Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 33 Kjarnorkunjósnir Kínverja í Bandaríkjun- um alvarlegri en áður hafði verið talið Grafið undan stöðu Bandaríkj- anna og Bretlands Reuters BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, skrifar á skrifstofu sinni í Hvíta Húsinu í minningarbók um fórnarlömb ioftárásar NATO sem fyrir slysni hæfði kínverska sendiráðið í Belgrad. Með honum á myndinni eru Li Zha- oxing, sendiherra Kína og Liu Xiaoming, sendiráðunautur. Kínverjar enn æfír vegna árásarinnar á kínverska sendiráðið Notuð til að auðvelda aðgang að WTO? Peking. Reuters. ÓTTAST er, að verulega hafí verið grafið undan stöðu og styrk Banda- ríkjanna og Bretlands sem kjarn- orkuvelda með þjófn- aði' á háleynilegum skjölum í bandarískri rannsóknastöð. Kom þetta fram í fréttum BBC, breska ríkisút- varpsins, í gær. Starfsmaður í rann- sóknastöðinni í Los Alamos í Bandaríkj- unum hefur viður- kennt að hafa fært um 1.000 háleynileg skjöl yfir á tölvu, sem ekki þurfti sérstakan að- gang að, og þar gátu síðan Kínverjar nálg- ast þau. Snertu sum þessara skjala kafbáta og var í fyrstu talið, að þau ættu aðeins við um bandaríska. Nú hefur hins vegar kom- ið í ljós, að annar kjarnvísindamað- ur starfaði fyiir Kínverja og afhenti þeim gögn, sem geta auðveldað leit að breskum kafbátum einnig. Kínverjar smíða flugskeyti eftir stolnum teikningum? Bandaríska stórblaðið New York Times hafði í fyrradag eftir heimild- um innan bandaríska hermálaráðu- neytisins, að Kínverjar væru að leggja lokahönd á smíði flugskeyta með kjarnaoddum, sem gerðir hefðu verið eftir stolnu, bandan'sku teikningunum. Bandaríkjastjórn hef- ur hins vegar haldið öðru fram hingað til. Þá er einnig talið, að Kínverjar hafi komist yfir bresk kjarnorku- vopnaleyndannál en upplýsingar um til- raunir þeirra voru einnig geymdar í rannsóknastöðinni í Los Alamos. Berskjaldaðir kafbátar Breska stjómin hef- ur samt mestar áhyggjur af njósnum bandaríska vísinda- mannsins Peter Lees en hann er af kín- verskum ættum. Hann vann að tilraunum Breta og Banda- ríkjamanna til að smíða ratsjá, sem geti greint kafbáta úr lofti. Kjam- orkuvamir Breta byggja mikið á Trident-kafbátunum og á því, að ekki sé auðvelt að vita hvar þeir era niðurkomnir. Talsmaður breskra stjórnvalda vildi ekkert um þetta mál segja og Kínverjar neita sem fyrr, að þeir hafi nokkra stolið. DAGBLOÐ kínverska kommún- istaflokksins sögðu í gær, að árás NATO-ríkjanna á kínverska sendi- ráðið í Belgrad væri liður í flóknu og víðtæku samsæri um að sundra Kína og valda þar upplausn og eyðileggingu. Þrátt fyrir stóryrðin bendir margt til, að kínverska stjómin sé nú tilbúin til að taka aft- ur viðræður við Bandaríkjastjórn um ýmis hagsmunamál ríkjanna. Jiang Zemin, forseti Kína, hefur fallist á að ræða við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, í síma en Dai Xianglong, seðlabankastjóri Kína, gefur hins vegar í skyn, að árásin á sendiráðið verði notuð sem vopn í viðræðunum við Bandaríkja- stjóm um aðild Kína að Heimsvið- skiptastofnuninni, WTO. Harðlínu- maðurinn Li Peng og forseti kín- verska þingsins vísaði hins vegar á bug getgátum um, að WTO-aðildin væri fyrst og fremst það, sem fyrir Kínverjum vekti með reiðilegum yrðirlýsingum um árásina. Kínverjar hafa unnið að því í 13 ár að fá aðild að Heimsviðskipta- stofnuninni en það hefur alltaf staðið í veginum, að þeir krefjast þess að fá að njóta þar sömu kjara og vanþróuðu löndin. Vilja Kína feigt? Dagblað alþýðunnar sagði í gær, að ríki fjandsamleg Kína með Bandaríkin í broddi fylkingar vildu sundra kínverska ríkinu og steypa því í glötun. „Kínverjar era hins vegar búnir að fá nóg af því að láta erlenda heimsvaldasinna segja sér fyrir verkum,“ sagði blaðið, sem hefur óspart slegið á strengi þjóð- ernisins síðustu daga. Clinton hefur beðið Kínverja af- sökunar á árásinni á sendiráðið í Belgrad og hann ætlar að kynna þeim niðurstöður rannsóknar á þeim. Birting lista með nöfnum breskra leyniþjónustu- manna veldur miklu uppnámi í Bretlandi Bresk stjórnvöld Reuters Bretar óttast að leyni- legum upplýsingum um smíði ratsjár sem greint getur kafbáta úr lofti hafi verið lekið til kínverskra stjórn- valda. standa ráðþrota London. Reuters, The Daily Telegraph. BRESK stjornvöld stóðu í gær rað- þrota frammi fyrir þeim vanda sem skapaðist á miðvikudag þegar í ljós kom að nöfn eitt hundrað manna, sem sagðir voru starfsmenn bresku leyniþjónustunnar, SIS, höfðu verið gerð opinber á Netinu. Fullyrt er að lífí mannanna og limum sé stefnt í hættu með nafnbirtingunni og tókst að fá síðunni, sem upphaflega birti nöfnin, lokað. Skömmu síðar var hins vegar búið að opna aðrar heimasíður, þar sem nöfnin voru birt í heild sinni, og jafnframt hafa stjórnendur bandarísks tímarits hótað að birta nöfnin. Ovíst er að hægt sé að koma í veg fyrir nafnbirtingu mannanna eitt hundrað, sem margir era starfs- menn bresku utanríkisþjónustunn- ar, utan Bretlands, enda ekki ör- uggt að erlendir fjölmiðlar myndu verða við óskum breskra stjórn- valda þar að lútandi. Aukinheldur hefur yfirhöfuð reynst erfitt að hafa stjórn á því hvað er birt á Netinu. Fyrrverandi starfsmaður sagður ábyrgur Bresk stjómvöld sögðust engu að síður í gær vera að skoða hvaða kostir væru í stöðunni, og jafnframt staðfesti breska lögreglan að rann- sókn væri hafín, og að ekki væri úti- lokað að einhverjir yrðu sóttir til saka vegna nafnabirtinganna, enda mætti færa rök fyrir því að leyndar- lög þess opinbera hefðu verið brot- in. Jafnframt var lögð áhersla á að draga úr skaðanum, sem birting nafnanna hefur valdið. Líklegt er þó að færa verði ýmsa til í starfi, til að tryggja starfsfrið þeirra og öryggi. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á fimmtudag að maðurinn sem stæði á bak við birt- ingu nafnanna væri fyrrverandi starfsmaður bresku leyniþjónust- unnar, Richard Tomlinson að nafni. Tomlinson er sagður reiður út í fýrrverandi vinnuveitendur sína en hann var rekinn frá leyniþjónust- unni, SIS, sem eitt sinn var kölluð MI6, árið 1995. Sjálfur harðneitar Tomlinson því að vera valdur að birtingu nafnanna en heimildarmenn innan bresku leyniþjónustunnar fullyrtu að jafn- vel þótt Tomlinson hefði ekki sjálfur staðið á bak við birtingu væri full- víst að upplýsingarnar kæmu frá honum. Tomlinson býr í Genf í Sviss og því geta bresk yfirvöld lítið aðhafst gegn honum, nema þau fari fram á það við svissnesk yfirvöld að hann verði handtekinn og framseldur til Bretlands. Eitt af því sem þykir skjóta rótum undir þá kenningu að Tomlinson sé valdur að birtingu nafnalistans er sú staðreynd að á honum er að finna nöfn þriggja manna sem sagðir eru hafa verið viðriðnir dauða Díönu prinsessu í bílslysi í París árið 1997. Sjálfur hafði Tomlinson sakað bresku leyni- þjónustuna um það í fyrra að hafa haft eitthvað með andlát Díönu að gera. Tomlinson starfaði á sínum tíma fyrir leyniþjónustuna í Rússlandi, Bosníu og Mið-Austurlöndum en eftir að hann var rekinn úr starfi reyndi hann að fá útgefna í Ástralíu bók um störf sín. Var hann hand- tekinn og ákærður fyrir að hafa brotið opinberu leyndarlögin. Hann hlaut tólf mánaða fangelsisdóm en fékk reynslulausn eftir að hafa af- plánað sex mánuði af dómnum. Háskólaprófessor og ráðherra- sonur á listanum Fullyrt er að meðal nafna, sem finna má á listanum, sé m.a. nafn mikilhæfs fræðimanns við Cambridge-háskóla, sem sagður er hafa staðið fyrir ráðningu fjölda manna í leyniþjónustuna. Jafn- framt mun nafn sonar eins af fyrr- verandi ráðherrum í ríkisstjórn breska Ihaldsflokksins vera á list- anum, að sögn kunnugra. Að vísu staðhæfði Robin Cook á fimmtudag að ekki væru allir þeir, sem nefndir væru á listanum, tengdir leyniþjón- ustunni. „Samt sem áður er birting slíks nafnalista, og skiptir þá engu máli hversu margar villur er að finna á listanum, afar óábyrgt voðaverk." Cook sagði að Tomlinson, sem er 36 ára, þjáðist af „djúpstæðri og órök- réttri andúð“ á fyrrum vinnuveit- endum sínum. „En aðgerðir hans eru óábyrgar, til skaða og stofna jafnvel lífi fólks, sem starfað hafa í leyniþjónustunni, í hættu. Og þær eru einnig ólöglegar." Foreldrar Lou- ise Woodward handteknir London. The Daily Telegraph. BRESKA lögreglan handtók á fimmtudag foreldra bresku barnfóstrunnar Louise Wood- ward, sem sakfelld var fyrir að hafa orðið kornabarni að bana í Bandaríkjunum, í tengslum við rannsókn á meintri misnotkun þeirra á styrktarsjóði sem sett- ur var á laggirnar til að greiða fyrir málsvörn Woodward. Var foreldrunum sleppt að nýju að loknum yfirheyrslum og hafa þau í samtölum við breska fjöl- miðla neitað öllum sakargift- um. Lögreglan hóf rannsókn eftir að eiginmaður Elaine Whitfield Sharp, fyrrverandi lögfræðings Woodward, hafði staðhæft að þau Susan og Gary, foreldrar Louise Woodward, hefðu lagt fram falsaða reikninga vegna hótelkostnaðar í Bandaríkjun- um, á meðan þau biðu þess að réttað væri í máli Louise, fram til endurgreiðslu úr styrktar- sjóðnum. Eiginmaður Whitfield Sharp fullyrti að þau Susan og Gary Woodward hefðu búið ókeypis hjá sér og eiginkonu sinni í Massachusetts einmitt á þeim tíma sem kvittanir hjónanna gáfu til kynna að þau hefðu ver- ið á hóteli. Samskipti Woodward-fjöl- skyldunnar við Whitfield Sharp- hjónin versnuðu er á leið réttar- höldin og frú Whitfield Sharp var seinna rekin sem einn af verjendum Woodward. Barnfóstran var sakfelld í október 1997 fyrir að hafa ráðið hinum átta mánaða gamla Matt- hew Eappen bana en dómurinn var umdeildur og skipaði dóm- ari í málinu svo fyrir að Wood- ward skyldi sleppt úr haldi og leyft að halda heim til Eng- lands. Hún leggur nú stund á laganám. Susan og Gary Woodward hafa slitið hjónabandi sínu en breska lögreglan staðfesti að þau hefðu verið handtekin vegna grans um að þau hefðu falsað umræddar hótelkvittanir, reikninga upp á rúmlega eina milljón ísl. króna. Þeim var síð- an sleppt úr haldi gegn trygg- ingu og málið sent ríkissaksókn- ara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.