Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 67 Safnaðarstarf S Arleg kirkjureið til Langholtskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 16. maí, eru hestamenn boðnir sérstaklega velkomnir í Langholtskirkju. Hestamenn leggja af stað á gæðing- um sínum frá félagsheimili Fáks kl. 9.30 og kl. 10.30 frá hesthúsunum við Bústaðaveg, en messan hefst kl. 11. Fjórtán ár eru síðan þessi siður var tekinn upp og hefur haldist nær óslitinn síðan. Hestamannafélagið Fákur setur upp rafmagnsgirðingu við kirkjuna og sér um gæslu hestanna meðan á messu stendur og lögreglan aðstoð- ar hestamenn við að komast yfir Miklubraut. Lesarar og tónlistarmenn koma úr röðum hestamanna. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson en sr. Sigurður Haukur Guðjónsson pré- dikar, ritningarlestra annast Gunn- ar Eyjólfsson leikari og organleik- ari er Jón Stefánsson. Einsöng syngur Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Lárus Sveinsson hestamaður og trompetleikari mætir með dætrum sínum sem allar eru frábærir trompetleikarar. Einnig leikur Þor- kell Jóelsson á horn. Benda má á að Lárus Sveinsson hefur mætt ríð- andi úr Mosfellsbæ í nánast öll skiptin. Eftir messu gefst kirkjugestum kostur á að kaupa sér kjötsúpu í safnaðarheimili kirkjunnar. Poppmessa í Hjallakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 16. maí, á almennum messutíma kl. 11 verð- ur poppmessa í Hjallakirkju. Er þetta jafnframt síðasta poppmessa vetrarins. Slíkar guðsþjónustur hafa að jafnaði verið einu sinni í mánuði í vetur og gengið mjög vel. Hópur fólks flytur tónlist í léttum dúr, en þessi hljómsveit var stofnuð sérstaklega í tengslum við popp- messur í Hjallakirkju. Nú er kjörið tækifæri til að kynnast nýjungum í helgihaldi og lofa Drottin í gleði- söng. Fólk er hvatt til að koma og taka þátt í lifandi helgihaldi. 20 ára fermingar- börn heimsækja Hafnarfjarðar- kirkju Á MORGUN, sunnudag, munu 20 ára fermingarböm Hafnarfjarðar- kirkju heimsækja kirkju sína og taka þátt í messu þar sem hefst kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason, sóknar- prestur, mun annast messugjörðina, en hann fermdi þau vorið 1979. Þau sóttu þá nær öll nám í Lækjar- og Öldutúnsskólum. Þau eru nú 34 ára gömul og eiga mörg hver enn heima í Firðinum. Eftir messuna hittast þau síðan í kaffisamsæti í Hásölum Strand- bergs, hins nýja safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju og rifja upp fyrri kynni og endumýja vinabönd. Aðalsafnaðarfund- ur Grafarvogs- sóknar Á MORGUN, sunnudag, verður að- alsafnaðarfundur haldinn að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11. Boð- ið verður upp á súpu og brauð í há- deginu, en að loknum hádegisverði hefjast fundarhöldin. Áuk aðalfundarstarfa verður fjallað um alla mikilvægustu þætti safnaðarstarfsins. Skýrslur um starf kóranna, barna, unglinga og kirkjukórs verða fluttar. Greint verður frá starfi æskulýðsfélagsins sem starfað hefur í fjómm deildum í vetur. Einnig verður greint frá starfi mömmumorgna, kirkju- krakka, bænahópsins og starfi eldri borgara. Þá verður fjallað um bygg- ingu kirkjuselsins í Borgarholti og tíu ára afmæli safnaðarins sem haldið verður hátíðlegt sunnudag- inn 30. maí næstkomandi, en þá er rétt ár þangað til að kirkjan verður vígð hinn 18. júní árið 2000, á kristnihátíðarári. Við guðsþjónustuna mun sr. Vig- fús Þór Árnason sóknarprestur pré- dika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Kór Grafarvogs- kirkju, sem er á leið í konsertferð til Italíu, syngur undir stjórn Harðar Bragasonar organista og kórstjóra. Ekki þarf að geta þess að allt safnaðarfólk er boðið velkomið á fundinn sem ávallt hefur verið vel sóttur. Sóknarnefnd Grafarvogskirlqu. Kvennakirkjan í Fríkirkjunni í Hafnarfirði KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Fríkirkjunni í Haíharfirði sunnudaginn 16. maí kl. 20.30. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Anna Pálína Ámadóttir og Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson syngja. Kennd verða ný lög og tveir nýir sálmar verða frumfluttir, annar eftir Sigríði Magnúsdóttur og hinn eftir Eygló Eyjólfsdóttur. Kór Kvenna- ldrkjunnar, undir stjóm og við undir- leik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur, leið- ir sönginn. Sérstök áhersla er lögð á það í Kvennakirkjunni að endumýja sálma og sönglög og gera messu- formið frjálslegra. Á eftir verður kaffi í safnaðarheim- ilinu. Guðþjónustan er öllum opin. Lok vetrarstarfs og sumri heilsað í Bústaðakirkju ÞEGAR sumar hefur heilsað verður gjarnan breyting á safnaðarstarfi í kirkjum landsins. Stai-fið breytir um takt og tímasetningar breytast. Sunnudaginn 16. maí verða lok á barnamessum vetrarins. Þá verður farið í ferðalag frá kirkjunni klukk- an 11.00 og farið í óvissuferð, þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtun. Foreldrar og systkini eru velkomin með bömunum. Starf- ið í vetur hefur verið öflugt og vel sótt bæði af yngri sem eldri. Klukkan 14.00 verður guðsþjón- usta þar sem sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur messar. Vopnfirðing- ar em sérstakir gestir í messunni og Vopnfirðingafélagið er með messukaffi eftir messuna. Þetta er síðasta messan klukkan 14.00 því síðan verður messað kl. 11.00 fram á haust. Hátíðarguðsþjónstan á hvíta- sunnudag verður klukkan 11.00 með fjölbreyttri tónlist. Fyrir hönd starfsfólks Bústaða- kirkju vil ég þakka öllum samstarfið í 'vetur og óska öllum gleðilegs og bjarts sumars. Pálmi Matthíasson. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Á laugardag: Aðvenlkirkjan, Ingólfsstræti 19: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðs- þjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Árason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Unglingamir úr Reykjavíkursöfnuði. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Finn E. Eckhoff. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Elías Theodórsson. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Hafnarfjarðarkirkja. Kl. 11-12.30 opið hús í Strandbergi. Trú og mannlíf, biblíulestur og samræður. Leiðbeinendur sr. Gunnþór Ingason og Ragnhild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. Þri: Bæna- stund kl. 20.30. Mið: Samverustund unglinga kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Sumarfatnaður, sundföt, sumarjakkar og buxur, stuttbuxur, íþróttaskór og margt fleira. STÓRLÆKKAÐ VERÐ 30-80% AFSLÁTTUR Rýmum fyrir nýjum vörum NYTT K0RTATIMABIL Opið 10-16 laugardag ÚTILÍF GLÆSIBÆ, SIMI 581 2922 tollfrjáls hjá úrsmiðnum Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiriksson, Isafirði • CarlA. Bergmann, Laugavegi 55 Gullúrið, Mjódd • Helgi Guðmundsson, Laugavegi 82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 • Gilbert, Laugavegi 62 Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatorgi • Hermann lónsson, Veltusundi 3 Paul E. Heide, Glæsibæ • Klukkan, Hamraborg • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavik • Guðmundur B. Hannah, Akranesi - Gilbert, Grindavík • Karl B. Guðmundsson, Selfossi • Kornelíus, Skólavörðustig 8 • Helgi Sigurðsson, Skólavörðustíg 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.