Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 37 Mikilvægi reglu- legs sparnaðar Fjármál heimilanna Hverju heimili er mikilvægt að eiga sparifé til þess að mæta óvæntum útgjöldum, viðhaldi og endurnýjun fasteigna og bifreiða, ýmsum áföllum á lífsleiðinni auk lífeyrissparnaðar. Elín Sigrún Jónsdóttir segir að sparnaður sé snar þáttur í því að fyrirbyggja greiðsluvanda og er forsenda íbúðarkaupa. Sparnaður er og forsenda þess að draumar fjölskyldunnar rætist, s.s. ferðalög til fjarlægra staða. NÝLEGAR tölur um skuldir heimilanna sýna að skuldimar aukast jafnt og þétt. Æ fleiri virðast falla í þá freistni að taka neyslulán til að uppfylla kröfur neyslukapp- hlaupsins í stað þess að doka við með kaupin og bíða þar til að sparn- aður getur mætt kaupunum. Heim- ilin virðast ekki hafa sparnað til að mæta óvæntum útgjöldum og fjár- festingum heimilisins. Framboð á lánsfé er svo mikið að almenningur tekur þeim tilboðum sem í boði eru án þess að gefa gaum hve dýru verði þau eru keypt. Það er í raun áleitin spurning hvers vegna spamaður er ekki sam- gróinn heimilishaldi á íslandi. Ljóst er að mörg heimili sjá sér ekki fært að spara vegna mjög lágra tekna, sem ekki nægja til brýnustu nauð- þurfta. En stór hópur fólks telur sig lítið muna um að semja um lántökur og raðgreiðslusamninga um 7- 30.000 kr. á mánuði. Spyrja má hvort ekki megi virkja betur þá hugsun sem upp kemur þegar ákvörðun er tekin um lántöku. Rað- greiðslukaup eru oft réttlætt með hugsun á borð við Æ það munar svo sem ekkert um 9.900 kr. á mánuði, ég er jafn blankur fyrir. Það kann hins vegar að muna um það eftir fimm ár að hafa lagt fyrir 9.900 kr. á mánuði í stað þess að nota það til að borga afborgun neysluvöru. Hefur þú tök á að spara? Fyrir þá sem vilja byrja að byggja upp sparnað er einfaldast að hefja reglubundinn sparnað með mánaðarlegum greiðslum af launa- reikningi. Engin fjárhæð er of lítil. 1.000 kr. á mánuði verða að 24.000 eftir 2 ár og 5.000 kr. á mánuði verða að 120.000 kr. að tveim árum liðnum auk vaxta. Taflan hér á eftir sýnir hvemig sparnaður eykst með 7% vöxtum að teknu tilliti til fjár- magnstekjuskatts. Markmið sparnaðar Það sem skiptir fyrst og fremst máli við val á sparnaðarleiðum er markmið spamaðar. Til hvers spar- ar þú? Ætlar þú t.d. að spara fyrir stækkun húsnæðis, gera við þakið, fyi-ir næsta stórafmæli, hjóli, lífeyri til efri ára eða fyrir framtíðarfjár- festingu bamsins þíns? Þar að auki skiptir aldur þinn og tímalengd spamaðar miklu máli svo og áhætt- an sem þú ert tilbúinn að mæta. Þá er og mikilvægt að skoða skattalega stöðu þína, bæði hvað varðar eigna- skatt og tekjuskatt. Reglur skattalaga um hlutabréfakaup Samkvæmt núgildandi ákvæðum skattalaga fæst skattaafsláttur með kaupum á hlutabréfum og/eða hlutabréfasjóðum sem hlotið hafa viðurkenningu ríkisskattstjóra. Kaupi einstaklingur hlutabréf fyrir áramót 1999 fyrir 133.333 kr. þá má hann eiga von á að fá skattaafslátt, útgreiddan í ágúst árið 2000, er nemur um 31.216 kr. Kaupi hjón hlutabréf fyrir 266.667 kr. fá þau af- slátt sem nemur um 62.432 kr. Ef nýttur er skattaafsláttur með hluta- bréfakaupum þarf viðkomandi að eiga bréfín í full 4 ár. Með þessari heimild er heimilun- um veittur mikilsverður hvati til spamaðar. Margir hafa nýtt sér þessa heimild til skattalækkunar og hafa lagt fyrir rúmar 11.000 kr. á mánuði til kaupa hlutabréfa. Með því hafa heimilin styrkt íslenskt at- vinnulíf og í mörgum tilfellum eflt eigið fjárhagslegt öryggi. Það er hins vegar umhugsunar- efni hvers vegna heimilum er ein- göngu beint í það form spamaðar að kaupa hlutabréf. Af hverju em heimilin ekki alveg eins hvött til að taka minni áhættu og fjárfesta í verðbréfasjóðum eða í spariskír- teinum ríkissjóðs? Ljóst er að þegar reglumar voru settar var hugsunin sú að styrkja stoðir hlutabréfa- markaðar hér á landi en ekki beint til þess að auka spamað heimilanna. Það hentar ekki öllum að taka áhættu. Aðstæður og þarfir era svo margbreytilegar. Þá má og benda á það að þegar kaupandi hlutabréfa hefur tekjur undir skattleysismörk- um og greiðir ekki eignarskatt þá hefur hann ekkert skattalegt hag- ræði af hlutabréfakaupum. Tölulegar upplýsingar sýna okk- ur að skuldir heimilanna aukast jafnt og þétt. Heimilin era að taka mikil neyslulán og era að ganga á eigið fé. Því er aldrei meiri þörf en einmitt nú til að styðja heimilin til sparnaðar og ráðdeildar. Höfundur er forstöðumaður Ráð- gjafarstofu um <jármdl heimilanna og skrifar reglulcga pistla á neytendasíðu. Leitið ykkur upplýsinga hjá fjármálastofnunum um sparnaðarleiðir og ávöxtun. Fáið yfirlit yfir sparnaðarform og ráðgjöf um það sem ykkur hentar best miðað við núverandi aðstæður. Endurmetið sparnaðarform ykkar með reglulegu millibili. Það er ekki víst að sá sparireikningur sem þú stofnaðir fyrir þrem árum sé heppilegastur í dag. Einfaldast er að hefja reglubundinn sparnað með mánaðarlegum greiðslum af launareikningi. Engin fjárhæð er of lítil. Sparnaður og uppfylling drauma eru systur. Tvö dæmi um hvernig sparnaður eykst með 7% vöxtum að teknu tilliti til fjármagnstekjuskatts Sparnaður 5.000 kr. 10.000 kr. eftir á mánuði á mánuði 1 ár 62.092 kr. 124.184 kr. 2 ár 128.224 kr. 256.447 kr. 5 ár 353.572 kr. 707.145 kr. Brúðkaupstertusýning UM helgina, 8. og 9. maí, halda þau Tine Buur Hansen og Þormar Þor- bergsson konditormeistarar brúð- kaupstertusýningu á Café Konditori Copenhagen að Suðurlandsbraut 4. I fréttatilkynningu frá Café Konditori Copenhagen kemur fram að á sýningunni verði væntanlegum brúðhjónum boðið upp á ráðgjöf og að smakka á nokkram mismunandi tertutegundum. Danski konditor- meistarinn Karsten Rummelhoff mun einnig taka þátt í sýningunni en hann starfar á Café Konditori Copenhagen. Tine Buur Hansen við handverk sitt. VELAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsiða: www.oba.is Bónus og Fjarðarkaup í Hafnarfirði í harðri samkeppni Lækka á víxl verð á ávöxtum og grænmeti UNDANFARNA daga hafa neytendur í Hafnarfirði getað keypt ávexti og græn- meti á lægra verði en gengur og gerist þar sem Fjarðarkaup og Bónus hafa lækkað verðið á víxl. Sveinn Sigurbergsson hjá Fjarðar- kaupum segir að þar hafi verið tilboðs- dagar á ávöxtum og grænmeti í síðustu viku en þar sem Bónus hafi svarað lækk- uninni hafi þeir framlengt tilboðsdagana út þessa viku. „Þetta þýðir að þeir neytendur sem kaupa grænmeti og ávexti ættu að gera sér ferð til Hafnarfjarðar því þar er verðið lægst á þessum vöram.“ Sveinn nefnir sem dæmi að bananar, sem í síðustu viku hafi kostað 186 krónur kílóið, kosti 98 krónur núna og 2 kíló af kartöflum, sem hafi kostað 196 krónur, kosti nú 98 krónur. Hvítkálskílóið var á 109 krónur fyrir lækkun en kostaði í gær 38 krónur, kílóið af lauk kostaði 69 krón- ur en var selt á 28 krónur í gær og ís- lenskir tómatar vora fyrir lækkun seldir á 589 krónur kílóið en kosta nú 298 krónur. Þegar Gauti Þorgilsson rekstrarstjóri i Bónus er spurð- ur hversvegna þessi lækkun á ávöxtum og græn- meti hafí ekki skilað sér í aðrar Bónusbúð- ir en búðina í Hafnar- firði segir hann að um sé að ræða hverfis- bundið söluátak en slík aukatilboð hafa stundum verið á boðstólum í ýmsum hverfum hjá Bónus undanfarin tvö ár. Þegar hann er spurður hvort með þessum tilboðum sé ekki verið að mis- muna viðskiptavinum Bónuss segir hann að tilboðin sem era í Hafnarfirði núna komi til með að fara hringinn og vera í öðram Bónusbúðum líka. Sumarlisti Freemans SUMARLISTINN er kom: inn út hjá Freemans. í fréttatilkynningu frá Freem- ans kemur fram að í listan- um er úrval af fatnaði fyrir sumarið, meðal annars frá Images, Style, Miss Sel- fridge og Warehouse. í Sum- mer Selection-listanum býð- ur Freemans nú einnig upp á fatnað frá Sin, Quicksilver og O’NeiIl. Auk fatnaðar eru ýmsar vörur fyrir sumarið, t.d. úti- leikföng og húsgögn fyrir garðinn, myndavélar og ferðatöskur. Listinn er 240 síður og kostar 390 kr. Aðsendar greinar á Netinn V©/ ALLTA^ mbl.is eiTTHV/KO NÝTl ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL -------- Steifunni 19 - S. 5681717 -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.