljónir dollara. Annar Kanadamaður, fv. yfir- maður Bank of Montreal, Matt- hew Barrett, hafnaði í 3. sæti með 3,2 milljönir dollara í laun í fyrra. Shell í efsta sæti Forbes metur fyrirtæki utan Bandaríkjanna eftir sölu, hagn- aði, eignum og markaðsvirði. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Royal Dutch/Shell Group í Holiandi fremsta fyrirtækið utan Bandaríkjanna, en stjórnarfor- maður þess fékk aðeins 1,7 millj- ónir dollara í fyrra. Nippon Telegraph & Telepho- ne Corp. í Japan var talið næst- stærsta fyrirtæki heims, en Jun- Ichiro Miyazu forstjóri fékk að- eins 300.000 dollara árslaun. Jiirgen Schrempp, annar tveggja stjórnarformanna Germ- an Daimler-Chrysler AG, hlaut 2,96 milljónir dollara hjá 11. fyr- irtækinu á lista Forbes Global. Tveir aðrir forsljórar utan Bandaríkjanna, sem fengu meira en 2 milljónir dollara, voru John Browne frá BP Amoco PIc. á Bretlandi, Paul Anderson frá ástralska stórfyrirtækinu Broken Hill Proprietary Co. Ltd., Dennis Eck hjá áströlsku verzlunarkeðj- unni Coles Myer Ltd. og Euan Baird hjá Schlumberger Ltd., sem veitir aðstoð við olíuleit. Þrír aðrir Bretar voru í tveggja milljóna dollara klúbbn- um; G. Hutchings hjá alþjóðaíjöl- greinafyrirtækinu Tomkins Plc, J. Sunderland frá alþjóðlega drykkjarvörufyrirtækinu Cad- bury Schweppes PIc. og Victor Rice hjá bílapartaframleiðandan- um LucasVarity Plc. Donald Walker hjá kanadíska bflapartaframleiðandanum Magna Intemational Inc. komst einnig í yfir tveggja milljóna dollara laun í fyrra samkvæmt Forbes Global. 0 llófu. bw,„. - * / \l , nn‘»9s / (,□„ co s,na , . - '--1 lalsun'Iramlö 3 >e>dflsnia(un,,, mekia ■ Með kœrri kveðju Halldór Sœvar Guðbergsson formaður Blindrafélagsins Blindrofélagið Samtök blindra og sjónskertra á ístandi Nú leitum við til ykkar ágæta samferðafólk og biðjum ykkur að taka vel á móti sölufólki okkar á næstu dögum og vikum. Ágœtu landsmenn! Nú er að hefjast sala á afmælishappdrætti Blindrafélagsins en félagið verður 60 ára þann 19. ágúst nk. Happdrættið hefur verið ein traustasta tekjulind félagsins í þau 60 ár sem það hefur starfað og stuðningur landsmanna hefur í raun lagt grunninn að félagslegri velferð blindra og sjónskertra á íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.