Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 107. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbnesk yfírvöld saka NATO um mannskæða árás á þorp í Kosovo Hundrað Kosovo-búar sagðir hafa beðið bana Bclgrad, Brussel, Washington. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ rannsakaði í gær ásakanir Serba um að flugvélar þess hefðu gert mannskæða árás á þorpið Korisa í suðvesturhluta Kosovo í fyrrinótt. Að minnsta kosti hundrað manns er sagt hafa fallið í árásinni og 50 særst. James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, útilokaði ekki að mannfallið hefði orðið vegna loftárása NATO en sagði að einnig væri hugsanlegt að serbneskar hersveitir hefðu gert sprengjuárásir á þorpið. áp FRÉTTAMENN skoða dráttarvélar sem eyðilögðust í árás á þorpið Korisa í Kosovo sem er sögð hafa orðið hundrað manns að bana. Serbar sökuðu NATO um árásina, en embættismenn bandalagsins sögðust ekki geta staðfest að flugvélar þess hefðu ráðist á þorpið. Segjast vissir um að sigra Borís Jeltsín Júgóslavneska fréttastofan Tan- jug hafði eftir serbneskum al- mannavamayfírvöldum í Pristina, höfuðstað Kosovo, að 100 manns hefðu beðið bana og 50 særst í árásinni en búist væri við að tala látinna myndi hækka. Fréttamenn fengu að skoða eyðilegginguna í Korisa og sögðust hafa séð líkams- hluta á víð og dreif í þorpinu og nokkur illa brunnin lík. Einn íbúa þorpsins sagði frétta- mönnunum að hátt í 700 flóttamenn hefðu verið í þorpinu þegar árásin var gerð. Þeir hefðu verið í felum í skógum í grenndinni í tíu daga en ákveðið að snúa heim og gista í þorp- inu um nóttina. „Þeir vörpuðu þrisvar sinnum á okkur sprengjum úr flugvélum sín- um. Þetta var hryllilegt," sagði þorpsbúinn og kvaðst sannfærður um að 150 manns hefðu fallið í árásinni. „Serbar gerðu harðar sprengju- árásir á svæðinu“ Talsmaður NATO, Jamie Shea, sagði að flugvélar NATO hefðu farið í 679 árásarferðir yfír Júgóslavíu í fyrrinótt og fleiri en nokkru sinni fyrr síðan lofthemaðurinn hófst 24. mars. Hann kvaðst ekki geta stað- fest að flugvélar bandalagsins hefðu gert árás á Korisa. James Rubin réð fjölmiðlunum frá því að trúa strax ásökunum Serba um að flugvélar NATO hefðu valdið mannfallinu. „Við vitum að Serbar gerðu harðar sprengjuárásir á svæð- inu,“ sagði hann. „NATO var með hernaðaraðgerðir á þessum slóð- um ... en við vitum ekki hvaða tjóni flugvélamar kunna að hafa valdið. Við rannsökum þetta mál eins ræki- lega og við getum.“ Eigi NATO sök á mannfallinu i Korisa er þetta mannskæðasta árás bandalagsins á óbreytta borgara í Júgóslavíu til þessa. NATO hefur viðurkennt ýmis mistök í hemaðar- aðgerðunum, meðal annars að hafa gert árásir á íbúðahverfi, farþega- lest, rútu og bflalest flóttamanna, auk árásarinnar á kínverska sendi- ráðið í Belgrad fyrir viku. Fer Ahtisaari til Belgrad? Stjómvöld í Belgrad segjast hafa flutt nokkrar hersveitir frá Kosovo en sendiherra Júgóslavíu í Grikk- landi sagði í gær að ekki kæmi til greina að flytja fleiri hermenn þaðan fyrr en NATO hætti loftárásunum. Viktor Tsjemomyrdín, sendimað- ur rússnesku stjómarinnar í Kosovo- málinu, kvaðst í gær ætla að fara aft- ur til Belgrad í næstu viku til að ræða friðartillögur sínar við júgóslavneska ráðamenn. Hann sagði ýmislegt benda til þess að frið- arumleitanimar myndu bera árang- ur en lagði áherslu á að loftárásum NATO yrði fyrst að linna. Rússnesk fréttastofa hafði eftir Tsjemomyrdín að hann myndi fara til Belgrad ásamt Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, sem er nú talinn geta gegnt mikilvægu hlutverki í friðarumleitununum. Ahtisaari sagði hins vegar eftir fund með Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að „mjög ólíklegt" væri að hann færi til Belgrad. Háttsettur evrópskur stjórnarerindreki sagði að finnski forsetinn myndi ekki fara þangað nema Rússar og Vesturveld- in næðu samkomulagi um hlutverk NATO í öryggissveitunum sem ráð- gert er að senda til Kosovo til að framfylgja hugsanlegu friðarsam- komulagi. ■ Saklaust fórnariamb/34 Barak gæti náð i • •• • / kjon a mánudag Jerúsalem. Reuters, Morgunblaðið. EHUD Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins í Israel, hefur aukið forskot sitt á Benjamin Netanyahu og líkurnar á því að hann verði kjörinn forsætisráð- herra í fyrstu atrennu á mánu- daginn kemur hafa aukist veru- lega, ef marka má skoðanakönn- un sem birt var í gær. Samkvæmt Gallup-könnun, sem birt var í dagblaðinu Maarfv, er munurinn á fylgi Baraks og Netanyahus 13 prósentustig; 48,5% sögðust ætla að kjósa Barak og 35,5% Netanyahu. Barak þarf aðeins að bæta við sig nokkrum þúsundum atkvæða ef arabíski frambjóðandinn Azmi Bishara dregur sig í hlé og lýsir yfír stuðningi við hann, ef marka má könnunina. Barak þarf að fá meirihluta atkvæðanná til að ná kjöri á mánudag en takist honum það ekki þarf að kjósa milli hans og Netanyahus 1. júm'. Þrír aðrir eru í framboði, en fylgi þeirra er lítið. Samkvæmt Gallup-könnun- inni ætla 4,6% að kjósa Yitzhak Mordechai, frambjóðanda Mið- flokksins, 2,5% Bishara og 2,1% þjóðernissinnann Benny Begin. 6,8% höfðu ekki gert upp hug sinn. Bishara ákveður sig í dag Búist er við að Bishara tilkynni f dag að hann dragi sig í hlé og fari svo eykst fylgi Baraks í 49,9%, ef marka má Gailup-könn- unina. Barak þarf því aðeins að tryggja sér atkvæði nokkurra þúsunda kjósenda, sem hafa ekki enn gert upp hug sinn, til að fá meirihluta atkvæðanna. Chemi Shalev, stjórnmálaskýrandi Ma- arív, sagði að verulegar líkur væru á því að Barak næði kjöri á mánudaginn. Moskvu. Reuters. ANDSTÆÐINGAR Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í dúmunni, neðri deild þingsins, kröfðust þess í gær að hann yrði sviptur embættinu fyr- ir „glæpsamlega" óstjóm á átta ára valdatíma sínum. Þingmönnum var heitt í hamsi þegar þeir ræddu hvort ákæra ætti forsetann til emb- ættismissis og andstæðingar hans sögðust vongóðir um að málshöfð- unin yrði samþykkt í dúmunni í dag. „Embættissviptingin myndi vera besta vísbendingin um að landið sé orðið lýðræðislegt. Valdið er orðið glæpsamlegt," sagði Stanislav Govorukhín, vinstrisinnaður þing- maður. „Eg er viss um að þingmennirnir eru nógu hugrakkir til að fella Jeltsín," sagði Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista. Gorbatsjov mætti ekki Umræðan um málshöfðunartil- löguna þótti einkennast af glund- roða. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, hunsaði beiðni andstæðinga Jeltsíns um að hann kæmi fyrir dúmuna til að bera vitni gegn forsetanum. Þingmenn- imir fengu ekld heldur tækifæri til að spyrja Pavel Gratsjov, fyrrver- andi vamarmálaráðherra, um þátt Jeltsíns í stríðinu í uppreisnarhér- aðinu Tsjetsjníu 1994-96 þar sem hann mætti ekki á þingfundinn. Að- eins fimm af 29 „sérfræðingum", sem boðið var að svara spumingum þingmannanna, komu fyrir dúmuna. Andstæðingar Jeltsíns vilja að hann verði ákærður fyrir að hefja stríðið í Tsjetsjníu, valda hmni Sov- étríkjanna 1991, fremja „þjóðar- morð“ á Rússum með efnahags- stefnu sinni, beita hervaldi til að kveða niður uppreisn þingmanna í Moskvu 1993 og eyðileggja rúss- neska herinn. Jeltsín verður ákærður til emb- ættismissis ef dúman samþykkir eitthvert ákæruatriðanna með a.m.k. 300 atkvæðum af 450. Gennadí Seleznjov, forseti dúmunn- ar, spáði því að a.m.k. 312 þingmenn myndu greiða atkvæði með því að Jeltsín yrði ákærður fyrir að hefja striðið í Tsjetsjníu. Þótt málshöfðunin verði sam- þykkt era litlar líkur á því að Jeltsín verði sviptur embættinu. Tveir æðstu dómstólar landsins og efri deild þingsins þurfa einnig að greiða atkvæði um ákærana og talið er mjög lfldegt að henni verði hafnað. < Reuters ARABÍSKIR stuðningsmenn Ehuds Baraks, leiðtoga Verkamannaflokksins í ísrael, halda á mynd af honum á kosningafundi hans f bænum Kfar Manda í gær, þremur dögum fyrir kosningarnar í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.