Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ég leigði þessar vélar flugfélagi til fímm ára, eða til ársins '98, sama flugfélaginu og ég keypti þær af. Mér reiknast svo til að þá muni markaðsverð hafa hækkað, og þá er ekki nauðsynlegt að markaðurinn hafi náð toppnum, nóg að verðið sé komið svona vel upp fyrir miðjan öldufaldinn. Kaupandinn á og má hagnast líka. Hann kemur þá aftur seinna. Það er lögmál. Oft er hag- stæðara að kaupa nokkur stykki í einu, fremur en eitt og eitt. Hinu er ekki að leyna að með verslun á svo dýrum hlutum sem flugvélum gildir málshátturinn: Vogun vinnur, vog- un tapar. Fleiri hafa augu en ernir En ég hef rifað seglin í seinni tíð, þannig að ef ég þarf að segja upp starfsmanni, þá verð ég að segja sjálfum mér upp, því að við erum bara tvö, ég og stúlkan sem situr við faxið og sendir skilaboðin áfram þangað sem ég er staddur hverju sinni. Hún vinnur miklu meira en ég. En ég átti hlut í fyrirtækjum í Sviss og Belgíu og 60 feta snekkju átti ég, var með hana á Miðjarðar- hafinu og í Karíbahafinu, en ég seldi hana, því nú er ég meira fyrir golf og skíði. Alpafjöllin eru ekki nema steinsnar frá Liechtenstein. Ég seldi fleira, þegar mér fundust feitu árin vera orðin grunsamlega mörg undir lok síðasta áratugar. Ég svip- aðist um og mér reiknaðist svo til að þau mögru gætu ekki verið langt undan og mér fór að líða illa og kippti að mér hendinni, losaði mig '89 við hlut minn í öðrum fyrirtækj- um en mínu eigin. Seldi mig út úr þeim öllum. Og takmarkaði mig við sérsvið mitt. Auðurinn er ekki alltaf húsbóndavandur Nei, þar ferðu villur vegar. Ég sel ekki gamlar vélar til þriðja heims- ins. Þeir kaupa nýjar. Því fátækari sem löndin eru, þeim mun flottari vélar kaupa þau. Bandaríkjamenn kaupa meira af notuðum vélum en nokkur önnur þjóð. Þeir reikna vandlega út kostnað og arðsemi. Fyrirtæki þar þurfa að bera sig. • Þau eru ekki með lúkurnar upp að olnboga í skattpeningi fólks né í al- þjóðlegum hjálparsjóðum. Þau standa eða falla á eigin ákvörðun- um. Ef þú ert á ferð í stórborgum heimsins, hvort heldur er New York, London eða París og sérð Rolls Royce með einkennisklæddan bílstjóra, þá eru það oftar en ekki herramenn frá fátæku löndunum í þriðja heiminum sem stíga út úr þeim. Þú hefur kannski heyrt sög- una um syni Rockefellers. Hún er að vísu komin til ára sinna, en að hinu leytinu er góð saga lengi ný. Þeir Rockefeller-synir voru einu sinni sem oftar í heimsókn í París og komu á fastahótel sitt, Ritz. Fyrst kom yngri júníorinn og hótel- stjórinn sagði: Svítan yðar er til reiðu, herra Rockefeller. Og þar næst kom eldri júníorinn og fékk sína svítu, en gamli John D. Rockefeller rak lestina og bað um ódýrt eins manns herbergi. En Rockefeller seníor4. Synir yð- ar eru í svítum! hrópaði hótelstjór- inn og fórnaði höndum. Ég á ekki ríkan föður, sagði sá gamli snefsinn. En ætli við verðum ekki að láta við þetta sitja? Ég þarf út á Findel- flugvöll að ná í flugvél sem fer í loft- ið eftir klukkutíma. HEIMILDIR: 1. Hnappagatseintak orðu, til hvunndags- brúks. 2. Orða Heiðursfylkingarinnar. Stofnuð af Napoleon 1802. Aths. höf. 3. 25 þús. erlend fyrirtæki eiga griðland á þessu kálfskinni. 2,8% vinnuafls starfar við landbúnað, 42% við iðnað og 44% við þjón- ustu. Undirritaður þurfti einu sinni á póst- húsi að halda á þessum slóðum og var þá sagt að fara á næsta götuhorni til vinstri inní Sviss og þaðan fyrstu þvergötu ti! hægri inní Austurríki og enn til hægri inní Þýskaland og síðan til vinstri og þar væri pósthúsið í Liechtenstein. Aths. höf. 4. Ríkasti maður heims á sínum tíma. Dauður 1939, tæplega 100 ára, þá orðinn svo örvasa að hann hafði lengi ekki getað nærst á öðru en sveskjum og spenvolgri mjólk. Eftirfarandi vísa var lögð honum í munn látnum: I was eariy taught to work as well as play/My life has been one long happy holiday / FuII of work and full of play /1 dropped the worry on the way / And - God was good to me every day: Aths. höf. Morgunblaðið/Golli ARIN sem Gunnar Björgvinsson starfaði hjá Loftleiðum var miðpunktur flugsins við Gamla flugturninn á Reykjavflnirflugvelli og skýlin þar. Hefur keypt flugvélar fyrir um 100 milliarða ATÆPUM tveimur áratug- um hefur hann keypt hátt í 200 flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum, einn eða í félagi við aðra, stundum eina vél í senn og stundum 10 eða 20. Þetta eru nær eingöngu þotur, hann hefur selt þær flestar aftur, rifið nokkrar í varahluti og leigt eina og eina um tíma en selt síðan. Hann segist stundum hafa fengið skell en yfirleitt borið hagnað úr býtum. Hann segist ætla að halda þessari starfsemi sinni áfram enda kunni hann ekkert annað. Örlítið hefur hann fjárfest á íslandi síð- ustu árin en hingað kemur hann reglulega til að vitja ættingja, Ieika golf og renna fyrir lax. Gunnar Björgvinsson hefur orðið áfram þar sem frá var horfið í fyrri hluta Jóhannesar Helga: „Ég byrjaði á því að gera samn- inga fyrir aðra, ég hafði þá ekkert fjármagn en hafði þekkinguna. Þannig starfaði ég í nokkur ár þar til ég gat farið að kaupa vélar upp á eigin spýtur. Banque Generale í Lúxemborg lánaði mér fyrir fyrstu flugvélakaupunum mínum en stjórnarformaður bankans sat einnig í stjórn Cargolux. Ég keypti fyrst eina vél og seldi síðan og var starfsemin í fyrstu smá í sniðum en fyrstu stóru kaupin voru við Air France. Þá keypti ég 10 vélar og var áskilið að ég fengi þær afhentar á 12 mán- aða tímabili. Þetta voru elstu gerðirnar af Boeing 707 þotum og ég fékk fyrst afhenta bestu vélina sem þá var nýlega komin úr stór- skoðun. Hana gat ég selt strax manni sem greiddi inná kaupin. Hann gat hins vegar ekki staðið við næstu greiðslu þegar leið að því að afhenda ætti þotuna og þá vildi svo til að ég gat leigt hana Arnarflugi í þrjá til fjóra mánuði. Að þeim tíma liðnum var kaupand- inn klár með peningana og þá fékk hann vélina." Góour samningur „Stundum er betra að vita ekki of mikið! Já, ég náði góðum samn- ingum enda var Air France farið að örvænta eitthvað og markaðurinn var í lægð á þessum tíma. Banda- ríkjamaður hafði greitt eina milljón dollara inn á vélarnar hjá þeim og gat svo ekki staðið við frekari greiðslur þrátt fyrir að fyrirtækið gæfí honum meiri frest en samið var um í upphafi. Ég hafði nokkru áður skoðað vélarnar hjá Air France og þeir höfðu síðan sam- band við mig aftur og spurðu hvort ég hefði ennþá áhuga þegar þeir sáu að sá bandaríski gæti ekki staðið við sitt. Þeir vildu bara losna við vélarnar sem fyrst. Ég var því fljótur að fara til Parísar til að skoða vélarnar aftur og samdi um kaupin á nokkrum dögum. Verðið var auðveldasta atriðið í samningnum því þeir voru búnir að fá nóg og síðan þurfti að fara yf- ir tæknimálin, semja um hvernig og hvenær vélarnar yrðu afhentar og þvíumlíkt og þetta tók ekki langan tíma. Eg hafði vissar hugmyndir um það sem var að gerast á markaðn- um og taldi mig geta selt vélarnar með hagnaði. Með því að fá bestu vélarnar afhentar fyrst var auð- veldara að koma þeim út. Næsta vél var líka seld tiltölulega fljótt og síðan þrjár næstu á einu bretti til sama aðila en tvær eða þrjár vélar rifum við og notuðum hreyflana því þeir voru verðmætari en sjálfur skrokkurinn. Já, ég hafði ágætt út úr þessu og ég hafði fengið fyrir kaupverði allra vélanna þegar ég f Já, ég hef tapað líka og orðið fyrir skellum. Það er af því ég mis- reiknaði mig, mark- aðurinn breyttist án þess að ég gerði ráð fyrir því. á var búinn að selja fyrstu fimm. En þá voru verstu vélarnar eftir og þrjár þeirra rifum við í varahluti." Allt selt „Eftir að hafa verið yfirmaður tæknideildar Cargolux hafði ég orðið samband við mörg flugfélög og þekkti fólkið þar sem bæði sér um að kaupa nýjar vélar og selja þær gömlu. Ég hafði aðgang að því og þegar flugfélag er búið #ð kaupa vélar þarf það í flestum tilvikum að selja eldri vélar. Meðal þeirra sem ég hafði einna mest samband við eru SAS og Swissair. Fyrsta samn- inginn við Swissair gerði ég árið 1983 og ég held ég hafi keypt af þeim yfir 40 vélar. Af SAS hef ég keypt margar vélar, ég hef selt þeim vélar og leigt þeim heilmarg- ar vélar. í dag er ég með 6 vélar hjá þeim en þær voru 13 þegar mest var. Ég reyni alltaf að selja, ég lít á sjálfan mig sem þennan millilið en heimurinn er þó ekki það einfaldur að þetta gangi alltaf þannig. í mörgum tilfellum leigi ég vélarnar og stundum sel ég þær með leigu- samningnum til fjárfestingarfyrir- tækja eða annars einstaklings. Ef hægt er að selja strax geri ég það helst. Ef vél selst ekki strax verður að útvega henni verkefni og aðalat- riðið er að vélarnar séu sem styst verkefnalausar á jörðinni. Samningar sem ég hef gert gegnum árin er eina talan sem ég fylgist með og uppfæri með sjálf- um mér og ég hef keypt vélar alls fyrir kringum 1,5 milljarða banda- ríkjadala sem eru kringum 100 milljarðar króna. Já, ég hef tapað líka og orðið fyrir skellum. Það er af því ég misreiknaði mig, markað- urinn breyttist án þess að ég gerði ráð fyrir því. Stundum verð ég að verðmeta vél sem ég fæ ekki af- henta fyrr en einu eða tveimur ár- um síðar og verðmætið getur breyst skyndilega og óvænt. Þá er ekki alltaf mikið uppúr því að hafa. Það eru margir í þessari starfs- grein bæði stórir og litlir. Stærstu fyrirtækin og flugvélaleigufyrir- tækin eru ráðandi, svo sem Gener- al Electric Trading Corp. pg International Lease and Finance Corp. og þeir eru stórir og kaupa nýjar flugvélar og selja og leigja. Ég sérhæfi mig í notuðum vélum og kem ekki nálægt nýjum. Já, við erum nokkuð margir litlir aðilar í þessu og það er heilmikil sam- keppni í þessari grein. Áfram í þessum verkefnum? Ég kann ekkert annað. Það er ekki eins og ég sé einhver þúsund þjala smiður, þetta er það sem ég hef fengist við og haft viðurværið af og sem betur fer gengið nokkuð vel." Lægð í Asíu „Ég hef keypt töluvert í Asíu og byrjaði líklega árið 1989 þegar ég keypti 18 vélar af Cathay Pacific og það voru allt Tristar 1011. Ein þeirra er eftir og er hún í leigu hjá Atlanta. Hinar eru allar seldar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.