Morgunblaðið - 15.05.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Vísitala neysluverðs hefur hækkað um hálft prósentustig á mánuði þrjá mánuði í röð
Þriggja mánaða verðbólguhrað-
inn ekki jafnmikill í fímm ár
Verðbólga á Is-
landi lág í alþjóð-
legum samanburði
VERÐBÓLGUHRAÐI síðustu
þriggja mánaða hefur ekki verið
jafnmikill í rúm fimm ár eða frá því
í októbermánuði árið 1993 þegar
þriggja mánaða hækkun neyslu-
verðsvísitölunnar umreiknuð til árs-
hækkunar mældist 7,6%. Síðan þá
hefur þriggja mánaða verðbólgu-
hraðinn mestur orðið 5% í október
1995, þar til nú að hann mælist
6,2%, samkvæmt útreikningi Hag-
stofu íslands á vísitölu neysluverðs
í mamánuði.
Astæðan fyrir þessum aukna
verðbólguhraða er að vístala
neysluverðs hefur hækkað um hálft
prósentustig á mánuði síðustu þrjá
mánuði og þriggja mánaða verð-
bólguhraðinn, þ.e. hækkun vísitöl-
unnar undangengna þrjá mánuði
umreiknað til árshækkunar, með
sama hætti aukist úr 0,9% í febrúar
í 6,2% í maí. Ennþá er verðbólgan
þó ekki nema 2% þegar litið er til
þróunarinnar síðustu tólf mánuði,
sem er svipuð verðbólga og var á
fyrrihluta síðasta árs.
Nefna má nokkrar ástæður fyrir
þessum verðhækkunum síðustu
þrjá mánuði. í fyrsta lagi hefur
hækkun á markaðsverði húsnæðis
að undanfömu haft mikil áhrif í
þessum efnum, sem sést best á því
að hækkun vísitölunnar síðasta ár
er 2%, en 1,2% ef húsnæðisliðurinn
er tekinn út úr og miðað við hækk-
un vísitölu neysluverðs án húsnæð-
is. Þá hefur bensín- og olíuverð
hækkað að undanfömu, en verð á
því var lágt á síðasta ári. Einnig er
árstíðabundin hækkun á grænmeti
að koma inn í vísitöluna nú, þar sem
ákvæði EES-samningsins um tolla-
lækkanir er ekki í gildi á sumrin.
Loks er áhrifa fataútsala á vísitöl-
una hætt að gæta, auk þess sem
matvara hækkaði um 1% milli mán-
aðanna apríl og maí, samkvæmt
vísitölu neysluverðs í maí.
fsland lágt í alþjóðlegum
samanburði
Þrátt fyrir verðlagshækkanir síð-
ustu þriggja mánaða er verðbólga á
Islandi enn lág í samanburði við það
sem er í mörgum nágrannalanda
okkar. Hún hefur þó eðli málsins
samkvæmt aukist síðustu mánuði, en
er þó enn lág þegar hún er borin
saman við samræmda neysluverðs-
vísitölu, sem reiknuð er út á Evr-
ópska efnahagssvæðinu og innan
Evrópusambandsins. Ef tekið er mið
af þróuninni frá marsmánuði í fyrra
Verðbólga í nokkrum ríkjum frá 1996
Samræmd neysluverðsvísitala, ársbreytingar
3,5%
3,0
2,5 -
Svíþjóð
- ísland
i
% mars ‘99 V\ 0,5%
i—-—■ W : // \lrviy
1996
1997
1996
99
Bretland
1996
1997
1 998
3,5%
3,0
2,0
1,5
Bandaríkin
0,5
— fsland 1,7%
v, I
1 Ekki er um samræmda \Á “H — — itölu að ræða fyrir Bandaríi in
1996
1 997
1998
99
14%
Verðbólga á íslandi frá 1991
Neysluverðsvísitala, umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Síðustu 12 mánuðir
Síðustu 3 mánuðir
1991 1992 1993 *^1994 1995 1996 1997 1998 99
landi var 0,5%, sem er það sama og
í Svíþjóð og í Þýskalandi. Verð-
bólgan í EES-ríkjunum á sama
tíma var að meðaltali 1,2% og í
helstu viðskiptalöndum íslendinga
1,4%. Verðbólgan í Noregi var
2,1%, í Danmörku og Bretlandi
1,7% og í Bandaríkjunum einnig.
Þess ber að gæta að neyslu-
verðsvísitala Evrópui-íkjanna er
samræmd og þar inni er ekki verð-
þróun á eigin húsnæði né heldur
verð á heilsugæslu og menntun.
Þannig er vísitalan fyrir Island í
þessum samanburði því hliðstæð
vísitölu neysluverðs án húsnæðis.
Vísitalan í Bandaríkjunum er með
húsnæði meðtöldu og er hækkunin
á íslandi á sama tímabili á neyslu-
verðsvísitölunni með húsnæði
1,5%.
til mars í ár, en nýrri tölur eru ekld
til fyrir Evrópuríidn og aprílvísitöl-
unnar ekki að vænta fyrr en í lok
maí, kemur fram að verðbólgan á ís-
Viðbún-
aður á
Reykjavík-
urflugvelli
VIÐBÚNAÐUR var á
Reykjavíkurflugvelli á sjötta
tímanum í gær er flugmaður
tveggja hreyfla flugvélar af
gerðinni Piper Aztec tilkynnti
hugsanlega bilun í lendingar-
búnaði vélarinnar. Ljós sem
sýna að lendingarhjól séu
komin niður og læst kviknuðu
ekki í mælaborði vélarinnar
og lét flugmaðurinn því vita
hvers kyns var.
Atvikið átti sér stað klukk-
an 17.18 og var gripið til við-
búnaðar vegna lendingar vél-
arinnar ef eitthvað færi úr-
skeiðis, en í vélinni voru tveir
menn.
Slökkvilið Reykj aviku rílug-
vallar og Slökkvilið Reykja-
víkur sendu bifreiðir að fiug-
brautinni og tvær sjúkrabif-
reiðir voru kallaðar á vett-
vang. Um síðir lenti vélin
klakklaust og er talið að bilun
hafl komið upp í ljósmælum
lendingarbúnaðarins.
Tekin með
300 e-töflur
og tæp 200
grömm af
amfetamíni
TÆPLEGA þrítug hollensk
kona hefur verið úrskurðuð í
gæsluvarðhald til 21. júlí í
Héraðsdómi Reykjavíkur að
beiðni lögreglustjórans í
Reykjavík fyrir að hafa reynt
að smygla 300 e-töflum og
tæpum 200 grömmum af am-
fetamíni til landsins við komu
sína frá Amsterdam á mið-
vikudagseftirmiðdag. Fíkni-
efnin hafði konan falið inni í
líkama sínum, en þau fundust
við leit tollgæslu.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur konan
áður unnið sem listdansmær
á skemmtistað í Reykjavík,
en hafði ekki þann starfa þeg-
ar hún kom til landsins á mið-
vikudag.
Engir íslendingar hafa
verið handteknir vegna máls-
ins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
S
Utför Gunnars Guðmundssonar
ÚTFÖR prófessors Gunnars Guðmundssonar var
gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Prestur var séra
Arni Bergur Sigurbjörnsson, Schola Cantorum
söng, organisti var Hörður Áskelsson, Szymon
Kuran lék á fíðlu og Vilhjálmur Guðjónsson á
saxófón. Líkmenn voru, frá vinstri: Jónas Hall-
grímsson, Ásgeir B. Ellertsson, Guðjón Jóhann-
esson, Elías Ólafsson, Þór Whitehead, Tómas
Helgason, Þórir Helgason og Vilhjálmur Rafns-
son.