Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 57 ______________UMRÆÐAN Urbdta er þörf ÞAÐ MUN samdóma álit manna að of hraður akstur orsaki langflest umferðarslys, jafnvel fleiri en níu af hverjum tíu. Þessvegna hlýtur það að vera forgangs- verkefni umferðar- stjómar að finna þann ökuhraða farartælqa, sem líklegur er til að valda sem fæstum slys- um. Viðunandi árangri verður vafalaust ekki náð nema með ítarleg- um og langvarandi rannsóknum, þar sem aðstæður allar eru mjög margvíslegar, hvort heldur er á veg- um úti eða í þéttbýli. Valt er að treysta á erlendar rannsóknir ein- göngu, því Island á sína sérstöðu í ýmsu falli, þótt meginatriðin séu vafalaust hin sömu. Enginn vafi leikur á um ágæti hraðahindrana í þéttbýli, sem mjög hafa rutt sér til rúms hin síðari ár. Af umferð á vegum úti er aðra sögu að segja. Þar hefir hámarks- hraði verið ákveðinn 90 km á klst., sem hér um bil allir ökumenn virða að vettugi. Þetta er þeim mun ískyggilegri staðreynd sem fregnir berast af því frá Noregi, að þar í landi hyggist menn lækka hámarks- hraða úr 80 km í 70 km, byggt á rannsóknum þar í landi. Nú kunna aðstæður að vera ólík- ar í Noregi og á íslandi. En þegar öllu er á botninn hvolft er mjög ósennilegt að íslenzkai' aðstæður bjóði upp á meiri hraða að jafnaði en norskar. T.d. ef breidd vega er höfð í huga. Ný vinnubrögð lög- regluyfirvalda í um- ferðinni og reglur, sem þau hafa sett, eru til bóta. Löggæzla í nokkrum héruðum er sérstaklega að því kunn að reyna að hafa hemil á ökuföntum. En betur má ef duga skal Sá sem hér heldur á penna, hefir sett sér það um nokk- urra ára skeið að aka aldrei hraðar en hina leyfilegu 90 km. Hann er m.a.s. svo vel settur nú orðið, að hann getur látið tölvu sjá um að bif- reiðin fari ekki hraðar. Og hver skyldi ólygin reynsla hans vera? Þar sem hann ekur á sínum 90 km kemur það hér um bil aldrei fyr- ir að hann aki fram úr öðru farar- tæki en stöku heyvagni eða mykju- dreifara. Fram úr honum aka allir nema þau. Og margir með þvílíkum hraða að hann verður á bíl sínum sem varða við veginn. Komist þeir ekki fram úr samstundis af ein- hverjum ástæðum, myndast löng bílalest á eftir skrifara, sem honum þykir ekki skemmtilegt. Fjöldi bifreiða fer yfir landið á 130-150 km. hraða. Slíka vitfirringu Akstur Oftar en ekki alsak- laust fólk, segír Sverrir Hermannsson, sem verður fyrir barðinu á ökuníðingum. verður að stöðva með öllum ráðum, annars er áframhaldandi voði vís. A þessu sviði sem ýmsum öðrum mun löggæzlan vera alltof fáliðuð. Úr því þarf að bæta hið bráðasta. Hér er ekki verið að leggja til breyttan hámarkshraða á vegum úti, 90 km er ekki mikill hraði á góð- um vegum ef aðgát er viðhöfð. Reglur eru að vísu nauðsynlegar, en þó er enn meiri nauðsyn á að móta nýtt viðhorf ökumanna. Að fá þá til að gera sér grein íyrir að öku- lag þeirra er ekki þeirra einkamál. Að ökutæki á ofsahraða er háska- gripur, honum og öðrum vegfarend- um. Raunar er það oftar en ekki al- saklaust fólk sem verður fyrir barð- inu á ökuníðingum. Úrbóta er þörf Einskis má láta ófreistað til að fækka sem mest hinum skelfilegu umferðarslysum. Um það ættu a.m.k. allir landsmenn að geta sam- einast þótt kífgjamir séu. Höfundur er alþingismaður. Sverrir Hermannsson. Nýr formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna ber ægishjálm yfir ungliða- hreyfingar stjómmála- flokkanna. Um það er ekki ágreiningur. Það er ekki einungis hinn mikli fjöldi ungs fólks sem hefur valið að fylkja sér á bak við Sjálfstæðisflokkinn, sem ber hinni sterku stöðu ungra sjálfstæð- ismanna vitni, heldur einnig sú uppskera sem barátta ungra sjálf- stæðismanna fyrir ein- staklingsfrelsi og skertum ríkisafskipt- um hefur skilað á síð- ustu árum og áratugum. Nýr formaður SUS Á næsta sambandsþingi ungra sjálfstæðismanna, sem haldið verð- ur í Vestmannaeyjum helgina 20. til 22. ágúst nk., mun núverandi for- maður sambandsins, Ásdís Halla Bragadóttir, láta af formannsemb- ætti eftir tveggja ára farsælt starf. Munu þá ungir sjálfstæðismenn kjósa sér nýja stjóm og nýjan for- mann. Eg hef lýst því yfir að ég muni sækjast eftir því að gegna starfi formanns sambandsins næstu tvö árin. Eg hef starfað fyrir Sjálf- stæðisflokkinn um margra ára skeið, fyrst sem stjómarmaður í Heimdalli f.u.s. og síðan sem stjóm- armaður í SUS, auk þess sem ég hef aflað mér mikillar reynslu á sviði fé- lagsmála innan lagadeildar Háskóla íslands, Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta og víðar. Öflugt aðhald frá hægri Skráðir félagsmenn aðildarfélaga Sambands ungra sjálfstæðismanna nálgast nú níunda þúsundið. Und- anfama áratugi hefur mesti styrkur Sambands ungra sjálfstæðismanna, annars vegar, legið í því að fá ungt fólk til liðs við sambandið og sjálf- stæðisstefnuna. Hins vegar hefur styrkur okkar, ungra sj álfstæðismanna, falist í því að berjast, með málefnalegum og táknrænum hætti, fyrir framfaramálum í ís- lensku þjóðfélagi. Raunar höfum við gengið í fylkingar- bijósti í baráttu fyrir frelsi á ýmsum sviðum, sem í dag þykir eðlilegt og réttmætt, en þótti áður fjarstæðukennt, sérstaklega í huga vinstrimanna. Má þar m.a. nefna baráttuna fyrir frelsi til útvarps- og sjónvarpsreksturs, innflutningi og sölu á bjór og afnámi einkaréttar ríkisins tfl verslunar og viðskipta á mörgum sviðum. Þessari frelsisbaráttu eig- Formannskjör Ég vil, segir Sigurður Kári Kristjánsson, sameina krafta ungs fólks um land allt og styrkja stöðu þess gegn afturhaldi og forsjár- hyggju. um við ungir sjálfstæðismenn að halda áfram með auknum þunga. Það gerum við best með því að velja þá einstaklinga til að leiða sam- bandið næstu tvö árin sem eru best tii þess fallnir. Á undanfomum misserum hef ég fundið fyrir vaxandi áhuga ungs fólks á stjómmálum og jafnframt miklum meðbyr þeirra á meðal með þeim málum sem ungir sjálfstæðis- menn hafa barist fyrir. Mikill fjöldi ungs fólks hefur lýst yfir áhuga á að ganga til liðs við sambandið í bar- áttunni fyrir einstaklingsfrelsi og gegn þeirri forsjárhyggju og ríkis- afskiptum sem vinstrimenn hafa talað fyrir svo ámm skiptir. Eg vil fá allt þetta unga fólk til liðs við Samband ungra sjálfstæðismanna og aðildarfélög þess hvar sem er á landinu, sameina krafta þeirra og styrkja stöðu okkar í baráttunni gegn afturhaldi og forsjárhyggju. Eg vil að ungir sjálfstæðismenn láti meira að sér kveða í baráttunni fyr- ir einstaklingsfrelsi og beri fána þess hátt á lofti. Sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna mun ég veita ráðamönnum þjóðar- innar mikið og kröftugt aðhald frá hægri telji ég og stjórn mín ástæðu til slíks aðhalds. Gott samband við unga kjósendur Mikilvægt er að Samband ungra sjálfstæðismanna fái að þróast með rökréttum hætti og að eðlileg end- umýjun eigi sér stað í forystuliði sambandsins. Um okkur eiga að leika ferskir vindar sem geta nýst okkur til að fá fleira ungt fólk til liðs við sambandið, og um leið flokkinn, og tii þess að okkur takist að tefla fram þeim málum sem við berjumst fyrir þannig að þau veki athygli og áhuga ungs fólks og ráðamanna á íslandi og skili okkur árangri í frjálsræðisátt. Sem formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna mun ég kappkosta að tryggja aukna þátttöku ungs fólks um allt land í starfi Sjálfstæðisflokksins og að auka fylgi meðal ungra kjósenda við flokkinn. Um leið og ég hvet ungt fólk tii að ganga til liðs við Samband ungra sjálfstæðismanna skora ég á unga sjálfstæðismenn að fjölmenna á sambandsþingið sem haldið verður í Vestmannaeyjum dagana 20. til 22. ágúst nk. og veita mér brautargengi í kosningu til embættis formanns SUS. Ég tel að ég hafi þá reynslu, þekkingu og áhuga sem formanni SUS er nauðsynlegt að búa yfir í starfi sínu fyrir sambandið og Sjálf- stæðisflokkinn. Höfundur er lögfræðingur. Sigurður Kári Kristjánsson Eyjabakkar Reykvíkinga FYRIR rúmum 35 árum flutti ég til borg- arinnar utan af landi eins og svo margir hafa gert. Fyrst í nám og síðar til búsetu hér eft- ir framhaldsnám í há- skóla erlendis. Lengst af hef ég búið í Klepps- holtinu. Þegar ég kom þar fyrst voru hér mörg opin svæði. Þar má nefna Keili, Vatna- garða, Þróttarsvæðið, Langholtskirkjuholtið, Laugamesið, Laug- arásinn og Laugardal- inn svo eitthvað sé nefnt. Flest þessi opnu svæði eru nú nær horf- in. Og borgaryfirvöld virðast ætla að bíta höfuðið af skömminni með úthlutun lóða fyrir skrifstofu- og bíóbyggingu í Laugardalnum. Ég fer oft út í Laugardalinn til að leika mér við syni mína. Ef við vilj- um fljúga flugdreka, sparka bolta eða bara hlaupa um liggur leiðin oft á svæðið sem nú á að taka undir at- vinnurekstur. Ég hef líka tekið eftir fólki, sem er þama, t.d. að æfa sig í fluguköstum og að pútta. Svæðið er notað af fólkinu í hverfinu enda fá önnur svipuð laus í grenndinni. Ég tel að byggingar þama, sama hvaða nafni þær nefnast, séu úrelt þing og segi: „ekki meir, ekki meir“. I hverfinu hefur verið byggt á nánast hverjum bletti. Ég skora á þig, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, að endurskoða fyrirhugaða landnotkun og snúast á sveif með okkur Reykvíkmgum. Tökum blettinn í Laugardalnum frá fyrir bömin okkar og komandi kynslóðir. En Ingibjörg, ég má til með að gauka að þér einni hug- mynd. Viljir þú þétta byggðina er upplagt að reisa nokkra skýjakljúfa í Reykjavík. Það mætti byrja á ein- um í Vesturbænum þar sem gætu búið svona 5000 manns. Ég hef búið í svona húsi í lúppunni í Chicago og leið ágætlega. Áf hverju má ekki skoða slíka möguleika? Með svona byggingum þyrfti ekki landfyllingu í Skerjafirði. Hver er framtíðarsýnin? Rök borgaryfirvalda varðandi byggingar syðst í Laugardal finnast mér svolítið kostuleg. Borgarstjór- inn nefnir helst að skipulagi sjálf- stæðismanna frá 1962 verði að fylgja, Landssíminn þurfi lóð og að þétta verði byggðina. Það er eitt- hvað mikið að ef skipulag frá 1962 er orðið heilagt plagg. Landssíminn hefur tök á að kaupa upp eignir Ár- múlamegin við Suðurlandsbrautina til niðurbrots og nýbygginga eða til að prjóna við. Sama gildir með bíó- húsið. Það er einhvemveginn svo útí hött að nota Laugardalinn undir lóðir fyrir þessi hús. Laugardalur- inn hefur sérstöðu sem útivistar- svæði borgarbúa og landsmanna allra ef útí það er farið. Þangað koma hundmð þúsunda árlega. Að- ur en langt um líður verða það milij- ónir. Fólk er í dalnum frá klukkan 6 og 7 á morgnana og framyfir mið- nætti. Það er ekkert annað svæði á landinu sem nýtur viðlíka vinsælda. Almannahagur krefst þess að þörfrn við að þétta byggð stöðvist við Laugardalinn. Fjölmiðlar og -menn eins og til dæmis blað allra landsmanna og Ómar „okkar“ Ragnarsson, sem fóm mikinn í Eyjabakkamálinu, segja fátt þegar stendur fyrir dyr- um að spilla umhverfinu hér í borg- inni. Þetta em hliðstæð mál. Hvað koma margir á Eyjabakka árlega? Og þeir koma þar flestir bara einu sinni á ævinni. I Laugardalinn koma hundmð þúsunda og margir oft á ári. Hafi verið þörf á að standa vörð um Eyjabakka er enn rneiri þörf á að standa vörð um Laugardalinn. Því segi ég: „maður, líttu þér nær“. Fjölmargir hafa gengið um Hyde Park í London og Central Park í New York. Laugardalnum má líkja við þessa garða sem ætíð iða af lífi. Ég fullyrði að á þeim stöð- um er ekki hægt að fá byggingarlóð sama hvað væri í boði. Það má líka orða það sem svo að verðið, sem þar- lend borgaryfirvöld settu á hvem hektara þama, yrði svo hátt að kaupandi fyndist aldrei! Sumt er þannig, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, að það er ekki til sölu. Laugardalur Gjörsamlega er óskilj- anlegt, segir Árdís Þórðardóttir, hvers vegna fórna á Laugar- dalnum undir malbik og steinsteypu. Mitt mat er að Laugardalurinn sé einmitt í þeim flokki með, t.d. Aust- urvelli og Amarhóli. Ég er þeirrar skoðunar að sveit- arstjómarmenn eigi að starfa með það að leiðarljósi að fólki líði vel í sveitarfélaginu. Það er alveg greini- legt að framsýni þeirra, sem tóku Laugardalinn frá kunna borgarbúar nú vel að meta. Þeim líður vel í Laugardalnum. Fólk vill vera þar og njóta útiverunnar, íþróttamann- virkjana og samvista við bömin sín og aðra. Hitta vini og kunningja af tilviljun og spjalla. Þessi þörf vex og veitir ekki af öllu því svæði sem nú er laust til að mega uppfylla hana. Ég skora því á þig, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, að faila frá fyrir- huguðum hús- og malbikunarfram- kvæmdum í Laugardalnum. Sa- meinumst um að leggja Laugardal- inn undir almenning í borginni fólki til heilla um ókomnar kynslóðir. Hvaða hagsmunir eru það eiginlega, sem ráða? Þegar ofangreint er haft í huga, bætt við faguríræðiiegum sjónar- miðum og líka því að við eigum nóg pláss fyrir byggingar er gjörsam- lega óskiijanlegt hvers vegna fóma á Laugardalnum undir malbik og steinsteypu. Fóma gróðri og ham- ingju fjöldans fyrir mammonsdýrk- un fárra. Er þetta í samræmi við nýja hugsun þar sem eðlilegt jafn- vægi skal ríkja miili vemdunar náttúmnnar og nýtingar hennar? Hvers vegna er landi eytt þarna? Hagsmunir almennings ráða héjf ekki fór. Getur verið að Landssím- anum sé beitt fyrir vagninn en aðal- atriðið hjá borgarstjóra sé að koma bíóhúsi Norðurijósa í dalinn? Köll- um við slíkt ekld spillingu eða einkavinavæðingu, Ingibjörg Sól- rún? Hvar er nú siðbótin í stjóm borgarinnar? Stjómmálamenn falia oft í þá gildru að misfara með vald sitt. Það er ekkert nýtt. Stundum sjá þeir að sér í tíma og verða menn meiri. Af samtölum mínum við fólkið í borg- inni undanfama daga finn ég enga sem viija þessar byggingar í Laug» ardalinn. Þama verður stórslys ef menn sjá ekki að sér. Ingibjörg Sól- rún, ég treysti á vitsmuni þína og þá er ekki vafi á að Laugardalnum verður bjargað. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Purina-um- - boðsins. * Árdís Þðrðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.