Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stórsi'gur Frfálslynda flólcRsins á Vestfjöröum:
Tramar björtustu vonum
- sagði Guðión Amar Kristiánsson alþingismaður
Skipulagsstofnun fjallar um mat á umhverfisáhrifum
vegna framkvæmda á hringvegi
Segir að frekara
mat sé nauðsynlegt
SKIPULAGSSTOFNUN hefur lok-
ið mati á umhverfisáhrifum fyrirhug-
aðra framkvæmda á hringvegi milli
Smyrlabjargaár og Staðarár í Suður-
sveit. Niðurstaða skipulagsstjóra
skiptist í tvo hluta því framkvæmd-
inni er skipt í tvo áfanga, en skipu-
lagsstjóri fellst á fyrri áfanga en
ekki hinn síðari. í niðurstöðum kem-
ur fram að umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar lúti einkum að raski á
landi, lífríki og fomminjum þar sem
nýr vegur víkur frá núverandi vegi.
Fyrri áfangi framkvæmdarinnar
nær frá Staðará að Tröllaskörðum
og hinn síðari frá Tröllaskörðum að
Smyrlabjargaá, en markmið fram-
kvæmdanna er að auka umferðarör-
yggi og greiða fyrir umferð. I niður-
stöðum skipulagsstjóra segir að sú
leið sem Vegagerðin hafi valið í fyrri
áfanganum valdi minna raski en aðr-
ar leiðir sem kannaðar hefðu verið
enda verði farið að kröfum Þjóð-
minjasafns Islands varðandi rústir
og að fengnu leyfi fomleifanefndar
ef þörf krefur.
Samanburð á milli leiða skortir
Skipulagsstjóri telur hins vegar að
ráðast þurfi í frekara mat á umhverf-
isáhrifum síðari áfanga framkvæmd-
arinnar. Það er mat hans að ekki hafi
verið gerð nægileg grein fyrir áhrif-
um lagningar nýs vegar milli Trölla-
skarða og Smyrlabjargaár á gróður-
far og fomleifar. Þá segir m.a. að
samanburð skorti á milli nýju leiðar-
innar og endurbyggingar þeirrar
gömlu.
Stefnt er að því að framkvæmdir
við fyrri áfangann hefjist nú í vor og
hinn síðari árið 2001. Um er að ræða
11,7 km langan veg, sem lagður
verður bundnu slitlagi, ásamt nýjum
brúm yfir Smyrlabjargaá og Stað-
ará, en ræsi í Uppsalaá. Einnig verð-
ur lögð ný heimreið að Sunnuhlíð og
að Smyrlabjörgum.
Skipulagsstofnun tók málið form-
lega til umfjöllunar í mars og var það
þá auglýst og kynnt, en alls bárust
þrjár athugasemdir. Samkvæmt 14
gr. laga nr. 63/1993 má kæra úr-
skurð skipulagsstjóra til umhverfis-
ráðherra, en kærufrestur er til 9.
júní.
■ Nú fer hver að verða
IVltMlvVcj 1 Æ ff jjj g jj% æ 'm ^ síðastur að ná sér í | ■ 1 % H % a C W. % fellihýsi á þessu verði a9einsfcr.399.500
aftur á frábæru verði
6 manna fuUbúin
bandansk fellihýsi
a 12" hjólbörðum
hletsalan ehf.
Simi 565 6241 - fax 588 2670.
Netfang netsalan@itn.is ■ www.itn.is/netsalan
Þú sparar a.m.k. 150.000 kr. *
Sölusýning á
... Qarðatorgi 3,
L:Zte::L't Qarðabæ
Ráðstefna um NATO 50 ára
Sammála
stefnumörkun
NATO
Birgir Ármannsson
RÁÐSTEFNA um
Atlantshafsbanda-
lagið er haldin í
dag í tilefni af því að í vor
voru fimmtíu ár liðin frá
stofnun bandalagsins. Það
eru Samtök um vestræna
samvinnu (SVS) og Varð-
berg, sem er félag ungra
áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, sem
standa að þessari ráð-
stefnu. Birgir Armanns-
son er formaður Varð-
bergs og hefur átt þátt í
undirbúningi ráðstefriunn-
ar ásamt Jóni Hákoni
Magnússyni SVS og
Dagnýju Lárusdóttur
framkvæmdastjóra Upp-
lýsingaskrifstofu NATO á
Islandi. Birgir var spurð-
ur hvort hann teldi að for-
sendur fyrir þátttöku íslands í
NATO hefðu eitthvað breyst upp
á síðkastið að hans mati?
- Aðstæður í öryggis- og vam-
armálum hafa breyst mjög mikið
á undanfömum árum, eftir hrun
hins sósíalíska þjóðskipulags í
ríkjum Austur-Evrópu, en hins
vegar er ég þeirrar skoðunar að
Atlantshafsbandalagið hafi afar
mikilvægu hlutverki að gegna í
hinu breytta umhverfi. Það er
ennþá afar mikilvægt fyrir lýð-
ræðisríki í Evrópu og Norður-
Ameríku að hafa með sér náið
samstarf í öryggis- og varnarmál-
um, enda geta átök og ógnanir af
ýmsu tagi enn átt sér stað í næsta
nágrenni bandalagsríkjanna. Ég
tel t.d. það hafi bæði verið óhjá-
kvæmilegt og mikilvægt fyrir Atl-
antshafsbandalagið að grípa til
aðgerða vegna ofbeldisverka
Serba í Kosovo, enda getur ófrið-
arástand í löndum sem liggja
jafnnálægt hefðbundnu vamar-
svæði NATO breiðst út og haft
áhrif á bandalagsríkin. Auðvitað
er valdbeiting, einsog NATO hef-
ur þurft að grípa til á þessu
svæði, óæskileg. En eins og at-
burðir þróuðust tel ég hana hafa
verið og vera óhjákvæmilega.
- Hvuð fer fram á ráðstefnunni
fyrrnefndu ?
- Tilgangur ráðstefnunnar er
að vekja umræðu um hlutverk
NATO, bæði með því að líta til
fortíðar og um leið að líta til líð-
andi stundar. Á ráðsteftiunni
munu tala forystumenn þeirra
þriggja stjómmálaflokka sem
stutt hafa aðild íslands að NATO
í gegnum tíðina, en þeir era Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknarflokk-
ur og Alþýðuflokkur. Þá munu
flytja þarna ræður þrír ungir fé-
lagsmenn í Varðbergi, þau Alda
Sigurðardóttir, Gunnar Alexand-
er Ólafsson og Lilja Dögg Al-
freðsdóttir, en þau hafa tekið
virkan þátt í starfsemi félagsins á
undanfómum áram og kynnt sér
vel starfsemi NATO. I þriðja lagi
verða þama afhent verðlaun í rit-
gerðarsamkeppni
Varðbergs, en félagið
efndi í vor til þessarar
samkeppni meðal fólks
á aldrinum 18 til 25
ára, til þess að fá fram
skoðanir þess á hlut-
verki NATO í breyttu alþjóðlegu
umhverfi. Að lokum munu tveir
fræðimenn halda fyrirlestra, þeir
Þór Whitehead prófessor og Val-
ur Ingimundarson sagnfræðing-
ur, en báðir hafa fjallað mikið um
málefni Atlantshafsbandalagsins
og stöðu íslands í alþjóðamálum í
skrifum sínum.
- Hvað getur þú sagt mér um
► Birgir Ármannsson er fæddur
í Reykjavík 12. júní 1968. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1988 og
prófi í lögfræði frá Háskóla Is-
lands 1996. Á árunum 1988 til
1994 var Birgir blaðamaður á
Morgunblaðinu í leyfum og með
námi. Hann var í stjórn Varð-
bergs frá 1993 og formaður frá
því í mars 1998. Birgir hóf störf
hjá Verslunarráði íslands 1995
þar sem hann er nú skrifstofu-
stjóri, hann er ókvæntur og
barnlaus.
starfsemi félaganna sem að þessu
standa?
-Samtök um vestræna sam-
vinnu og Varðberg vora stofnuð
þegar „kalda stríðið“ stóð sem
hæst og hart var sótt að aðild ís-
lands í NATO og vera vamarliðs-
ins hér á landi. Félögin vora
þannig vettvangur stuðnings-
manna aðildarinnar og höfðu
þann tilgang að koma á framfæri
sjónarmiðum bandalagsins. Fólk
úr þremur stjómmálaflokkum,
Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki, hefur frá upp-
hafi staðið að félögunum en jafn-
framt hefur óflokksbundnum fé-
lagsmönnum fjölgað á síðari ár-
um. I dag era þessi félög mikil-
vægur vettvangur fyrir umræður
um alþjóðamál og fundir félag-
anna era jafnan vel sóttir og
vekja allnokkra athygli.
- Eru félagsmenn í þessum fé-
lögum almennt sáttir við þá þróun
sem orðið hefur í starfi NATO,
þ.e. að það hefur nú að sumra
mati orðið „árásabandalag“ en er
ekki lengur aðeins vamarbanda-
lag?
-Félagsmenn í þessum félög-
um era samtals yfir þúsund
manns og hafa vafalaust margvís-
legar skoðanir á þeim atburðum
sem nú eiga sér stað, en ég held
að ég geti fullyrt að flestir þeirra
sé í meginatriðum sammála
stefnumörkun forystumanna
bandalagsins. Ég tel
að í hugum flestra ef
ekki allra félagsmanna
í Varðbergi og SVS sé
NATO enn vamar-
bandalag en ekki árás-
arbandalag. Hins veg-
ar hafa félögin sem slík ekki
ályktað um þetta mál eða þessa
þróun frekar en önnur álitaefni á
síðari tímum. Félögin skilgreina
sig sem umræðuvettvang fremur
en að taka formlega afstöðu til
einstakra mála, og það verður
ekki gert á þessari ráðstefnu sem
hefst í dag í Súlnasal á Hótel Sögu
klukkan 12.00 á hádegi.
Hefur enn
mikilvægu
hlutverki að
gegna