Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 68

Morgunblaðið - 15.05.1999, Side 68
68 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Verslunin Veiðimaður- inn ekki starfandi“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjóm verslunarinnar Veiðimannsins: „I morgunblaðinu þann 13.5.1999 birtist frétt, sem er efnislega röng. Par segir að Verslunin Veiðimaður- inn sé í eigu Bráðar ehf. Verslunin Veiðimaðurinn er í eigu Veiði- mannsins ehf. Bráð ehf. tók versl- unina á kaupleigu með 10 ára samn- ingi. Samningnum hefur verið sagt upp því Bráð hefur misnotað nafn Veiðimannsins, ekki greitt fyrir kaupleiguna og á öðram vanskilum. Bráð á ekki og mun ekki eignast Verslunina Veiðimanninn. Verslun- in Veiðimaðurinn er ekki starfandi nú sem stendur. Veiðimaðurinn vísar öllum við- skiptavinum sínum á stór-Reykja- víkursvæðinu, sem þurfa á viðhalds- þjónustu með veiðistangir og veiði- hjól að halda, að snúa sér til Útilífs, Vesturrastar eða Intersport. Nán- ari upplýsingar fyrir alla viðskipta- vini Veiðimannsins fást í grænni línu 800 5566. Vörur sem Veiðimað- urinn hefur umboð fyrir s.s. ABU- Carcia, Berkley, Fenwick, House of Hardy. Snowbee, Airflo o.fl. fást hjá áðurnefndum verslunum og í Sport- kringlunni, ' Veiðivon, Veiðilist, Veiðibúð Lalla, Músík og sport, Húsasmiðjunni og hjá fleirum. Fjallasyrpa Utivistar UNDANFARIN ár hefur Útivist haft fjallasyrpur á ferðaáætlun. Nú býður Útivist upp á tvenns konar göngu í tengslum við fjallasyrpu. Bæði er gengið á valin fjöll og boðið upp á láglendisgöngur. Fjallasyrpan er á dagskrá hálfs- mánaðarlega ýmis á sunnudegi eða laugardegi og verður gengið á átta fjöll. Fyrsta fjallið, 16. maí, átti að vera Þríhyrningur í Rangárvalla- sýslu, en vegna aurbleytu í vegum þarf að breyta til og gengið verður á Skálafell sunnan Hellisheiðar í staðinn. Annað fjallið sem gengið verður á er Botnsúlur, síðar í sumar verð- ur gengið á Heklu, Ok og Bláfell á Kili. Einnig á fáfarnari fjöll, Haf- ursfell á Mýrum, Skriðuna í Ames- sýslu og Skessuhorn í Skarðsheið- inni. I allar ferðir verður farið með rútu frá BSÍ. Brottför er á mis- munandi tímum. Yfirleitt er farið kl. 10.30 að morgni en í lengri ferðir er lagt af stað kl. 9 að morgni. Ekki þarf að tilkynna fyrirfram um þátt- töku, heldur einungis að mæta við BSI í góðum skóm og með nesti til dagsins. Veitt verða þátttökuverð- laun þeim sem fer í allar fjallgöng- urnar. Opinber fyrirlestur DR. Jussi Hanhimáki, lektor við London School of Economics, flytur fyrirlestur mánudaginn 17. maí kl. 17.15 á vegum sagnfræðiskorar Há- skóla Islands. Fyrirlesturinn fjallar um viðbrögð Vestur-Evrópubúa við uppgangi McCarthyismans í Banda- ríkjunum á fyrri hluta 6. áratugarins og áhrif hans á samskipti Bandaríkj- anna og Vestur-Evrópu. Fyrirlest- urinn nefnist: „The Best Friend of Communism“: Western European Reactions to McCarthyism. Jussi Hanhimáki lauk doktors- prófi við Boston University árið 1993 og hefur kennt við -London School of Economics frá árinu 1995. Hann er höfundur tveggja bóka um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Norðurlöndum, auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina um bandaríska utanríkisstefnu, hlut- leysisstefnuna og slökunarstefnuna á kaldastríðstímanum. Hann er nú að vinna að bók um áhrif McCarthy- ismans í Vestur-Evrópu og þau menningarátök, sem fylgdu kalda stríðinu á 5. og 6. áratugnum. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, verður í Arnagarði, stofu 301, og hefst kl. 17:15. Fyririestur- inn er öllum opinn. Fjölskyldu- garðurinn opnaður í dag FJÖLSKYLDUGARÐURINN verð- ur opnaður í dag, laugardaginn 15. maí, eftir vetrarfrí. Ýmsar breytingar hafa verið gerð- ar á garðinum t.d. er komin ný tor- færubraut ásamt því að fjölbreytni fyrir yngstu kynslóðina hefur aukist til muna, segir í fréttatilkynningu. Einnig breytist opnunartími Fjöl- skyldu- og Húsdýragarðsins og sum- ardagskrá tekur gildi. Nú verður garðurinn opinn alla daga frá kl. 10-18. Fagranes í stað Herjólfs KOMIÐ hefur í ljós að skemmdir á „ugga“ Herjólfs eru enn meiri en áætlað var þannig að viðgerðin mun taka lengri tíma. Nú er áætlað að viðgerðin í slipp taki um 7 sólar- hringa og heimkoma skipsins frest- ast því a.m.k. fram yfir hvítasunnu ef allt stenst. Búið er að leigja m/s Fagranes til að halda uppi áætlun milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar í næstu viku þannig að fyrsta ferð skipsins verður frá Þorlákshöfn mánudaginn 17. maí ki. 13. Síðan er áætlað að skipið gangi eina ferð á dag frá og með þriðjudeginum 18. maí til og með föstudagsins 21. maí. Farið verður frá Vestmannaeyj- um kl. 8.15 og Þorlákshöfn kl. 13. I3ICMIEGA E-vítamín UíCMEGA VfTAMÍN Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. O Omega Farma Frábær sérútbúin fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður. Gott rými, yfirburða tjalddúkur og sterkt þak og gólf eru atriði sem þú vilt vita af í góðu horfi þegar ferðast er um ísland. Þægindi og öryggi eru staðalbúnaður Starcraft Arctidine. OG /KLLT HITT Fí/Vttfio , Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést að betri kostur er varla á boðstólum Gasvörur, ferða- klósett og margt fleira bráðnauð- synlegt! Á góðu verði fyrir flestar gerðir pallbíla. Frá Isabella og Trio. Heimsþekkt vörumerki. Gæði sem ná í gegn. G 0 HELG/fy Verð frá aðeins kr. 19.900,- CÍSLI Opið lau. 10-16 og sun. 13-16. JÓNSSON ehf Bfidshöfða 14, 112 Reykjavik, sfmi 587 6644. Umboðsmenn á Suðurnesjum, Toyota-salurinn f Njarðvík, sími 421 4888

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.