Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 13 FRETTIR Eiður Aðalgeirsson hleypur til styrktar heimilislausum börnum á Indlandi Tvöfalt mara- þonhlaup EIÐUR Aðalgeirsson, 44 ára Húsvíkingnr búsettur í Hafnar- flrði, ætlar sér að hlaupa a.m.k tvöfalt maraþonhlaup, sem er rúmlega 84 km. Hann ætlar að hlaupa frá Reykjanesvita og áleiðis til Þingvalla, en hlaupið hefst klukkan 9 í dag. Tilgangur hlaupsins er að safna áheitum til styrktar heimilislausum börnum á Indlandi. „Eg hef ekki hugmynd um hversu miklu verður safnað, það fer bara eftir því hversu lands- menn taka vel við sér, þetta er líka spurning um það hvað mað- ur verður duglegur, því hver kílómetri telur,“ sagði Eiður, sem sagði hugmyndina hafa kviknaði í samtali sínu við einn af sjálfboðaliðum ABC hjálpar- starfs. Vantar 9 milljónir Samtökin ABC hjálparstarf standa fyrir hlaupinu, en ætlunin er að reisa 1.000 fermetra barna- heimili fyrir heimilislaus börn um 50 km fyrir utan borgina Ma- dras í suðurhluta Indlands. Áætl- aður byggingarkostnaður er 10 milljónir, en um 9 milljónir vant- ar svo hægt sé að hefja fram- kvæmdir, en byggingarsvæðið hefur þegar verið girt af. Hinu nýja heimili er ætlað að hýsa börn sem nú eru á E1 Shaddai barnaheimilinu, en þar áttu upphaflega að vera 50 börn, en undanfarið hafa um 70 börn dvalið á heimilinu. I tilkynningu frá ABC segir að vegna þrengsla, vatnsskorts og frárennslisvanda- mála, sé brýn þörf á nýju heimili, en á lóðinni sem fengin hefur verið fyrir nýja heimilið er m.a. stór brunnur. Gert er ráð fyrir að heimilið, sem verður á einni hæð, hýsi alls um 500 til 600 börn, en einnig verður möguleiki á að byggja fleiri hæðir og þannig auka rýmið. Hefur hlaupið 30 maraþonhlaup Eiður, sem hefur stundað lang- hlaup frá árinu 1990 og hefur hlaupið um 30 maraþonhlaup um ævina, sagðist tvisvar hafa hlaupið um 90 km en nú væri ætlunin að slá það persónulega met og hlaupa um 100 km. Eiður hefur hvílt sig í tvo daga fyrir hlaupið, en undanfarið hefur hann hiaupið um 70 til 100 km á viku. Eiður sagðist reikna með því að hlaupið tæki um 10 klukkutíma, en bætti því við að veðrið gæti haft áhrif því smá EIÐUR Aðalgeirsson, ætlar að hlaupa a.m.k. tvöfalt maraþonhlaup eða rúmlega 84 km í dag, en hlaupið er til styrktar heimilislausum börnum á Indlandi. mótvindur gæti tafið sig þónokk- uð. Þeir sem vilja heita á Eið geta hringt til ABC hjálparstarfs í síma 561-6117, en fólk getur heit- ið ákveðinni upphæð á hvern kflómetra sem Eiður hleypur, einnig er tekið við framlögum á reikning samtakanna í Islands- banka nr. 527-14-280 000. Samiðn hættir í miðstjórn ASÍ MIÐSTJÓRN Samiðnar hefur samþykkt að fulltrúar sambands- ins dragi sig í hlé og hætti að mæta á fundi miðstjórnar og skipulagsnefndar ASÍ. Þessi ákvörðun nær til Finnbjarnar Hermannssonar, formanns Sa- miðnar, Arnars Friðrikssonar, formanns Félags járniðnaðar- manna, og Hákonar Hákonarson- ar, formanns Félags málmiðnað- armanna á Akureyri. Samiðn var stofnað 1993, en lög þess hafa aldrei fengist sam- þykkt af ASÍ. Skipulags- og laga: nefnd ASÍ hefur túlkað lög ASÍ þannig að félög innan Samiðnar geti ekki bæði verið sveinafélög ófaglærðra og félög faglærðra iðnaðarmanna. í ályktun frá fundi miðstjórnar Samiðnar segir að Samiðn hafi ekki haft sig mikið í frammi í op- inberri umræðu um skipulagsmál ASI vegna þess að sambandið hafi verið þeirrar skoðunar að leysa ætti ágreining um skipu- lagsmál innan verkalýðshreyfing- arinnar. Vísað er til ályktunar fundar forystumanna félaga ASÍ, utan löggiltra iðngreina þar sem segir að hverfa verði frá úreltum reglum um löggildingu starfa, þó löggilding starfsheita haldist. Framkvæmdastjórn falið að samræma viðbrögð með öðrum félögum Að mati Samiðnar var ekki hægt að skilja talsmann félaga utan löggiltra iðngreina á annan hátt en þann að hópurinn væri til- búinn til að neyta aflsmunar til að ná sínu fram. „Með þessu er-hóp- urinn að útiloka sig frá frekari umræðu við Samiðn um skipu- lagsmál. Því munu fulltrúar Sa- miðnar í miðstjórn og skipulags- nefnd ASI ekki mæta á mið: stjórnar- og skipulagsfundi ASÍ þar til annað verður ákveðið. Um löggildingu starfa hafa for- ystumenn Samiðnar ekkert að ræða við félög utan löggiltra iðn- greina. Miðstjórn Samiðnar felur framkvæmdastjórn að hafa sam- band við aðra þá sem löggilding starfa snertir innan og utan ASI og samræma viðbrögð við þessum nýju kröfum félaga utan löggiltra iðngreina." Aurskriða féll í Svartárdal AURSKRIÐA féll í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu síðdegis á uppstigningardag. Skriðan féll úr hlíð fyrir sunnan bæinn Brattahlíð. Fór hún yfir veginn og lokaði honum. Vegurinn var opnaður skömmu fyrir hádegi í gærmorgun, en tafir urðu á ferð mjólkurbílsins sem komst ekki inn að bæjunum fyrr en eftir há- degi. Að sögn Þorvaldar Böðvarssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar í Húnavatns- sýslum, olli skriðan tiltölulega litlum skemmdum á veginum en ræsi stífluðust og eru ónýt. Skriðan var milli 5 og 10 metra breið. Hjálparstarf Rauða kross Islands Tveir Islend- ingar fara til Albaníu í maí RAUÐI kross íslands sendir tvo nýja starfsmenn til hjálp- arstarfa í Albaníu í þessum mánuði og munu þeir taka þátt í aðstoð Alþjóða Rauða krossins við flóttafólkið frá Kosovo. Annar þeirra, Jón Hafsteinsson bílstjóri, leggur af stað í dag og verður hlut- verk hans að aka með hjálpar- gögn, svo sem teppi, matvæli og hreinlætisvörur, til flótta- mannabúðanna í Albaníu, en hinn, Jón Guðni Kristjánsson fréttamaður, fer til Albaníu í lok þessa mánaðar. Hann mun gegna starfi upplýsingafull- trúa fyrir Alþjóða Rauða krossinn, en í því starfi felst m.a. upplýsingagjöf til frétta- manna og landsfélaga Rauða krossins um aðstoð Alþjóða Rauða krossins í Albaníu. Fyrirhugað er að Jón Haf- steinsson verði í þrjá mánuði en Jón Guðni í sex mánuði. Um sjötíu til áttatíu manns starfa á vegum Alþjóða Rauða krossins í Albaníu, að sögn Sigríðar Guðmundsdótt- ur, skrifstofustjóra alþjóða- skrifstofu Rauða krossins. Þar af eru tveir Islendingar, þau Ulfur Björnsson sendi- fulltrúi og Sólveig Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi. í fréttatil- kynningu frá Rauða krossi íslands segir að starfsmenn og sjálfboðaliðar Alþjóða Rauða krossins og landsfé- laganna aðstoði nú um 250 þúsund manns í Albaníu, Ma- kedóníu og Júgóslavíu. Að- stoðin felst einkum í að út- vega matvæli og aðrar nauð- synjar og beinist bæði að flóttafólki í búðum og flótta- fólki sem einstaklingar hafa skotið yfir skjólshúsi. dlfe s. ABHAnDO POLLIHI de/-lgn f Verð kr. 9.700 /-T 4 /T. '/Tf tymlm KRINGLUNNI, SÍMI 553 2888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.