Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ræða Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, á kynningu á fyrirhugaðri Víkingasýningu í Smithsonian-safninu í Bandaríkjunum í apríl árið 2000 Víkingar í hlutverki Netsins fyrir þúsund árum Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, flntti 1 síðasta mánuði ræðu í Smithsonian- safninu í Washington á fundi þar sem um- fangsmikil Víkingasýning, sem opnuð verður í safninu á næsta ári, var kynnt. Fer ræða Hillary Clinton hér á eftir. Reuters HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, flytur ræðu sína um Víkingasýninguna í Smithsonian-safninu í Washington. G VIL þakka Connie Newm- an, ritara Smithsonian-stofn- unarinnar og [Robert] Fri framkvæmdastjóra og öllum þeim sem viðkoma stofnuninni fyrir linnu- laus störf við að „halda liðinni tíð í heiðri og setja okkur framtíðina fyr- ir sjónir". Einnig langar mig að þakka Nor- ræna ráðherraráðinu sem staðið hefur svo ötullega að undirbúningi þessarar sýningar. Sérstakar þakkir vil ég færa [Hans-Olov] Olsson [for- stjóri Volvo-verksmiðjunnar í Norð- ur-Ameríku] fyrir einstakt framtak hans fyrir hönd fyrirtækisins sem gert hefur sýningu þessa mögulega. Það gleður mig að sendiherrar Norðurlandanna skuli vera með okkur í dag, en þeir gegna gríðar- lega mikilvægu hlutverki við að kynna nútíma menningu Norður- landa hér í Bandaríkjunum. Sýningu sem þessa tel ég löngu tímabæra. Sú vitneskja sem sýning- argestir munu öðlast og sú eftir- vænting sem þeir koma til með að upplifa bæði hér og í öðrum borgum sem sýningin mun vera sett upp í, mun koma til með að auka skilning Snctíirnir arrsfegð hab i gcqn fólks á norrænni menningu og um leið, auðga aðra menningu. Því gleðst ég yfir því að sýning þessi skuli fyrirhuguð. Það gleður mig þó einkum hversu vel hún fellur að hátíðarhöldum Arþúsundanefnd- ar Hvíta hússins í tilefni þessa tíma- punkts í sögu okkar. Þegar forsetinn og ég settum þessa nefnd á laggirnar var það vegna þess að við vildum leggja okk- ar af mörkum við þessi sérstöku tímamót. Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að árþúsundamótin myndu ganga í garð óháð því hvort við hæfumst nokkuð að. Hins vegar töldum við tækifærið of gott til að láta það líða hjá, því við vissum að töluverð athygli mjmdi beinast að þessum sögulegu þáttaskilum. Ekki síst hvað vöruframleiðslu og mark- aðssetningu í tengslum við árþús- undamótin varðar. Einnig eru tímamótin í okkar huga tækifæri tO að meta hver við erum og hvaðan við komum og hvað það er sem við viljum og vonum að framtíðin beri í skauti sér. Við þessi einstöku sögulegu þátta- skil fáum við ekki aðeins tækifæri til STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kringlunni, sími 588 9212 Domus Medica, sími 551 8519 að fagna heldur einnig til að ræða um sögu og vísindi, menningu og listir, og þau gildi sem sameiginleg eru mannkyninu. Þetta á einkum við um Bandaríkin; þjóð sem á svo margvíslegri menningu fjölmargt að þakka og sem á degi hverjum fagnar þeim fjölbreytileika sem skipar þjóðinni einstakan sess. Yfírskrift hátíðarhalda okkar í til- efni árþúsundamótanna er að „halda liðna tíð í heiðri og setja okkur framtíðina fyrir sjónir." Það er einmitt þetta sem við höf- um haft að leiðarljósi er við höfum lagt áherslu á að við Bandaríkja- menn lítum til baka og metum í meira mæli hvað það er sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum í dag. Það er einmitt þetta sem Vík- ingasýningin mun koma til með að stuðla að. Vendipunkturinn í sýningunni er atburðir sem gerðust fyrir um eitt þúsund árum er tvær gjörólíkar þjóðir mættust á ströndum Norður- Ameríku. Eins og fram kom í ávarpi Fri mun sýningin ekki aðeins varpa ljósi á sögu norrænna landafunda sem verið hefur fólki um heim allan and- legur innblástur í fjöldamörg ár. Sýningin mun einnig gefa okkur inn- sýn í samskipti víkinganna og frum- byggja Ameríku sem byggðu þessar strandir. Einnig tel ég það mikilvægt hversu margir Bandaríkjamenn eru stoltir af norrænum uppruna sínum. Þeir munu vilja fræðast meir um eigin sögu og finnst þeir tilheyra þessum sameiginlega arfi sem fjöl- margir Norður-Evrópubúar hafa tekið þátt í að efla hér í Bandaríkj- unum. Ég met aðildarríki Norðurlanda- ráðs mikils fyrir viðleitni þeirra til að fræða heiminn um árþúsunda- sögu þeirra. Af eftirgrennslan minni að dæma er ljóst að þau verkefni sem Norðurlöndin hafa skipulagt í tengslum við sýninguna spanna allt frá því að koma á samfélagsverkefn- um til þess að kosta sýningar á bók- menntum og sagnfræðiritum. Jafn- framt hafa verið útnefndar menn- ingarborgir í tilefni árþúsundanna. Allt þetta hefur vissulega verið okk- ur hinum mikil hvatning. Er Árþúsundaráðið hóf störf og starfsmenn þess upplýstu forsetann „Það er skylda okkar að láta sög- una berast á milli kynslóða eins heiðarlega og okkur er unnt“ um hvað væri að gerast annars stað- ar í heiminum, færði Netið okkur fréttir af mörgum spennandi verk- efnum sem skipulögð höfðu verið á Norðurlöndunum. Við vildum vera þátttakendur í þessum verkefnum og með samstarfi Arþúsundaráðs Hvíta hússins, Norðurlandanna og Smithsonian-stofnunarinnar er sá vilji undirstrikaður með sameigin- legu átaki þessara aðila til að deila merkilegri sögu víkinganna. Saga víkinganna er ekki einungis viskubrunnur um fortíðina heldur geymir hún frekari lærdóm sem auðgað getur huga okkar um ókomna tíð. Er við minnust hug- rekkis landnemanna er rétt að heiðra anda landkönnunar, sem gef- ið hefur framþróun á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum byr undir báða vængi. Sé sagan skoðuð langt aftur í tím- ann koma fleiri sameiginlegar hefðir í Ijós sem við munum vilja hafa sem veganesti á komandi öldum. Það sem hefur til að mynda vakið athygli mína er að konur nutu tölu- verðs frelsis til að stunda viðskipti og vera virkir þátttakendur í stjóm- málum í samfélagi víkinga. Einnig er okkur kunnugt um hvemig vík- ingarnir viðhéldu frásögnum af lífi sínu og afrekum með því að taka upp frumlegt og fallegt frásagnar- form með nýrri tegund bókmennta, sem urðu til á þessum tíma. Af sögu víkinganna höfum við einnig lært um mikilvægi þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfið. Af því er ég kemst næst er engum kunnugt um hvað það var nákvæmlega sem olli því að hópur norrænna land- nema dó út á Grænlandi. Þó vitum við að orsakir þess megi að ein- hverju leyti rekja til umhverfisþátta. Sú vitneskja ætti að vera skýr áminning um það hvemig hvert og eitt okkar verður að leggja sig fram við að viðhalda og varðveita við- kvæmar náttúruauðlindir okkar á komandi öldum. Það er mikilvægt að við íhugum vandlega skyldu okkar við fortíðina á þessum merku tímamótum, ef við ætlum virkilega að hafa sögu okkar í heiðri á komandi öldum. I því felst að viðhalda gömlum sögnum og minjum eins og gert er með þessari sýningu. Ef við varðveitum ekki sögulega vitneskju okkar, ef við höldum ekki áfram að reyna að fræðast enn frek- ar um fortíðina, munu ómetanleg verðmæti og heilmikill fróðleikur renna úr greipum okkar sem ef til vill hefði getað gefið okkur upplýs- ingar um það hver við erum og hvaðan við komum. Víkingasýningin mun minna okk- . ur á að sums staðar á ströndum Am- eríku má líta fornleifar frá könnun- arleiðöngrum víkinganna og hýbýl- um þeirra. Ég vil því þakka og lofa alla þá sem koma að undirbúningi þessarar sýningar, sagnfræðingum og forn- leifafræðingum, umhverfisfræðing- um og velunnurum sýningarinnar, vegna þess að starf þeirra á eftir að leiða í ljós meira magn upplýsinga en það sem almennt þekkist í Bandaríkjunum í dag. Um það hverjir víkingamir voru, hvað þeir gerðu og hver arfleifð þeirra er. í Hvíta húsinu hafa verið haldin svokölluð árþúsundakvöld, þar sem við lítum til baka og fram á veginn. I undirbúningi okkar fyrir árþúsunda- hátíðarhöldin höfum við reynt að fræðast meira um það hvað átti sér stað í heiminum fyrir eitt þúsund ár- um. Hver sá sem gerir sér upp staðlaða mynd af víkingum, sem lík- lega eiga rætur í gömlum kvikmynd- um, myndi vera furðu lostinn eins og reyndar mörg okkar voru, er hann vissi hversu merkileg arfleifð þess- ara sæfara er og hversu víða þeir ferðuðust. Víkingarnir ferðuðust alla leið til Afganistan þaðan sem þeir tóku með sér ýmis verðmæti, eins og asúr- steina og önnur jarðefni til við- skipta. Floti þeirra nam lönd við það sem nú heitir Istanbul en þar dvöldu víkingarnir við bág kjör. Þeir ferð- uðust vítt og breitt og höfðu áhrif á önnur samfélög með hugmyndum sínum og reynslu. En vegna þess hversu ötulir land- könnuðir þeir voru urðu þeir meðal fyrstu manna til að bera með sér vit- neskju, reynslu og frásagnir af öðr- um samfélögum milli landa. Ut frá þessu mætti ímynda sér að víking- arnir hafi gegnt svipuðu hlutverki árið 1000 og Netið gerir í dag. Þeir fræddu fólk um önnur samfélög og þjóðir á þeim tíma sem fólk gat ekki einu sinni gert sér í hugarlund hvað það var sem beið þess handan við sjóndeildarhringinn og himinháa fjallgarða. Börn okkar og barnaböm munu einungis fá að vita um hugrekki og hugvitsemi þessara landkönnuða sem komu upp að ströndum okkar og margra annarra fyrir eitt þúsund árum, ef við sjálf erum reiðubúin til að kenna þeim. Þannig munu þau fræðast um hvað gerðist fyrir löngu síðan í órafjarlægð. Þau munu læra ævintýri og þekkja víkingarsögurn- ar, en kannski, bara kannski, munu þessar sögur verða einhverjum ung- um einstaklingi hvatning til frekari rannsókna. Því er öllu er á botninn hvolft, er það boðskapurinn um afl mannshug- ans og löngun mannskyns til að leita nýrra landa og nema nýjan fróðleik, sem sögur víkinganna munu bera okkar um ókomnar aldir. Sagan er ekki í eigu eins, heldur okkar allra og það er skylda okkar að láta hana þerast á milli kynslóða eins heiðarlega og okkur er unnt. Ég bíð sýningarinnar sem opnar í apríl á næsta ári full eftirvænting- ar. Ég bíð þess einnig með eftir- væntingu að heyra um viðbrögð fólks sem streyma mun inn á Smithsonian-safnið til að virða fyrir sér sýningar af minjum víkinganna. Við þessa upplifun mun þetta fólk finna fyrir nánari tengslum bæði við vini okkar á Norðurlönd- um og það sem var. Og ef til vill, mun hugur þeirra reika um ókunn höf sem það langar að kanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.