Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 VAL TILL EUROPAPARLAMENTET Röstning kan ske 20 maj-10 juni pá Sveriges Ambassad, Lágmúla 7, 4tr mándag-fredag 9.00-13.00 söndag 6 juni 12.00-15.00 mándag 7 uni áven 16.30-20.00 Medtag legitimation! KOSNINGAR TIL EVRÓPUÞINGSINS Hægt er að kjósa í sendiráði Svíþjóðar, Lágmúla 7, 4. hæð, frá 20. maí-10. júní á eftirfarandi tímum: Mánud.-föstudaga kl. 9.00-13.00. Sunnud. 6. júní kl. 12.00-15.00. Mánud. 7. júní einnig kl. 16.30- 20.00. Takið með skilríki! Grunnmeðferð Frekari uppsetning ER HUN ORÐIN SLÖPP? Hlutirnir eru ekki eins og þegar þið hittust fyrst. Þá kláraði hún hlutina strax. Það er eins og hún sé orðin þreytt! Þú ert ekki einn um þetta vandamál... en það er til lausn! Órsökin fyrir því að tölvan er orðin slöpp er oftar en ekki tengd stýri- kerfinu, Windows. Oft eru Windows skrár skemmdar, gamlir óþarfa reklar flækjast fyrir eða uppsettir eru vitlausir reklar. Allt þetta hægir á vinnslu vérlarinnar. Eftirfarandi framkvæmt: • Allt hreinsað af harða disknum. • Windows sett upp aftur. • Reklar fyrir skjákort, hljóökort, mótald og þrívíddarkort'settir upp. • Allt ryk hreinsað.ór vélinni. ATH: Óþarfi er að koma með skjáinn, lyklaborðið o.þ.h. Nógeraðkoma Q»ljr*T7 með sjálfa vélina. Tæknimenn okkar geta einnig séð um að taka afrit af gögnum sem eru á harða disknum og setja þau inn aftur að grunnmeðferð lokinni. í þessu fellst misjafnlega mikil vinna og er skoðað í hverju tilfelli fyrir sig Nánari upplýsingar veita: Verkstæðið Skeifunni, 550-4488 . Verkstæðið Hafnarfiröi, 550-4020 BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 MARGMIÐLUN Tilraunaútgáfa Quake III BESTI tölvuleikur allra tíma er að margra mati Quake II, ekki síst fyrir það hversu frábær leik- urinn er sem netleikur. Þrátt fyr- ir það þótti mörgum það óðs manns æði þegar framleiðand- inn, iD Software, lýsti því yfir að næsta gerð Quake yrði aðeins net- leikur. Skammt er síðan fyrstu kynningarútgáf- urnar af Quake III Arena, bárust á Netið og mikil og vax- andi spenna fylgdi í kjölfarið. Quake var byltingarkenndur leikur á sinni tíð og enn meiri bylting var í Quake II, ekki bara fyrir gegndarlaust ofbeldið og hrikalega spennu, heldur fyrir það hversu leikurinn var vel hannaður fyrir netleik, því ekk- ert jafnast á við það að etja kappi við aðra en ekki við tölvur. Uti um allan heim eru þúsundir manna að spila Quake II yfir Netið á hverri stundu og ótelj- andi borð eru til fyrir leikinn og viðbætur. Frá því sjónarhorni var ekki nema eðlilegt að iD- menn skyldu velta því fyrir sér að stíga skrefið til fulls; leggja höfuðáherslu á að hanna leik sem hentaði vel til spilamennsku yfir net með fáum einföldum en út- pældum borðum. Margir ráku upp ramakvein og bentu á að ekki hefðu allir aðgang að Net- inu. Þótt það hafi verið nærri sanni á þeim tíma má segja að í dag séu flestallir, sem á annað borð hafa á því áhuga, tengdir Netinu og geta því tekið þátt i hjaðningavigunum. í Quake II er þekkt fyrirbæri sem kallast „bot“, sem er stytting á róbóta, en það eru forritaðir keppinautar sem leikandi getur glímt við í æfingaskyni. Þeir eru misgóðir sem vonlegt er en slíkir róbótar verða til fyrir Quake III og því má segja að þeir sem ekki hafa komist í sam- band við Netið séu í góðum málum; til eru vélmenni sem sjá um að skjóta þá á færi ef svo ber undir. Fyrstu kynn- ingarútgáfur af Quake III, sem algjörar frumútgáf- ur og langt frá því að vera tilbún- ar, bárust á Netið fyrir þremur vik- um. Þar var á ferð Macintosh-út- gáfa og kætti Makkamenn veru- lega, enda hafa leikjaframleið- endur almennt gefið frat í Makka þar til fyrir skemmstu. John Car- mack, leiðtogi iD-manna, lýsti því á Makkastefnu fyrir nokkru að leikurinn myndi fyrst koma út fyrir Makka og stóð við það. Næsta útgáfa var svo fyrir Lin- ux, en á vefsetri iD kom fram að það væri ekki síst gert til að drukkna ekki í böggatilkynning- um fyrstu vikuna; fyrirtækið hafi einfaldlega valið stýrikerfisgerð- ir með takmarkaða útbreiðslu til að ná helstu böggunum úr áður en tilraunaútgáfa fyrir Windows yrði til. Sú er svo komin út og hefúr verið mikið sótt sem von- legt er þó ekki sé hún langt kom- in. Quake III tilraunaútgáfan er rúm 20 megabæti og dugir ekki til því velflestir þurfa að sækja sér nýjustu gerð OpenGL rekla fyrir skjákort sín. Samkvæmt upplýsingum frá ID (finger:johncEidsoftware.- Need for Speed endurbættur EINN vinsælasti akstursleikur allra tíma í PC-heimum er Need for Speed, sem komið hefur út í þremur útgáfum. Síðasta útgáfa leiksins þótti standast samjöfnuð við flesta akstursleiki í leikjatölvum og enn á að bæta við í næstu útgáfu af leikn- um sem væntanleg er með haustinu. Need for Speed III þótti með bestu leikjum síðasta árs og var einnig í hópi vinsælustu leikja árs- ins. Grafíkin þótti venju fremur glæsileg og til mikilla bóta að inni í leiknum voru eins konar aukaleikir, þ.e. leikandinn gat til að mynda brugðið sér í hlutverk bófa á flótta undan lögreglunni, eða orðið lög- legla að elta misindismann. Mörg- um þótti þó heldur spilla spenningn- um að sama var hversu menn höm- uðust á bílunum og klesstu hvað eft- ir annað á vegrið, bíla og hvaðeina, aldrei sá á bílunum. Skýringin á því er einfóld, bílaframleiðendur settu com) verður næsta útgáfa af Qu- ake III samtímis fyrir allar tölvu- gerðir. Næst er á dagskrá útgáfa með keppniskorti og ýmsum upp- færslum á forritinu sjálfu. Því næst er útgáfa með tveimur helstu kortunum og viðeigandi keppnisreglum og um leið fyrsta útgáfan sem notar sýndarvélina. Loka tilraunaútgáfan verður svo með leik fyrir stakan leikanda og róbótum. Eftir það fara síðan að koma kynningarútgáfur, en að að vanda segja iD-menn ekk- ert um hvenær það verður, halda sig við gömlu yfirlýsinguna um að leikurinn verði tilbúinn þegar hann verði tilbúinn. sem skilyrði fyrir því að nota mætti gerðir bíla þeirra í leiknum að ekki kæmi rispa eða beygla á bílana, sama hvað gengi á. Nú hafa þeir aftur á móti skipt um skoðun og í næstu gerð Need for Speed, sem kemur út síðsumars, er hægt að rústa bílunum ef sá gállinn er á öku- manninum eða hann einfaldlega ekki nógu góður. Ný gerð leiksins verður í raun endurbætt þriðja útgáfa hans og kallast Need for Speed: High Sta- kes. Ymsar endurbætur hafa verið gerðar á leiknum, grafíkin bætt til muna, nýjum bílum bætt við og fleiri álíka fléttum og eltingarleikn- um við lögregluna bætt við. Leik- endur eiga sjálfsagt eftir að taka helst eftir því að bílamir skemmast og mikið í lagt að skemmdimar séu sem raunverulegastar eftir því hvort það er bremsukerfið, stýris- búnaður eða vél sem láta á sjá. IBM vinnur með Nin- tendo MIKIÐ stríð er í uppsiglingu á leikjatölvumarkaði; skammt er í að Sega sendi Dreamcast á markað á Vesturlöndum og eftir rúmt ár kemur PlayStation II frá Sony. Minna hefur verið lát- ið með Nintendo, en þar á bæ hyggjast menn senda frá sér nýja vél innan tíðar sem skáka á báðum vélunum sem áður eru nefndar. Lítið hefur lekið út um nýju Nintendotölvuna annað en að hún verður 128 bita með DVD drifi og mótaldi. Nokkuð hefur verið á reiki hvenær fyrstu tölv- urnar líta dagsins ljós; áður var talið að það yrði ekki fyrr en ár- ið 2001, en nýjustu fréttir af ör- gjörvamálum tölvunnar nýju ýta undir það að hún verði mun fyrr á ferðinni. Nintendo hefur jafnan verið í nánu samstarfi við NEC, Silicon Graphics og MIPS og notað MIPS örgjörva í leikjatölvur sínar. Þótti því saga til næsta bæjar að fyrirtækið ákvað að semja við IBM um örgjörva í tölvuna nýju. I frétt frá fyrir- tækjunum kemur fram að IBM muni framleiða fyrir tölvuna sérstaka gerð af 128 bita PowerPC örgjörvanum sem framleiddur verður á 0,18 míkróna flögu. Að sögn fékk IBM samninginn ekki síst fyrir það að fyrirtækið starfrækir þegar tvær verksmiðjur sem framleiða 0,18 míkrona örgjörva og getur því framleitt nýja ör- gjörvann í miklu magni með litl- um fyrirvara. PowerPC örgjörvinn verður kerfisgjörvi leikjatölvunnar, en að auki verður sérstakur gjörvi fyrir grafíkina, en nýtt fyrirtæki á því sviði, ArtX, sér um þá hlið mála. Samningur Nintendo við ArtX kallaði reyndar á hörð við- brögð frá Silicon Graphics á sín- um tíma og gengu klögumálin á víxl. Allt virðist þó fallið í ljúfa löð og SGI mun væntanlega leggja eitthvað af mörkum til tölvunnar nýju. Eins og getið er ætluðu Nin- tendo-menn upphaflega að setja tölvuna nýju, sem menn kalla N2000 sín á milli á Netinu, á markað árið 2001, en nú bendir allt til þess að hún verði mark- aðssett austur í Japan í október á næsta ári. Ekkert hafa Nin- tendo-menn viljað láta hafa eftir sér um verð á tölvunni, en þó að þeim þyki fyrirhugað verð á Pla- yStation II, um 30.000 kr. í Bandaríkjunum, allt of hátt og því má ætla að N2000 verði ódýrari. IBM á eftir að hagnast vel á framleiðslu örgjörva í N2000 ef að líkum lætur og ef Nintendo tekst vel upp í markaðssetning- unni verður PowerPC-örgjör- valínan útbreiddasti RlSC-ör- gjörvi heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.