Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ Kasparov á stórmeist- aramóti í Sarajevo SKÁK Saraj evo BOSNA 99 16.-26. maí 1999 ENN eitt skákmótið með sterkustu skákmönnum heims hefst í Sarajevo á mánudaginn. Meðal þátttakenda er Gary Ka- sparov. Eftir frábæran árangur hans í Wijk aan Zee og Linares bíða skákáhugamenn spenntir eftir því að fá að fylgjast með taflmennsku hans í Sarajevo. Pað var ekki síst ótrúlega vand- aður byrjanaundirbúningur Ka- sparovs sem vakti aðdáun. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort hann haldi áfram að landa vinningum gegn sterkustu skák- mönnum heims nánast með byrjunarþekkingunni einni sam- an, eða hvort keppinautarnir hafl eitthvað lært af vinnu- brögðum hans á þessu sviði. Mótið í Sarajevo er í 19. styrkleikaflokki og þátttakend- ur eru: Gary Kasparov..............2.812 NigelD. Short..............2.697 Alexei Shirov .............2.726 Alexander Morozevich.......2.723 Michael Adams..............2.716 Veselin Topalov............2.700 Peter Leko ................2.694 Evgeny Bareev .............2.679 Jan H. Timman .............2.649 Ivan Sokolov..............2.610 Vladimir Kramnik var boðið að taka þátt í mótinu, en hann þáði það ekki. Nigel D. Short kom í hans stað. Þetta er sterkasta skákmót sem haldið hefur verið í Sara- jevo og er jafnframt eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið í heiminum á þessu ári. Tefldar verða níu umferðir, allir við alla. Tímamörkin eru 2 klst. á 40 leiki, síðan 1 klst. á 20 leiki og að lokum 30 mínútur til að ljúka skákinni. Það er Bosna taflfélagið í Sarajevo sem skipuleggur mót- ið. Bosna er mjög sterkt félag og varð m.a. Evrópumeistari 1994. Alþjóðlegt stórmeistara- mót hefur verið haldið árlega í Sarajevo um áratugaskeið. Þó hefur nokkrum sinnum orðið hlé á skákmótahaldinu. Þannig féllu mótin t.d. niður 1992-7 vegna stríðsástandsins í Bosníu- Herzegóvínu. Það er vissulega mikil framför að nú skuli haldið skákmót á þessum stað eftir átök sem leystu úr læðingi óhugnanlega grimmd þar sem enginn var óhultur á götum Sarajevo. Sarajevo er eins og flestir vita þekkt í mannkynssögunni. Einn afdrifaríkasti atburðurinn sem hefur átt sér stað þar var morð- ið á Franz Ferdinand erkiher- toga af Austurríki og konu hans Sophiu Chotek, furstafrú af Hohenberg. Þau voru bæði skotin til bana í Sarajevo sum- arið 1914, og hleypti sá atburður af stað fyrri heimsstyrjöldinni. Sarajevo er þó einnig þekkt fyrir ýmsa jákvæðari viðburði. Þannig voru 14. Vetrarólympíu- leikarnir haldnir í borginni 1984. Þrír jafnir á atkvöldi Hellis Þorvarður Fannar Ólafsson, Sigurbjöm Björnsson og Rolf Stavnem sigruðu á atkvöldi Hellis hinn 10. maí og fengu all- ir fimm vinninga í sex umferð- um. Þorvarður sigraði í fímm fyrstu skákunum, en tapaði fyr- ir Sigurbirni í síðustu umferð. Sigurbjörn tapaði hins vegar í fyrstu umferð fyrir Sæbirni Guðfínnssyni. Daninn Rolf Stav- nem tapaði fyrir Þorvarði. Eftir stigaútreikning hreppti Þor- varður Fannar efsta sætið, Sig- urbjörn varð annar og Rolf þriðji. Urslit urðu sem hér seg- ir: 1. Þorvarður Fannar Ólafsson . .5 v. 2. Sigurbjörn Björnsson..........5 v. 3. Rolf Stavnem ..............5 v. 4. -7. Gunnar Björnsson.......4 v. 4.-7. Sæbjörn Guðfinnsson ... .4 v. 4.-7. Kjartan Guðmundsson ... .4 v. 4.-7. Vigfús Óðinn Vigfússon .. .4 v. 8.-12. Andrés Kolbeinsson.....3 v. 8.-12. Finnur Kr. Finsson.....3 v. 8.-12. Kristbjörn Björnsson ... .3 v. 8.-12. Ingibjörg Edda Birgisd. .3 v. 8.-12. Benedikt Egilsson .....3 v. o.s.frv. Skákstjórar voru Vigfús Óð- inn Vigfússon og Gunnar Björnsson. Næsta atkvöld verð- ur haldið mánudaginn 7. júní kl. 20. Eiríkur efstur á unglingaæfingum Eiríkur Garðar Einarsson hefur náð bestum samanlögðum árangri á barna- og unglingaæf- ingum Taflfélagsins Hellis frá því sl. haust. Gústaf Smári Björnsson er í öðru sæti og hafa þessir þveir töluvert forskot á næstu keppendur. Gefin eru þrjú stig fyrir efsta sæti, tvö stig fyrir annað sæti og eitt stig fyrir þriðja sæti. Eftirtaldir skákmenn hafa náð tíu stiga markinu: Eiríkur Garðar Einarsson ... 57 st. Gústaf Smári Björnsson.......37 st. Atli Freyr Kristjánsson ....14 st. Helgi Egilsson...............12 st. Stefán Ingi Amarson ........11 st. Benedikt Óm Bjarnason........10 st. o.s.frv. Knútur Birgir Otterstedt sigraði á unglingaæfingu Hellis sl. mánudag. Knútur hlaut 6V2 vinning i 7 umferðum. Næsta unglingaæfíng verður haldin á mánudaginn kl. 17:15. Öll börn og unglingar á grunnskólaaldri eru velkomin. Ekkert þátttöku- gjald. Hraðskákmót Grand-Rokks Meistaramót Taflfélags Grand-Rokks verður haldið laugardaginn 15. maí klukkan 14. Allir félagar og aukafélagar eiga rétt til þátttöku. Efstu menn hjóta verðlaun. Þátttöku- gjald er kr. 500. Skráning fer fram á Grand-Rokk, Smiðjustíg 6. Einnig er hægt að skrá sig í síma 697 6256. Fullorðinsmót á mánudag Taflfélagið Hellir hefur nú hleypt af stokkunum nýjum þætti í starfsemi félagins þar sem boðið er upp skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Fimmta fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 17. maí og hefst klukkan 20. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Tefldar verða 7 skákir eftir Monrad-kerfi. Tímamörk eru 10 mínútur á skák. Þátttaka í þessu fimmta fullorðinsmóti er ókeypis. Gunnar Björnsson og Stefán Arnalds sigruðu á síðasta full- orðinsmóti Hellis, sem haldið var í aprfl. Eins og áður sagði eru mótin aðeins hugsuð fyrir 25 ára og eldri. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjón- armanna skákþáttar Morgun- blaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 27.5. meistaramót Skákskólans 29.5. S.í. aðalfundur 30.5. Hellir. kvennamót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakka fyrir góða þjónustu ÉG vil þakka fyrir góða þjónustu á Cafe Mílanó í Skeifunni. Við pöntuðum okkur brauð en það slys varð að kunningjakona mín missti brauðið sitt í gólfið. En áður en hún gat tekið brauðsneiðina upp var þjónustustúlkan komin með aðra brauðsneið handa henni í staðinn fyrir þá sem hún missti. Finnst okkur þetta alveg einstök þjónusta. Elísabet Aradóttir. Stórslys í uppsiglingu ÞAÐ er örsjaldan sem við Reykvíkingar höfum tæki- færi til þess að byggja nýtt hús í miðbæ borgarinnar og þegar það gerist er um að gera að vanda valið vel því að þessi hús koma til með að standa um ókomna tíð, börnum og barnaböm- um til ánægju vonandi. En nú stendur til að byggja þama einn kassann enn við Lækjargötuna. Ef af yrði væm það hrikaleg mistök. Við verðum að var- ast að gera ekki sömu mis- tökin og þegar Morgun- blaðshöllin var byggð í Að- alstrætinu. Fljótt á litið virðist þarna vera sams konar kassi á ferðinni. Arkitektar og forráða- menn borgarinnar verða að hugsa djarft og hugsa langt fram í tímann og byggja þarna gott og fal- legt hús. Kannski ættu þeir að leita fanga í Barcelona þar sem túristar koma jafnvel bara til að horfa á arkitektúrinn. Ver- um vel á verði gagnvart öllum nýbyggingum í mið- bænum. Miðbæjaríbúi. Um laun þingmanna ÉG VAR að lesa leiðara Morgunblaðsins um að nú væri rétti tíminn til að hækka laun þingmanna í góðærinu, þeir væm ekki of hátt launaðir. En ég vil spyrja á móti: Ef um at- vinnuíyrirtæki væri að ræða, hvernig færi ef góð- ærinu lyki, myndu laun þingmanna lækka aftm- á sama hátt og farið er fram á við launafólk hjá atvinnu- fyrirtækjum? Mér blöskr- aði þetta dálítið. 051223-2259. Gott ráð við arfa ÞAÐ hefur verið mikið um auglýsingar um eiturefni til að láta í trjábeð og blómabeð til að eyða arfa. Ég uppgötvaði þegar allt var á kafi í arfa hjá mér, en þá setti ég niður eina plöntu af gleymmérei, að plantan sáði sér vítt og breitt um garðinn og nú sést hvergi arfi. Þetta gerðist af sjálfu sér. Finnst mér þetta betra ráð en að eitra jarðveginn endalaust. Garðeigandi. Tapað/fundið Hliðartaska týndist OFIN hvít taska, hliðar- taska, með fuglum á annarri hlið og fólk á hinni, týndist föstudaginn 7. maí á stoppistöð á Grensásvegi eða á leiðinni þangað úr Mætti. Skilvis fínnandi hafi samband í síma 552 3578 eða 5516557. Töskunnar er sárt saknað. Dýrahald Labrador eða golden retriever-hvolpur óskast LABRADOR eða golden retriever-hvolpur óskast, allt að þriggja ára gamall. Þarf ekld að vera hrein- ræktaður, helst gefins. Upplýsingar gefur Sólveig í síma 525 5733 eða 898 7661. Kettlingar fást gefins GULLFALLEGIR og kassavanir kettlingar fást gefms. Upplýsingar í síma 561 8486. Dísarpáfagaukur í óskilum GRAR dísarpáfagaukur flaug inn um glugga á Keilugranda sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 562 3304 og 698 9780. Eins árs högni óskar eftir heimili HÖGNI1 árs grár og hvít- ur, kassavanur og mjög blíður óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 568 5105. HÖGNI HREKKVÍSI SKAK limsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á al- þjóðlegu móti í Cutro á Ítalíu í vor. Mikhail Kra- senkov (2.640), Pól- landi, hafði hvítt og átti leik gegn Rússanum Igor Efimov (2.490), sem nú teflir fyrir Ítalíu. 26. Hxe3! - dxe3 27. Dc4+ - Kg7 28. e6+ - og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát í þremur leikjum. Krasenkov sigraði á mót- inu með 8V2 vinningi af 11 mögulegum, en næstur kom Rússinn Episín með 8 v. og vinnur Kh6 29. Rg3 HVITUR leikur Víkverji skrifar... VÍKVERJI er meðlimur í kilju- klúbbi Máls og menningar og hefur verið það lengi. Hefur sú ráð- stöfun komið sér vel enda er Víkverji í hópi fjölmargra íslendinga, sem hef- ur þann hátt á að „lesa sig í svefn“. Með þátttöku í kiljuklúbbnum er tryggt að alltaf er nóg af bókum á náttborðinu, þær berast inn um bréfalúguna með vissu millibili, þrjár í senn og greiðir Víkverji aðeins um þúsund krónur íyrir hverja sendingu, sem ekki getur talist mikið. Að vísu verður að segjast eins og er, að sumar bækumar eru varla prentsvertunnar virði. Þó eru þær fleiri sem Víkverji les sér til gagns og ánægju og af og til er um að ræða hreinar bókmennta- perlur, sumar hverjar þekkt verk efl> ir viðurkennda höfunda. Eins slæðast með góðar bækur eftir óþekkta höf- unda, sem eflaust hefðu farið framhjá Víkverja, væri hann ekki meðlimur í bókaklúbbnum. xxx ANNIG barst hér á dögunum inn um bréfalúguna einstæð bók eftir bandarískan höfund, Forrest Carter, sem Víkverji hefur ekki heyrt getið um áður, en höfundurinn lést árið 1979, þá tiltölulega óþekktur. Bókin ber heitið „Uppvöxtur Litla trés“, (The Education of Little Tree á frum- málinu), og fjallar um lítinn dreng af kynþætti Séróka-indíána, sem leitar skjóls í fjallakofa afa síns og ömmu þegar hann missir foreldra sína við upphaf heimskreppunnar miklu. Vin- sældir sögunnar fóru hægt af stað, en á síðustu tveimur áratugum hefur hún selst í miklu upplagi og verið þýdd á ótal tungumál. Hér er hún í ágætri þýðingu Gyrðis Elíassonar. x x x SAGAN af uppvexti Litla trés er skemmtileg aflestrar og geislar af kátínu, en þó má lesa út úr henni harmsögu fólks, sem mátti horfa upp á menningu sína fótum troðna af hin- um hvítu valdsherrum, sem tóku frá þeim landið er hafði fóstrað þjóð þeirra kynslóð fram af kynslóð. I upp- vexti sínum hjá afa og ömmu kynnist Litla tré menningu og siðum indíána og lærir að horfa á heiminn með þeirra augum. Sá sjónarhóll er harla ólíkur þeim, sem við bleikneíjar eig- um að venjast, einkum hvað varðar viðhorf og umgengni við Móður nátt- úru. Það er margt í sögunni af upp- vexti Litla trés sem vakti Víkverja til umhugsunar, til dæmis þetta: „Amma sagði að allir hefðu tvenns- konar vitund. Önnur vitundin sneri að nauðsynjum daglegs lífs. Maður varð að nota hana til að sjá fyrir hvemig ætti að útvega sér fæði og húsaskjól og annað sem að nauðþurftum laut. Hún sagði að maður yrði að nota hana til að finna sér maka og eignast afkvæmi og slíkt. Hún sagði að við yrðum að hafa þessa vitund til að geta haldið áfram að lifa. En hún sagði að við hefðum aðra vitund sem kæmi þess háttar ekkert við. Hún sagði að þetta væri hin andlega vitund. Amma sagði að ef maður notaði efnislegu vitundina til að hugsa ágjarnar eða slæmar hugsanir; ef maður væri sí og æ að sauma að fólki með henni og hugleiða hvemig maður gæti hagnast á því veraldlega, þá mundi andlega vitundin rýma uns hún yi'ði ekki stærri en valhneta... - Náttúrulega vom skilningur og ást það sama, sagði hún; nema fólk færi svo oft öfugt að þessu, reyndi að láta sem því þætti vænt um hluti án þess að það skildi þá. Og það er ekki hægt. Eg sá strax í hendi mér að ég ætlaði að reyna að skilja næstum alla, því ég vildi sannarlega ekki sitja uppi með anda á stærð við valhnetu..." Að mati Víkverja eiga þessi orð er- indi til okkar allra. Ekki viljum við sitja uppi með anda á stærð við val- hnetu, - eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.