Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Verslunin Veiðimaður- inn ekki starfandi“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjóm verslunarinnar Veiðimannsins: „I morgunblaðinu þann 13.5.1999 birtist frétt, sem er efnislega röng. Par segir að Verslunin Veiðimaður- inn sé í eigu Bráðar ehf. Verslunin Veiðimaðurinn er í eigu Veiði- mannsins ehf. Bráð ehf. tók versl- unina á kaupleigu með 10 ára samn- ingi. Samningnum hefur verið sagt upp því Bráð hefur misnotað nafn Veiðimannsins, ekki greitt fyrir kaupleiguna og á öðram vanskilum. Bráð á ekki og mun ekki eignast Verslunina Veiðimanninn. Verslun- in Veiðimaðurinn er ekki starfandi nú sem stendur. Veiðimaðurinn vísar öllum við- skiptavinum sínum á stór-Reykja- víkursvæðinu, sem þurfa á viðhalds- þjónustu með veiðistangir og veiði- hjól að halda, að snúa sér til Útilífs, Vesturrastar eða Intersport. Nán- ari upplýsingar fyrir alla viðskipta- vini Veiðimannsins fást í grænni línu 800 5566. Vörur sem Veiðimað- urinn hefur umboð fyrir s.s. ABU- Carcia, Berkley, Fenwick, House of Hardy. Snowbee, Airflo o.fl. fást hjá áðurnefndum verslunum og í Sport- kringlunni, ' Veiðivon, Veiðilist, Veiðibúð Lalla, Músík og sport, Húsasmiðjunni og hjá fleirum. Fjallasyrpa Utivistar UNDANFARIN ár hefur Útivist haft fjallasyrpur á ferðaáætlun. Nú býður Útivist upp á tvenns konar göngu í tengslum við fjallasyrpu. Bæði er gengið á valin fjöll og boðið upp á láglendisgöngur. Fjallasyrpan er á dagskrá hálfs- mánaðarlega ýmis á sunnudegi eða laugardegi og verður gengið á átta fjöll. Fyrsta fjallið, 16. maí, átti að vera Þríhyrningur í Rangárvalla- sýslu, en vegna aurbleytu í vegum þarf að breyta til og gengið verður á Skálafell sunnan Hellisheiðar í staðinn. Annað fjallið sem gengið verður á er Botnsúlur, síðar í sumar verð- ur gengið á Heklu, Ok og Bláfell á Kili. Einnig á fáfarnari fjöll, Haf- ursfell á Mýrum, Skriðuna í Ames- sýslu og Skessuhorn í Skarðsheið- inni. I allar ferðir verður farið með rútu frá BSÍ. Brottför er á mis- munandi tímum. Yfirleitt er farið kl. 10.30 að morgni en í lengri ferðir er lagt af stað kl. 9 að morgni. Ekki þarf að tilkynna fyrirfram um þátt- töku, heldur einungis að mæta við BSI í góðum skóm og með nesti til dagsins. Veitt verða þátttökuverð- laun þeim sem fer í allar fjallgöng- urnar. Opinber fyrirlestur DR. Jussi Hanhimáki, lektor við London School of Economics, flytur fyrirlestur mánudaginn 17. maí kl. 17.15 á vegum sagnfræðiskorar Há- skóla Islands. Fyrirlesturinn fjallar um viðbrögð Vestur-Evrópubúa við uppgangi McCarthyismans í Banda- ríkjunum á fyrri hluta 6. áratugarins og áhrif hans á samskipti Bandaríkj- anna og Vestur-Evrópu. Fyrirlest- urinn nefnist: „The Best Friend of Communism“: Western European Reactions to McCarthyism. Jussi Hanhimáki lauk doktors- prófi við Boston University árið 1993 og hefur kennt við -London School of Economics frá árinu 1995. Hann er höfundur tveggja bóka um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Norðurlöndum, auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina um bandaríska utanríkisstefnu, hlut- leysisstefnuna og slökunarstefnuna á kaldastríðstímanum. Hann er nú að vinna að bók um áhrif McCarthy- ismans í Vestur-Evrópu og þau menningarátök, sem fylgdu kalda stríðinu á 5. og 6. áratugnum. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, verður í Arnagarði, stofu 301, og hefst kl. 17:15. Fyririestur- inn er öllum opinn. Fjölskyldu- garðurinn opnaður í dag FJÖLSKYLDUGARÐURINN verð- ur opnaður í dag, laugardaginn 15. maí, eftir vetrarfrí. Ýmsar breytingar hafa verið gerð- ar á garðinum t.d. er komin ný tor- færubraut ásamt því að fjölbreytni fyrir yngstu kynslóðina hefur aukist til muna, segir í fréttatilkynningu. Einnig breytist opnunartími Fjöl- skyldu- og Húsdýragarðsins og sum- ardagskrá tekur gildi. Nú verður garðurinn opinn alla daga frá kl. 10-18. Fagranes í stað Herjólfs KOMIÐ hefur í ljós að skemmdir á „ugga“ Herjólfs eru enn meiri en áætlað var þannig að viðgerðin mun taka lengri tíma. Nú er áætlað að viðgerðin í slipp taki um 7 sólar- hringa og heimkoma skipsins frest- ast því a.m.k. fram yfir hvítasunnu ef allt stenst. Búið er að leigja m/s Fagranes til að halda uppi áætlun milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar í næstu viku þannig að fyrsta ferð skipsins verður frá Þorlákshöfn mánudaginn 17. maí ki. 13. Síðan er áætlað að skipið gangi eina ferð á dag frá og með þriðjudeginum 18. maí til og með föstudagsins 21. maí. Farið verður frá Vestmannaeyj- um kl. 8.15 og Þorlákshöfn kl. 13. I3ICMIEGA E-vítamín UíCMEGA VfTAMÍN Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. O Omega Farma Frábær sérútbúin fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður. Gott rými, yfirburða tjalddúkur og sterkt þak og gólf eru atriði sem þú vilt vita af í góðu horfi þegar ferðast er um ísland. Þægindi og öryggi eru staðalbúnaður Starcraft Arctidine. OG /KLLT HITT Fí/Vttfio , Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést að betri kostur er varla á boðstólum Gasvörur, ferða- klósett og margt fleira bráðnauð- synlegt! Á góðu verði fyrir flestar gerðir pallbíla. Frá Isabella og Trio. Heimsþekkt vörumerki. Gæði sem ná í gegn. G 0 HELG/fy Verð frá aðeins kr. 19.900,- CÍSLI Opið lau. 10-16 og sun. 13-16. JÓNSSON ehf Bfidshöfða 14, 112 Reykjavik, sfmi 587 6644. Umboðsmenn á Suðurnesjum, Toyota-salurinn f Njarðvík, sími 421 4888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.