Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HLUTI Stúlknakórs Keflavíkur ásamt sendiherranum Jóni Baldvini Hannibalssyni. Stúlknaraddir í Keflavík STÚLKNAKÓR Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika í Frumuleikhúsinu við Vesturbraut í Keflavík í dag, laugardag, kl. 17. Þetta eru jafnframt vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavík. Kórinn er nýkominn heim úr tónleikaferð til Bandaríkjanna þar sem hann tók þátt í kóramót- inu American Sings í Washington D.C. 1. maí sl. ásamt 10.000 ung- mennum frá Ameríku. Kórinn er sá fyrsti frá Evrópu til að taka þátt í þessu móti, sem haldið var nú í 10. sinn. Einn kór var frá Ba- hama-eyjum. Stúlkurnar sungu dagskrá sína á útisviði, ásamt því að syngja með öllum hinum kórunum fimrn lög með „kóreógrafíu“. Kórinn söng einnig í skemmti- garðinum Kings Dominion, sem er í eigu Paramount-kvikmynda- samsteypunnar. Kórinn heimsótti alþjóðlegan skóla í borginni, Was- hington International School, og söng og kynnti tónlist og náttúru Islands. Þá voru sendiherrahjónin heimsótt og sungu stúlkurnar bæði utan- og innandyra í sendi- herrabústaðnum. Einnig söng kórinn í Sligo-grunnskólanum sem Aðventistar reka og fengu stúlkurnar m.a. heimboð til Kanada á næsta ári. Stjórnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir, tónlistarstjóri Selja- kirkju, og undirleikari er Karen Sturlaugsson, skólastjóri Tónlist- arskólans í Keflavík. Maraþontónleikar í Félagsheimili Kópavogs 250 NEMENDUR úr Kársnes- og Þinghólsskóla syngja á maraþontón- leikum í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 15. maí. Sungið verður frá kl. 9 að morgni til kl. 19 að kveldi. Fram koma fimm kórar, Litli kór Kársnesskóla, Stúlknakór og Drengjakór Kársnesskóla, Bamakór Kársness og Skólakór Kársness. Yngstu kórsöngvararnir eru 8 ára og þeir elstu 16. Á efnisskránni eru 120 lög frá fimm heimsálfum, íslenskar söngperlur, klassísk kórverk, þekktir karlakórs- söngvai- og vinsælar dægurflugur. Skólakór Kársness ríður á vaðið kl. 9 og gefst áheyrendum kostur á að ráða efnisskránni og geta þeir valið sér óskalög. Hljóðfæraleikarar úr röðum kórfélaga leika undir í nokkrum lögum. Stjómandi kóranna er Þórunn Bjömsdóttir en undirleikari er Mar- teinn H. Friðriksson. Sami aðgöngumiði gildir allan dag- inn. Síðasta útskrift MHÍ MYNDLIST MHÍ Laugarnesi MYNDVERK ÚTSKRIFTARNEMAR Opið frá kl. 14-18 til sunnudagkvölds 16 maí. Aðgangur ókeypis. Sýningar- skrá 600 krónur. ÞAÐ ERU mikil tímahvörf í sögu íslenzkrar myndmenntar er Mynd- lista- og handíðaskólinn, sem starfað hefur óslitið í 60 ár er lagður niður, en verður þess í stað deild í Listahá- skóla Islands. Allt er í þá veru ómót- að og í lausu lofti enn sem komið er, þrátt fyrir ótal fundahöld á síðustu árum, að ekki er með nokkru móti hægt að leggja hlutlægt mat á þær breytingar sem í vændum eru. Bíður betri tíma er línur skýrast, en þó er ýmislegt undarlegt við þessar breyt- ingar, því Ijóst má vera að húsnæðið á Laugarnesi hentar alls ekki fyrir sumar listgreinamar. Þannig væri vafalítið einfaldasta og ódýrasta lausnin til lengri tíma litið að byggja sérhönnuð hús yfir einstakar list- greinar og þá einkum myndlistina. Er hér svæði Strætisvagna við Kirkjusand kjörið, og gæti lífrænt hönnuð bygging/byggingar á auga- bragði breytt því fyrir sjónhimnurn- ar vélræna vandræðahverfi í stolt borgarinnar... En þetta á ekki að vera orðræða um þau viðkvæmu mál heldur skal strax vikið að árlegri út- skriftarsýningu MHI í sláturhús- byggingunni á Laugarnesinu, þó öðru fremur rétt vakin athygli á framkvæmd sem kemur aldrei fram- ar í þessari mynd. En þá er líka brennandi spurning, hví ekki var lit- ið til baka og saga skólans rifjuð upp í hnotskum, en fortíðin virðist víst ekki til í hugum sumra, einungis núið naflinn og ögurstundin. Mætti þó ætla að með allri þeirri hátækni sem við blasir hefði það verið metnaðar- fullt verkefni fyrir hugmyndaríka hönnuði. Minna má enn einu sinni á þau sannindi, að nútímalist ber hæst í vinnu þeirra sem em meðvitaðir um sitt nánasta umhverfi, núið og fortíðina en ekkert eitt af þessu þrennu. Þegar inn er komið blasir afrakst- ur fatahönnunar við, og er það hreint út sagt eitt athyglisverðasta framlagið, í öllu falli þokkafyllsta. Hér em faldir miklir möguleikar, því veigurinn felst ekki í sjálfri blessaðri ullinni, efniviðinum og UPPKAST að stól í formi handar; útskriftarverkefni Guðmundar Lúð- víks Grétarssonar, skúlptúrdeild. FATAHÖNNUN eftir Bergþóru Guðnadóttur, útskriftarverk- efni úr textíldeild. magninu, heldur hönnuninni og hug- arfluginu, að ógleymdri mai'kaðs- setningunni. Gott að fá svona notalegar mót- tökur, en sannast sagna sker sýn- ingin í heild sig lítið úr þeim fyrri á þessum stað, nema að hátæknin er til muna áþreifanlegri og hún er til muna snyrtilegri í uppsetningu, en þó stundum langt á milli mynda. En hér kom það neyðarlega fram í annami heimsókn, að hátæknin er til lítils ef tækin eru úr sambandi, eng- inn í nágrenninu, og engar leiðbein- ingar á tækjunum. Þá eru merking- ar ekki nógu góðar né upplýsingar um tilorðningu verka, til að mynda ekki í sérviskulegri sýningar- skránni, en hins vegar allar upplýs- ingar um höfunda ásamt hugleiðing- um um eigin verk, sem er besta mál. Skilvirkni er þó öllu æðra í slíkum gjörningi og öll ónákvæmni kemur gestinum í opna skjöldu og ruglar hann í ríminu. Þá saknar maður handgerðra hluta og býsna er þjóð- arsálin og landið langt í burtu í flestu sem fyrir augu ber. Hins veg- ar skortir ekki hæfileikana, ungir eru gegnheilir en ekki hálfir á landi hér og því margt er vel gert og ann- að í suðupotti heilbrigðrar gerjunar. Skrifari skoðaði sýningar útskriftar- nema í tveim listaskólum í Berlín í desember, Akademie der Kúnste og Hochschule der Kúnste og sér satt að segja ekki mikinn mun á þeim öll- um þrem, en tilraunirnar voru þó einhvern veginn í réttara umhverfi ytra og í meiri samhljómi við firr- ingu heimsborgarinnar. Við höfum af nógu að taka í okkar eigin um- hverfi og meira að segja svo miklu að við megum vera öfundsverðir, eins og fram kemur í verkum út- lendra núlistamanna sem heimsótt hafa landið undanfarna áratugi og þurfum því síður að leita langt yfir skammt. Sýningin ætti þó engan að svíkja sem sækir hana heim með opnum huga og þá er að drífa sig á staðinn áður en hurð fellur að stöfum fyrir fullt og allt. Bragi Ásgeirsson 1 ; ; k í Morgunblaðið/Golli DANTE við verk sín í Galleríi Geysi. Indjánalist í Galleríi Geysi í GALLERÍI Geysi, Hinu Húsinu v/Ingólfstorg, mun Dante opna mál- verkasýningu í dag, laugardag, kl. 16. Dante á uppruna sinn að rekja til Osage-ættbálksins í Oklahoma, Bandaríkjunum. Verk Dante endur- spegla ólíka menningarheima, hinn vestræna heim og heim frumbyggja N orður-Ameríku. Sýningin í Galleríi Geysi stendur til 30. maí og er opin mánud.- fimmtud. frá kl. 8-22. Föstudaga frá kl. 8-19 og um helgar frá kl. 13-18. Söngskemmtun í Egilsstaðakirkju SÖNGSKEMMTUN KÓRS fé- lagsstarfs aldraðra í Reykjavík (KFAR) og kóra aldraðra á Héraði verður í Egilsstaðakirkju sunnu- daginn 16. maí kl. 15. KFAR verð- ur á söngferðalag helgina 14.-16. maí og mun syngja fyrir Héraðs- búa og nágrenni ásamt kórum aldraðra á Héraði. KFAR skipa 48 konur og karlar og kemur fram sem blandaður kór, kvennakór (Hvannir) og karlakór (KKK). Stjórnandi kórsins er Sig- urbjörg Petra Hólmgrímsdóttir. Undirleikari er Arnhildur Val- garðsdóttir. Söngstjóri fyrir kór eldri borgara á Héraði er Kristján Gissurarson. -------------- Myndlistar- sýning í Kirkjuhvoli MYNDLISTARSÝNING á vegum Félagsstarfs aldraðra í Garðabæ, verður opnuð í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag, laug- ardag, kl. 13. Á sýningunni eru málverk, glerlist, leirlist og keram- ik. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 til og með fimmtudeginum 20. maí. Eyjólfur Eyjólfsson Burtfarar- próf Eyjólfs Eyjólfssonar EYJÓLFUR Eyjólfsson heldur flaututónleika í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum, í dag, laugardag kl. 17. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs í þver- flautuleik. Ingunn Hildur Hauks- dóttir leikur með Eyjólfi á píanó. Á efnisskránni eru Sónata í h- moll eftir J.S. Bach, Grande Sonate concertante eftir Friedrich Kuhlau, Sónatína eftir O. Taktakishvilli og ný samið einleiksverk eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur. Eyjóflur hefur stundað flautunám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefur aðalkennari hans verið Gunn- ar Gunnarsson ílautuleikari. Síðustu sýningar á Sex í sveit SÍÐUSTU sýningar á Sex í sveit í Borgarleikhúsinu verða í dag ,21. og 29. maí nk. I fréttatilkynningu segir að Sex í sveit sé dæmigerður flækjufarsi þar sem margfaldur misskilningur vindur upp á sig. Leikendur eru: Bjöm Ingi Hilmarsson, Edda Björgvinsdótt- ir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldóra Geir- harðsdóttir og Rósa Guðný Þórs- dóttir. ---------------- Tónleikar í Stykkis- hólmskirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 16. maí kl. 16. Þar verða flutt verk eftir Allessandro Scarlatti, Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Handel, Henry Purceil og Aldrovandini. Flytjendur á tónleikunum eru þau Kristín R. Sigurðardóttir, sópran, Jóhann Stefánsson, trompett og Brynhildur Ásgeirs- dóttir, píanó. JÖKULL, olía á striga, verk Önnu Jóa. Anna Jóa sýnir í Listvangi NÚ stendur yfir málverkasýning Önnu Jóa í galleríi Listvangi, Lauga- vegi 170, 3. hæð, en það er gallerí verðbréfafyrirtækisins Fjárvangs. Til sýnis eru 12 ný verk auk mynd- raðar sem hún sýndi nýlega í Slunkaríki á ísafirði. Anna Jóa hefur lokið sex ára list- námi í Reykjavík og París. Hún er nú á leið til St. Pétursborgar í Rúss- landi þar sem henni bauðst þátttaka í samsýningu í Ríkislistaakademí- unni sem opnuð verður 27. maí nk. Sýningin í húsakynnum Fjárvangs stendur fram á sumar og er opin á skrifstofutíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.