Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar NAFN GUNNARS Gunnarssonar heyrist æ sjaldnar í íslenskri bók- menntaumræðu, það verður eitt af meginhlutverkum Gunnarsstofnun- ar að breyta því og efla rannsóknir á verkum hans,“ segir Skúli Bjöm Gunnarsson, nýráðinn forstöðumað- ur Gunnarsstofnunar. Skúli Bjöm segir að nýja starfið leggist vel í sig þrátt fyrir að nokk- ur úlfúð hafi skapast í stjóm Gunn- arsstofnunar við ráðningu hans en Hrafnkell A. Jónsson, einn þriggja stjómarmanna stofnunarinnar, sagði af sér vegna vinnubragða við ráðninguna. „Eg hefði auðvitað feg- inn viljað vera laus við þá umræðu sem farið hefur af stað um ráðningu í þessa stöðu,“ segir Skúli Bjöm. „Það hefur svo sem verið nægilegt moldviðri í kringum Skriðuklaustur sjálft að undanfömu þó að þetta bætist ekki við.“ Skúli Bjöm er fæddur og uppal- inn á Litla-Bakka í Hróarstungu á Héraði og er því kunnugur á slóðum Gunnars skálds. Skúli Bjöm vakti athygli þegar hann varð fyrstur til að hljóta Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness árið 1996. Verðlaunin hlaut hann fyrir smásagnasafnið Lífsklukkan tifar og var það fyrsta skáldrit hans og það eina sem komið hefur út. Hann hefur lokið B.A.- prófi í íslensku og vinnur nú að M.A.-ritgerð í íslenskum bókmennt- um við Háskóla Islands. Hann starfaði um skeið á handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar og tók þar meðal annars þátt í útgáfu á Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar. Hann hefur og starfað að almanna- tengslum. Sem stendur vinnur hann að riti um sögu skógræktar á Is- landi ásamt Sigurði Blöndal. Breyttir tímar Skúli Bjöm segist ekki alfarið Starfsemin verði til menn- ingarauka það verður að forgangsraða. Og nógar era hugmyndirnar. Fyrsta verkefnið verður þó að koma lagi á hús Gunnars á Skriðuklaustri. Sem stendur er húsið autt, bara bygg- ing sem hægt er að skoða. I húsið þarf að færa líf og sögu skáldsins fyrir þá sem það sækja heim og gera það að enn áhugaverðari stað en nú er.“ Atvinnuþróun og alþjóðleg tengsl sammála gagnrýni þess efnis að starfsemin sem verið hafi á Skriðuklaustri frá því að Gunnar skáld og kona hans gáfu það rík- inu árið 1948 hafi ekki verið í samræmi við óskir gefendanna. í gjafabréfi sínu nefni þau nokkra kosti sem hugsanlega möguleika um nýtingu jarðarinn- ar. Þar á meðal sé til- raunastarfsemi í land- búnaði sem vissulega hafi verið til menning- arauka á sínum tíma. „Tilraunabúið á Skriðuklaustri var sett á stofn fljótlega eftir að hjónin gáfu jörðina. Síðan era komnir breyttir tímar og aðrar leiðir vænlegri til menningarauka en efling sauðfjár- ræktar og jarðyrkju. Gunnarsstofn- un er þar góður kostur." íslenskar bókmenntir og austflrsk fræði Skúli Björn, sem tekur ekki við starfinu fyrr en 1. október næst- komandi, segir að enn eigi eftir að móta betur þær hugmyndir sem uppi séu um starfsemi Gunnars- stofnunar en farið verði í meginat- riðum eftir þeim regl- um sem um hana gilda. „Eitt af megin- hlutverkum stofnunar- innar verður að leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunn- arssonar. Það er mjög þarft verk að efla rannsóknir á verkum Gunnars, þau hafa verið svolítið fyrir ut- an garð í íslenskri bókmenntaumræðu á undanförnum áram. Einhverjar bóka hans hafa reyndar verið kenndar í skólum, svo sem Svartfugl og Að- venta en Gunnar þarf að komast betur inn í fræðilega umræðu. Höf- undarverk hans er mikið að vöxt- um og gott. Sumir segja að bæk- umar hans hafi ekki elst vel. Það á ef til vill við um einhverjar þeirra en mörg verka hans era sígild, meðal annars Aðventa sem mér skilst að sé enn gefin reglulega út í Þýskalandi. Stofnunin á einnig að efla rann- sóknir á austfirskum fræðum en ég tel tímabært að til verði miðstöð slíkra rannsókna. Annars liggur svo margt fyrir hjá stofnuninni að Skriðuklaustur verður aðsetur Gunnarsstofnunar og þar verður áfram starfrækt lista- og fræði- mannaíbúð. Aðspurður sagðist Skúli Bjöm ekki hafa áhyggjur af einangran stofnunarinnar þótt hún verði staðsett fjarri þéttbýli. „Það er auðvelt að vera í sambandi við umheiminn með nýjustu tækni en auðvitað er þetta tilraun sem við verðum að sjá hvemig tekst. Hins vegar er alveg ljóst að starfsemi stofnunai-innar verður ekki bundin við Skriðuklaustur eða það sem þar fer fram. Hún á að láta til sín taka á mun víðara sviði en svo. Hún á til dæmis að stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi. Hún á að vera virk og sýnileg svo hún efli allt mannlíf hér fyrir austan. Það er heldur ekkert sem stendur í vegi fyrir því að hún komi að einhverri starfsemi eða við- burðum í höfuðborginni. Stofnunin á einnig að vera í alþjóðlegum tengslum, það er fjöldi stofnana af svipuðu tagi í Evrópu og víðar sem áhugavert væri að koma á samstarfi við. Ég er sannfærður um að með góðri samstöðu manna hér fyrir austan og dyggum stuðningi ráða- manna getum við byggt upp starf- semi sem verður til menningarauka fyrir Austfirðinga og vonandi lands- menn alla.“ Skúli Björn Gunnarsson Auglýst eft- ir framboð- um til for- manns MARGRÉT Frímannsdóttir gerir ráð fyrir að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í AI- þýðubandalaginu fyrir landsfund flokksins sem haldinn verður í vet- ur. Flokkurinn auglýsir þessa dag- ana eftir framboðum í embættið. „Samkvæmt lögum flokksins er landsfundur í vetur og þá á að eiga sér stað formannskjör. Lög flokks- ins gera ráð fyrir því að auglýst sé eftir framboðum og á meðan Al- þýðubandalagið er starfandi fylgj- um við lögum þess,“ sagði Margrét í samtali við Morgunblaðið. Alþýðubandalagið er eini flokkur- inn sem hefur haft þá reglu að allir flokksmenn kjósa í formannskjöri. Morgunblaðið/Öm Johnson Aukin hljómgæði í nýrri kynslóð geislaspilara Barátta milli tveggja kerfa STÆRSTU framleiðendur geisla- spilara eru nú að undirbúa kynn- ingu og markaðssetningu á nýrri kynslóð spilara. Nýju geislaspilar- amir eiga að skila mun betri hljóm- gæðum en þeir eldri og ná þeirri fyllingu sem margir hafa saknað frá gömlu vinylplötunum. Framleiðend- ur hafa þó ekki valið sömu leiðina og í uppsiglinu er barátta á milli tveggja kerfa sem notuð verða í geislaspilurum. Matsushita Electric Industrial kynnti á dögunum nýja DVD AUDIO geislaspilara sem byggjast á sama kerfi og DVD-myndtæknin. Fyrirtækið framleiðir Panasonic spilara og ætla framleiðendur Pioneer að nýta sér sömu tækni. Sony hefur þegar sett á markað í Japan nýja gerð geislaspilara, SUPER AUDIO CD, sem er endur- bætt tækni eldri spilaranna. Philips mun einnig nota samskonar kerfi í sína geislaspilara. Þessi tvö kerfi byggjast á mismunandi sniðum og verða menn að velja á milli þeirra vegna þess að aðeins er hægt að nota geisladiska viðkomandi kerfis. Meiri hljómgæði Bæði nýju kerfin eiga að skila mun betri hljómgæðum en hægt var að ná út úr þeim eldri. Vandamálið sem fylgt hefur núverandi geisla- spiluram er fólgið í takmörkuðu geymslurými diskanna, sem veldur því að mörgum hefur þótt skorta nokkuð á þá fyllingu og tilfinningu sem þeir töldu til staðar á LP-plöt- unum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að nýju geislaspilaramir virka að- eins með nýrri tegund geisladiska sem innihalda þá meiri upplýsingar en eldri diskamir. Nýju geislaspil- aramir geta þó spilað alla CD-diska en aukin hljómgæði nást eingöngu með nýjum diskum. Að sögn Hallgríms Halldórssonar hjá Japis munu hljómgæðin batna verulega við tilkomu nýju geisla- spilaranna. Hann telur að nú fari í hönd bardagi á milli þessara tveggja kerfa, sem bæði verða markaðssett í Bandaríkjunum í haust. Hallgrímur gerir ráð fyrir að nýju geislaspilar- amir verði kynntir í Evrópu í sept- ember og muni væntanlega koma á markað hér á landi um svipað leyti og annars staðar í Evrópu. Hann tel- ur að verðið á nýju geislaspilurunum verði á svipuðum nótum og þekkist í dag. Hlaup úr Hnútulóni NÝLEGA hefur hlaupið úr Hnútulóni við Brúarjökul. Myndirnar sýna hvar ísjakarnir úr Brúaijökli sitja eftir þegar vatn er hlaupið úr lóninu. Að sögn Helga Björnssonar, jöklafræðings, eru hlaup úr lón- inu árviss að sumarlagi. Vatnið hleypur fram í Kreppu sem sameinast svo Jökulsá á Fjöllum við Herðubreiðarlindir. Helgi sagði að hlaup í Hnútu- lóni væru sama eðlis og þegar hleypur úr Grænalóni við Skeiðaráijökul. Hlaupin í Hnútulóni eru yfirleitt lítil en þótt ferðamenn kunni að hafa orðið varir við aukið rennsli í Kreppu höfðu fréttir af hlaup- inu ekki borist Helga fyrr en með þessum myndum í gær. Ashkenazy- hjónin á Islandi VLADIMIR Ashkenazy, píanó- leikari og hljómsveitarstjóri, dvaldist hér á landi í síðustu viku ásamt konu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, í heimsókn hjá ættingjum hennar og vinum þeirra. Dvöldu hjónin bæði í Reykjavík og á ísafirði. Ashkenazy slepph' ekki úr æfingadegi og þannig fékk hann inni við æfingar bæði í Salnum í Kópavogi og hjá Tónlistarskól- anum á Isafirði. Vestra dvöldu þau hjón aðeins rúman sólar- hring en listamaðurinn æfði þrisvar í Salnum og hélt af landi brott síðastliðinn sunnudag. Vigdís Esradóttir, forstöðu- maður Tónlistarhússins í Kópa- vogi, tjáði Morgunblaðinu að As- hkenazy hefði verið mjög ein- beittur og iðinn við æfingarnar. Æfði hann einkum nýtt verk eft> ir fínnska tónskáldið Rauta- vaara. Hún sagði hann hafa látið í ljós ánægju með hljóðfærið og hljómburðinn í Salnum. Kvaðst hún jafnframt hafa nefnt það við listamanninn hvort hann kæmi ekki næst til landsins til að halda tónleika og svaraði hann því til að aldrei væri að vita nema að af því gæti orðið. í undirbúningi er nú á ný í Salnum tónleikaröðin Tíbrá og verða fyrstu tónleikarnir 17. ágúst. Þar koma fram söngvar- amir Kristinn Sigmundsson, Gunnar Guðbjörnsson, Signý Sæmundsdóttir, Arndís Halla Asgeirsdóttir, Ingveldur Yr Jónsdóttir og Jónas Ingimund- arson píanóleikar. Marka þeir upphaf starfsársins í Salnum. Skipaður skólameistari á Laugum UMSÓKNARFRESTUR um embætti skólameistara Fram- haldsskólans á Laugum rann út 15. júlí sl. Tvær umsóknir bár- ust. Menntamálaráðherra hefur, að fenginni umsögn skólanefnd- ar, skipað Valgerði Gunnars- dóttur skólameistara Fram- haldsskólans á Laugum um fimm ára skeið, frá 1. ágúst 1999. Bjarni Guðmundsson sótti einnig um stöðuna. Arni Þór tek- ur sæti í borg- arstjórn ÁRNI Þór Sigurðsson hefur tekið sæti Guðrúnar Ágústs- dóttur í borgarstjórn Reykja- víkur frá og með 1. ágúst nk., en hún er í ótímabundnu leyfi. Bréf Árna Þórs þessa efnis var samþykkt í borgarráði í gær. Arni Þór hyggst einnig taka að nýju sæti sitt í bygginganefnd frá sama tíma. Borgin kaupir rafbúnað BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að taka til- boði Siemens AG, sem Smith og Norland hf. hefur umboð fyrir, í 36kV rafbúnað fyrir aðveitustöð við Korpu, skv. útboði. Tilboðið var það hagstæðasta sem barst og hljóðar upp á kr. 34.362.302. Fjögur tilboð bárust í búnað- inn. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.