Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 62

Morgunblaðið - 08.05.1999, Síða 62
t62 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 KOSNINGAR ’99 MORGUNBLAÐIÐ Hvað skilur á milli? s STUTTRI en nokk- uð snarpri kosninga- baráttu er að ljúka. í dag, laugardaginn 8. maí, verður gengið til alþingiskosninga og kosið um það hverjir ko_mi til með að stjóma á Islandi næstu fjögur árin. Forystumenn flokk- anna og frambjóðend- ur allir hafa verið á þönum og freistað •þess að koma sjónar- miðum og stefnumál- um sínum og síns flokks á framfæri. Eg hef nú tekið þátt í stjórnmálum nokkuð lengi og verð að segja að aldrei hefur mér fund- ist jafnánægjulegt að mæta á fundi og spjalla við kjósendur og fyrir þessar kosningar. Kemur þar margt til en þó kannski fyrst og fremst það hversu gott er að geta vitnað til þeirra góðu hluta, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið áorkað á undanfömum kjörtímabil- um. Ljóst er að flestir kjósendur gera sér grein fyrir þessu og vita glöggt hvað styrk og samhent forysta Sjálf- stæðisflokksins skiptir miklu fyrir heill og hamingju fjöldans. Kjósendur vita nefni- lega hvað þeir hafa í Sj álfstæ ðisflokknum, sem byggist á sjötíu ára gamalli hefð, þar sem maðurinn, ein- staklingurinn sjálfur, er alltaf hafður í fyrir- rúmi, heill hans og hamingja. Þessu er al- gjörlega öfúgt farið í öðram flokkum eða fylkingum, þar sem manni finnst stundum og jafnvel oftast, að frambjóðand- inn, þingmaðurinn sjálfur „in spe“, sé aðalatriði, en hagsmunir fólks- ins og landsins séu aukaatriði. Fólkið í landinu á ekki skilið að fá slíka þingmenn að loknum þess- um kosningum. Þingmenn, sem til- heyra flokki eða fylkingu, þar sem öllum vandamálum innanbúðar var sópað undir teppi fram yfir kosn- ingar en era í reynd óútkljáð. Margt bendir til að þar á bæ séu Einstaklingurinn sjálf- ur, segir Sdlveig Pét- ursdóttir, er alltaf hafður í fyrirrúmi, heill hans og hamingja. óuppgerðar margs kyns sakir, sem ekki verður í svipan séð fyrir end- ann á. Allt eins er víst, að þar eigi eftir að verða töluverð grisjun við toppinn, þegar menn reyna með sér og fara að neyta aflsmunar. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála. Eg hvet menn til að muna orð mín í þessum efnum. Sjálfstæðismenn era því óragir við að leggja staðreyndir um stjórn landsins á borðið og biðja um áframhaldandi traust og stuðn- ing til að halda áfram á sömu braut. Þar skilur einmitt á milli sjálfstæðismanna og annama flokka eða fylkinga. Höfundur er alþingismaður og skipar fjórða sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. Sólveig Pétursdóttir Hugsanavitleysa Samfylkingarinnar NÚ ÞEGAR styttist í kosningar hefur Samfylking neyðst til • þess vegna lélegrar út- komu í skoðanakönn- unum, að fara að út- færa hugmyndir sínar í efnahagsmálum. Kemur þá berlega í ljós hvers konar vit- leysa hefur verið sett þar saman, þar sem einfaldir reikningar sýna að hugmyndir Samfylkingarinnar um bætt samfélag ganga ekki upp nema að rík- issjóði verði skilað með margra milljarða halla. * Á síðustu dögum hefur Margrét Frímannsdóttir verið í sjónvarps- viðtölum hjá Stöð 2 og Ríkissjón- varpinu. Þar hefur hún útskýrt hvað helstu tillögur Samfylkingar- innar ganga út á. Þar snýst allt um að greina íslensku þjóðina í tvo flokka, annars vegar eðlilega ís- lendinga og hins vegar óeðlilega Islendinga. Samkvæmt Margréti era það óeðlilegir íslendingar sem hafa yfir 200.000 kr. á mánuði í laun og hjón sem hafa yfir 400.000 kr. á mánuði í sameiginlegar tekj- ur era einnig óeðlilegir Islending- ar. Margrét hefur líka lagt mikla áherslu á það að efnahagsstefna Samfylkingarinnar gangi upp og muni skila hallalausum fjárlögum. Til þess hafa þau lagt fram ýmsar tillögur sem ganga út á það að auka það fjármagn sem ríkis- mbl.is Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. stjóm þeirra myndi hafa úr að spila. Mar- grét talaði um að um- hverfis- og mengunar- skattar ættu að skila 600-700 milljónum á ári. Á móti ætlar Samfylkingin að leggja niður komu- gjöld á heilsugæslu- stöðvar og lækka kostnað við sérfræði- þjónustu. Þar með eru þessar auka 600-700 milljónir farnar. Mar- grét og Samfylkingin ætla að lækka skatta á „eðlilegt“ launafólk en „óeðlilegt“ launa- fólk, sem hlýtur að vera minni- hluti þjóðarinnar, ef marka má orð Samfylkingarinnar um baga- legt ástand í launamálum þjóðar- innar eiga að borga aukna skatta. Hins vegar hefur Samfylkingin ekki sýnt fram á það að hækkaðir Fjölþrepa skattkerfi, segir Bjarni Þór Eyvindsson, er bæði vinnuletjandi og eykur hættu á skattsvikum. skattar á minnihluta þjóðarinnar vegi upp skattalækkanir á meiri- hluta þjóðarinnar. Það er því hæpið að þessar skattabreytingar skili ríkisstjórn Samfylkingarinn- ar auknum tekjum. Þá sitja bara eftir þeir skattar sem Samfylk- ingin ætlar sér að ná út úr fyrir- tækjum landsins. Fyrirtækin í landinu, þar sem þjóðin vinnur, eiga því að punga út að minnsta kosti 35 milljörðum á næstu fjór- um árum. Á sama tíma eiga fyrir- tækin að geta bætt laun starfs- fólks um að minnsta kosti það sama og núverandi ríkisstjórn hefur gert ef að Samfylkingin ætl- ar sér að standa við það að gera allt betur en núverandi ríkis- stjórn. Þar era því komnir nokkr- ir milljarðar í viðbót. Ég spyr hins vegar, hvaða fyrir- tæki á Islandi sér Samfylking fyrir sér að geti borgað þessa 35 millj- arða á fjóram áram og jafnframt hækkað laun starfsfólks síns? Ég sé í dag engin fyrirtæki sem hafa þvílíkt fjármagn undir kodda sín- um og því geta þessar skattahug- myndir Samfylkingarinnar einung- is leitt til þess að fyrirtækin í land- inu munu standa verr. Þau verði að draga saman seglin ef reksturinn á að ganga upp og við vitum öll hvað er fyrst skorið niður hjá fyrirtækj- um. Skattahugmyndir Samfylking- arinnar munu því valda gífurlegri aukningu atvinnuleysis og gera al- gjörlega út um það atvinnuástand sem er í dag. Átvinnuástand þar sem atvinnuleysi hefur farið hratt lækkandi og laun og kaupmáttur fólks í landinu hækkað hraðar en annars staðar. Hugmyndir Samfylkingarinnar um fjölþrepa skattkerfi koma einnig afar undarlega fyrir sjónir. Fjölþrepa skattkerfi er bæði vinnuletjandi og eykur hættu á skattsvikum. Hver er hvatinn fyrir fólkið í landinu að vinna meira ef það þýðir einungis það að skatta- prósenta þeirra hækkar? Fjölþrep- in bjóða líka upp á það að fólk hagi tekjum sínum þannig að þau séu sem næst þakinu á því þrepi sem þau era í og fari alls ekki upp fyrir. Hvemig ætlar Samfylking líka að fylgjast með því í hvaða þrepi fólk á að vera? Ef að samtímagreiðslur á sköttum eiga að halda áfram verða einstaklingar að tilkynna um laun sín á hveijum mánuði, þannig að „stóri bróðir“ geti ákveðið hvað þú átt að borga í skatta. Hvar er líka hvatinn fyrir því í fjölþrepa skattkerfi þar sem skatt- ar hækka eftir því sem þú hefur hærri tekjur, að mennta sig? Hví skyldi fólk leggja á sig margra ára háskólanám fyrir það eitt að það séu teknir af því hærri skattar þeg- ar það útskrifast? Hverju mun þetta valda? Jú, bara því að fólk mun fara með þekkingu sína annað þar sem kjör þeirra era hagstæðari og hvati er til staðar til að nýta sína þekkingu. Ég held að ummæli eins af félög- um Samfylkingarinnar um að nú sé búið að safna saman öllum helstu vitleysingum þjóðarinnar í efna- hagsmálum í einn flokk, geti ekki verið meiri réttmæli. Orð þeirra dæma sig sjálf. Höfundur er læknanemi. Bjarni Þór Eyvindsson Höfnum frekari vinstrisköttum SÍÐUSTU daga kosningabaráttunnar hafa línur skýrst. Skil milli flokka er auðvelt að draga. Annars veg- ar er Sjálfstæðisflokk- urinn, sem vill mikið svigrúm einstaklinga og fyrirtækja þeirra, hins vegar era vinstri- flokkar, sem setja hagsmuni ríkisins í fyr- irrúm. Skýrast kemur þetta fram hjá fylkingu vinstrisinna, sem boðar skattahækkanir í fimm liðum. Athyglisvert er, að á lokastigum baráttunn- ar hefur fylkingin leitast við að fela ásókn sína ofan í vasa skatt- greiðenda. Fylkingin gengur svo langt að fara í skjól Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, með því að birta mynd af honum í kosn- Höfnum frekari vinstrisköttum á Reykvíkinga, segir Björn Bjarnason, og kjósum D-lista Sjálf- stæðisflokksins. ingaauglýsingu og afneita jafn- framt áformum um skattahækkan- ir. Fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar 1998 sagði Helgi Hjörvar, fram- bjóðandi R-listans, fyrirmyndarinn- ar fylkingarinnar, að skattar yrðu ekki hækkaðir. Hvernig hefur verið staðið við þetta kosningaloforð? Á einu ári, frá borgarstjórnar- kosningunum 1998, hefur R-listinn meðal annars staðið að þess- um skatta- og gjalda- hækkunum: I janúar 1999 hækkaði útsvarið um tæp 7%. Tekið var upp sérstakt sorp- hirðugjald. Dagvistun- argjöld hækkuðu um allt að 14%. Stakar sundferðir barna hækkuðu um 54%. Gjald fyrir lengda við- vera barna í skólum hækkaði um allt að 36%. Gjaldskrá heil- brigðiseftirlitsins hækkaði um 16%, einnig hækkaði aðgangur að Ár- bæjarsafni og að skíðasvæðum. I apríl 1999 hækkuðu gjöld á öldran- arþjónustu í Reykjavík, til dæmis var tekið upp 6.500 kr. nýtt þjón- ustugjald á íbúðum aldraðra. Rfldsstjórn Davíðs Oddssonar hefur lækkað skatta bæði á ein- staklinga og fyrirtæki. Um síðustu áramót skilaði þessi skattalækkun sér ekki sem skyldi til Reykvíkinga, af því að R-listinn greip tækifærið og hækkaði útsvarið! Lóðaskortur í Reykjavík undir stjóm R-listans hefur hækkað íbúða- og húsaverð. Hækkun fylk- ingarinnar á fjármagnstekjuskatt- inum hækkar vaxtastig og þyngir skuldabyrði alls almennings. Þetta era tvö dæmi um stjórnarhætti vinstrisinna, sem þrengja hag ein- staklinga og fyrirtækja þeirra. Reykvíkingar! Hafnið frekari álögum vinstri- flokkanna. Kjósið meiri árangur fyrir alla með því að setja X við D- lista Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er m en n tnmáhiráðh erra. Björn Bjarnason Setjum X viðS SAMFYLKINGIN á erindi við þig, kjósandi góður. Hún er upphaf nýrr- ar hugsunar í íslensk- um stjórnmálum. Jafn- rétti, lýðræði og virðing fyrir mannréttindum era meginstoðir Sam- fylkingarinnar. Spilling og sérgæska er eitur í beinum hennar. Hún er fjöldahreyfing, alvöru mótvægi við íhalds- og afturhaldsflokka þessa lands. Samfylkingin er hreyfing aimennings, íslenskra launþega sem bera hitann og þungann af amstri daganna. Þeir leggja sinn skerf til samfélagsþjónustunnar og krefjast Samfylkingin, segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, er afl nýrrar aldar. þess eins að í auðugu landi ríki fé- lagslegt réttlæti. Samfylkingin stendur vörð um al- mannahagsmuni. Hún krefst þess að auðlindir þjóðarinnar séu sameign hennar og eignarhald þeirra ekki fært örfáum einstaklingum á silfur- fati. Samfylkingin er afl sameiningar og sam- vinnu. Hún hefur snúist öndverð gegn sundur- lyndisfjanda íslenskra vinstri manna, því að reynslan kennir að smáflokkapólitík í linnulausri stjórnar- andstöðu færir samfé- lagið ekki nær mark- miðum Samfylkingar- innar um félagslegt réttlæti og lýðræði sem stendur undir nafni. Samfylkingin er afl nýrrar aldar. Hún markar endalok stjórn- mála sem eiga rætur sínar í iðnbyltingu 19. aldarinnar og upphaf stjórnmála sem endur- spegla upplýsingasamfélag 21. ald- arinnar. Samfylkingin er afl nýrrar kynslóðar. Kynslóðar sem hefur óþrjótandi tækifæri til athafna og þroska í samfélagi þar sem tryggt er að hver og einn fái að njóta verð- leika sinna. I dag gefst okkur tækifæri til þess að marka spor í söguna og upphaf nýrrar aldar á íslandi. Nýtum það tækifæri í þágu réttlætis og fram- fara. Setjum X við S - í þágu lands og þjóðar. Höfundur skipar ijórða sætið á lista Samfylkingarinnar i Reykjaneskjördœmi. Þórunn Sveinbjarnardóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.