Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 82
82 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM 2. MARS síðastliðinn tapaði söngkonan Du- sty Springfield lokabaráttu sinni við brjóstakrabbamein, sem hún hafði barist við síðastliðin fimm ár. Hún valdi nú aldeilis tímann til að deyja: Þennan sama dag átti hún að taka á móti sérstakri heiðursorðu úr hendi Bretadrottningar í Buckingham Palace ásamt kollega sínum og vini úr bransanum, Tom Jones, en orðuna fá þeir sem þykja hafa skilað sérstaklega glæsilegu og óeigingjömu ævistarfi. Túberað hár og þykkur maskari Fyrir stuttu hlaut Dusty sinn verðskuld- aða staO í „The Rock’n’RoU Hall Of Fame“, og það er alger tilviljun að í sömu viku og hún dó var ævisaga hennar gefin út á bók og safndiskur með hennar þekktustu lögum (sá sem hér um ræðir) kom í plötubúðir... og hún hefði orðið sextug 16. apríl sl. ef hún hefði lifað! Þama misstu Bretar eina af sín- um ástsælustu söngkonum, en ferill hennar spannar yfir 40 ár og skilur eftir sig hátt í j 400 upptökur (þar með taldar B-hliðar, út- j varps-, sjónvarps- og tónleikaupptökur). Slík afköst þekkjast bara hjá goðsögnum eins og * Elvis Presley, Miles Davis og Prince. Margir tengja Dusty Springfield við tíma- bilið ‘62—’70, þar sem hún vissulega átti sitt blómaskeið. Hún var t.d. leiðandi afl í tísku kvenna á sjöunda áratugnum - og margar skvísur létu sko ekld sjá sig úti á götu nema með túberað hár í heysátu, ijósan varalit og hnausþykkt lag af svörtum augnblýanti, fölsk augnhár OG maskara ofan á, þannig að þær litu út næstum eins og pandabimir í framan. Þessi mikla augnmálning, auðkenni söngkonunn- ar, kom nú til vegna þess að Dusty sjálf var svo rosalega nærsýn, að hún klessti allt of miklum maskara á sig þegar hún tók af sér gleraugun og hafði ekki hugmynd um hvað hún var að gera! En fyrir utan það hvemig Dusty leit út, þá minnist ég hennar fyrst og fremst fyrir öll lögin sem hún söng... og hvemig hún söng þau! Hún var með „register" í söng- röddinni sem minnti stundum á fallega flaututóna, sjarma sem ég hef ekki heyrt hjá neinni annarri altsöngkonu. Það var eins og hún gæti sungið bókstaflega allt, og lét allt hljóma eins og það væri klæðskerasniðið á hana, þótt ekki hafi það alltaf verið raunin. Elskaði svarta blús- og soultónlist Hún söng franskar og ítalskar stórballöð- ur (You Don’t Have To Say You Love Me - If You Go Away), stelpulega sakleysispopp- söngva (I Only Want To Be With You - Wis- hin’ and Hopin’), klassíska ástarsöngva (The Look Of Love), soul-tónlist í anda Motown (In The Middle Of Nowhere) og svo gat hún líka verið sexí ef hún vildi (Son-of-a Pr- eacher Man). Öll þessi lög er að finna á safnplötunni „The Very Best Of Dusty Springfield", sem er nýkomin í búðir. Þetta er alls ekki fyrsta Dusty-safnplata sinnar tegundar. I mínu persónulega plötusafni er að finna SJÖ samskonar safndiska, og það versta er að lagavalið er það sama á þeim öllum. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin, auðvitað, og ágætt að almenningur skuli hafa aðgang að þessu ákveðna lagasafni á öllum tímum. Þessi diskur sem hér um ræðir er nær bein eftiröpun á „Dusty - The Silver Collection" sem kom reyndar út fyrir tíu árum, þannig að sannir aðdáendur þurfa að fjárfesta í end- urútgáfum LP-platnanna hennar á diskum til að fá allt kremið á kökuna. En ekki hafa áhyggjur - þeir eru hverrar krónu virði. Dusty var ekki bara einhver popp-dúkka sjöunda áratugarins í samfloti með Bítlun- - r um. Hún var alveg jafn „kúl“ og þeir! Hún vakti fyrst athygli þegar hún tróð upp í þjóð- lagatríóinu „The Springfields" ásamt bróður sínum, en hún elskaði svarta blús- og soultónlist (óskaði þess stundum að VERA Aretha Franklin). Hún söng þessa tegund tónlistar líka svo listavel, að þegar fyrsta sóló-smáskífan hennar, „I Only Want To Be With You“, hóf innreið sína inn á ameríska w vinsældalistann létu jafnvel svertingjar ERLENDAH Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður fjallar um Dusty Springfield og nýlega safnplötu með helstu lögum hennar. Engin popp- dúkka sj öunda áratugarins Dusty Spring- field var fyrsti tónlist- armaðurinn sem var sett- ur á „svarta listann" í Suður-Afríku. DUSTY Springfield að hætti Andy Warhol. blekkjast. Þeir héldu að hún væri einhver ný svört söngkona komin á samning hjá Motown. Á svarta listanum í Suður-Afríku Það var hún persónulega sem kynnti heimaland sitt (og restina af Evrópu) fyrir Motown, í sérstökum sjón- varpsþætti þar sem hún kynnti allar helstu stjömur Berrys Gordys til leiks. Þá fyrst fóru Motown-plötur seljast í Evrópu. Einnig var Dusty Springfield fyrsti tónlistarmaðurinn sem settur á „svarta listann" í Suður-Afríku, þegar hún neitaði að troða upp í tónleikasal þar sem blökkumenn voru aðskildir frá hvítum áhorfendum. Afleiðingarnar voru þær að hún var rekin úr landi, og fólk gerði sér fyrst grein fyrir því að „ap- artheid“ var dauðans al- vara. ATH. Þetta var árið 1964. „The world was a mess - her hair was per- fect!“ Dusty fékk tækifæri til að taka soul-röddina sína skref- inu lengra þegar henni var boðið að fara til Memphis í Bandaríkjunum að vinna með svörtum hljóðfæraleikurum og upptökuliði Arethu Franklin og Otis Redding. Afrakstur þess samstarfs var meistaraverkið „Dusty In Memphis“ (1969), þar sem alit í einu var mætt ný og sexí Dusty. Þar sannaði hún fyrir Memphis-strákunum að maður gæti vel sungið með sálinni án þess að þurfa að arga og garga. I staðinn læðist Dusty inn bakdyramegin, með sínum þræl-grúvandi sjarma, dregur hlustandann á tálar og myndar skilyrðislaust og algerlega einlægt samband við bæði lag, texta og þann sem hlustar. AðalsmeOurinn af þessari plötu, „Son-of-a Preacher Man“, naut gífurlegra vinsælda þegar hann kom út á sínum tíma, en þessi sama upptaka var svo notuð aftur árið 1994 í myndinni „Pulp Fiction", og sýndu þá endurnýjaðar vinsældir að platan hafði staðist tímans tönn. Aldrei ánægð með sjálfa sig Reyndar er það algjört hneyksli að aðeins þetta eina lag af „Memphis“-plötunni er not- að á „The Very Best Of Dusty“. Það er t.d. alger siðferðisleg skylda þeirra sem elska tónlist að heyra „The Windmills Of Your Mind“, takk fyrir. Dusty var haldin nær sjúklegri fullkomn- unaráráttu og minnimáttarkennd, sem leiddi smám saman til þess að hún var aldrei ánægð með sjálfa sig eða það sem hún var að gera. Þegar svo meistaraverkið „Dusty In Memphis" seldist ekki jafn vel og hún ætlaðist til upplifði hún það sem persónu- lega höfnun og fór að halla sér að bokkunni út frá því. Það leiddi til áfengis- og eitur- lyfjavandamáls, sem hún átti erfitt með að ná sér upp úr það sem eftir var ævinnar. Dusty var lesbía sem lifði aldrei fyllilega í sátt og samlyndi við tilfinningar sínar, vænt- anlega vegna strang-kaþólsks uppeldis. Við- brögð foreldra hennar við kynhneigð dóttur þeirra voru það lituð af fáfræði að það eina sem Dusty uppskar var að hata sjálfa sig. Það er kannski þess vegna sem hún getur tekið mann með sér inn í allan tilfmningaskalann; maður hlær með henni í „Wishin’ and Hopin’", grætur með henni í „I Just Don’t Know What To Do With Myself‘, og hún gjörsamlega jarðar mann með „If You Go Away“. Samstarf með Pet Shop Boys Eftir fjarveru frá vinsældalistum á átt- unda áratugnum (af því að Dusty var upp- dópuð einhvers staðar í Ameríku) hjálpuðu Pet Shop Boys-strákamir henni (sem voru gamlir aðdáendur síðan þeir voru átta ára) að eiga „come-back“ árið 1987 með laginu „What Have I Done To Deserve This?“. Það leiddi til frekara samstarfs með þessum meisturum tölvupoppsins og lög eins og „In Private" og „Nothing Has Been Proved" eru líka látin fylgja með á þessum nýja safndiski. Dusty Springfield tók gleði sína á ný, og nýir og mun yngri aðdáendur en hún átti að venjast bættust í hópinn. Ég er einn af þeim. Þess vegna er ég búinn að vera að skrifa þessa grein! Ef þig langar til að kynnast þessari skvísu er náttúrulega langbest að festa kaup á þessum „Very Best Of ...“-diski og þú ert í góðum málum ef þú splæsir í „Dusty In Memphis“-plötuna um leið, en hún var einmitt að koma út fyrir tæpum mánuði í endurbættri útgáfu með fullt af áður óút- gefnum aukalögum. Diskar af þessu tagi seljast líka vel á Islandi. Svipaður safndisk- ur, þar sem Dionne Warwick syngur lög Burt Bacharach, hefur verið í stöðugri sölu mánuðum saman ... enda erum við að tala um klassíska popptónlist! Ég get LOFAÐ ykkur því að þessi Dusty- diskur er í nákvæmlega sama gæðaflokki. Það fer allavega vel um Dionne og Dusty saman uppi í hillu hjá mér. - Einnig má líka nálgast ævisöguna „Dusty" eftir Lucy O’Brien í næstu bókabúð og svo má ekki gleyma því að það er starfræktur frábær að- dáendaklúbbur á Bretlandi þar sem maður fær fréttabréf og allt hitt góssið sem enginn annar fær að heyra, he he he. Póstfangið er: The Dusty Springfield Bulletin, PO Box 203, Cobham, KTll 2UG, England. Einnig geta tölvufíklar horfið á vit þessarar frábæru söngkonu með því að slá inn www.rainbow.net.au/~dustyAinks.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.