Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Bygging skautahallar við Krókeyri
Lægsta tilboði frá SJS-
verktökum tekið
Kirkju-
starf
AKUREYRARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11 á morgun,
sunnudag, með þátttöku 50 ára
fermingarbarna. Kór Laugar-
neskirkju kemur í heimsókn og
syngur í messunni. Organisti er
Gunnar Gunnarsson. Fundur í
æskulýðsfélaginu kl. 17 sama
dag. Morgunbæn í Akureyrar-
kirkju kl. 9 á þriðjudagsmorg-
un. Mömumorgunn, grillað í
Kjarnaskógi á miðvikudag, 19.
maí. Aðalsafnaðarfundur Akur-
eyrarsóknar verður í Safnaðar-
heimili kl. 20 á miðvikudags-
kvöld. A dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf, kosningar og
önnur mál. Fundurinn er opinn
öllum sóknarbömum í Akur-
eyrarkirkju.
' HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 20 á laugardag,
en að henni lokinni kynnir Pét-
ur Reynisson starfíð í Ung-
verjalandi. Sunnudagaskóli fjöl-
skyldunnar á morgun, sunnu-
dag, kl. 11.30. Biblíukennsla
fyrir alla aldurshópa, Reynir
Valdimarsson sér um kennsl-
una, léttur hádegisverður á
vægu verði á eftir. Vakninga-
samkoma kl. 16.30 sama dag.
Pétur Reynisson predikar.
Mikill og líflegur söngur. Fyrir-
bæn. Barnapössun fyrir börn
yngri en 6 ára. Alfanámskeið
kl. 20 á miðvikudag. Gospel-
kvöld á fostudagskvöld, 21. maí,
kl. 21.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa í dag, laugardag, kl. 18
og á morgun, sunnudaginn 16.
maí, kl. 11. Ferming. Herra Jó-
hannes Gijsen biskup syngur
messu.
Fernir vor-
tónleikar
FERNIR vortónleikar verða
á vegum Tónlistarskóla Dal-
víkurbyggðar á þessu vori.
Fyrstu tónleikarnir voru á
Rimum í Svarfaðardal í síð-
ustu viku, en næstu tónleikar
verða í Arskógsskóla á
sunnudag, 16. mai kl. 13 og
svo verða tvennir tónleikar í
sal tónlistarskólans sama dag
kl. 14.30 og 16. Hljóðfæra-
kynningar verða á öllum
stöðunum í tengslum við tón-
leikana þar sem nemendur
geta reynt hljóðfæri með að-
stoð kennara skólans. Skól-
anum verður slitið fimmtu-
daginn 20. maí kl. 20.00 í
Dalvíkurkirkju þar sem
nokkrir nemendur koma
fram með tónlistaratriði og
prófskírteini verða aflient.
Um 150 nemendur voru í
skólanum í vetur, kennt var
á þremur stöðum, Dalvík, Ár-
skógsskóla og Húsabakka-
skóla. Við skólann störfuðu 8
kennarar.
Fiskimjöl
á lóðir
KROSSANES hf. hefur ákveð-
ið að bjóða öllum íbúum Akur-
eyrar sem þess óska ókeypis
fískimjöl til að bera á húsalóðir
sínar.
Mjölið verður afhent eftir
helgi, á mánudag 17. maí, og
þriðjudaginn 18. maí frá kl. 8 til
12 og 13 til 17 báða dagana.
Fiskimjölið verður afhent í pok-
um en í hverjum poka er hæfi-
legt magn mjöls til að bera á
lóð af hefðbundinni stærð. Sjó-
vá-Almennar styrkja þetta
framtak verksmiðjunnar með
því að leggja til pokana sem
mjölið er afhent í.
BÆJARRÁÐ hefur ákveðið að taka
tilboði frá SJS-verktökum í bygg-
ingu skautahallar á Krókeyri, svæði
Skautafélags Akureyrar, en frá-
vikstilboð frá fyrirtækinu var það
lægsta sem barst.
Alls bárust fjögur tilboð í bygg-
inguna, frá SJS-vertökum upp á
tæplega 193 milljónir, Ármannsfelli
upp á 268 milljónir, Arnarfell bauð
244 milljónir og ístak 276,5 milljón-
ir auk frávikstilboðs frá SJS-verk-
tökum að upphæð um 160 milljónir
króna. Því tilboði var tekið. Öll til-
boðin voru yfir þeim viðmiðunar-
mörkum sem bæjarstjóm Akureyr-
FJÓRIR nemar við Tónlistarskól-
ann á Akureyri ljúka prófí frá skól-
anum á þessu vori. Þrír þeirra
verða með útskriftartónleika um
helgina og einn síðar.
Vilhjálmur Sigurðarson trompet-
leikari heldur útskriftartónleika í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í
dag, laugardag, kl. 14. Hann hefur
stundað nám í trompetleik við Tón-
listarskólann á Akureyri síðustu
þrjú ár og þar á undan við Tónlist-
arskóla Eyjafjarðar. Kennarar hans
hafa verið Atli Guðlaugsson og
Sveinn Sigurbjörnsson. Á tónleik-
unum leikur hann verk eftir J.S.
Bach, J.N. Hummel og A. Aru-
tjunjan. Undirleikari er Helena
Guðbjörg Bjamadóttir og þá kemur
Valdemar Haukur Hilmarsson
bassasöngvari fram á tónleikunum.
Bjarkey Sigurðardóttir sópran,
systir Vilhjálms, heldur útskriftar-
tónleika í Safnaðarheimili Akureyr-
arkirkju á morgun, sunnudaginn 16.
maí, kl. 16. Bjarkey hefur stundað
söngnám frá haustinu 1996 undir
leiðsögn Michaels J. Clarke, en áð-
ur hafði hún verið við píanónám við
Tónlistarskólann á Akureyri og við
þverflautunám við Tónlistarskóla
Eyjafjarðar. Á efnisskrá tónleik-
anna em m.a. verk eftir G. Puccini,
J. Haydn, W.A. Mozart auk ís-
lenskra höfunda. Undirleikarar em
Richard J. Simm á píanó og Hannes
Þ. Guðrúnarson á gítar.
Sigrún Ama Amgrímsdóttir
ar setti þegar ákveðið var að ráðast
í bygginguna, en þau voru að heild-
arkostnaður við verkefni færi ekki
yfir 150 milljónir króna.
Á fundi bæjarráðs var þörf fyrir
aukna fjárveitingu til byggingar
hússins vísað til endurskoðunar
fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóra og
fulltrúum í íþrótta- og tómstunda-
ráði var falið að taka upp viðræður
við stjórn Vetraríþróttamiðstöðar
íslands um þeirra þátt í viðbótar-
kostnaði.
Þak yfír svellið vel fyrir áramót
Guðmundur Guðlaugsson, yfir-
messósópran heldur útskriftartón-
leika á morgun, sunnudag, kl. 17 í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Sigrún hóf söngnám við Tónlistar-
skólann á Akureyri 1994 og hafa
kennarar hennar verið Hólmfríður
Benediktsdóttir og Michael J. Clar-
ke. Sigrún hyggur á framhaldsnám
í Bretlandi næsta haust. Á tónleik-
unum verða m.a. flutt lög eftir W.A.
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ,
sagði að hægt yrði að hefjast handa
við bygginguna eftir um fjórar vik-
ur, fyrst þyrfti að ganga frá teikn-
ingum og senda þær til bygginga-
nefndar til samþykktar. Áætlanir
gerðu ráð fyrir að þak yrði komið
yfir skautasvellið 15. október næst-
komandi en ljóst að þær áætlanir
standast ekki að sögn Guðmundar
þar sem tilboð voru opnuð síðar en
ráð var fyrir gert. Hann taldi að vel
fyrir næstu áramót ætti þak að vera
komið yfir svellið, en framkvæmd-
um innanhúss yrði lokið næsta vet-
ur, líklega í febrúar.
Mozart, R. Schumann, F.
Mendelsohn og Jón Leifs. Undir-
leikari er Richard J. Simm.
Sveinn Amar Sæmundsson org-
elleikari lýkur einnig prófi frá Tón-
listarskólanum á Akureyri en út-
skriftartónleikar hans verða 25. maí
næstkomandi.
Tónleikamir em öllum opnir og
aðgangur er ókeypis.
Tónlistarskóli
Eyjafjarðar
Útskriftar-
tónleikar
ELVÝ G. Hreinsdóttir mezzósópr-
an syngur íslensk og erlend
sönglög við und-
irleik Dórótheu
D. Tómasdóttur
píanóleikara í
Freyvangi, Eyja-
fjarðarsveit ann-
að kvöld, sunnu-
dagskvöldið 16.
maí, kl. 2.30. Um
er að ræða 8.
stigs tónleika
vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Elvý lauk 8. stigi frá Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar fyrir ári, en
tónleikarnir eru lokaþáttur náms-
ins. Með henni syngja nokkrar af
nýverandi og fyrrverandi skóla-
systmm hennar í söngdeildinni
ásamt kennara hennar, Þuríði
Baldursdóttur. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
10. bekkingar
sýna í Ketilhúsi
SÝNING á vetrarstarfi 10. bekkja
gmnnskóla Akureyrar í myndmennt
verður haldin í dag, laugardaginn 15.
maí, frá kl. 14 til 18 í Ketilhúsinu.
Sýningin er liður í náminu þar
sem nemendurnir fá að kynnast því
hvernig það er að setja upp sýningu
á opinberum vettvangi og auðvelda
þannig aðgang þeirra og skilning á
listsýningum almennt. Sýnd verða
verk eftir rúmlega 60 ungmenni. Em
bæjarbúar og gestir hvattir til að
koma og taka þátt í þessum viðburði
með unga fólkinu, en sýningin er að-
eins opin þennan eina dag.
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
KK og Magnús
í Ólafsfirði
KRISTJÁN Kristjánsson, KK og
Magnús Eii’íksson héldu tónleika í
Tjarnarborg á Ólafsfirði síðasta mið-
vikudagskvöld. Þeir vom vel sóttir
og tókust frábærlega vel að sögn
gesta. Em þessir tónleikar liður í
tónleikaferðalagi KK, en hann hefur
verið á ferðinni um landið undan-
farna daga og fengið góða aðsókn.
Meðal annars komu 40 manns á tón-
leika hans í Grímsey. Upphaflega
átti KK að spila einn í Ólafsfirði, en
mað aðgerðum heimamanna og að-
stoð Menningarmálanefndar Olafs-
fjarðar var Magnús fenginn til að
spila með honum.
Verkalýðsfélag Húsavíkur um úrskurð Kjaradóms
Laun almenns verka-
fólks hækki um 30%
FUNDUR stjómar og trúnaðar-
mannaráðs Verkalýðsfélags Húsa-
víkur, sem haldinn var miðviku-
dagskvöldið 11. maí, fagnar því að
nú skuli hafa verið gert lýðum
Ijóst hvaða svigrún ríkisstjórnin
telur vera til launahækkana án
þess að stöðugleika í efnahagslífi
sé stefnt í hættu.
I ályktun fundarins um úrskurð
Kjaradóms, um að laun ráðherra
og alþingismanna skuli hækka um
allt að 30% segir að tónninn sé gef-
inn út í þjóðfélagið um við hvaða
mörk hækkanir launa í næstu
kjarasamningum skuli miðast.
„Því er lagt til, að í stað þess að
aðilar vinnumarkaðarins standi í
langvinnu samningaþófi með þeim
kostnaði sem því íylgir, setji ný-
kjörið Alþingi, þegar það kemur
saman, lög um að laun almenns
verkafólks, öryrkja og ellilífeyris-
þega, skuli hækka um 30% frá og
með 9. maí síðastliðnum. Það ætti
ekki að vefjast fyrir ráðherrum og
alþingismönnum að setja slík lög
eftir að hafa tekið við launa-
umslögum sínum með hækkunum
upp á rúmlega tvöföld laun al-
menns verkafólks. Bregðist þeir
ekki við þessum tilmælum verða
þeir að sitja undir því að vera það
sjálftökulið launa, sem vart þekk-
ist annars staðar en í aumustu ein-
ræðisríkjum jarðar. Slík misnotk-
un á lýðræðislegu umboði og dóm-
stólum, sem annars fælist í þessu,
er fáheyrð og dæmalaus.
Tónlistarskólinn á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
SIGRÚN Arna Arngrímsdóttir, Sveinn Arnar Sæmundsson, Bjarkey Sigurðardóttir og Yilhjálmur Sigurðar-
son útskrifast frá Tónlistarskólanum á Akureyri á þessu vori.
Þrennir útskriftartónleik-
ar um helgina