Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 60

Morgunblaðið - 08.05.1999, Page 60
$0 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR GUÐMUNDSSON prófessor, Laugarásvegi 60, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurrós Unnur Sigurbergsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Oddný Gunnarsdóttir, Gunnar Steinn Gunnarsson, Einar Örn Gunnarsson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og fósturföður, JÓNS SIGURÐSSONAR, Skollagróf, Hrunamannahreppi. Sérstakar þakkir til allra þeirra er sóttu hann heim eða studdu á annan hátt í veikindum hans. Sigurður Haukur Jónsson, Fjóla Helgadóttir, Sigurjón Valdimar Jónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Reynir Guðmundsson, barnabörn, Skírnir Garðarsson, Baldur Garðarsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu HILDAR MARÝ SIGURSTEINSDÓTTUR, Miðengi 15, Selfossi. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Akureyrar- kirkju, mánudaginn 3. maí síðastliðinn. Níels Brimar Jónsson, Þóra Kristjánsdóttir, Hanna Þórey Níelsdóttir, Sveinbjörn Orri Jóhannsson, Steinunn Níelsdóttir, Arnar Árnason, Jón Viðar Níeisson, Hulda Waage Inga Hrefna, Hildur Karen, Nfna, Orri og Níels Brimar, Eydfs Sigursteinsdóttir. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem veittu okkur ómetanlega hjálþ, sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÁRNA SÆDAL GEIRSSONAR, Brautarholti 10, ísafirði. Jóna Sigurlína Pálmadóttir, Pálmi Ólafur Árnason, Berglind Sveinsdóttir, Sigrún Marfa Árnadóttir, Andri Geir Árnason, Sólveig Kristfn Guðnadóttir, Jóna Sigurlína og Sveinn Jóhann Pálmabörn, Kristrún Sif Gunnarsdóttir, Arent Pjetur Eggertsson. + Innilegar þakkir til ykkar allra, fyrir samúð og hlýhug, við fráfall og útför ástkærrar sambýlis- konu minnar, frænku, mágkonu og uppeldis- systur, ÁGÚSTU KRISTÍNAR BASS, Brekku, Hvalfjarðarströnd. Erlingur Einarsson, Jórunn Magnúsdóttir, Gunnar Nikulásson, Helga Gísladóttir, Margrét Gísladóttir og aðrir aðstandendur. MARGRÉT KATRÍN JÓNSDÓTTIR + Margrét Katrín Jónsdóttir fædd- ist í Strandhöfn í Vopnafirði 1. febrú- ar 1937. Hún lést 23. apríl síðastliðinn. Minningarathöfn um Margréti var í Sauðárkrókskirkju 1. maí og útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Ég kom að sunnan. Sagnir allar sungu mér um fjörðinn. Og himinninn var gull og glit og græn sem Eden jörðin. Af Vatnsskarði ég loksins leit einslangtogaugaðsér- og Skagafjörður átti alit sem óskaði ég mér. (Hulda) Okkar kæra vinkona Margrét á Löngumýri er látin. Horfin sjónum okkar á einni svipstundu og eftir stöndum við hnípin og söknum. Margrét kom í þetta hérað sem kennari við Húsmæðraskólann á Löngumýri og tók þar síðar við staðarforráðum. Varð í hugum manna órjúfanlegur hluti þess staðar. Þar vann hún sitt ævistarf. Var vakin og sofin yfir velferð og framgangi staðarins og vildi veg hans og starfsemi aOa sem mesta. Þaðan vann hún að sínum mörgu hugðarefnum og lagði sitt lóð á vogarskálamar við að gera mann- lífið hér í sveitinni fjölbreyttara. Margrét var einlægur tónlist- arunnandi og hafði ríka tónlistar- þörf. Þegar nokkrir áhugamenn í héraðinu tóku sig saman um að stofna tónlistarfélag og síðan tón- listarskóla var Margrét þar í far- arbroddi og þetta voru hennar óskabörn. Hún var óþreytandi að laða hingað virtustu listamenn landsins svo við fengjum að njóta listar þeirra og aldrei gafst hún upp, þótt ekki væri alltaf fjöl- mennt á þessar samkomur. Allir þessir góðu gestir áttu víst hús- rúm á Löngumýri og nutu þar samvista við Margréti. Ótrúlegt er hvað okkur hefur boðist að hlusta á og njóta. Tónlistarskólann studdi hún ætíð með ráðum og dáð. Erlendum kennurum tók hún opnum örmum og aðstoðaði þá við að búa sér heimili og allt það annað sem hún gat. Þó held ég að margir af yngri kynslóðinni minnist hennar lengst sem konunnar með jólahappdrætt- ið. Því fyrir jólatónleika skólans var hún búin að útvega vinninga- fjöld og svo voru seldir miðar og Margrét stóð uppi á senunni í Mið- garði og dró út vinningshafana. Oft með aðstoð smáfólksins. Og bömin fengu blik í auga, hlutimir nýja eigendur og hljóðfærakaupasjóður- inn óx. Við sem höfum starfað með henni á þessum vettvangi eigum margar góðar minningar. Hvort sem verið var að halda „Vordaga í Varmahlíð", fá hluta Óperunnar í heimsókn eða undirbúa komu þeirra fjölmörgu landsþekktu lista- manna sem hafa heiðrað okkur með komu sinni hingað var sérstök stemmning ríkjandi. Bjartsýni og eldmóður hreiðraði um sig í hjört- unum og okkur fannst allir vegir færir og smá vandamál væru bara til að krydda tilveruna. Eg vil fyrir hönd félaga minna í Tónlistarfélag- inu færa Margréti alúðarþakkir fyrir samstarfið og ég vil einnig fyrir hönd okkar sveitunganna færa henni þakkir fyrir þann menningarlega metnað sem hún sýndi. Að við mættum einnig fá brot af því besta. Margrét var vefnaðar- og handavinnukennari og hafði víð- feðman áhuga á allri handmennt og listum yfirleitt. Vann hún jöfn- um höndum við að viðhalda gam- alli hefð í hannyrðum og stuðla að framþróun og nýrri hönnun handverks- muna. I mörg ár höf- um við komið saman nokkrar konur og málað á postulín. Það var undarlegt að koma að Löngumýri á laug- ardagsmorguninn og þarna var kassinn hennar Margrétar op- inn og hlutirnir henn- ar hálfgerðir á borð- inu en hún farin annað að starfa Guðs um geim. Elsku Margrét, mikið söknum við þín. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur öllum. Guð blessi minningu þína. Valdís Óskarsdóttir. Óvænt og sár var fréttin um andlát Margrétar á Löngumýri. Hún bjó nær hjarta Skagafjarðar og hafði sjálf gott hjarta og gjöf- ult. Hún var einn hinna ólaunuðu menningarfulltrúa á landsbyggð- inni. Slíkir hafa starfað áratugum saman, skipulagt tónleika, greitt götu skálda, tekið á móti gítarleik- ara eða söngkonu, framreitt kvöld- mat, ekið listamanni í félagsheim- ili, tekið móti inngangseyri frá nokkrum menningarlega sinnuð- um sveitungum, gert upp húsið, ekið listamanni aftur heim, búið honum væra hvílu og komið hon- um á rútu daginn eftir. Menning- arfulltrúi telur heldur ekki eftir sér tíma eða bílkostnað til að koma nýjum kór á laggirnar, hýsa kóra- mót á Löngumýri, námskeið fyrir söngmálastjóra eða bjarga jafnvel karlakórnum ef allt var upptekið í félagsheimilinu eitthvert kvöldið og veita æfingaaðstöðu á Löngu- mýri. Þetta var hversdagur Mar- grétar. Móttaka, tónlist, gestir seint og snemma, en húsráðandi með bros á vör og hjartahlýju ylj- aði þel gestanna. Hún var vinsæl af grönnum sínum og þekkt af landsmönnum. Margir eldri borgarar áttu dýr- mætar vikur í sumardvöl á Löngu- mýri og þá var Margrét útsjónar- söm að kalla tii listamenn og sagnamenn úr héraðinu til að gera kvöldvökumar skemmtilegar og eftirminnilegar. Starf Margrétar á menningara- kri Skagfirðinga var dýrmætt. Blessun Drottins sé með henni. Ingi Heiðmar Jónsson. Það var á haustdögum 1981 að ég var beðin að fara með hóp ellilíf- eyrisþega úr Reykjavík norður að Löngumýri í Skagafirði. Þangað hafði ég aldrei komið, en hafði heyrt marga hrósa veru sinni þar. Það var aðeins eitt atriði sem vafð- ist fyrir mér og olli mér nokkru hugarangri, nefnilega að á Löngu- mýri hjá slíkum orlofsdvalarhópum voru viðhafðar morgun- og kvöld- bænir. Um þó nokkurt skeið hafði ég ekki heyrt í nokkrum þeim presti eða predikara sem hafði nokkum skapaðan hlut að segja mér. Þarf ekki að orðlengja það frekar, Margrét nálgaðist guðsorð- ið á allt annan hátt en ég hafði heyrt nokkra manneskju gera áð- ur. Hún tók svo góð dæmi úr dag- lega lífinu og gat slegið á létta strengi, gat lesið úr Biblíunni og komið textanum til skila á svo ofureinfaldan hátt og án allrar helgislepju. Þessi dvöl mín á Löngumýri var aðeins sú fyrsta, því næstu tíu sumur fór ég með a.m.k. einn ef ekki tvo eða þrjá hópa og oft ekki bara ein því að dóttir mín og eiginmaður sóttust eftir að fá að koma líka. Fólki leið svo undursamlega vel á Löngu- mýri, þetta fann maður um leið og maður kom þar inn. Margrét tók á móti öllum með opinn faðminn, svo var hún ef til vill rokin suður í hús eða upp í Kaupfélag áður en maður gat snúið sér við, því í mörg hom var að líta. Margrét var mörgum góðum kostum búin og var ákaf- lega vinmörg. Hún ræktaði þessa vináttu betur en margur annar og dáðist ég oft að því þegar hún kom suður hvað hún var dugleg að bjóða til sín fólki eða fara í heim- sóknir. Margrét hafði verið á Löngu- mýri yfir þrjátíu ár og mestan hlut- ann ein eftir að eiginlegu skóla- haldi lauk. Þó er ekki hægt að segja að hún hafi verið ein því að hún hafði alltaf dýrin sín. Lengst af hafði hún hesta og í nítján ár átti hún köttinn Nikulás Filippus II. sem var henni ákaflega kær. Einnig hýsti hún marga útigangsk- etti gegnum tíðina. Nú síðustu árin var nánasti félagi hennar hundur- inn Kátur Keli sem fylgdi henni hvert fótmál. Eftir að eiginlegri vinnu minni með Margréti lauk, gat ég aldrei farið svo um Skagafjörð að ekki kæmi ég við hjá henni, ýmist með fjölskyldunni eða með fulla rútu af ferðamönnum sem fengu jafnvel súpu og brauð í hádeginu á ein- hverjum rigningardeginum. Marga hópa vina og samstarfs- manna hef ég leitt norður að Löngumýri, því að maður vissi alltaf fyrirfram að það yrði vel- heppnuð ferð. Nú síðast fyrir hálf- um mánuði fórum við þrettán kon- ur úr Soroptimistaklúbbi Hafnar- fjarðar og Garðabæjar á Lands- sambandsfund sem þær Skaga- fjarðarsystur sáu um og dvöldum við að sjálfsögðu á Löngumýri. Fyrir þá daga vil ég hér með þakka, jafnframt vil ég þakka þá daga sem Margrét tók á móti gönguhópnum okkar, Ganglerum úr Hafnarfirði, og við gengum um Hegranesið þvert og endilangt. Að lokum eru kveðjur frá samstarfs- konum á Norðurbrún gegnum tíð- ina. Um Margréti væri hægt að skrifa endalaust og endurminning- amar eru margar og góðar. Henn- ar verður sárt saknað af vinum og vandamönnum um land allt. Við Kristinn og Iðunn Elsa þökkum fyrir samfylgdina. Langamýri verður aldrei söm án Margrétar. Sigríður Ágústsdóttir. Hún var húsmóðir á stóru heim- ili og gestgjafi. Hún var alltaf til staðar, alltaf var hægt að leita til hennar og hún var ætíð tilbúin að leysa hvers manns vanda. Tók á móti gestum sínum með bros á vör. Það var vor í lofti, að baki var langur vetur. Vetrarstarfinu á Löngumýri var nærri lokið og búið að skipuleggja sumarstarfið. Aug- lýsingin um dvöl eldri borgara var í vinnslu. „Ég hef ekkert bókað í ágúst,“ sagði Margrét, „þá vona ég að verði farið að rífa gamla húsið.“ En á örskotsstundu er lífi henn- ar lokið. Margrét á Löngumýri er dáin. Þessi fregn var sem reiðar- slag. Hvað verður nú um Löngu- mýri? var það fyrsta sem flaug gegnum hugann. Margrét Katrín Jónsdóttir kom í blóma lífs síns til starfa hér í Skagafirði, og hóf kennslu við Hús- mæðraskólann á Löngumýri haust- ið 1967. Forstöðukona var hún frá 1972-1977, þegar skólastarfi á Löngumýri var hætt. En Margrét fór ekki frá Löngumýri. Hún átti þar sitt heimili og það skipti sköp- um fyrir staðinn. Hún lagði alla sína krafta í að byggja þar upp og þróa heimili og gististað, sem öllum stæði opinn og allir löðuðust að. Henni tókst ætlunarverk sitt. Allt ber þar vitni um listfengi hennar og smekkvísi. Garðurinn á Löngu- mýri, með sundlauginni og heita pottinum, er sælureitur. Margrét unni staðnum og bar hag hans mjög fyrir brjósti, og var stöðugt að fegra hann og bæta. Nú eygði hún að lokaþátturinn í uppbyggingunni á Löngumýri hæf- ist. Það var hennar hjartans mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.