Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Litháinn Vytautas Narbutas er höfundur sviðsmyndarinnar í Rent sem vakti mikla athygli frumsýningargesta. Þegar undirbúningurinn stóð sem hæst hitti Hildur Loftsdóttir listamanninn. Sköpunar- ferlið er para- dísarmissir VYTAUTAS nam við lista- akademíuna í Vilnius, og þegar á námsárunum var hann byrjaður að vinna við Þjóð- leikhúsið og önnur atvinnuleikhús í landinu. Söngleikurinn Rent er fimmta verkefni Vytautasar fyrir Þjóðleik- húsið, en áður hannaði hann sviðs- mynd og búninga í Mávinum, Don Juan, Þremur systrum og Hamlet, og nú seinast í Músum og mönnum fyrir Loftkastalann. Rent byggir á sögu óperunnar La Boheme eftir Puccini, þar sem segir frá vinahópi listamanna í París 1830. Sagan hefur nú verið færð til nútímans í Nýju Jórvík „bjórvík, hórvík“, eins og segir í söngtextanum, þar sem eyðni hefur tekið við af berklum gamla tímans. Listaverk verða umhverfi „Rent er saga um listamenn, en hinn almenni áhorfandi á að geta skynjað sínar eigin þrár í ást þeirra, lífsþorsta og löngun til sköpunar. Lífskraftur þessa fólks er gríðarlegur, en því má heldur ekki gleyma að þau bjóða dauðann velkominn inn í líf sitt. Fyrir per- sónurnar í Rent er listin trúar- brögð, vopn og lausnari," segir Vytautas. „Baltasar er að gera áhugaverða hluti, hann vinnur þetta meira út frá forsendum leikhúss en söng- leiks, sem ég er mjög sáttur við, það gefur mér meira svigrúm. Sviðsmyndin er blanda ólíkra stflbrigða. Þar má sjá Síðustu kvöldmáltíð Da Vincis, hreyfanleg- ar höggmyndir og innsetningar. Hliðið er t.d. gert úr flöskum og veggurinn í popplistarstfl." - En hvers vegna Síðasta kvöld- máltíðin? „Kannski er það fulllangt gengið að tengja Síðustu kvöldmáltíðina þessu bóhemalífi. Þó eru krakkarn- ir í verkinu mjög viðkunnanlegir og þegar Benni leigusali lokar þau úti úr íbúðinni þar sem þau þúa, er málverkið í bakgrunninum. Atriðið er einskonar jarðarfór, táknræn fyrir endalok bóhemalífsins.“ - Hvað er þessi einkennilegi hjólaskúlptúr? „Hann er reyndar ekki tilbúinn. A verkið vantar regnhlíf og úr henni hanga tæki og tól til eitur- lyfjaneyslu. Hann verður hluti af svartamarkaðinum, en er einnig eitt af listaverkunum sem krakk- arnir hafa gert. Flest listaverkin eru gerð úr rusli og alls konar hlut- um sem fólk hefur fleygt og unga fólkið sankað að sér. Aðrir hlutir sviðsmyndarinnar hafa einnig tvö- falt notagildi. Tvö stór borð eru á sviðinu mestallan tímann og vísa líka í Síðustu kvöldmáltíðina. Þau breytast í líkhús þegar þeim er staflað, í nektarbúUudanssvið með stöng eða hurðir og fataskápa þeg- ar þau eru reist upp á endann. Sviðið í Loftkastalanum er lítið og það takmarkar alla úrvinnslu á hugmyndum. En það er alltaf þannig, á einn eða annan hátt,“ seg- ir Vytautas. Kraftaverkið felst í framsetningunni - Hvað er mest heillandi við leik- húsheiminn? „Það kraftaverk sem fólk getur orðið vitni að í leikhúsi. Þar getur allt milli himins og jarðar gerst; allt sem við sjáum í umhverfi okkar; allt sem við lesum um í blöðunum. Fólk lifir og deyr. I lífi þess eru drama og átök. En kraftaverkið felst fyrst og fremst í því hvernig þessi umheimur er settur fram.“ - Hvort fínnst þér áhugaverðara að vinna við kiassískt verk eins og Mávinn eða nútíma söngieik eins og Rent? „Þetta eru mjög ólík verk og bjóða því upp á mjög ólíka mögu- leika í úrvinnslu. Mitt er að greina verkið og koma því fram á tákn- rænan hátt. Mávurinn hefur meiri sálfræðilega dýpt. Sviðsmyndin í báðum þessum leikritum er heimili. Austin Powers gert að halda sig á mottunni KVIKMYNDAEFTIRLITIÐ í Singapore hefur gert athuga- semd við „dónalegt" orðalag í myndinni Austin Powers. I kjöl- far þess hafa breytingar verið gerðar og í stað undirtitilsins „The Spy Who Shagged Me“ er nú „The Spy Who Shioked Me“, samkvæmt dagblaðinu Straits Times. Ken Low, sem sér um dreifingu myndarinnar þar í landi, sagði að eftirlitið hefði hafnað upphaflega titlinum en valið orðið „shioked" í staðinn. Það þýðir „góður“ eða „vinaleg- ur“ á vissri mállýsku í Singapore. „Shagged" er hinsvegar breskt slangur og merkir „kynmök". ' Samkvæmt dagblaðinu taldi nefndin upprunalega orðið bæði móðgandi og dónalegt. „Auglýsinga- herferð myndarinnar hefst í Singapore í júní og þá verða breytingar gengnar í gegn,“ sagði Low. Myndin sem um ræð- ir er framhald mynd- arinnar „Austin Powers: International Man of Mystery" frá 1997. Sú mynd varð geysivinsæl um all- an heim, en í henni er gert góðlátlegt grín að leynilög- reglumyndum sjöunda áratug- arins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VYTAUTAS Narbutas skreytir vegg í New York með Síðustu kvöldmáltíðinni hans Leonardo Da Vinci. það auðvitað alltaf útkoman sem skiptir máli. Glíman við að finna réttu sviðsmyndina reynir alltaf á þolrifin, og oft er ég svefiflaus dögum saman þegar ég tek að mér nýtt verkerfni. Sköpunarferlið er alltaf á einn eða annan veg paradísarmissir." Nýr Hamlet Umfangs- mikil fegurð ►EF þú hrífst af leikkonunni Andy MacDowell og fyrirsætunni Claudiu Schiffer ættir þú að gera þér ferð til Berlínar þar sem risa- stór auglýsing með myndum af þeim blasir við hjá Kaiser-Wil- helm-minningarkirkjunni. Kirkj- an eyðilagðist í heimsstyijöldinni sfðari og má sín þvf lítils við hlið fegurðardísanna tveggja sem margir telja fegurstu konur heims. L’oréal-fyrirtækið sem á heiðurinn af auglýsinguimi gaf rúmar níu milljónir króna til end- urbóta á kirkjunni sem mun því væntanlega innan skamms öðlast fyrri reisn. Vytautas er giftur Filippíu Elís- dóttur fatahönnuði, en þau kynnst- ust við uppfærsluna á Hamlet í Þjóðleikhúsinu árið 1997. Þau hjón- in eru nú bæði á fórum með Baltasar Kormáki til Oðinsvéa þar sem þau munu setja upp Hamlet með dönskum leikurum. Uppfærsl- unni hefur einnig verið boðið í Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn. - Hvemig fínnst þér að vinna aft- ur að sama verkefni? „Það er mjög áhugavert. Upp- færslan verður öll byggð á nýjum hugmyndum. Það hefði ekki verið spennandi að endurtaka sömu sýn- inguna." - Ertu ekki að bæta um betur? „Eg get raunar ekkert sagt um það þar sem ég veit ekki hvernig útkoman verður. En hún verður öðruvísi." - Hvað fínnst þér best við að vinna með Baltasar? „Þessi ákafa og heiðarlega þörf hans til að skapa, og það er auðvelt að vinna með honum. Vinnan við Rent var hálfgert brjálæði, í já- kvæðum skilningi þess orðs, því við höfðum mjög takmarkaðan tíma.“ - Svo framtíð þín er á Islandi íís- iensku leikhúslífí? „Já, ég vona það.“ - Er eitthvað líkt með íslending- um og Litháum? „Já, virðuleiki þjóðanna og hvernig þær kunna að meta menn- ingargersemar sínar. Ég kann vel við þessa þjóð.“ MIKE Myers í góðri sveiflu. L'ORÉAL PARIS é.eii ich es niir wen bin. DAGBJARTUR Dagbjartsson hefur unnið með Vytautasi að sviðmynd- inni fyrir Rent. SVARTIMARKAÐURINN að taka á sig mynd. í Mávinum brenndi ég innviði heimilisins til að lýsa sálarlífi fjöl- skyldunnar, en einstaklingarnir vilja allir flýja burt. í Rent lýsi ég listamanna- heimili, þar sem persónumar leitast við að halda sínu heimili og berjast fyrir því með kjafti og klóm.“ - Pví meiri dýpt, því meirí áskor- un fyrir þig? „Já, þannig er það eðlilega. Þó er Söngleikurinn Rent frumsýndur í gærkvöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.