Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 41 Bes, guð drauma Mynd/Kristján Kristjánsson BES gerir líkt og maran, hann sest á dreymendur og lætur sig ekki fyrr en viðkomandi sinnir honum og draumunum. DRAUMSTAFIR Kristjáns f EGYPTALANDI hinu foma á tímum faraóanna var lífið líkast draumi, það byggðist mjög á myndrænum túlkunum, táknum og númerafræði. Myndheimur daglegs lífs snerist um einn ás, Amon Ra, Guð guðanna. Orð hans og gerðir ummynduðust í höndum lægri guða og presta yfir í tákn, liti og myndrænar merkingar sem enn í dag eru mönnum ráðgáta. Þetta pýramídasamfélag var þrepskipt og hvert þrep og hver gjörð Amons átti sinn guð, sem með táknrænu útliti speglaði vilja Guðs til verksins. Einn þeirra var Bes, guð drauma. Samkvæmt rit- uðum heimildum var hann dverg- vaxinn, kýttur og ófrýnilegur út- lits en konur heilluðust af villtri útgeislun hans og dýrslegu eðh svo þær skreyttu salarkynni sín með styttum í líki hans. Bes varð að tákngervingi fyrir lostafullt líf og hafður í hávegum meðal kvenna. Þær nefndu böm sín eftir honum, enda birtist hann við fæð- ingarstokk þeirra sem nafnberi. Þessi guð svefns og drauma varð einn af vinsælustu guðum faraóa, það þótti vöm gegn illum öndum að heita á hann við giftingu og konum fannst þær verða fegurri við návist hans. Guð svefnsins varð þannig að verndarengli og fegmnarsmið í hjáverkum með draumastússinu. Sögnin um draumaguð faraóa minnir á þjóð- söguna um mömna sem leggst á fólk, ekki til að gera því vel, held- ur til að flæma það úr vitinu og eyða því. Draumar „Draumarósar" 1. Mig dreymdi að ég væri stödd á æskuheimili fyrrverandi eigin- manns míns. Eg var ein í húsinu en hann var úti með son okkar sem er 16 ára í dag en í draumnum var hann 2-3 ára. Bíllinn minn sem ég á í dag, rauð Lada, stóð fyrir utan húsið, hurðin á bílnum var opin. Maðurinn minn íyrrverandi gengur á bak við húsið til að tala við annan son okkar sem í dag er 29 ára en í draumnum var hann 7-8 ára. Bíllinn rennur af stað en yngri drengurinn er að leika sér í götunni, það er snjór úti. Ég horfi út um glugga og sé að drengurinn dettur og rennur fyrir bílinn, ég horfi á en get ekki hreyft mig vegna hræðslu. Ég vona að hann lendi á milli hjólanna, en það fór þannig að bíllinn slengdist utan í drenginn og hann hentist upp að grindverki sem var við garðinn á húsinu á móti. Þá hleyp ég loks öskrandi út til hans og þegar ég kem þangað em tvær gamlar kon- ur að stumra yfir honum og önnur konan horfir á mig og biður mig að fyrirgefa að hún hafi ekki getað hjálpað vegna þess að hún er blind. Ég er farin að gráta mjög mikið en Idappa gömlu konunni á kinnina. Ég tek drenginn upp en er samt að hugsa um að þetta megi ég ekki, það geti verið hættu- legt. Ég get samt ekki hugsað mér að leggja hann í snjóinn. 2. Mig dreymdi að ég væri í út- löndum og var með bíl á leigu, þetta var lítill sendiferðabíll, rauð- ur á lit. Mér fannst ég vera að leita að hvítum hönskum sem ég ætlaði að nota í sérstökum tilgangi (veit ekki hverjum). Hanskana var ég ekki búin að finna, en ég var búin að kaupa þrjá engla sem vom bún- ir til úr nautshúð og ég var búin að hafa fyrir því að pakka þeim hvor- um inn í sinn pakkann, en ákvað að eiga þá sjálf. Ég legg bflnum í stæði á fáfómum stað og ætla að halda áfram að leita að hönskun- um. Þegar ég labba frá bflnum sé ég þrjá menn sem ég var hrædd við og vissi að ætluðu að ráðast á mig og ræna bflnum. Tveir mann- anna vom andlitslausir. Ég tók stóran sveig til að komast framhjá þeim og um leið sá ég að bfllinn var ekki lokaður. Ég fer til systur minnar og mannsins hennar sem mér fannst líka vera þarna úti en með annan bfl á öðra bflastæði. Systir mín er að skipta um dekk svo mágur minn kemur með mér að ná bflnum, hann vill endilega fara inn í einhverja byggingu sem mér fannst vera lestarstöð og þeg- ar við komum upp á þak horfum við yfir jámbrautarteina og bfla- stæðið sem bíllinn minn var á, hann var horfinn og mágur minn sagði þegar ég talaði um að við hefðum ekki átt að tefja tímann með því að fara þama upp. Þá sagði hann „ég vissi það en þurfti bara að sýna þér það“. Ráðning Draumamir gefa í skyn að þú sért nú í dag í aðstæðum sem líkj- ast á einhvem hátt fyrra lífi þínu þegar drengimir voru yngri. Þess- ar aðstæður kalla fram draumana tvo sem snúast um lífið þá og þú leitar í þeim skýringa á því sem miður fór. Fyrri draumurinn snýst að mestu um tilfinningar þínar (Lada bfllinn rauði) sem hlaupa skalann frá óvissu í hræðslu og úr doða í heift. Tilfinningar sem hafa byrgt þér sýn (gamla konan sem sagðist ekki geta hjálpað því hún væri blind) á raunveraleika máls- ins og raunhæfa lausn. Seinni draumurinn gefur í skyn að við þessa reynslu hafir þú myndað þýðan en sterkan ski-áp (englamir úr nautshúðinni), ýtt til hliðar heit- um tilfinningum (pakkað í hvomm í sinn pakkann) og þar með farið á mis við þær. Nú langar þig að komast að hinu sanna um það sem fyrri draumurinn fjallar um en þar mun gamla blinda konan (þú) vera táknið sem þú leitar að. I seinni draumnum þar sem þú ert fjarræn (í útlöndum) og lokuð (leigðir bfl), finnst þér þú hafa verið rænd tíma og tilfinningum (andlitslausu mennimir). Hvítu hanskamir era merkið í seinni draumnum og finnir þú réttu handtökin á sjálfri þér, sviptir það hulunni af sýn þinni. •Þeir lcsendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig má senda bréfin á net- fang: krifri@xnet.is o Dýnur sem eru tilvaldar í bústaðinn, tjaldið eða tjaldvagninn. SVAMPDÝNUR 70x200x12 5,700 kr. TILB0Ð GESTADÝNUR 190x70x9 m/áklæði 3,800 kr. 25% afsl. EGGJABAKKADÝNUR - margar stærðir verð frá. 2.100 kr SÉRVINNUM ÚR SVAMPI pullur, púða o.fl. BREIÐASTA OG MÝKSTA ÚRVAL LANDSINS AF DÝNUM OG RÚMUM Lystadún-Snæland býður upp á mjög fjölbreytilegt úrval dýna af öllum stærðum og gerðum. Þú lætur okkur vita hvað þig vantar og við eigum það til eða sníðum það fyrir þig. RAFMAGNS- Sérstakt Rúmbotnar kynningarverð Á VIÐARRÚMUM FJAÐRADYNUR SVEFNHERBERGIS- HÚSGÖGN Heilsukoddarnir frá HEILSU- DlinlOpÍllO LATEXDÝNUR VERSLUNIN L' Skútuvogi 11 • Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.