Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 2
 2 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dæmt að veikur Islendingur njóti sjúkratryggingar í Taflandi Formgalli á synjun tryggingaráðs HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur vegna formgalla ógilt úrskurð tryggingaráðs um synjun sjúkra- tryggingar íslensks eftirlaunaþega sem liggur alvarlega veikur á sjúkra- húsi í Taílandi og dæmt að hann njóti sjúkratryggingar þar til lög- mæt ákvörðun um annað hefur verið tekin. Tryggingastofnun ber að greiða málskostnað. Umræddur maður, 73 ára eftir- launaþegi og hjartasjúklingur, hefur í vetur dvalið sér til heilsubótar í Taí- Morgunblaðið selt í 54.389 eintökum VIÐ skoðun á upplagi Morgun- blaðsins fyrri helming þessa árs, janúar til júní 1999, í samræmi við reglur Upplagseftirlits VÍ, var staðfest að meðaltalssala blaðsins á dag var 54.389 eintök. Á sama tíma árið 1998 var meðaltalssala 53.198 eintök á dag. Söluaukning milli ára er 1191 eintak á dag að meðaltali. Upplagseftirlit Verslunar- ráðsins annast einnig eftirlit og staðfestingu upplags prentmiðla fyrir útgefendur sem óska eftir því og gangast undir eftirlitsskil- mála. Trúnaðarmaður eftirlits- ins er löggiltur endurskoðandi. Morgunblaðið er eina dag- blaðið sem nýtir sér þessa þjón- ustu nú. landi, eins og hann hefur gert tvisvar áður. Veturinn áður fékk hann stað- festingu Tryggingastofnunar á því að hann nyti sjúkratrygginga héðan og var greitt fyrir sjúkrahúsvist hans þá. Síðastliðið haust hafnaði trygginga- ráð hins vegar sams konar beiðni. Þar var meðal annars vitnað til laga nr. 59 frá 1998 um lögheimilisskilyrði gagn- vart almannatryggingum, lögum sem þá voru ekki gengin í gildi. En þar sem lögin tækju ekki á því hvernig fara ætti með endurtekna dvöl er- lendis þætti „ekki ósanngjarnt að gera þá kröfu að viðkomandi einstakl- ingur dvelji a.m.k. 6 mánuði á ári á ís- landi. Þegar einstaklingur hefur dval- ið erlendis lengur en 6 mánuði á ári, tvö eða fleiri undanfarin ár, teljist hann hins vegar ekki sjúktratryggð- ur." Með hliðsjón af þessu ákvað tryggingaráð að framlengja sjúkra- tryggingaábyrgð sína til áramóta en synja beiðninni að öðru leyti. Alvarlega veikur Maðurinn hugðist dvefja í Taílandi í níu mánuði og hafði því ekki stað- festingu á sjúkratryggingu þegar hann í lok maí mun hafa lent í ein- hvers konar slysi og í kjölfar þess veikst hastarlega, eins og fram kom í málinu. Hefur hann síðan dvalið á sjúkrahúsum í Taflandi. „Vegna veik- inda er líkamlegt ástand stefnanda mjög alvarlegt og telst vera í bráðri lífshættu, fái hann ekki skjóta og af- dráttarlausa læknismeðferð á sjúkra- húsi í Taílandi." Tryggingaráð hafn- aði í júní á ný kröfu um staðfestingu á sjúkratryggingu mannsins með vísan til fyrri úrskurðar. Hins vegar ábyrgðist utanríkisráðuneytið greiðslu á sjúkrakostnaði hans frá 17. júlí. Að svo búnu var höfðað mál fyrir hönd mannsins til ógildingar úrskurði tryggingaráðs og til staðfestingar á sjúkratryggingu hans. Málið fékk flýtimeðferð. Aðilar málsins deildu aðallega um lögheimili stefhda. Komst Friðgeir Björnsson héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að Tryggingastofhun hafi verið heimilt að taka sjálfstæða ákvörðun um lögheimili, án þess að bera það undir dómstóla eins og kraf- ist var af hálfu stefnanda. Hins vegar sé úrskurðurinn haldinn formgöllum 9g því óhjákvæmilegt að ógilda hann. I niðurstöðu dómsins segir að synjun tryggingaráðs á því að stefnandi væri sjúkratryggður sé mjög íþyngjandi ákvörðun fyrir hann. I úrskurðinum skorti á skýrleika svo og rökstuðning og lögmæti. Þá hafi ekki komið fram að stefnanda hafi verið gefinn kostur á andmælum í samræmi við stjórn- sýslulög og ekki ljóst hvort farið hef- ur verið eftir rannsóknarreglunni í sömu lögum, en því var haldið fram af hálfu stefnanda að hvort tveggja hafi skort og úrskurðurinn gangi gegn grunnreglum stjórnsýslulaga. í framhaldi af ákvörðun dómar- ans, að fella úr gildi úrskurð trygg- ingaráðs, telur hann að byggja beri á því að lögheimili stefnda sé enn hér á landi, eins og skráð er í þjóðskrá, og njóti hann því áfram sjúkratrygging- ar, þar til lögmæt ákvörðun hafi ver- ið tekið um annað af þar til bærum aðilum. BHHB'f ¦ I 5.S* Æá H|flfik-g 1 Í l . W'Æjr* ¦ ^Z^-J&í %-i. LÖfc-.--*' ' "" / JF^- ^^S^^a^BwJ Bfc Morgunblaðið/Árni Sæberg LÖGREGLAN á Akureyri notaði hund til að leita fíkniefna á flug- veliinum. Lögreglumenn annars staðar á landinu eru einnig á varðbergi vegna fíkniefna samhliða öðru eftirliti. Fjölmenni er á Halló Akureyri FJÖLDI gesta var þegar farinn að streyma til Akureyrar um miðjan daginn í gær og sumir höfðu komið strax á fimmtudegi, en þá var hátíðin sett og dans- leikir fóru fram um kvöldið. Að sögn Vals Hilmarssonar hjá Skátafélaginu Klakki, sem sér um tjaldsvæðið í Kjarnaskógi, var eitthvað á annað þúsund manns mætt í skóginn um þrjúleytið í gær og er það meira en á sama tíma í fyrra. Hann sagði að allt hefði gengið vel, umferðin inn í skóginn hefði ver- ið jöfn og þétt og umgengni fólks til fyrirmyndar. Umferðin tók að þyngjast er leið á kvöldið en þéttskipuð dagskrá er framund- an um helgina með fjölskyldu- skemmtunum á daginn og dans- leikjum á kvöldin. Veðrið hefur leikið við Akureyringa og gesti þeirra til þessa og á það án efa eftir að skila sér í enn meiri að- sókn. Ráðuneytið hafnar kröfu Neytendasamtakanna Ekki ástæða til að innkalla vörur Umhverfisráðuneytið telur ekki ástæðu til að innkalla úr verslunum vörur frá kjúklingabúinu á Ás- mundarstöðum og að láta fara fram opinbera rannsókn á málinu í heild. Kemur það fram í bréfi til Neytendasamtakanna sem gerðu þessar kröfur í fyrradag og byggist niðurstaðan á ráðgjöf sem ráðu- neytið leitaði eftir hjá landlækni og Hollustuvernd ríkisins. í ráðgjöf landlæknisembættis- ins og Hollustuverndar ríkisins er farið yfir þær athuganir sem gerð- ar hafa verið á tíðni kampýlóbakt- ersýkinga hér á landi, meðal ann- ars í september síðastliðnum. Þar hafi 27 kjúklingasýni af 47 reynst innihalda sýkilinn en vegna lítils sýnafjölda sé ómögulegt að full- yrða um tíðni hans hjá einstökum sláturleyfishöfum og ennþá síður um tíðni hjá einstaka innleggj- anda. Hollustuvernd og landlæknir telja ekki rétt að grípa til innköll- unar^ eða sölustöðvunar á vörum frá Ásmundarstaðabúinu en telja rétt að ítreka lögboðnar leiðbein- ingar um meðhöndlun og mat- reiðslu alifuglakjöts. Rannsdknir að hefjast „Markmiðið er að draga úr kampýlóbakter-mengun í alifugla- afurðum. Þetta verður einkum gert með rannsóknar- og þróunarvinnu sem Hollustuvernd ríkisins og landlæknir hafa nú þegar hrint af stað í samvinnu við yfirdýralækni, Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum, sýklafræði- deild Landspítala og Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins." Landlæknir og Hollustuvernd telja einnig að opinber rannsókn sé ástæðulaus á þessu stigi og vísa til þess að faraldsfræðileg rann- sókn á uppruna sýkinganna sé að hefjast. Matsnefnd hafnar gagn- rýni samkeppnisráðs STURLA Böðvarsson, samgöngu- málaráðherra, hefur skipað starfs- hóp til að afla upplýsinga um álit samkeppnisráðs sem það skilaði í júní sl. vegna kæru Tals á GSM- þjónustu Landssímans. I starfs- hópnum sit^a þeir Baldur Guðlaugs- son hrl., Arni Kolbeinsson ráðu- neytisstjóri og Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. Ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann gerði ráð fyrir að hópurinn skilaði niðurstöðum sínum í lok ágúst. Ráðherra lagði skipan starfs- hópsins fyrir ríkisstjórn í gær auk athugasemda matsnefndar Pósts og síma hf. en samkeppnisráð gerði al- varlegar athugasemdir við niður- stöður nefndarinnar. Eignir vanmetnar Samkeppnisráð sagði í áliti sínu að eignir Póst- og símamálastofnun- ar hefðu verið vanmetnar og fyrir- tækinu því í raun verið veitt ríkisað- stoð upp á 10 milljarða kr. Auk þess hefðu lífeyrisskuldbindingar fyrir- tækisins verið lækkaðar um 1,5 milljarð kr. og taldi ráðið það ekki samræmast 'ögum. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að Landssími íslands hf. nyti þannig ólögmæts forskots í samkeppni á fjarskiptamarkaði. Samkeppnisráð beindi þeim tilmæl- um til samgönguráðherra að fram- kvæma yrði endurmat á fastafjár- munum Landssímans, skuldbind- ingum og viðskiptavild hans. Að því loknu yrði ríkisaðstoð dregin til baka. Matsskýrslur rangtúlkaðar í athugasemdum matsnefndar- innar er gagnrýni samkeppnisráðs hafnað og þeirri ásökun að nefnd- inni hafi gengið annað til en að framkvæma rétt mat á eignum Póst- og símamálastofnunar. Einnig segir að samkeppnisráð rangtúlki matsskýrslurnar og geri nefndinni upp skoðanir er ráðið komist að þeirri niðurstöðu að „þeim mark- miðum, sem ráðið les út úr skýrslu matsnefndar, verði einungis náð með vilhöllu mati eða með stuðningi ríkisins að öðru leyti". Einmg er undirbúningur og rök- stuðningur samkeppnisráðs gagn- rýndur harðlega, og telur nefndin að hann sé „meingallaður og ófag- legur". Ráðið hafi ekki sinnt rann- sóknarskyldu sinni, m.a. aldrei spurt nefndina út í vinnu og álykt- anir, aðferðafræði og gagnaöflun. Efast er um þá meginniðurstöðu samkeppnisráðs að efnahagur Landssímans hafi verið ákveðinn þannig að hann skaðaði samkeppni. Nefndin bendir í því samhengi á fréttir af velgengni Tals hf. í far- símaþjónustu og af fyrirhugaðri uppbyggingu fjarskiptakerfis ís- landssíma hf. Matsnefndin segir engan rök- stuðning liggja fyrir fullyrðingu samkeppnisráðs um 10 milljarða kr. ríkisstuðning. Ekki sé tilgreint hvernig fjárhæðin sé fundin. Nefnd- in hafnar því einnig að ekki hafi ver- ið tekið tillit til viðskiptavildar. > Sérblöð í dag .*ttttUfþI*Mfe www.mbí.is 16 Á LAUGARDÖGUM ¦ A *Vh ¦~^iL ¦¦ Moncr- LIjöDö MORGUNBLAÐSINS Með Morgun- blaðinu f dag er dreift biaði frá Heims- ferðum. Úlfar Jónsson spáir í spilin fyrir Landsmótið / B1 Ludmila Engquist keppti eftir 13 mánaða fjarveru / B4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.