Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Norðmenn óttast stjórnlausar veiðar »rgen, Morgunblaðið. Bergen, Morgunl TALSMENN sjómanna og útgerð- armanna í Noregi hafa gagnrýnt Smugusamninginn harkalega. Með- al annars hafa þeir bent á að hvergi sé minnst á hugsanlegar rækjuveið- ar Islendinga í samningnum. Rækjustofnar hafi minnkað hratt við Island á undanfömum árum, á sama tíma og aflabrögð rækju glæð- ist mjög í Barentshafi. Telja megi öruggt að Islendingar reyni að hasla sér völl í rækjuveiðum á haf- svæðinu með stjórnlausum veiðum í Smugunni og samvinnu um útgerð íslenskra togara sem verði skráðir undir rússneskum fána og stundi rækjuveiðar á rússneskum sóknar- dögum á Svalbarðasvæðinu. Efast um arðsemi Petter Angelsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, segir að það hafi ekki verið hægt að setja ákvæði um íslenskar rækjuveiðar í samninginn. „Veiðum á rækju er ekki stýrt með aflamarki eins og gert er þegar um er að ræða stofna á borð við þorsk og ýsu. Þjóðum er úthlutað ákveðn- um fjölda sóknardaga til rækjuveiða á Svalbarðasvæðinu í hlutfalli við veiðireynslu þeirra. Markmiðið með gerð samningsins um Smuguna var fyrst og fremst að koma böndum á óheftar veiðar Islendinga á stofnum sem þegar eru nýttir eftir kvóta- kerfí. Rækjuveiðar Islendinga nú hefðu verið stundaðar hvort heldur samningurinn væri fýrir hendi eða ekki. Sú staðreynd að náðst hefur samningur um fiskveiðar gerir það að verkum að Islendingar geta nú ekki veitt þorsk og ýsu hömlulaust undir því yfirskyni að þeir stundi rækjuveiðar. Þeir verða að fylgja norskum reglum um gerð og búnað veiðarfæra við rækjuveiðar í Smug- unni. Ég á reyndar ekki von á að Is- lendingum takist að þróa sérlega arðbærar rækjuveiðar í Smugunni. í besta falli tekst þeim að halda nokkrum skipum á þessum slóðum í nokkrar vikur yfir sumarmánuð- ina,“ segir Angelsen. Rússar ráða sjálfir Norskir útgerðarmenn óttast að íslendingar reyni nú að skrá rækju- togara sína undir rússneskum fán- um til að veiða innan sóknardaga Rússa á Svalbarðasvæðinu. Angel- sen segir að norsk stjómvöld geti ekki haft nein afskipti af því hvem- ig Rússar hyggist nýta sínar rækju- veiðiheimildir. „Það má vel vera að Rússa skorti skip og búnað til að nýta sín rækjuréttindi í Barents- hafi. Vilji þeir leita eftir fiskveiði- samvinnu við erlenda aðila til að nýta þessi réttindi getum við að sjálfsögðu ekki sagt neitt við því. Ef þetta er staðreyndin fæ ég ekki bet- ur séð en að norskir útgerðarmenn ættu jafngóða möguleika til að starfa með Rússum og Islendingar eða aðrir,“ segir Angelsen. íslensk rányrkja Gagnrýnendur Smugusamnings- ins telja rækjuveiðar Húsvíkings í Smugunni merki um það sem koma HEILSUVIKAN HEFST SUNNUDAGINN 16. MAI: 13.00 Heilsuvikan sett með ávarpi Sveins Guðmundssonar yfirlaeknis. 13.30 TaeKwonDo sýning 14.00 -16.00 Ratleikur um nágrenni Blóðbankans - góðir vinningar. FRÍÐA RÚN ÞÓRÐARDÓTTIR NÆRINGARRÁÐGJAFI í ELDHÚSI LANDSPI'TALANS VERÐURMEÐ RÁÐGJÖF: Sunnudaginn 16. maí kl. 13.30-16.00 Mánudaginn 17. maí kl. 10.00-11.00 Þriðjudaginn 18. maí kl. 13.00-14.00 Miðvikudaginn 19. maí kl. 12.00-13.00 Fimmtudaginn 20.maí kl. 15.00-16.00 Föstudaginn 21. maí kl. 11.00-12.00 ÞOLMÆLING: Fimmtudaginn 20.maí kl. 16.00-18.00 Blóðgjafar geta gefið blóð • Skráning nýrra blóðgjafa Blóðþrýstings- og blóðrauðamæling • Uppskriftabæklingar Ymis tilboð til blóðgjafa • Ráðgjöf • Þolmæling 4? QDblóðbankinm X ík EILSU£FUNC íþlfillll FÍRIR RLLII skal. „Þetta er dæmigert fyrir ís- lendinga. Þeir notfæra sér alltaf allar þær smugur sem þeir geta fundið þegar fiskveiðar eru annars vegar. Þeim hefur tekist að ofbjóða rækjustofnunum við ísland með gegndarlausri ofveiði. Á sínum tíma tókst þeim næstum að rústa rækjustofninum á Flæmingja- grunni eftir að þeir skelltu skolla- eyrum við alþjóðlegri fiskveiði- stjórnun á svæðinu og hófu hömlu- lausar veiðar. Nú er röðin komin að Barentshafi," segir Audun Marák aðalritari samtaka útgerðarmanna í Noregi. Marák telur að það hefði verið auðvelt fyrir norsk og rúss- nesk stjórnvöld að taka með ákvæði um rækjuveiðar í Smugu- samningnum. „Þetta var bara spuming um styrk og vilja í við- ræðunum. Allt bendir til að norsk- um stjómvöldum hafi legið mikið á að ná samkomulagi. Þess vegna em alvarlegar gloppur í samningnum." Audun Marák segir að norskir út- gerðarmenn hafi ekki sóst eftir samvinnu við Rússa í rækjuveiðum þar sem þeir hafi í nógu að snúast við að veiða innan marka norskra sóknardaga. „Norskir útgerðar- menn kæra sig ekki um að ofbjóða rækjustofninum með ofveiði eins og Islendingar hafa gert. Nú sjáum við að viss nálgun virðist eiga sér stað á milli Rússa og íslendinga í Barentshafi. Það má því spyrja hvort við Norðmenn séum ekki i þann mund að missa mikilvæga bandamenn." NETIN GEFA VEL Morgunblaðið/Garðar Páll • SKIPVERJARNIR á Þorsteini Gísla GK voru nokkuð ánægð- ir með sig enda ekki ástæða til annars með 6-7 tonn af þorski eft- ir daginn. Svipaða sögu er að segja af öðrum netabátum og Grinda- víkurhöfn iðaði af lífi. Rækjuveiði í Smugunni VEL hefur gengið hjá rækjutogar- anum Húsvíkingi ÞH í Smugunni í Barentshafi að undanfömu eftir dræma veiði fyrstu dagana, að sögn Einars Svanssonar, framkvæmda- stjóra Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. „Þetta hefur verið að glæðast dag frá degi,“ sagði hann. Húsvíkingur fór á svæðið á liðnu hausti og sagði Einar að með hlið- sjón af gangi mála þá hefði verið rökrétt ákvörðun að fara aftur núna. „Við fengum mjög góðan afla þama á stuttum tíma auk þess sem við höf- um kortlagt veiðarnar, verið með fregnir frá Rússum og fleirum, sem hafa verið þarna á liðnum árum. Ei- ríkur Sigurðsson skipstjóri hefur líka verið þarna áður á veiðum.“ Einar sagði að þegar íslensku tog- OPIÐ LAUGARDAG 10-18 SUNNUDAG 12-18 TILBOÐ í MÍRU Indversk harðviðarborð SÓFABORÐ 110-60-40 12.900 120-75-40 13.900 135-75-40 15.900 145-90-46 21.000 160-90-46 19.900 100-100-40 15.900 HORNBORÐ 60-60-40 8.900 80-80-40 12.900 Ný sending SÓFABORÐ 110-75-40 25.000 120-75-40 27.000 135-75-40 29.000 100-100-40 27.000 4í7UE» Húsvíkings að glæðast ararnir vora á þorskveiðum í Smug- unni í fyrrasummar hefðu þeir orðið varir við rækju, en einn þeirra hefði verið með rækjutroll, og því hefði Húsvíkingur farið á svæðið í kjölfar- ið. „Við fengum rúmlega 200 tonn á nokkram vikum, veiddum um 10 til 12 tonn á dag. Það er ekki slæmt en veturinn var að skella á og birtuskil- yrðin því að versna. Við höfum líka skoðað rækjuna í Barentshafinu og þar er mikill uppgangur í stofninum því þorskstofninn er að hrynja. Þeg- ar þorskstofninn hrynur, eins og nú í Barentshafi, er eðlilegt að draga þá ályktun að rækjustofninn eflist. Það getur alveg eins verið rækja í Smug- unni eins og á Svalbarðasvæðinu sem er aðeins 180 mílur í burtu.“ Norskir útgerðarmenn era ekkd ánægðir með veiðar Húsvíkings á svæðinu, þó hann sé þar í fullum rétti. „Viðhorf Norðmanna gagnvart okkur í þessu máli er furðulegt því stærsti hluti veiðinnar er á Sval- barðasvæðinu sem er alþjóðlegt haf- svæði. Islendingum var úthlutað 100 dögum á öllu svæðinu S ár en Rússar fá meira en 3.000 daga sem reyndar er byggt á veiðireynslu. En þetta er alþjóðlegt hafsvæði að stærstum hluta.“ I þessu sambandi sagði Einar að Húsvíkingur hefði ekki fengið þessa sóknardaga. Sótt hefði verið um þá en Sveinn Rafn, áður Hrannar, hefði fengið. „Norðmenn úthluta þessum dögum og era sjálfir með um 60%, Rússar um 30% og önnur ríki með afganginn, þar á meðal ríki sem hafa aldrei difið hendi í sjó en era með fleiri daga en við.“ Einar sagði ennfremur að á ráð- stefnu í London í haust hefði verið farið vandlega yfir Barentshafið og í máli norsks fiskifræðings hefði kom- ið fram að þorskurinn æti 400.000 tonn af rækju á ári og því skiptu veiðarnar engu máli í sambandi við áhrif á stærð stofnsins. „Það er mjög mikið hagsmunamál fyrir okkur að tryggja rétt okkar á Svalbarðasvæð- inu og eitt stærsta mál nýs sjávarút- vegsráðherra á næstu misserum er að tryggja okkur meiri rétt 1 rækj- unni þama. Gífurlegir hagsmunir era í húfi og mikil verðmæti." Að sögn Einars fór Húsvíkingur í Smuguna fyrr en til stóð. „Við ákváðum samt að láta á þetta reyna og mér sýnist að það hafi verið rétt ákvörðun. Þetta er í góðu lagi og við ætlum ekki að hætta þessum veiðum en ekki hefur ákveðið hvar verður landað." Bæjarlind 6-Sími 554 6300-www.mira.is GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^jraæða flísar _ Cjpæða parket ^jiyóð verð ^jraóð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.