Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 40

Morgunblaðið - 08.05.1999, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAI 1999 Einkunnarorð 'Vm WuN hét fullu nafni Ga- I I brielle en var ávallt neíhd IT Coco Chanel (1883-1971) JL og var afar fjölhæf kona. Ung kynntist hún hattasaumi hjá föðursystur sinni, sem sá fljótt að stúlkan var handlagin við sauma- skap. Frænkan kenndi henni að breyta höttum, gera þá sem nýja, og það var atvinna hennar í upphafi. Hún fór að hanna og sauma eigin fatnað og endaði með því að verða heimsþekktur hönnuður. Sagt var að eftir sumarleyfi í frönskum strandbæjum hafi henni runnið til rifja að sjá hve konur klæddust óhentugum flíkum, þær voru í þungum, efnismiklum kjólum og innan undir í lífstykkjum. I upp- hafi ferils síns sagði hún að því fleiri pífur sem hún gæti fjarlægt af kjól- um hefðarkvenna því betra. Einkunnarorð Chanel voru að ein- falt væri fallegt og hún fylgdi þeirri stefnu við hönnun sína. Um hana var sagt að hún vildi klæða hefðarkon- urnar eins og þær væru óbreyttar búðarstúlkur, en það þótti ekki öllum til fyrirmyndar. Chanel notaði óhefðbundin efni í fótin sem hún hannaði, s.s. jersey, flannel, bómull og prjónaefni. Hún mun hafa verið fyrst til að benda kon- um á nauðsyn þess að eiga einn svart- an, sléttan kjól sem nota mætti við mörg tækifæri. Margir þekkja nota- gildi slíkra kjóla og iðulega er minnst á „den lille sorte“ og „the little black dress“ í tískutali í útlöndum. Pað þótti tíðindum sæta þegar sýningarstúlkur Chanel komu fram með hálsfestar og annað skraut við einfaldan fatnað til nota að degi til. Á þeim tíma voru skartgripir einkum notaðir að kvöldlagi og við sam- kvæmisfatnað. Það hafa ekki margir hönnuðir leikið það eftir að hanna flíkur sem eru sígildar og enn eftirsóknarverð- franska hönnuðarins Coco Chanel voru að einfalt væri fallegt og hún fylgdi þeirri stefnu við hönnun sína. Bergljót Ingólfsdóttir fjölhæfu konu, COCO Chanel árið 1936 í síðkjól, sem hún sjálf hannaði. CHANEL (t.h.) ásamt frænku sinni, hatta- saumadöm- unni, fyrir framan verslun sem Chanel stofnaði í L Deauville árið 1913. TILBRIGÐI TISKUNNAR ar sjö áratugum eftir að frumgerðin varð til. En þannig er því farið með Chanel jakkann (eða dragtina), sú hönnun var gerð árið 1927 og hefur haldið gildi sínu allar götur síðan. Ilmvatn og skartgripir Chanel gerði fleira en að hanan föt, hún kom á markað nýju ilmvatni, „Chanel no 5“, blandað samkvæmt hennar forskrift og umbúðirnar hannaði hún sjálf. Ilmurinn og um- búðii-nar voru frábrugðin því sem fengist hafði og vakti mikla athygli. Nafnið var tilkomið vegna þess að 5 var uppáhaldstalan hennar. Snemma á fjórða áratugnum lét Chanel til sín taka við skartgripa- hönnun og fór þar ótroðnar slóðir sem fyrr. Hún hafði ekki smekk fyrir skartgripum sem gullsmiðirnir í Pai’ís buðu upp á, henni fannst þeir bera vott um ofgnótt og auk þess allt of dýrir. Að hennar áliti áttu konur ekki að bera auðæfin utan á sér, slíkt þótti henni hin mesta smekkleysa. Chanel var í vinfengi við alla helstu listamenn Paiisar á sínum tíma, s.s. Cocteau, Stravinski, Diag- hilev og Picasso og sagt var að þeir hefðu oft gefið henni hugmyndir við hönnun skai’tsins. Við eigin hönnun notaði hún ódýrari málma og steina, ásamt ræktuðum perlum og mislit- um glerperlum af öllum stærðum. Skartgiipimir voru því á viðráðan- legu verði. Á meðal nýjunga sem Chanel kynnti var að vera með margar mis- langar hálsfestar í einu. Sá siður lifii- enn eins og glöggt má sjá hjá nútíma konum hér og erlendis. Hún er líka talin hafa kennt konum að nota perlufestar, bæði ekta og óekta, við allan fatnað, jafnvel við hversdags- peysumai’. Coco Chanel var frumkvöðull á sínu sviði og hefur haft mikil áhrif á tísk- una allt fram á okkar daga. Reyndai’ bendir ekkert til að þau áhiif fari dvínandi og gætu því sem best verið við lýði langt fram á nýja öld. Ekki er vitað um álit Chanel á öðr- um hönnuðum, henni samtíða, utan Christian Dior. Þegar hann sló í gegn með sitt „New Look“ árið 1947 varð hún full öfundar, gerði lítið úr hæfileikum hans sem hönnuðar og kallaði hann „bólstrara“ í niðrunar- skyni. Coco Chanel fór í sjálfskipaða út- legð til Sviss við lok síðari heims- styi-jaldar árið 1945. Hún féll í ónáð hjá þjóð sinni vegna samneytis við Þjóðverja á hernámsárunum í Frakklandi. En það er allt önnur og lengri saga. Er fólk orðið afskiptalausara um neyð annarra ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Við íslendingai’ höfum stært okkur af því að bera velferð náunga okkar fyrir brjósti og bregðast skjótt og vel við ef hann verður iyrir áfalli eða er í hættu staddur. Það virðist þó orðið æ algengara ef marka má fréttir að fólk stendur aðgerðarlaust hjá, þegar það verður vitni að ofbeldi eða kemur að fólki sem er hjálparþurfi. Em íslendingar orðnir afskiptalausari um fólk í neyð, eins og mun vera reyndin í stórborgum erlendis? Hvað er orðið um miskunnsama Samverjann? Svar: Flest fólk, jafnt á íslandi sem í öðrum löndum, finnur til skyldu sinnar til að hjálpa öðrum í neyð. Það veit hvað því ber að gera, en hins vegar geta kringumstæður oft verið þess eðlis að það er hikandi og óvisst um hvernig það á að bera sig að. Skiljanlegur er ótti fólks við að blanda sér í ofbeldi, en sjálfsagt væri þó að kalla til hjálp, sem það oft á tíðum lætur þó undir höfuð leggjast. Dæmi eru um að ofbeldi og jafnvel morð hafi verið framin fyrir augum fjölda fólks án þess að nokkur hreyfði hönd né fót til þess að grípa inn í. Þekkt dæmi um þetta gerðist í Bandaríkjunum, þar sem um fjörutíu manns urðu vitni að morði. Það gerðist f'yrir framan fjölbýlishús og atburðarásin tók góða stund. Ekkert vitnanna kallaði til lögreglu og sagðist hver og einn hafa reiknað með að einhver annar hefði gert það. Svipað atvik átti sér stað í Reykjavík ekki alls íyrir löngu, þar sem ráðist var á konu og henni nauðgað í vegarkantinum. Margir óku framhjá og urðu vitni að atburðinum, en enginn sinnti því að koma fórnarlambinu til hjálpar eða kalla til hjálp annarra. Bæði þessi atvik eru dæmi um það að ábyrgð áhorfenda dreifist og enginn finnur sig knúinn til að beita sér umfram aðra. Gerðar hafa verið tilraunir sem sýna vel áhrif dreifðrar ábyrgðar. I einni þeirra var fólk látið sitja á biðstofu, en á bak við tjald var ritari við vinnu sína. Þeir sem biðu heyi’ðu hana Dreifð ábyrgð klifra upp á stól til þess að sækja bók í hillu, en detta síðan og hrópa á hjálp og segja að hún hefði slasast. í þau skipti sem aðeins einn beið á biðstofunni og varð vitni að þessu komu 70% þeirra henni til hjálpar, en aðeins í 40% tilvika, þegar um tvö vitni var að ræða. Svo virðist sem í síðarnefndu tilvikunum hafi báðir litið svo á að hitt vitnið ætti eins að hafa frumkvæðið. Rannsóknir hafa almennt sýnt, að því íleiri sem verða vitni að atvikum af þessu tagi því minni líkur eru á að nokkur komi til hjálpar. Viðbrögð áhorfenda fara líka eftir því hvernig þeir túlka atvikið, hvort það sé neyðartilfelli eða ekki. I einni tilraun var fólk látið sitja á biðstofu, annaðhvort eitt sér eða í hópi annarra. Eftir nokkra stund fór reykur að streyna út um loftgat inn í herbergið. 75% þein-a sem voru einir í herberginu tilkynntu reykinn innan tveggja mínútna, en aðeins í 13% tilvika þegar um hópa var að ræða. Þeir sem ekki brugðust við töldu að ekki væri hætta á ferðum, t.d. að aðeins væri um saklausa gufu að ræða, og sérstaklega þeir sem voru í hópi annarra réðu það af viðbragðaleysi hinna að ekki væri hætta á ferðum. Þarna fer saman mat á aðstæðum og áhrif fólks hvert á annað. Hið sama kann að hafa verið raunin við ofangreindan atburð í Reykjavík og að vitnin hafi e.t.v. litið svo á að um drukkið par væri að ræða, sem ekki væri ástæða til að skipta sér af, einkum af því að enginn annnai’ gerði það. Fordæmi annarra skiptir því miklu máli og getui’ það verið á hvorn veginn sem er. I öðrum tilvikum eru kringumstæður ljósari og þá bregðast flestir vel við. Sett var upp tilraun í neðanjarðarlestum New York-borgar, þar sem að jafnaði má gera ráð fyrir afskiptaleysi fólks um aðra. Farþegi kom inn í lestina, en um leið og hún tók af stað hrasaði hann á gólfið og lá þar hjálparlaus. Hjálpsemi annaira farþega fór nokkuð eftir því hvemig sá hjálpai-lausi birtist þeim. Annars vegar var um gamlan mann með staf að ræða og þá var honum strax komið til hjálpar í 95% tilvika. Hins vegar var maður sem angaði af áfengi og í 50% tilvika var honum strax komið til hjálpar. Margir samverkandi þættir geta ráðið því hvort fólk kemur öðrum til hjálpar í neyð, en áhrif annarra við mat á kringumstæðum og eigin ábyi’gð virðast þó vega hvað þyngst. Því er hætta á meira afskiptaleysi í fjölmenni. Ef fólk þarf alfarið að láta eigin dómgreind ráða og aðstæður eru ljósar sýnir það langoftast viðbrögð hins miskunnsama Samverja. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tckið er á móti spurningum á virkum döguni inilli klukkan 10 og 17 í sfma 569 1100 og bréfum eða simbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax:5601720

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.