Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGAKDAGUR 15. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
• •
» Oryggismál
smábáta
í NÝJUSTU skýrsl-
unni um öryggismál
kennir margra grasa,
einkum og sér í lagi
um öryggismál smá-
báta og virðist víða
pottur brotinn. Með
vaxandi fjölda og
"•** þyngri sókn á miðin
verður það brýnna að
koma öryggismálum
smábátanna í betra
horf.
í Hafnarfjarðar-
höfn
Á dögunum brá ég
mér til gamans í
Hafnarfjarðarhöfn til
að fylgjast með og skoða smábát-
ana eins og maður gerir gjarnan
um helgar. Fjöldinn af bátum ber
Örygg
Gera verður þá kröfu
til Siglingastofnunar,
segir Jóhann Páll
Símonarson, að hún
stórauki eftirlit með
þessum bátum og
öðrum skipum.
j því vitni að nóg er að gera í sjáv-
arútvegi, en maður þarf ekki að
skoða lengi til að sjá að öryggis-
málum er ábótavant, eða réttara
sagt: Eftirliti með smábátum virð-
ist áfátt.
Ég sá 10 eða 15 báta í Hafnar-
fjarðarhöfn sem voru komnir fram-
yfir á skoðunartíma. Þetta er fyrst
og fremst eigendanna að sjá um
þessi mál, en þetta snýst líka um
eftirlitið með bátim-
um. Það ótrúlegt að
horfa uppá þetta, að
sjá bát eftir bát sem
kominn er þrjá mánuði
fram yfír skoðunar-
tíma. Þetta er sérstak-
lega athyglisvert þeg-
ar þetta er borið sam-
an við aðfinnslur
Rannsóknamefndar
sjóslysa sem finna má í
nýjasta riti nefndarin-
anr um sjóslys á árinu
1995.
Úr skýrslu
nefndarinnar
Þegar gluggað er í
skýrslu nefndarinnar sker í augu
að alvarlegar aðfinnslur hafa yfir-
leitt verið gerðar við smábáta sem
lent hafa í sjóslysum.
Eitt dæmið sýnir að björgunar-
báturinn var ekki nógu stór fyrir
áhöfnina, að neyðarsendir hafði
ekki nægilegan sendistyrk og
þannig mætti lengi telja. Niður-
staða nefndarinnar er meðal ann-
ars sú í þessu dæmi, að það sé óvið-
unandi að öryggisbúnaður sé al-
mennt svo lélegur að hann reynist
ítrekað vera ónothæfur.
Hér er nefndin greinilega að
beina spjótum sínum að þeim sem
bera ábyrgð á rekstri báta og þeim
sem hafa eiga eftirlit með smáum
bátum og stórum, eða Siglinga-
stofnun Islands.
Annað dæmi úr skýrslunnni:
Ekki var tilkynnt um ferðir báts,
skipverjar höfðu ekki sótt nám-
skeið Slysavarnaskóla sjómanna,
að báturinn gat í heild borið tæp-
lega fjögurra tonna þunga, en
þungi veiðarfæra, afla og vista er
talinn hafa verið um 7 tonn, eða
tæplega tvöfalt meiri en talið var
rétt.
Jóhann Páll
Sfmonarson
Kínversk yfirvöld
, endurskoði afstöðu
til mótmæla
HINN 4. júní 1989 söfnuðust kín-
verskir námsmenn saman á Torgi
hins himneska friðar í Peking til
þess að krefjast
með friðsamlegum
hætti lýðræðis-
legra breytinga í
Kína. Eins og kom
fram í fjölmiðlum
á þeim tíma end-
uðu þessi mótmæli
með blóðsúthell-
ingum og eru af-
^ leiðingar þess atburðar enn ófyrir-
^ 5 séðar. Hin nýlegu mótmæli gegn
sendiráðum aðildarrfkja NATO í
Kína minna á virkni námsmanna í
Kína en sýna jafnframt að mótmæli
geta oft eingöngu farið fram með
samþykki ríkisvaldsins.
í kjölfar nýlegs aðalfundar ís-
landsdeildar Ámnesty Intemational
minnast samtökin þess að 10 ár eru
liðin frá því að hinir hörmulegu at-
burðir áttu sér stað á Torgi hins
himneska friðar með því að safna
undirskriftum til þess að skora á
kínversk stjórnvöld að endurskoða
afstöðu sína til mótmælanna. Am-
nesty Intemational fer fram á að
þeir einstaklingar sem era ábyrgir
fyrir þeim mannréttindabrotum sem
vora framin verði látnir sæta ábyrgð
og að allir samviskufangar sem eru í
haldi vegna þátttöku í mótmælunum
1989 verði látnir lausir.
Jafnframt er þess krafist, í sam-
- *ræmi við Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna, að án tafar
Mótmæli
Hin nýlegu mótmæli
gegn sendiráðum aðild-
arríkja NATO í Kína
minna á virkni náms-
manna í Kína, segir í
yfírlýsingu Amnesty
International, en sýna
jafnframt að mótmæli
geta oft eingöngu farið
fram með samþykki
ríkisvaldsins.
verði látið af ofsóknum, handtökum
og fangelsun kínverskra borgara
sem nýta sér lögmætan rétt sinn til
skoðanafrelsis, trúfrelsis og þess að
safnast saman.
Áskoranin liggur frammi til und-
irskriftar þar til í lok júni, á skrif-
stofu íslandsdeildar Amnesty
Intemational að Hafnarstræti 15.
Einnig er hægt að hafa samband við
skrifstofuna í gegnum heimasíðu
samtakanna en slóð hennar er eftir-
farandi: http://www.amnesty.hi.is
Yfirlýsingin er frá fslandsdeild
Amnesly Intemational.
UMRÆÐAN
Um þetta segir Rannsóknar-
nefnd sjóslysa að skipstjórinn hafi
lesið eitthvað af „doðranti" um
stöðugleikann fyrir bátinn, „en
hann væri ekki á mannamáli og
hafði hann fleygt honum upp í
hillu“. Og niðurstaða nefndarinnar
er þessi: Vítaverð ofhleðsla og van-
þekking um stöðugleika oUu því að
bátnum hvoldi.
Hvað er til ráða?
Ef menn hlaða flugvél með „víta-
verðum" hætti eða vita ekki hvern-
ig flugvélin hagar sér í loftinu og
brotlenda véhnni þá era menn
sviptir réttinum tU að stjóma loft-
fari. Þeir sem ekki kunna á bíl, eða
haga sér eins og hálfvitar í umferð-
inni, era venjulega sviptir ökurétt-
indum. Sumir tímabundið og aðrir
ævilangt.
Ég hef aldrei skiUð af hverju
svipuðum viðurlögum er ekki beitt
við sigUngu skipa. Kannski er það
útbreiddasti misskilningur í þjóðfé-
laginu að sjómannsþjóðin kunni al-
veg sjálfkrafa að sigla og hlaða
skip eða að það sé sjálfsagt, að ís-
lenskir sjómenn séu svo kaldir
karlar að þeir þurfi ekki að not-
færa sér algengustu björgunartæki
og hafa þau í góðu lagi.
I þessu sambandi verður að gera
þær kröfur til þeirra sem reka bát-
ana og eiga, að þeir fjárfesti í góð-
um gúmmíbátum, góðum ullarfatn-
aði í bátunum eins og slysavama-
konumar prjónuðu í bátana fyrir
nokkrum áratugum og væri nær að
lögleiða þennan fatnað í stað
ónýtra álpoka. Svo verður að gera
þá kröfu til Siglingastofnunar að
hún stórefli eftirlit með þessum
bátum eins og öðram sldpum. Mað-
ur á ekld að geta séð á góðum
sunnudegi 10 til 15 báta sem komn-
ir era fram yfír skoðunartíma.
Höfundur er sjómaður í
trúnaðarmannaráði SR.
ENN knýr Álfurinn
dyra og vill beina at-
hygli þinni að málefn-
um þess unga fólks
sem lent hefur í ógöng-
um ofneyslunnar.
Æskan er framtíðin,
er oft sagt. Nei, æskan
er samtíðin, hún kallar
á okkar athygli, um-
hyggju, krafta nú. Og
það þolir ekki bið, við
megum engan tíma
missa. Tölumar um
fjölda ungs fólks, vart
af barnsaldri, sem þarf
meðferð vegna of-
neyslu era svo hræði-
legar, að það er þyngra
en táram taki. Vegna þess að þar að
baki býr meiri neyð og sorg en við
getum ímyndað okkur. Neyðin æpir
á móti okkur.
Álfasala
Við stöndum í mikilli
þakkarskuld við SÁÁ,
segir herra Karl Sigur-
björnsson. Þess vegna
hljóta allir að taka því
vel þegar SAA leitar
------------------------
liðsinnis okkar og Alf-
urinn góði knýr dyra.
Það er löngu ljóst að þörf er sam-
stilltra aðgerða til bjargar, og þar
þurfa allir að leggjast á eitt. Guð
blessi allt það góða fólk
sem leggur fram krafta
sína í þeim efnum. Og
alla þá sem leggja sig
fram við björgunarað-
gerðir til að forða frá
vá og hjálpa fólki út úr
ógöngum vímufíknar-
innar. Við stöndum í
mikilli þakkarskuld við
SÁÁ í þeim efnum.
Þess vegna hljóta allir
að_ taka því vel þegar
SÁA leitar liðsinnis
okkar og Álfurinn góði
knýr dyra. Við hljótum
að fagna því tækifæri
sem hann gefur að fá
að leggja SÁÁ lið við
uppbyggingu meðferðar fyrir ungt
fólk, við sem er ekki sama, við sem
skelfumst óheillaþróun vímuefna-
neyslunnar í íslensku samfélagi og
viljum snúa henni við.
Það er vissulega við ramman reip
að draga í menningu sem falbýður
ótal gervilausnir og leiðir til að flýja
og slæva sársaukann í lífinu og sfytta
sér leið til gleðinnar. Hið alþjóðlega
fjármagn eiturbyrlaranna finnur ótal
vegi til að ginna hina ungu í for-
arpytti og nöðruholur neyslunnar.
Við verðum að fara að gefa því
aukinn gaum að vímufíkn er ekki
síst andlegs eðlis, andlegt vanda-
mál. Og lækningin er umfram allt
þar. Lækningin, lausnin, er trú, von
og kærleikur og þeirra er kærleik-
urinn mestur. Guð gefi okkur þann
kærleika, kærleika til hinna ungu,
ást til lífsins, og þess alls sem lífið
eflir og því hlúir.
Höfundur er biskup íslands.
Æskan er
samtíðin
Karl
Sigurbjörnsson
Skoðanakannanir
og lýðræði
LÝÐRÆÐI merkir
bókstaflega stjórn
fólksins, meirihlutans,
fremur en stjórn ein-
staklings eða einstaks
hóps. Sú tegund lýð-
ræðis, sem við búum
við, er svokallað kosn-
ingalýðræði, þ.e. við
kjósum fulltrúa okkar
til að stjóma, en tökum
sjálf ekki þátt í stjóm-
uninni, eins og gert var
í lýðræðum Fom-
Gríkkja. Til þess að
lýðræðið sé sem
virkast eru flestir sam-
mála um að upplýs-
ingastreymi um stefn-
ur þeirra sem bjóða sig fram til að
stjóma fyrir okkur sé sem mest og
best. Á síðustu áram hafa skoðana-
kannanir um fylgi flokka gerst æ al-
gengari, og hefur þeirri spumingu
skotið upp, hvort banna eigi skoð-
anakannanir, einkum stuttu fyrir
kosningar. Margir telja óæskilegt
að banna dreifingu á niðurstöðum
skoðanakannana, jafnvel rétt fyrir
kosningar, á þeim grandvelli að hér
sé um að ræða upplýsingar eins og
hverjar aðrar, sem alltaf séu æski-
legar. Hér ætla ég ekki að taka end-
anlega afstöðu til þess, hvort og þá
undir hvaða kringumstæðum banna
ætti birtingu á niðurstöðum slíkra
kannana, en mig langar til að benda
á, að upplýsingar um slíkar niður-
stöður era ekki eins og hveijar aðr-
ar upplýsingar.
Við getum ekki svarað djúpum
spurningum um eðli lýðræðis hér,
en það hlýtur að vera eitt af mark-
miðum kosningalýðræðis, og jafnvel
mikilvægasta markmið, að kosning-
ar endurspegli sem best raunvera-
legan vilja kjósenda varðandi þau
málefni, sem kosið er um. Köllum
upplýsingar, sem stuðla að þessu
markmiði, lýðræðis-
virkar, og þær sem
vinna gegn því, lýðræð-
ishamlandi.
Einnig mætti kalla
venjulegar upplýsingar
af sama tæi og er að
finna í stefnuskrám
frambjóðenda, fyrsta
stigs upplýsingar, og
upplýsingar um það,
hvemig aðrir ætla að
kjósa, eða munu senni-
lega kjósa, annars stigs
upplýsingar: það eru
upplýsingar um atburð,
sem ræðst af því,
hvemig þessar upplýs-
ingar sjálfar eru.
Ég vil halda því fram, að grand-
vallareðlismunur sé á annars stigs
og fyrsta stigs upplýsingum, að
Lýðræði
Eru upplýsingar um
niðurstöður skoðana-
kannana á undan kosn-
ingum lýðræðisvirkar?
spyr Erlendur Jónsson.
Ymislegt sýnist mér
benda til þess, að
svo sé ekki.
unnt sé að banna upplýsingar af
fyrra tæinu án þess að þurfa um leið
að banna upplýsingar af því seinna.
Segja má, að allar upplýsingar
um stefnuskrár frambjóðenda, um
það fyrir hvers konar málefnum
hver frambjóðandi hyggst beita sér,
eða almennt allar fyrsta stigs upp-
lýsingar, séu lýðræðisvirkar.
Á hinn bóginn má segja, að (ann-
ars stigs) upplýsingar um það,
hvernig einstakir kjósendur greiða í
raun og vera atkvæði (eins og gerist
t.d. þegar kosið er með handaupp-
réttingu), séu allajafna ekki lýð-
ræðisvirkar. Það er ástæðan fyrir
því að við höfum leynilegar kosning-
ar: ef þær væra það ekki, væri unnt
að beita ýmiss konar þrýstingi á
kjósendur þannig að niðurstaða
kosninganna endurspegli ekki raun-
veralegan vilja þeirra.
Við höfum sem sagt tvö skýr
dæmi, annars vegar um upplýsingar
sem era greinilega lýðræðisvirkar,
og hins vegar um upplýsingar sem
eru það greinilega ekki. Nú vaknai-
spurningin: Era upplýsingar um
niðurstöður skoðanakannana á und-
an kosningum lýðræðisvirkar?
Ýmislegt sýnist mér benda til þess,
að svo sé ekki, eða að þær standi
a.m.k. nær síðarnefndu upplýsing-
unum en þeim fyrrnefndu, m.a. að
því leyti, að þær eru annars stigs.
Tökum einfalt dæmi. Segjum, að
þrír kjósendur, A, B og C, eigi að
velja um tvo kosti, x og y. Segjum
að A og B vilji x, og að C vilji y. Þá
væri eðlilegast að A og B kjósi x og
C kjósi y. En segjum, að gerð hafi
verið „skoðanakönnun" á undan,
sem sýni að sennilega muni tveir
kjósa x og einn kjósa y. Þá gæti C
sagt við sjálfan sig: „Ég vil í raun-
inni kost y, en ég sé að það þýðir
ekkert fyrir mig að kjósa hann,
þannig að ég get alveg eins kosið x
eða látið vera að kjósa. Hvað ég geri
skiptir ekki máli.“ í þessu tilfelli
myndi niðurstaða kosningarinnar
ekki endurspegla vilja kjósenda.
Sem sagt, upplýsingar um niður-
stöðu „skoðanakönnunarinnar" era
lýðræðishamlandi.
Höfundur er prófessor i heimspeki
við Háskóla Islands.
Erlendur
Jónsson