Morgunblaðið - 08.05.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
það sem þú hefur miðlað til mín í
gegnum árin. Einnig þykir mér
innilega vænt um að þú hafir vitjað
mín í draumi morguninn sem þú
fórst, kvatt mig og sagt mér að þú
værir að fara að svífa um í
draumalandinu, því að þar vissi ég
að þér myndi líða vel.
Við munum öll styðja og styrkja
ömmu nú þegar þú ert fallinn frá
en ég veit að minningin um góðan
mann yljar henni um hjartarætur.
Eg mun aldrei gleyma þér. Þú átt
vísan stað í hjarta mínu og því
munt þú alltaf lifa með mér. Hvíl í
friði, elsku afi minn. Hjartans
þakkir fyrir allt.
Berglind Ósk.
Nú þegar nafni minn og mágur,
Konráð Auðunsson, eignarbóndi
að Búðarhóli í Austur-Landeyjum,
hefur lokið jarðvist sinni birtast
margar myndir úr hugans geymd.
Fyrst frá því er hann var verk-
stjóri á búi aldraðs föður síns,
Auðuns Ingvarssonar, kaupmanns
og bónda að Dalsseli undir Austur-
Eyjafjöllum. Það var á hásumri í
heyskapartíð á árinu 1950 þegar
ég var kominn þangað austur sem
boðsgestur bróður hans, Leifs
Auðunssonar. Þá var ég kynntur
fyrir Auðunni bónda og börnum
hans sem enn voru heima í föður-
garði: Konráði, Margréti og Guð-
rúnu Ingibjörgu (Donnu). Með því
hélt Dalsselsheimilið fyrri reisn
sinni er foreldrar þeirra höfðu gert
víðþekkt sem rausnar- og menn-
ingarsetur í þjóðbraut. Þá voru
nær níu ár liðin frá láti Guðlaugar
Helgu Hafliðadóttur, mannkosta-
húsfreyju að Dalsseli.
Um þessar mundir hafði
Dalsselsbú orðið fyrir ýmsu mót-
læti, þar á meðal tjóni á jarðlendi
með því að vestasta kvísl hins
mikla Markarfljóts, Fauski,
stefndi mjög á Dalsselsland í
auknum straumþunga og þegar
Leifur leiddi gest sinn á vettvang
varð ég vitni að landbroti þegar afl
straumsins féll á undirrót hins
gróna árbakka sem með því hneig
án afláts í fang fljótsins.
I þessari heimsókn urðu ekki
mörg orðaskipti milh okkar nafna.
En fór mín til Eyjafjalla varð ör-
lagaskref því á haustdögum var ég
kominn þangað aftur og þá til
starfa við söngkóra undir Fjöllum
og að Hellu við Ytri-Rangá fram á
næsta ár. Við áramótin varð ég
heitbundinn yngstu systur nafna
míns, Guðrúnu Ingibjörgu, og þá
lánaði hann mér skautana sína með
ljúfu geði svo ég og hans kæra
systir gætum rennt okkur á Veitu-
svellinu undir stimdum kvöld-
himni.
Á vordögum 1951 dró til tíðinda
hjá Konráði í Dalsseli þegar hann
trúlofaðist Sigríði Haraldsdóttur,
eignarbónda í Miðey, Jónssonar
áður bónda að Tjömum undir
Eyjafjöllum. Konráð og Sigríður
hófu frambúskap sinn í Dalsseli
síðla árs 1951, gengu í hjónaband
þar á hvítasunnudag 1952 og þar
eignuðust þau framburð sinn. Þau
ná búsetu á góðjörðinni Búðarhóli
í Austur-Landeyjum 1954 og eign-
uðust þá jörð þremur áram síðar.
Á 75 ára afmælisdegi nafna míns
gerði ég ítarlega úttekt á farsæld-
arbúskap Konráðs og Sigríðar að
Búðarhóli í Morgunblaðinu 26. nóv-
ember 1991. Þar kom fram vitnis-
burður um hverju samvirk hjón til
hugs og handa, ásamt velgerðum
og velvinnandi bömum sínum,
gætu til leiðar komið í athafna- og
ábyrgðarfrelsi á sjálfseignarjörð.
Ekki lá leið okkar Donnu oft að
Búðarhóli á fyrsta áratug búskap-
ar okkar, enda hörð og miskunnar-
laus barátta þá við Faxaflóa að
koma einbýlishússþaki yfir höfuð
sér. En þegar kom að fermingu
bama Siggu og nafna var mætt í
sóknarkirkju þeirra á fornfrægum
kirkjustað að Krossi. Þá var tekið
á móti fermingargestum heima að
Búðarhóli af mikilli rausn. Þangað
var okkur einnig boðið í afmælis-
fangaði og var þá sýnt að þau Búð-
arhólshjón nutu vinsælda og virð-
ingar sveitunga sinna sem og
hinna mörgu sem nutu landkosta
Búðarhóls vegna hesta sinna fyrir
velvild Konráðs góðbónda sem
einnig lét fylgja með hesthúsavist-
un og fóðran. Þangað austur komu
og mörg böm til sumarvistar og
nutu rausnarheimilis og verkkunn-
áttu sem var ómetanleg á
þroskans braut.
Konráð átti í ríkum mæli þá
hæfni sem fólst í hljóðlátri háttvísi
og félagslegri samvirkni. Hann
kom ekki fram sem yfirvald heldur
starfsfélagi sem svo var vel í sveit
settur að hann réði yfir víðáttu-
miklum graslendunum þar sem
fjölbreyttur búsmali í gripahjörð-
um lék á als oddi á fógram sumar-
dögum. Og sumarbömin litu hýra
auga til hesta þeirra er þau áttu
vísan aðgang að við verklok.
Dótturdóttir okkar Donnu,
Marta Ruth, var meðal sumar-
bama að Búðarhóli og naut í rík-
um mæli mannkosta ömmubróður
síns, hinnar ljúfu eiginkonu hans
og barna þeirra hjóna.
Að leiðarlokum þakka ég nafna
mínum og mági tryggð og ljúfa
samfylgd á lífsins braut. Eg og
böm okkar Donnu sendum Sigríði
og bömum innilegustu samúðar-
kveðjur okkar.
Konráð Bjarnason.
Genginn er kær vinur og ná-
granni.
Það var á Landsmóti hesta-
manna á Vindheimamelum 1974
sem fundum okkar Konna bar
fyrst saman. Eftir það voram við
orðnir málkunnugir sem kallað er.
Síðan tæpum tveimur áram seinna
flutti ég í Landeyjarnar og þá urð-
um við nágrannar. Eg hafði aðeins
búið í Hólmahjáleigu nokkra daga
þegar grænn Land Rover kom í
hlað. Þar var kominn hann Konni
ásamt tveimur bömum sínum. Er-
indið, jú hann var að bjóða okkur
velkomin í sveitina, einnig var
hann að bjóða aðstoð ef á þyrfti að
halda, því hann vissi sem var að
ungu fólki, sem er að byrja búskap
hlaut að vanhaga um sitthvað.
Þetta þótti mér afskaplega vænt
um því hér fylgdi hugur máli. Upp
frá þessu urðum við góðir vinir
sem aldrei féll skuggi á. Ég segi
stundum í gamni og alvöra að Búð-
arhóll sé einn af fáum bæjum sem
ég kem á án þess að eiga erindi.
Það er gaman að skreppa að kvöldi
og taka í spil eða bara spjalla yfir
kaffiboOa og ekki skemma pönnu-
kökurnar eða kleinumar hennar
Siggu. Umræðurnar vora oftar en
ekki tengdar hrossum. Einnig
fannst mér gaman að ræða við
Konna um lífið og tilverana undir
EyjafjöOum í gamla daga. Fyrir
aOt þetta er ég mjög þakklátur,
minningarnar um hann Konna á
BúðarhóO munu oft eiga eftir að
ylja mér.
Elsku Sigga og fjölskylda, ég og
mín fjölskylda vottum ykkur inni-
lega samúð okkar.
Bergnr Pálsson.
Konráð á BúðarhóU er látinn.
Þetta er óvelkomin frétt og óraun-
hæf fyrir mig því það er svo stutt
síðan við komum í heimsókn að
BúðarhóU til að sækja hesta og að
vanda komu Konni og Sigga út í
haga til að aðstoða.
Þar sem við kvöddumst glöð og
hress í bragði granaði okkur ekki
að það væri aðeins rúmur hálfur
mánuður í þína hinstu för. En sem
fyrr var notalegt að sjá ykkur aka
út túnið til að aðgæta búpeninginn.
Kynni okkar hjóna af Konráði
hófust fyrir 23 áram þegar elsti
sonur okkar fór að Búðarhóli til
sumardvalar. Konráð var maður
fremur fámáll og hlédrægur við
fyrstu kynni en við nánari kynni
þeim mun hlýrri og traustari vin-
ur. Hann var höfðingi heim að
sækja og heimilisbragur slíkur hjá
þeim hjónum að okkur hefur ávallt
fundist við komin heim þegar Búð-
arhóli var náð. Með Konráði er
genginn góður og gegn bóndi sem
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 55^
hverju sveitarfélagi er sómi að.
Kæri vinur, við hjónin kveðjum
þig með virðingu og þökk.
Elsku Sigga mín, megi algóður
Guð vaka yfír þér og öllum börn-
unum þínum, í sorg ykkar og sökn-
uði.
Elísabet Þóra og Gísli.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Valdimar Briem.)
I dag kveðjum við systkinin
hann Konna. Þegar okkur bárast
fréttimar var okkur hugsað til
þeirra stunda sem við höfum átt
með þeim hjónakornum. Seinasta
sumar áttum við nokkrar góðar
stundir sem vora fullar af fjósailm,
fisk, nýbökuðu brauði og róleg-
heitum. Stundirnar era ekki marg-
ar sem við áttum saman, þó era
þær fullar af minningum sem við
hver og ein túlkum á ólíkan hátt.
Eins og Auður Ásta sagði var hann
alltaf mjög góður og skemmtileg-
ur. Þó munum við trúlega minnast
hans einna helst þar sem hann sat
í stólnum sínum að hlusta á út-
varpsfréttirnar.
í>ó nú sé sorg, tár og tregi
tómlegt allt nú sé um stund,
þá lifir minning björt sem blóm á
sumardegi
um blíðan mann sem horfm er á Guðs síns
fund.
(Guðm. Skúlas.)
Elsku Sigríður, Helga, Jóna
Gerður, Héðinn, Haraldur, Ingi-
gerður, Gunnar, Auður, Margrét,
Unnur og aðrir ástvinir. Megi Guð
styrkja ykkur öll og styðja á þess-
ari erfiðu stundu. Minnumst orða
Kahlils Gibran: Þegar þú ert sorg-
mædd, skoðaðu þá aftur hug þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín og
þeim mun dýpra sem sorgin grefur
sig í hjarta manns, þeim mun meiri
gleði getur það rúmað.
Ása, Arnþór Ingi og
Auður Ásta.
Einhver sagði að þegar maður
kveður ástvin þá kveður maður
einnig hluta af sjálfum sér. Ég var
svo lánsöm að njóta elsku þeirra
hjóna, Konna og Siggu, þegar ég
var í sveit á Búðarhóli og hef notið
þess æ síðan. Þau bættu iðulega
annarra bömum við barnahópinn
sinn og tókst að láta þeim líða eins
og væra þau hluti af fjölskyldunni.
Konni var bæði bamgóður og
húmoristi, hann sagði stundum að
ég væri á rétta aldrinum til að fylla
í gatið á barneignum þeirra Siggu
milli Ingigerðar og Gunnars. Konni
á stóran þátt í þeim bjarta tíma
æsku minnar sem sveitadvölin á
Búðarhóli var. Ég á dýrmæta
minningu um litla stúlku sem gekk
um Búða með hjartað fullt af ham-
ingju og stolti yfir folaldi sem hún
eignaðist og margar fleiri minning-
ar sem vitna um mannkærleik og
hlýju þeirra hjóna. Konni hafði
mikinn áhuga á hrossum, það hafa
alltaf verið til góð reiðhross á Búð-
arhóli úr hans ræktun og á ég sjálf
nokkur. Eftir að ég varð fullorðin
var hann ólatur að keyra með mig
austur á mýri að skoða hross og
sýna mér folaldsmerarnar sem
hann fylgdist svo grannt með.
Kæri Konni, ég kveð þig full
þakldætis og veit að vel hefur verið
tekið á móti þér. Elsku Sigga, ég
bið góðan Guð að styrkja ykkur öll
og styðja í þessari raun.
Efþúlokaraugunum,
í leit að andliti sem þú elskar
þá fmnurðu að myrkrið
er það efni sem varðveitir endalaust.
(Guðbergur Bergsson.)
Sigríður Magnea
Björgvinsdóttir.
+ S.J. Sabína Sig-
urðardóttir
fæddist á Kirkjubóli
í Amarfirði 5. des-
ember 1913. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 29. apríl
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Halldór
Jónsson, f. 12.10.
1878, d. 1.5. 1947,
og Jóna Margrét
Jónsdóttir, f. 5.4.
1879, d. 17.11. 1917.
Sabína átti fimm
systkini. Þau eru: 1)
Guðrún Árný, f. 21.6. 1908, lát-
in. 2) Jónfríður Sumarlína Guð-
rún Enesa, f. 29.9. 1910, látin. 3)
Guðmunda Ingveldur, f. 21.6.
1912, látin. Sabína var þeirra
fjórða bam. 5) Guðmundur
Helgi, f. 24.5. 1916. 6) Jón Marí-
as, f. 3.11. 1917, látinn.
Hinn 26. september 1946 gift-
ist Sabína Mikael Þorsteinssyni,
f. 4.7.1919, en hann lést 29. apr-
íl 1997. Eignuðust þau sex böm.
Þau era: 1) Unnar Frans, f. 8.9.
Kveðja til ömmu
Elsku amma mín, nú hefur þú
fengið hvíldina sem þú þráðir og
það er óhætt að segja að hann afi
hafi komið og sótt þig. Ég vil byrja
á því að þakka þér fyrir allar góðu
og notalegu stundirnar sem við átt-
um saman. Sú eftirminnilegasta er
án efa síðan sl. sumar þegar ég
heimsótti þig á Landspítalann. Ég
spurði þig hvort ég mætti ekki
bjóða þér í smágönguferð og þú
sagðir: „Ef til vill stutta stund -
mig langar heldur í bíltúr.“ í fyrstu
brá mér því þú hafðir lítið farið út
undanfarið og ég vissi ekki hvort
það væri í lagi. Eg fór því og talaði
við hjúkranarkonurnar og þær
urðu heldur betur ánægðar og
sögðu að þú hefðir gaman af upp-
lyftingu. Þessi bíltúr er sá
skemmtilegasti og ánægjulegasti
sem ég hef farið í. Veðrið var alveg
yndislegt og sólin skein skært. Þeg-
ar ég spurði þig hvert þú vildir fara
varstu ekki lengi að svara; þú vildir
sjá fuglana á Tjörninni og skipin
niðri við bryggju. Þú talaðir allan
tímann um það hvað allt væri nú
fallegt, blómin, veðrið, fuglarnir,
hafið, skipin og svo mætti lengi
telja. Við töluðum um það hvað ég
ætlaði mér að gera í framtíðinni og
þú sagir mér þá að best væri að
fara eftir hjartanu. ísinn var svo
rúsínan í pylsuendanum í þessari
ferð okkar saman, enda var ís í
miklu uppáhaldi hjá þér. Ég held
amma að ég hafi sjaldan verið jafn
montin um ævina.
Morgunkaffið hjá þér var alltaf
jafn mikið tilhlökkunarefni þegar
við fjölskyldan voram fyrir vestan
hjá ykkur afa. Þá var alltaf randa-
terta á boðstólum og fleiri kræsing-
ar. En þessi terta tilheyrir aðeins
jólunum og ömmu-morgunkaffi í
mínum augum.
Húðin á þér var svo falleg og
svo mjúk að hún var nánast eins
og silki, enda notaðir þú engar
snyrtivörur, aðeins krem í andlit-
ið. Þegar ég spurði þig af hverju
kinnarnar þínar væru svona mjúk-
ar sagðir þú mér að það besta fyr-
ir húðina í andlitinu væri að
strjúka með heitum þvottapoka
yfir hana kvölds og morgna og það
hef ég gert síðan.
Þegar ég kynnist nýju fólki er ég
yfirleitt spurð hvort ég sé útlensk
vegna nafnsins okkar. Það þykir
skrítið. En nafnið er íslenskt. Af-
mælisdagurinn þinn, 5. desember,
heitir Sabína í gamla íslenska alm-
anakinu.
Þegar ég var yngri leystir þú mig
alltaf út með gjöfum þegar við
kvöddumst, hvort sem ég var fyrir
vestan eða þú á Laugarvatni.
Nýprjónaðir vettlingar, heklaðir
dúkar eða mottur og teppi fyrir
1941, kona hans var
Sigríður Kristjáns-
dóttir, hún lést
1989, eignuðust þau
þrjú börn. 2) Sævar
Berg, f. 13.12. 1942,
kvæntur Sigríði
Guðjónsdóttur, eiga
þau þrjú börn. 3)
Guðrún, f. 13.8.
1944, sambýlismað-
ur hennar er Ólafur
Jónasson, eitt barn
eignuðust þau sam- r
an er lést í frum-
bernsku, en fyrir
átti Guðrún Qögur
börn. 4) Sigríður Jóna, f. 4.12.
1946, gift Halldóri Benjamíns-
syni og eiga þau þrjú börn, en
fyrir átti Sigríður eina dóttur. 5)
Steinunn Kristín, f. 30.5. 1948,
hún lést af slysförum 1.5. 1973.
6) Mikkalína Björk, f. 27.4. 1953,
gift Óskari Kristjánssyni, eiga
þau þijú börn. Bamabörnin eru
20.
Útför Sabinu fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
dúkkumar mínar, einu sinni bað ég
þig að prjóna iyrir mig tátiljur.
Þegar ég lét þig hafa garnið sem ég
vildi hafa í þeim fannst þér það
varla hæfa og sagðir að þú myndir
ekki lofa því að ég fengi þær fljót-
lega. En bleik-, hvít- og bláröndóttu
tátiljurnar komu strax daginn eftir
og er þetta gott dæmi um það
hversu dugleg þú varst við hann-
yrðir.
Elsku amma, þú varst einstök
amma, og ég mun ávallt geyma
minninguna um þig í hjarta mínu"
og ég hlakka til £ framtíðinni að
segja bömunum mínum frá þér. Ég
bið góðan guð að styrkja mig og
taka vel á móti þér. Ég veit að end-
urfundir ykkar afa verða ykkur
kærkomnir.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Takk fyrir allt elsku amma mín,
þín
Sabína Steinunn.
Með hlýhug langar okkur að
minnast ömmu okkar. Margar
minningar koma upp í hugann er
við hugsum til ömmu, amma var ein
af þeim konum sem aldrei vann úti
á vinnumarkaðnum, hún varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að vera
heima og hugsa um heimilið og
koma börnum sínum til manns.
Amma var mikil hannyrðakona,
sérstaklega fannst henni gaman að
hekla og prjóna og á hverju hausti
fengum við nýja sokkar og vett-
linga frá ömmu.
Amma átti fáa en góða vini, en
hennar besti vinur var hann afi og
því var missir ömmu mikill er hann
lést fyrir tveimur ánim. En nú,~
elsku amma, ertu komin til afa sem
tekið hefur á móti þér opnum örm-
um.
Guð styrki okkur öll. Blessuð sé
minning hennar.
Sóley, Sigurður Halldór,
Steinar Berg.
Elsku langamma, okkur langar
að þakka þér fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum með þér.
Hvert ðrstutt spor var auðnuspor með þér, ^
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(H. Laxness.)
Guð geymi þig, elsku langamma.
Þín langömmubörn,
Rut Berg, Breki Berg, Bjarki
Berg, Sævar Berg, Magðalena
Lára, Mikael Máni.
S.J. SABÍNA
SIGURÐARDÓTTIR