Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bensín hækk- ar um 1,50 kr. lítrinn * Avörp og kórsöngur er hornsteinn var lagður að Sultartangavirkjun Morgunblaðið/Ásdís FORSETI íslands leggur hornsteininn, múrar upp í gatið, þar sem hann hefur komið fyrir blýhólki með teikningum og upplýsingum um framkvæmdimar. Honum til aðstoðar við múrverkið er Agnar Ólsen yfirmaður framkvæmdadeildar Landsvirkj unar. KLAPPAÐ fyrir kór Hreppamanna. Fremstur er Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir eiginkona hans og dóttir þeirra, þá Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar. Forsetinn hvetur til sátta um frekari virkjunarframkvæmdir NÝORTUR lofsöngur og hefð- bundin ávörp voru á dagskrá í stöðvarhúsinu að Sultartanga í gær, er lagður var hornsteinn að virkjuninni þar. Að athöfn lokinni var virkjunarsvæðið skoðað og síð- an þáðu gestir veitíngar í Árnesi, þar sem Steinþór Gestsson á Hæli ávarpaði gestí. í ávarpi sínu hnykktí hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, á mikilvægi þess að ná sáttum um frekari virkjunarframkvæmdir, þar sem líklegt væri að á komandi ti'mum skiptí ósnortin náttúra æ meira máli. Um það hvort hann væri með þessu að vara við frekari virkjanaframkvæmdum vildi hann ekki segja neitt frekar en það sem hann segði í ávarpi sínu. Virkjanir skapa verðmætt hugvit Vígslugestír komu saman á palli í stöðvarhúsinu, framan við djúpa gryfju, sem hýsa mun hverfla virkjunarinnar. Þá er verið að selja saman á staðnum og verður sá fyrri gangsettur í nóvember. Það kom spánskt fyrir sjónir að sjá hið fornfræga Skoda-merki stimpl- að þar á kassa, en hverflamir eru framleiddir af Skoda-verksmiðjun- unum í Tékklandi, sem nú em í eigu Volkswagen. Þegar virkjunin verður komin í gagnið verða Is- lendingar mestu raforkunotendur í heimi. í upphafi athafnarinnar söng Karlakór Hreppamanna nokkur lög undir sljóm Edith Molnar. Mesta athygli vakti lokalagið, lof- söngur til fossanna með von um að Hreppasjóður mætti dafna, nátt- úmöflin nýtast í hófi og þjóðin vera forsetanum eftirlát. Söngur- inn er eftír einn kórfélaga, Hrein Þorkelsson, skólameistara í Vill- ingaholtí, sem var fjarstaddur þar sem skólaslit vom hjá honum í gær. I ávarpi sínu minnti Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar Landsvirkjunar, á að við virkjunarframkvæmdir sköpuðu framkvæmdiraar sjálfar ekki að- eins verðmæti, heldur yrði tíl við þær verðmæt þekking. Sú þekking gæti orðið fmmauðlind, engu síður en auðlindirnar, sem verið væri að virkja og útflutningsverðmæti í sjálfu sér. Með þeirri þekkingu gætu íslendingar skipað sér á fremsta bekk á þessu sviði. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, rifjaði upp sögu hugmyndanna að virkjunum við Þjórsá, en sú saga hófst um síðustu aldamót með stórhuga áætlunum Einars skálds Benediktssonar. Sem dæmi um hve stórtækar áætlanir Einars og Fossafélagsins Títan vom minnti Friðrik á að í skýrslu norsks verkfræðings á snærum Tít- ans frá 1918 var gert ráð fyrir sex virkjunum á svæðinu, sem saman- lagt gætu framleitt 905 MW. Þegar Sultartangavirkjun verður tekin í notkun verður rafmagnsframleiðsl- an á svæðinu 705 MW. Núverandi áætlanir gera ráð fyrir einni virkjun fyrir ofan Búr- fell. Með henni verður vatnasviðið þar fullvirkjað. Til gamans gat Friðrik þess að Sultartangavirkjun gæti nokkurn veginn annað al- mennri orkuþörf höfuðborgar- svæðisins. Vitund sótt í ósnortna náttúru í ávarpi sínu benti Ólafur Ragn- ar Grímsson á að áður fyrr hefðu draumar um framfarir og farsæld verið bundnar virkjun fossa og fallvatna. Með Sultartangavirkjun kæmust íslendingar „í fyrsta sætí meðal þjóða heims í notkun raf- mangs á hvera íbúa“. Því markaði virkjunin merk tímamót. Siðan vék Ólafur Ragnar að því að virkjanimar við Sultartanga, Búrfell, Sigöldu og Hrauneyjafoss væm staðfestíng á því að „hægt er, þrátt fyrir ýmiss konar ágreining í upphafi og á Iangri leið, að ná sátt um sambúð náttúra og fram- kvæmda, vemdunar og velsældar." Á komandi öld gætu málin hins vegar þróast á annan veg, „ef við vöndum okkur ekki við hvert fót- mál undirbúnings og aðgerða", sagði Ólafur Ragnar. „Tíðarand- inn ber okkur nýja strauma og æskufólkið, sem senn mun standa í okkar spomm, sækir vitund sfna um þjóðerai og uppruna æ meir í hina ósnortnu veröld íslenskra óbyggða." Ólafur Ragnar benti á að landið yrði í vaxandi mæli „uppspretta og næring þeirrar samkenndar, sem gerir okkur að þjóð... Því mun vaxa ábyrgð og vandi allra þeirra, sem á nýrri öld verða kall- aðir til ákvarðana um virkjanir og mannvirki til orkufiutnings. í húfi eru ekki aðeins undirstöður efna- hags og iífskjara, heldur einnig og ekki síður sáttmálinn um sam- búð lands og þjóðar.“ Lokaorð ðlafs Ragnars vom að „farsæl friðargjörð" yrði að nást „um sérhveija nýja framkvæmd í orkubúskap Islendinga. Ella er hætta búin samkennd okkar og sjálfstæðisvitund." „Mitt er að yrkja, annarra að skilja," sagði Ölafur Ragnar Grímsson forseti og sagðist álíta að ræða hans skýrði sig sjálf, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort skilja mætti ávarp hans sem svo að hann væri að vara við umdeildum virkjunum á hálendinu. BENSÍN hækkaði í verði um 1,50 kr. lítrinn á uppstigningardag og er nú verðið á lítranum af 95 oktana bensíni 75,10 kr. hjá öllum oh'ufélög- unum þegar ekki er um sjálfsaf- greiðslu að ræða. Verðið á 98 okt- ana bensíni er 79,80 kr. lítrinn. Verðið á dieselolíu er óbreytt 28,20 kr. Bensín hækkaði síðast 1. maí um 1,50 kr. og þar áður í byrjun apríl- mánaðar um 1,90 kr. lítrinn. Bens- ínlítrinn hefur þannig hækkað um tæpar fimm krónur það sem af er þessu ári eða úr 70,20 kr. lítrinn af 95 oktana bensíninu í 75,10 kr. Reynir Guðlaugsson, innkaupa- stjóri Skeljungs, segir að með hækkuninni nú séu hækkanir á bensíni á alþjóðlegum mörkuðum að mestu komnar inn í verðið hér á landi. Skip hafi komið með farm af bensíni um síðustu helgi og með þessari hækkun nú ætti að vera bú- ið að jafna verðið að mestu. Verð á alþjóðlegum mörkuðum hafi jafnast og vonandi yrði næsti farmur á skaplegra verði. Hann sæi ekki fram á frekari verðbreytingar á bensíni á næstunni. Yfír 50 dollara hækkun Reynir sagði að verð á Rotter- dam markaði hefði verið í kringum 166 dollarar tonnið á 95 oktana bensíni í gær. Meðalverð í apríl hafi verið svipað, en verðið hafi verið rúmir 136 dollarar tonnið í mars- mánuði og 113 dollarar tonnið í febrúar. Verðið fór lægst í tæpa 111 doll- ara tonnið í desember síðastliðnum og hefur þannig hækkað um yfir 50 dollara tonnið á þessu tímabili. 250 dollarar 225 200 Bensín, 95 oktan Heimsmarkaðsverð, NV-Evrópa Dollarar hvert tonn frá jan. 1997 y—^ ! |~v "iMfi 'l CfpiM 1997 1998 >99 J FMAMJ JÁSONDJ FMAMJ JÁSONDJ FMA Grunnskólakennarar í Reykjavík sýna óánæg:íu sína með kjör í verki Rúmlega 100 hafa þegar sagt upp ALLS hafa 106 grunnskólakennarar í Reykjavík sagt upp störfum, en 30 uppsagnir bárust Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, má rekja flestar uppsagnirnar til óánægju með launakjör, eða um 75 þeirra. „Því er ekki að leyna að stór hluti þessa hóps núna segir upp vegna óánægju með laun,“ sagði Ingunn Gísladóttir, starfsmanna- stjóri hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. „Hlaut að koma að því“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblað- ið: „Auðvitað hlaut að því að koma að hringur- inn þrengdist hér í Reykjavík vegna þess að menn hafa verið að bjóða kennurum hærri laun vítt og breitt um landið, en það gera þeir auðvitað til þess að vera samkeppnishæfir við Reykjavík og Reykjavíkursvæðið um mennt- aða kennara,“ sagði borgarstjóri. „Við höfúm litið svo á að forsenda þess að við gætum samið um einhverja viðbót væri að við fengjum breytingar á kennslunni og fyrir- komulagi hennar, þannig að það fælist í því nýtt skipulag á skólastarfi," sagði Ingibjörg og bætti því við að ekki hefði enn tekist að semja útfrá þessum forsendum, hvorki í Reykjavík né Kópavogi. Nokkrir skólar hafa komið verr út úr upp- sögnum kennara en aðrir, en 15 af 46 kennur- um í Melaskóla hafa sagt upp störfum, 12 af 45 í Breiðholtsskóla og 13 af 22 i Fossvogsskóla. Þá hafa einnig þónokkuð margir kennarar í Selásskóla og Laugamesskóla sagt upp störf- um. Á fjórtánda hundrað kennarar eru í Reykjavík og sagði Ingunn að eðlilegt væri að einhver hópur kennara hugsaði sér til hreyf- ing§ að afloknu skólaári, en í fyrra sögðu 64 upp störfum, samanborið við 106 núna, eins og áður var getið. Ingunn sagði að ekki væri hægt að bera þessar tölur saman, þar sem óánægja með laun væri tilgreind sem aðalá- stæðan í flestum uppsagnarbréfunum nú. „Gert vegna kjarabaráttu“ „Þetta er náttúrlega gert vegna kjarabar- áttu - allir kennaramir em að segja upp vegna óánægju með laun,“ sagði Ragnar Þor- steinsson, skólastjóri Breiðholtsskóla, um uppsagnir kennara í skólanum. Hann sagði að í ljósi þess hversu lítil hreyfing hefði verið á starfsfólki skólans í gegnum tíðina yrðu þessar uppsagnir nú að teljast mjög óeðlileg- ar. Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla, var sammála Ragnari um að ekki væri um eðlilega hreyfingu á kennurum að ræða, því það kæmi mjög skýrt fram í uppsögnunum að óánægja með kjör og viðbrögð yfirvalda væri aðalástæða uppsagnanna. Ragna sagði að 14 af 15 kennurum skólans, sem hefðu sagt upp, hefðu gert það vegna óánægju með kjör. Ragna sagði að þeir kennarar Melaskóla, sem ekki hefðu sagt upp störfum, væm búnir að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra á fund á mánudaginn. Ragna sagði að á fundinum myndu kennararnir lýsa yfir áhyggjum vegna þess ástands sem nú væri að skapast í kennaramálum borgarinnar. Ingibjörg sagðist ætla að mæta á fundinn og sagðist vonast eftir því að þar færi fram mál- efnaleg umræða. Erfitt að skipuleggja skólastarf „Þetta er grafalvarlegur hlutur og er farinn að hafa áhrif nú þegar á skólastarf, það er erfitt að skipuleggja skólastarf næsta árs þegar þriðjungur áhafnarinnar er búinn að segja upp,“ sagði Ragnar, skólastjóri Breið- holtsskóla. „Ég veit ekkert hvað þetta fólk ætlar að fara að gera og ég er ekki viss um að það viti það sjálft á þessari stundu. En ég veit að það hefur verið haft samband við sumt af þessu fólki frá skólum í öðmm sveitarfélögum. Eðli málsins samkvæmt held ég að það komi ekki til með að ganga neitt að ráða fólk aftur í þessar stöður,“ sagði Ragnar. „Það eru á annað hundrað kennarar í Reykjavik sem era búnir að segja upp og að menn bíði í röð- um eftir að komast í þau störf, það gengur ekki upp í minni skynsemi.“ „Það hefur ekld komið fram hjá einum ein- asta kennara (Melaskóla) að þeir séu búnir að ráða sig einhvers staðar annars staðar," sagði Ragna, skólastjóri Melaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.