Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Saklaust fórnarlamb NATO Teikn eru á loffci um að samningar séu innan seilingar í Kosovo-deilunni. Ekki seinna vænna fyrir Búlgaríu, að mati búlgarska hagfræðingsins Todor Gradev, sem segir búlgarskan efnahag í hættu og að stjórn landsins riði til falls. Project Syndicate. NY VIÐMIÐ eru nú notuð í Búlgar- íu þegar tími er annars vegar. Ann- ars vegar er miðað við ástandið fyr- ir Kosovo-stríðið og hins vegar eftir að það hófst. Áður en stríð hófst í Júgóslavíu gátu Kostov forsætis- ráðherra og ríkisstjóm hans hreykt sér af því að hafa hreinsað til eftir óstjórn fyrrverandi ríkisstjómar sósíalista í landinu. Nú er hins veg- ar svo komið að - rétt eins og brým- ar yfir Dóná hafa verið sprengdar í loft upp - áætlaður afgangur af tekj- um ríkissjóðs hefur farið veg allrar veraldar vegna hmns í ferðamanna- iðnaðinum. Aukinheldur er stöðugleiki í gjaldeyrismálum, sem komst á þeg- ar stofnað var til myntráðs, í voða þar sem verulega hefur saxast á gjaldeyrisforða landsins. Þar sem allar brýr yfir Dóná hafa verið eyðilagðar geta Búlgarar nú aðeins tryggt aðfóng sín til og frá Evrópu í gegnum Bosporus-sund. Þar sem áður var hægt að treysta á sextán hundmð kílómetra langa vega-, járnbrauta- og ártengingu gegnum Júgóslavíu og áfram til Þýskalands, sem Búlgaría á mest sín viðskipti við, þarf nú að notast við afar seinfarna sjóleið frá Svarta- hafinu gegnum Marmarahaf, Eyja- haf, Miðjarðarhaf, Atlantshafið, þaðan til Norðursjávar og Eystra- salts. Þarf engan að undra að út- flutningur til Evrópulandanna hefur hrunið. Rússar seilast til áhrifa Ónýtar brýr yfir Dóná valda búl- görskum efnahag hins vegar ekki mestum skaða. Það er nefnilega ein brú uppistandandi yfir ósa Dónár, við búlgörsku hafnarborgina Rous- se, sem eitt sinn var mannmörg og lifandi miðstöð flutninga, en rólegra hefur þar verið um að litast undan- farin ár. Hér er um að ræða brúna á þjóðveginum til Moskvu, og hér hafa umsvif tekið að aukast dag frá degi. Þennan þjóðveg hafa Búlgarar reynt að forðast í um áratug, bæði í viðskiptalegu tilliti, sem og í málum sem tengjast utannTdsstefnunni. Þeir hafa ítrekað horft í vestur en Evrópa hefur hins vegar aftur og aftur lokað dyram sínum í andlit þeirra, í þetta sinn með skell. Því er það svo að Rússland hefur öðlast ákveðið aðdráttarafl, ekki síst þar sem enn á ný virðist mikill efna- hagsvandi vera yfirvofandi, án þess að Búlgarar hafi nokkuð til hans unnið, sem veldur því að nokkur bit- urleiki hefur tekið að grafa um sig í brjósti þeirra. I nýlegri skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF) og Alþjóða- bankans er því spáð að í öllum lönd- unum, sem landamæri eiga að Jú- góslavíu, nema Ungverjalandi og e.t.v. Rúmeníu, muni stríðið verða til þess að verg þjóðframleiðsla hrapi um 5%. Búlgarar óttast hins vegar að bakslagið verði enn verra. Burtséð frá þeim skaða sem efna- hagur Búlgaríu verður fyrir veldur Kosovo-deilan miklu uppnámi í búl- görskum stjórnmálum. íbúar Búlgaríu, sem em eina þjóðin í A- Evrópu sem tókst að binda enda á valdatíma kommúnista án blóðsút- hellinga, em ergilegir yfir því að eiga allt í einu á hættu á að dragast inn í annarra manna stríð. Slíkar áhyggjur em skiljanlegar í Ijósi þess að herþotur NATO fljúga dag- lega yfir höfðum íbúa Búlgaríu, eft- ir að hafa lokið árásarferðum sín- um, og jafnvel kemur fyrir að ein og ein afvegaleidd sprengja lendir í út- hverfum Sófíu. Engin meiðsl hafa enn orðið á fólki en fregnir hafa borist um það frá Serbíu að Serbar neyði fólk af búlgörsku bergi brotið til að flytjast nær átakalínunni, lík- lega til þess að grafa skurði eða svo því megi beita sem mannlegum varnarskjöldum gegn sprengjum NATO. Almenningur kennir stjóm- völdum um að þessu fólki bíði slík örlög. Reuters UNGUR Búlgari veifar búlgarska fánanum og hrópar vígorð gegn Atlantshafsbandalaginu (NATO) í höfuð- borginni Sofíu. Þúsundir Búlgara héldu í mótmælagöngu er fyrir lá að rikisstjórnin hefði veitt ormstuþotum NATO leyfi til að fljúga innan lofthelgi Rúmeníu. Ottast að stríðið breiðist út Búlgarar hafa hins vegar mestar áhyggjur af því að Kosovo-sagan muni endurtaka sig í Makedóníu, önnur holskefla flóttafólks byrji að streyma inn í Búlgaríu sem þar með myndi valda því að stríðið og hörm- ungar þess færðust yfir á búlgarskt landsvæði. Hvað svo sem líður gífuryrðum fyrrverandi kommúnista í stjómar- andstöðunni tókst stjómvöldum í Makedóníu og Búlgaríu nýlega að leysa fjölda langvinnra ágreinings- efna. Svo snilldarlega tókst til, við lausn deilumála ríkjanna, að Banda- ríkin, Bretland, Þýskaland, Evrópu- sambandið og jafnvel Grikkland sáu ástæðu til að lýsa ánægju sinni, og hafa Grikkir þó jafnan verið tregir til að hrósa búlgörskum nágrönnum sínum. Stríðið í Júgóslavíu hefur hins vegar hleypt svo miklum eldmóði í félagsskap fyrrverandi kommúnista í Búlgaríu að þeir fordæmdu samn- ingana við Makedóníu sem svik, og þeir hafa jafnframt sagt stjóminni til syndanna fyrir að stuðla að því að Búlgaría drægist inn í stríðið, með þeirri ákvörðun sinni að leyfa NATO að fljúga um lofthelgi Búlgaríu. Sá ótti sem menn bera í brjósti, um að stríðið breiðist út, virðist fyllilega raunhæfur í hugum fólks í Búlgaríu. Allir búlgarskir karlmenn hafa gegnt herskyldu, og margir þeirra muna þá tíð þegar hægt var að koma skriðdrekasveitum Rússa flugleiðis til Búlgaríu á einungis ör- fáum klukkustundum. Þeir vita að NATO hefði getað lokið því erindi, sem bandalagið telur sig eiga við Milosevic, á örfáum dögum, hefði NATO einfaldlega kært sig um. Af því að Bandaríkjin og Evrópuríkin vilja ekki stofna lífum hermanna sinna í hættu er lífi íbúa landa eins og Búlgaríu stefnt í voða í staðinn. Það er ekki hægt að ganga að stöðugleika á Balkanskaganum vís- um. Flóttafólk getur ekki eytt næsta vetri í tjöldum rétt innan landamæra Makedóníu. Fremur en deyja úr hungri eða frjósa í hel mun fólkið færa sig um set og hvert svo sem það mun taka stefnuna þá mun pólitísk óreiða fylgja í kjölfarið í við- komandi landi. Því blasir við að þetta stríð getur breiðst út með ýmsum öðram hætti en þeim að Ma- kedónía og Búlgaría drægjust með beinum hætti inn í stríðið. Stríð gæti skollið á einfaldlega með al- mennri stjórnarkreppu enda löngu vitað að stjómmálamenn, jafnvel þeir sem ekkert vilja frekar en að láta gott af sér leiða, hafa ávallt átt erfitt með að bregðast við þeirri holskeflu óánægju sem óhjákvæmi- lega fylgir mannlegri eymd. Evrópa opni dyrnar og hleypi Búlgörum inn Og hver eru svo viðbrögð Evr- ópusambandsins við vandamálum Búlgaríu? Jú, lögspekilegir erind- rekar þess rannsaka nú málsókn á hendur Kremikovtsi-stálverksmiðj- unnar í nágrenni Sófíu vegna ásak- ana um að verksmiðjan hafi sleppt ólöglegum spilliefnum út í náttúr- una. Búlgarska ríkisstjómin á erfitt með að selja verksmiðjuna, sem rekin hefur verið með tapi, jafnvel þótt verðið sé málamyndaverð, einn búlgarskur Lev. En jafnvel slíkt gjafverð mun reynast of hátt komi ESB í veg fyrir innflutning stáls frá verksmiðjunni til aðildarlanda ESB. Loforð, sem Búlgaríustjóm gaf IMF „fyrir Kosovo“, um að selja eða loka sex hundrað ríkisfyrirtækjum til viðbót- ar áður en júlímánuður er allur fel- ur í sér að fleiri verksmiðjum verð- ur lokað á dag en NATO hefur tek- ist að loka með umfangsmiklum sprengjuherferðum sínum í Serbíu til þessa. Þessar lokanir gætu, auk alls annars, valdið pólitískum óróa í Búlgaríu. I stað þess að Evrópa opni dyr sínar á slíkri ögurstundu þurfa fmmkvöðlar í búlgörsku viðskipta- lífi nú að bíða í biðröðum svo dögum skiptir fyrir framan sendiráð ESB- ríkjanna og grátbiðja um vegabréfs- áritanir. Á sama tíma standa rússneskir stjórnarerindrekar fyrir þeim orðrómi að stjórnin í Sófíu sé treg til að samþykkja fyrírliggjandi til- boð um frjálsa markaðssamninga milli Búlgaríu og Rússlands, nokk- uð sem fyrrverandi stjóm sósíalista hafði farið fram á en sem Rússar bjóða nú Búlgöram af einstakri tækifærismennsku. Undir lok útsendingar útvarps- stöðvarinnar Radio Sofía nýlega var upplýst að þau 190 loftvarnarbyrgi, sem byggð vora á tímum Stalíns í miðborg Sófíu, eru enn í góðu standi og gætu hýst almenning landsins. Fæstir Búlgarar kæra sig um að dúsa í loftvarnarbirgjum eða þurfa að skríða aftur í öruggt skjól undir pilsfaldi rússneska bjarnarins. Búlgaría þarfnast beins og breiðs vegar inn í Evrópu. Slíkar sárabæt- ur eru ekki nema eðlilegar vegna þeirrar ógnar sem nú steðjar að stöðugleika og tilveru landsins, vegna stríðsreksturs NATO í Jú- góslavíu. Höfundur er einn af stjórimrmnnn- um Club 2000, samtökum búlgar- skra hagfræðinga og menntamanna, sem aðsetur hafa í Sófiu. Róttækir andstæðingar loftárása NATO kveðnir f kútinn á átakaflokksþingi Reuters POKI fylltur málningu var sprengdur á höfði Joschka Fischers utanríkisráðherra á flokksþinginu á fimmtudag. Bonn. Reutcrs. Græningjar sýndu nýja hlið ÞYZKIR Græningjar, sem standa ásamt jafnað- armönnum að þýzku ríkisstjóminni, stóð í gær að flestra mati uppi sem þroskaðri og sterkari stjómmálaflokkur, eftir hávaðasamt átakaflokks- þing í Bielefeld á fimmtudag þar sem róttækir andstæðingar hernaðaraðgerða Atlantshafs- bandalagsins í Júgóslavíu vora kveðnir í kútinn og hugsanlegri upplausn ríkisstjórnarsamstarfs- ins þar með afstýrt. Þýzkir stjórnmálaleiðtogar, leiðarahöfundar dagblaða og fréttaskýrendur vora á einu máli um að Græningjaflokkurinn hefði sýnt þroska með því að kveða niður háværar kröfur róttækra frið- arsinna á vinstrivæng hans um að loftárásum NATO á Júgóslavíu skyldi tafarlaust hætt. Hefði flokksþingið samþykkt slíka tillögu hefði að öll- um líkindum verið úti um stjómarsamstarf Græningja og SPD, þýzka jafnaðarmannafiokks- ins. „Græningjar hafa horfzt í augu við raunvera- leikann, við stríðið og stjómina sem þeir era þátttakendur í,“ hefur Reuters eftir Joachim Raschke, stjórnmálafræðingi í Hamborg. „Þeir hafa sýnt að þeir era færir um að taka nauðsyn- legar ákvarðanir. Þeir drápu málinu ekki á dreif.“ Engu að síður er klofningur innan raða þeirra áberandi, enda rekur flokkurinn rætur sínar til friðarhreyfingarinnar, sem var mjög sterk í landinu á dögum kalda stríðsins. Vegið að Fischer Joschka Fischer, utanríkisráðherra og einn helzti leiðtogi Græningja, varði með oddi og egg stefnu stjómarinnar í ávarpi sínu á flokksþing- inu, sem hann fékk reyndar ekki frið til að flytja fyrir hrópum og blístri hins háværa minnihluta róttæklinga. Hann þurfti reyndar að gera hlé á ávarpinu og leita sér læknishjálpar á næsta sjúkrahúsi eftir að hinir róttæku friðarsinnar sýndu „andúð“ sína á ofbeldi í verki með því að grýta plastpoka fylltum málningu og smjörsýra í höfuðið á Fischer, sem varð til þess að önnur hljóðhimnan sprakk. En þótt tillaga um tafarlausa stöðvun loft- árásanna hefði verið felld, samþykkti þingið til- lögu - sem þó er ekki bindandi - þar sem NATO er hvatt til að lýsa yfir tímabundnu vopnahléi til þess að búa til svigrúm til samninga um lausn Kosovo-deilunnar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar upplýsti í gær að Gerhard Schröder kanzlari væri ánægður með niðurstöðu flokksþingsins „vegna þess að hún styrkir stöðu utanríkisráðherrans". Sagði tals- maðurinn ríkisstjórnina telja niðurstöðuna styrkja viðleitni stjórnarinnar til að ná fram póli- tískri lausn á Kosovo-deilunni eins fljótt og auðið væri. Vamarmálaráðherrann Rudolf Scharping sagðist í gær ekki munu bera tillöguna um tíma- bundið hlé á loftárásunum áfram til forystu NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.