Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ American Automar, systurfyrirtæki Atlantsskipa A 51 prdsent hlutafjár í Transatlantic Lines LLC AMERICAN Automar Inc. skipafé- lagið í Bandaríkjunum er eigandi 51% hlutafjár í Transatlantic Lines LLC (TLL), sem séð hefur um hinn bandaríska hluta varnarliðsflutn- inga frá því á seinasta ári. Transatl- antic Lines er systurfyrirtæki Atl- antsskipa ehf sem sér nú um hinn íslenska hluta flutninganna en var nýlega hafnað í forvali forvalsnefnd- ar utanríkisráðuneytisins vegna væntanlegs útboðs hins íslenska hluta varnarliðsflutninga. Aðrir eigendur Transatlantic Lines eru Guðmundur Kjærnested og Brandon C. Rose, og er Americ- an Automar ekki með meirihluta í stjórn TLL heldur fer American Automar með helming atkvæða- vægis í stjóm á móti Guðmundi og Brandon Rose, að sögn Stefáns Kjæmested, framkvæmdastjóra Atlantsskipa ehf. American Automar hefur verið starfrækt í 16 ár og rekur 6 skip. Fyrirtækið flytur bæði verslunar- vöm fyrir herinn og samkvæmt samningum við bandaríska ríkið. Fyrirtækið var í 81. sæti yfir þau fyrirtæki sem unnið höfðu stærstu verkefnin fyrir bandaríska herinn á árinu 1997, samkvæmt vefsíðu Defense Daily Network á Netinu, www.defensedaily.com/reports/alp- hatable.htm. 25 manns vinna á skrifstofu fyrir- tækisins og nam velta þess um 15 milljónum dollara eða rösklega ein- um milljarði króna á seinasta ári, en eigur þess um 100 milljónum doll- ara eða rúmum 7 milljörðum króna. Nútímaleg stofnun fyrirtækis Stefán Kjæmested vildi benda á í samtali við Morgunblaðið að til Atl- antsskipa ehf. hefði verið stofnað með þeim nútímalega hætti sem nú væri að ryðja sér til rúms í við- skiptalífinu, og það væri fjarri því að reynsluleysi háði fyrirtækinu. „Þetta er leið sem mun verða far- in í æ meiri mæli í framtíðinni. Þú stofnar fyrirtæki utan um ákveðna viðskiptahugmynd eða vegna ákveð- inna samninga sem þú getur náð, og ræður undirverktaka til þeirra starfa sem vinna þarf. Þetta leiðir af sér að fyrirtæki sem koma að þessu verða sérhæfð- ari og betri á sínu sviði. Til dæmis má nefna að vöruhúsið sem við skiptum við lifir á því að meðhöndla vöru, svo að þeir eru mjög færir á því afmarkaða sviði. Ef það stendur sig ekki í því skiptum við einfald- lega við einhverja aðra. Þetta er það sem gerir Atlantsskip að mínu mati að mjög spennandi og sérstæðu fyr- irtæki,“ segir Stefán Kjæmested. „Fyrirtækið sem við leigðum skip af sérhæfír sig í að reka skip og manna þau, og sér um þennan hluta rekstrarins. Því fyrirtæki svipar því til Atlanta flugfélagsins sem leigir og rekur flugvélar fyrir önnur flug- félög. Þannig að þó að fyrirtækið Atlantsskip sé ungt er mikil reynsla sem býr að baki rekstrinum," segir Stefán. Stefán segir að ákveðið hafi verið Morgunblaóió/Ásdís Stefan Kjærnested: Mikil reynsla býr að baki Atlantsskipum þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins. að fara í samstarf við American'Au- tomai’ þar sem fyrirtækið hefur reynslu af að reka skip af því tagi sem þeir notuðu í flutningum milli Islands og Bandaríkjanna. Að sögn Stefáns eru tvö skip í rekstri á veg- um félaganna tveggja, TLL og Atl- antsskipa. Panaviota sé þeirra flaggskip og sigli fyrir Atlantsskip og Sly Fox sé á vegum TLL, en Atl- antsskip sjá um að selja fraktpláss fvrir verslunarvöru í bæði skipin. STUTTFRÉTTIR Microsoft eykur ítök I Bretlandi • Microsoft reynir að auka áhrif sín á sviði áskriftarsjónvarps í Bretlandi með því aö semja um kaup á 30% hlut í kap- alsjón- varpsdeild brezka fjar- skiptafyrirtækisins Cable & Wirel- ess fyrir 4 milljarða dollara, sam- kvæmt blaöafréttum. Fjármálastjóri Microsofts, Greg Maffei, hefur rætt við forstjóra C&W, Graham Wallace, aö því er Wall Street Journal hermir. Heimildarmenn segja að sam- komulag sé ekki f nánd, en fréttin leiddi til 4% hækkunar á veröi bréfa í kapalsjónvarpsdeildinni, C&W Communications. Viku áður hafði Microsoft eignazt 30% hlut í Telewest, næststærsta kapalsjónvarpsfyrirtæki Bretlands. Microsoft á 5% í þriöja stærsta kap- alfyrirtækinu, NTL. Að sögn Wall Street Journal reynir Microsoft að verja fjármunum til að eignast mikilvæga viðskiptavini og koma í veg fyrir að þeir skipti viö keppinautinn Network Computer Inc. Aöahluthafar Network Computer eru Oracle og America Online. TWAog Continental vinsælust FARÞEGAR helztu flugfélaga Bandaríkjanna voru ánægðastir með þjónustu TWA-flugfélagsins og Continental Air- lines í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu. TWA nýtur mestra vinsælda á styttri leiðum en 500 mflur, en Continental á lengri leiðum að því er fram kom í könnun ráðgjafarfyrir- tækisins J.D. Power & Associates og tímaritsins Frequent Flyer. Skýrslan er niðurstaða mats á 6.520 ferðum bandarískra farþega sem fljúga venjulega 27 sinnum fram og til baka á hverju ári í Bandaríkj- unum og utan þeirra. „Hafa ber í huga að tæpur helmingur flugfar- þega, sem ferðast oft, kvarta, borið saman við aðeins 25% notenda bíla- leigubfla og 15% hótelgesta," sagði talsmaður J.D. Power. Continental í Houston fékk hrós fyrir stundvisi, góða afgreiðslu, góð- an mat og kurteisi flugfreyja og þjóna. TWA í St. Louis var hrósað fyrir starfshætti, framboð á ferðum, þæg- indi og vildarkjör farþega sem fljúga oft. Nýtt skipulag á flug- rekstrarsviði Flugleiða SIGÞÓR Einarsson tekur við nýrri stöðu forstöðumanns við- skiptadeildar á flugrekstrar- sviði Flugleiða 1. júlí næstkom- andi. Viðskiptadeild mun bera ábyrgð á viðskiptaþáttum flug- reksturs félagsins, svo sem af- greiðslusamningum, stöðva- stjém erlendis, innkaupum tengdum flugrekstri og nýtingu framleiðsluþátta. Þá mun deild- in sinna samningsgerð vegna inn- og útleigu flugvéla, við- haldssamningum og áhafna- leigusamningum. Eitt helsta verkefni deildarinnar mun felast í eftirliti með öllum flugrekstr- arkostnaði, frammistöðumæling- um, markmiðasetningu og um- sjón með upplýsingakerfum. Þessar breytingar koma í beinu framhaldi af þeim skipu- lagsbreytingum sem kynntar voru hjá félaginu í byrjun maí. Þá var móðurfélaginu skipt í 6 afkomueiningar. Sú stærsta, sem veltir um 18 milljörðum króna, er millilandafarþegaflug. Guðmundur Pálsson stýrir flug- rekstrarsviði félagsins, gerð og framkvæmd fram- leiðsluáætlana fyrir flugreksturinn. Starfsemi flug- rekstrarsviðs felur í sér hina faglegu og tæknilegu stjórnun í samræmi við íslensk lög og alþjóðlega staðla evrópskra flug- málasljórna. Nýr þáttur í starfi sviðs- ins er heildará- byrgð á einum stað á flugrekstrar- kostnaði, sem nem- ur rúmlega 16 milljörðum króna árlega. Meginá- herslurnar í þessu starfí verða á kostnaðareftirlit og nýtingu allra framleiðslu- þátta flugrekstrarins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Flugleiðum hefur flugrekst- ur félagsins vaxið mjög ört und- anfarin ár. Framleiðsla félags- ins í millilandaflugi mæld í tonnkílómetrum hefur hér um bil tvöfaldast á sex ára tímabili. Sam- keppni í alþjóðafar- þegaflugi eykst stöðugt og meðalfar- gjald lækkar ár frá ári. Flugleiðir líkt og önnur flugfélög leita því allra leiða til aukinnar hag- kvæmni í rekstrin- um, sem byggist m.a. á öflugu kostnað- araðhaldi og há- mörkun á nýtingu framleiðsluþátta, að því er fram kemur í tilkynningunni. Sigþór Einarsson er hagverkfræðing- ur að mennt og réðst til félagsins vorið 1996. Hann var deildarsljóri gæðastjórnun- ardeildar 1996-1998, en hefur frá maí 1998 gegnt stöðu deild- arstjóra stefnumótunareildar á stefnumótunar- og stjórnunar- sviði. Hann er kvæntur Sigrúnu Guðmundsdóttur arkitekt, og eiga þau einn son. Sigþór Einarsson, nýr forstöðumaður viðskiptadeildar flugrekstrarsviðs. Alríkið i mál gegn American Airlines • Bandaríkjastjórn hefur farið í mál við flugfélagiö American Airlines sem er sakað um að brjóta lög um hringamyndun meö meintum einok- unarháttum. American Airlines er næststærsta flugfélag Bandaríkj- anna. Því er gefið að sök að reyna að einoka flugþjónustu til og frá Dallas-Fort Worth alþjóðaflugvellin- um í Texas. Amercan-flugfélagið er sakaö um að hafa margoft reynt að flæma minni og ný flugfélög frá flugvellin- um í Dallas með því aö bæta við ferðum og lækka fargjöld til að metta markaöinn. Því er haldið fram að þegar minni félögin hafi gefizt upp hafi fargjöld verið snarhækkuð á ný, stundum um allt að 50%. Joe Klein, sem fer með yfirstjórn hringamyndunarmála í bandaríska dómsmálaráðuneytinu, sagði að American Airlines hefði haft „hörmu- leg“ áhrif með framferði sínu, bæði á neytendur og keppinauta. Klein sakaöi American-félagið um yfirgang til að geta haldið einokunar- háttum sínum áfram. Þetta er fyrsta mál af þessu tagi, sem höföað hef- ur veriö gegn bandarísku flugfélagi síðan höft í greininni voru afnumin 1978. Furuhúsgögn Stólar Skrifstofuhúsgogn Dýnur Rúm Sófasett Sýningarsalur TM - HUSGOGN SIOUMULA 30 • SIMI 5S8 6822 Opið: Mán-fös 10-18 • Fim 10-20 • tau 11-16 • Sun 13-16 30 ára reynsla Hitaþolið gler Hert gler Eldvarnargler GLERVERKSMIÐJAN Samvcrk Eyjasandur 2 • 850 Hella ® 487 5888 • Fax 487 5907
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.