Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vísitala neysluverðs hefur hækkað um hálft prósentustig á mánuði þrjá mánuði í röð Þriggja mánaða verðbólguhrað- inn ekki jafnmikill í fímm ár Verðbólga á Is- landi lág í alþjóð- legum samanburði VERÐBÓLGUHRAÐI síðustu þriggja mánaða hefur ekki verið jafnmikill í rúm fimm ár eða frá því í októbermánuði árið 1993 þegar þriggja mánaða hækkun neyslu- verðsvísitölunnar umreiknuð til árs- hækkunar mældist 7,6%. Síðan þá hefur þriggja mánaða verðbólgu- hraðinn mestur orðið 5% í október 1995, þar til nú að hann mælist 6,2%, samkvæmt útreikningi Hag- stofu íslands á vísitölu neysluverðs í mamánuði. Astæðan fyrir þessum aukna verðbólguhraða er að vístala neysluverðs hefur hækkað um hálft prósentustig á mánuði síðustu þrjá mánuði og þriggja mánaða verð- bólguhraðinn, þ.e. hækkun vísitöl- unnar undangengna þrjá mánuði umreiknað til árshækkunar, með sama hætti aukist úr 0,9% í febrúar í 6,2% í maí. Ennþá er verðbólgan þó ekki nema 2% þegar litið er til þróunarinnar síðustu tólf mánuði, sem er svipuð verðbólga og var á fyrrihluta síðasta árs. Nefna má nokkrar ástæður fyrir þessum verðhækkunum síðustu þrjá mánuði. í fyrsta lagi hefur hækkun á markaðsverði húsnæðis að undanfömu haft mikil áhrif í þessum efnum, sem sést best á því að hækkun vísitölunnar síðasta ár er 2%, en 1,2% ef húsnæðisliðurinn er tekinn út úr og miðað við hækk- un vísitölu neysluverðs án húsnæð- is. Þá hefur bensín- og olíuverð hækkað að undanfömu, en verð á því var lágt á síðasta ári. Einnig er árstíðabundin hækkun á grænmeti að koma inn í vísitöluna nú, þar sem ákvæði EES-samningsins um tolla- lækkanir er ekki í gildi á sumrin. Loks er áhrifa fataútsala á vísitöl- una hætt að gæta, auk þess sem matvara hækkaði um 1% milli mán- aðanna apríl og maí, samkvæmt vísitölu neysluverðs í maí. fsland lágt í alþjóðlegum samanburði Þrátt fyrir verðlagshækkanir síð- ustu þriggja mánaða er verðbólga á Islandi enn lág í samanburði við það sem er í mörgum nágrannalanda okkar. Hún hefur þó eðli málsins samkvæmt aukist síðustu mánuði, en er þó enn lág þegar hún er borin saman við samræmda neysluverðs- vísitölu, sem reiknuð er út á Evr- ópska efnahagssvæðinu og innan Evrópusambandsins. Ef tekið er mið af þróuninni frá marsmánuði í fyrra Verðbólga í nokkrum ríkjum frá 1996 Samræmd neysluverðsvísitala, ársbreytingar 3,5% 3,0 2,5 - Svíþjóð - ísland i % mars ‘99 V\ 0,5% i—-—■ W : // \lrviy 1996 1997 1996 99 Bretland 1996 1997 1 998 3,5% 3,0 2,0 1,5 Bandaríkin 0,5 — fsland 1,7% v, I 1 Ekki er um samræmda \Á “H — — itölu að ræða fyrir Bandaríi in 1996 1 997 1998 99 14% Verðbólga á íslandi frá 1991 Neysluverðsvísitala, umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar Síðustu 12 mánuðir Síðustu 3 mánuðir 1991 1992 1993 *^1994 1995 1996 1997 1998 99 landi var 0,5%, sem er það sama og í Svíþjóð og í Þýskalandi. Verð- bólgan í EES-ríkjunum á sama tíma var að meðaltali 1,2% og í helstu viðskiptalöndum íslendinga 1,4%. Verðbólgan í Noregi var 2,1%, í Danmörku og Bretlandi 1,7% og í Bandaríkjunum einnig. Þess ber að gæta að neyslu- verðsvísitala Evrópui-íkjanna er samræmd og þar inni er ekki verð- þróun á eigin húsnæði né heldur verð á heilsugæslu og menntun. Þannig er vísitalan fyrir Island í þessum samanburði því hliðstæð vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Vísitalan í Bandaríkjunum er með húsnæði meðtöldu og er hækkunin á íslandi á sama tímabili á neyslu- verðsvísitölunni með húsnæði 1,5%. til mars í ár, en nýrri tölur eru ekld til fyrir Evrópuríidn og aprílvísitöl- unnar ekki að vænta fyrr en í lok maí, kemur fram að verðbólgan á ís- Viðbún- aður á Reykjavík- urflugvelli VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í gær er flugmaður tveggja hreyfla flugvélar af gerðinni Piper Aztec tilkynnti hugsanlega bilun í lendingar- búnaði vélarinnar. Ljós sem sýna að lendingarhjól séu komin niður og læst kviknuðu ekki í mælaborði vélarinnar og lét flugmaðurinn því vita hvers kyns var. Atvikið átti sér stað klukk- an 17.18 og var gripið til við- búnaðar vegna lendingar vél- arinnar ef eitthvað færi úr- skeiðis, en í vélinni voru tveir menn. Slökkvilið Reykj aviku rílug- vallar og Slökkvilið Reykja- víkur sendu bifreiðir að fiug- brautinni og tvær sjúkrabif- reiðir voru kallaðar á vett- vang. Um síðir lenti vélin klakklaust og er talið að bilun hafl komið upp í ljósmælum lendingarbúnaðarins. Tekin með 300 e-töflur og tæp 200 grömm af amfetamíni TÆPLEGA þrítug hollensk kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. júlí í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni lögreglustjórans í Reykjavík fyrir að hafa reynt að smygla 300 e-töflum og tæpum 200 grömmum af am- fetamíni til landsins við komu sína frá Amsterdam á mið- vikudagseftirmiðdag. Fíkni- efnin hafði konan falið inni í líkama sínum, en þau fundust við leit tollgæslu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur konan áður unnið sem listdansmær á skemmtistað í Reykjavík, en hafði ekki þann starfa þeg- ar hún kom til landsins á mið- vikudag. Engir íslendingar hafa verið handteknir vegna máls- ins. Morgunblaðið/Árni Sæberg S Utför Gunnars Guðmundssonar ÚTFÖR prófessors Gunnars Guðmundssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Prestur var séra Arni Bergur Sigurbjörnsson, Schola Cantorum söng, organisti var Hörður Áskelsson, Szymon Kuran lék á fíðlu og Vilhjálmur Guðjónsson á saxófón. Líkmenn voru, frá vinstri: Jónas Hall- grímsson, Ásgeir B. Ellertsson, Guðjón Jóhann- esson, Elías Ólafsson, Þór Whitehead, Tómas Helgason, Þórir Helgason og Vilhjálmur Rafns- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.