Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGAKDAGUR 31. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Þórisdalur
Þórisdalur er viðkomustaður í nýrri
-------------------------------------------------------,----_~-------------------------7------
þriggja daga bakpokaferð Ferðafélags Is-
lands í sumar. Þórisdalur hefur átt vaxandi
vinsældum göngufólks að fagna undanfarin
ár enda ríkir þar mikil náttúrufegurð inn
á milli jökla. Eysteinn Sigurðsson segir
hér frá náttúrufari og sögum svæðisins.
ÞÓRISDALUR eins og hann blasir við
úr Gönguskarði.
ÞORISDALUR
hefur á seinni ár-
um dregið að sér
göngumenn í vax-
andi mæli, og er
svæðið umhverfis
hann orðið töluvert fjölsóttara nú á
dögum en áður fyrr var um margar
aldir íslandssögunnar. Þarna inn
frá er líka margt að sjá, bæði í
landslagi og ekki síður í þeim dul-
arljóma þjóðsagnanna sem yfir
staðnum hvílir öllum. Því var nefni-
lega almennt trúað lengi vel á landi
hér að þarna í dalnum væri bústað-
ur meira eða minna rammheiðinna
og rammgöldróttra útilegumanna,
gott ef ekki fjölbyggð sveit, og
sannkristnir byggðamenn forðuð-
ust það eins og heitan eldinn að
koma þar nærri. Gamalt nafn á
dalnum er Áradalur, sem má vera
að einhverjir kannist við úr þjóð-
sögum, og eftir einni sögunni á þar
að hafa búið vættur sá er nefndist
Skugga-Valdi, var samkvæmt
trúnni sérlegt átrúnaðargoð úti-
legumanna og líklegt má telja að
hann sé að einhverju leyti fyrir-
mynd Skugga-Sveins í samnefndu
ÞÓRISHÖFÐI, norðan hans er Gönguskarð.
leikriti séra Matthíasar Jochums-
sonar.
Nánar til tekið liggur Þórisdalur
austur af Kaldadal, milli Geitlands-
jökuls í Langjökli og Þórisjökuls.
SUMARTILBOÐ
Frábært tilboð á Académie snyrtitösku
fullri af snyrtivörum.
Taskan inniheldur
hreinsivatn fyrir augu og
andlit125ml
brún án sólar gel 40 ml
dagl krem 40 ml
djúphreinsi „peeling"
15 ml
Allt þetta fyrir
aðeins kr. 2.480*
Reykjavík og nágrenni
Agnes snyrtistofa Listhúsinu Rvfk
Snyrtistofa Díu Bergþðrugötu 5 Rvík
Snyrtistofa Evu Örnu Seijabraut 54 Rvik
Snyrtlstofa Grafarvogs Hverafold 2-4 Rvlk
Snyrtistofa Hönnu Hjallabraut 33 Hafn.
Snyrtistofa Sigriðar Eiðlstorgi 13 Seltj.
Snyrtistofa Sólveigar Hálsaseli 56 Rvlk
Snyrtistofa Þórdlsar Fákafeni 11 Rvík
Snyrtistofan Hverfisgötu 50 Rvík
Snyrtistofan Ágústa Hafnarstræti 5 Rvlk
Snyrtistofan Gimli Miðleiti 7 Rvfk
Snyrtístofan Greifynjan Hraunbæ 102 Rvík
Snyrtistofan Helena fagra Laugavegi 101 Rvlk
Snyrtistofan Jóna Hamraborg 10 Kóp.
Snyrtistofan Mandý Laugavegi 15 Rvík
Snyrtistofan Rós Engih]alla 8 Kóp.
Fæst eingöngu á
Académie snyrtistofum
á meðan birgðir endast
Landið:
Snyrtistofa Huldu Sjávargötu 14 Njarðvlk.
Snyrtistofa Önnu Háarifi 83 Rifl
Snyrtistofa Katrlnar Skólastlg 11a Stykkishólmur
Snyrtlhús Sóleyjar Hafnarstrætl 9 fsafjörður
Snyrtistofa Domhildar Mýrarbraut 26 Blönduðs
Snyrtistofan Eva Ráðhústorgl 1 Akureyri
Snyrtistofan Rakei Miögarði 12 Neskaupstaður
Snyrtistofa Sigrúnar Túngötu 15 Reyðarfjörður
Snyrtistofa Guðrúnar Bröttugðtu 5 Vestmannaeyjar
Snyrtistofa Þórunnar Túngötu 7 Eyrarbakki
Söluverðmæti 4.500
Best sést í áttina til hans af Kalda-
dalsvegi, nokkurn veginn andspæn-
is Oki, á stað þar sem vegurinn ligg-
ur um Langahrygg og Geitá rennur
undir um breiðan farveg. Þar blasir
við af veginum Prestahnúkur, 1226
metrar á hæð, af mörgum talinn eitt
fegursta fjall íslands. Prestahnúkur
er að mestu myndaður af líparíti, en
auk þess er í honum að finna bæði
perlustein, bikstein og hrafntinnu,
og litadýrðin í fjallinu er gríðarleg.
Nokkurn veginn bílfær slóði ligg-
ur út af veginum yfir Kaldadal inn
með norðurhlið Þórisjökuls og inn
undir Prestahnúk. Mun hann vera
lagður á þeim tíma þegar menn
voru með hugmyndir um perlu-
steinsvinnslu í Prestahnúk, til þess
að framleiða úr honum húseinangr-
un, en ekki varð þó meira úr. Þessi
slóði má trúlega teljast jeppafær,
a.m.k. seinni hluta sumars, en ekki
er mælandi með því að reyna við
hann á venjulegum fólksbílum.
Þessa leið má vitaskuld einnig
ganga á rúmum klukkutíma, en sé
hún ekin styttir það gönguna sem
því nemur.
Af Gretti sterka og prestunum
Áður en lagt er í Þórisdalsgöngu
má ráðleggja væntanlegum göngu-
mönnum að verða sér úti um Grettis
sögu og lesa í henni 61. kafla. I hon-
um segir frá vetursetu Grettis
sterka Asmundarsonar í dalnum, en
samkvæmt sögunni fór hann fót-
gangandi suður yfir Geitlandsjökul
og kom þá að dalnum, sem var inni-
lokaður af jöklum á alla vegu, en
niðri í honum var hverahiti og grasi
grónar hlíðar með smákjarri. Þar
var mikið af sauðfé, ákaflega vænu,
og eigandi þess var Þórir nokkur,
sem var blendingur, hálfur maður
og hálfur þurs. Hann bjó þar í helli
með dætrum sínum, sem Grettir
henti gaman að um veturinn sem
hann bjó þarna, og tóku þær því vel
ÚTSÝNI til Þórisdals gegnum op
á hellinum á Hellishöfða.
í fásinninu í dalnum. Grettir reisti
sér að sögn skála í dalnum og bjó
þar einn vetrartíma, en undi ekki
lengur og flutti brott síðan.
Auk þess segir talsvert frá daln-
um víðar, meðal annars í Þjóðsög-
um Jóns Arnasonar, og einnig í rit-
um Jóns Guðmundssonar lærða, þar
á meðal í kvæði eftir hann sem heit-
ir Aradalsóður. I stuttu máli sagt
var því almennt trúað að þar væri
fjölmenn byggð útilegumanna, sem
byggðamenn óttuðust og vildu síst
af öllu lenda í nokkrum skiptum við.
Væru þeir enda göldróttir og færu
létt með að skella yfir menn gjörn-
ingaþokum, þætti þeim þeir gerast
of nærgöngulir. Þótt ein af fjölförn-
ustu þjóðleiðum landsins, Kaldidal-
ur, lægi þarna örskammt frá eru
engar heimildir um að menn hafi yf-
irleitt hugleitt það að kanna þennan
stað nánar eða komast að því í raun
hvað í honum leyndist.
Seint á sautjándu öld gerðist það
hins vegar að tveir ungir og fíl-
hraustir prestar, Helgi Grímsson og
Björn Stefánsson, unnu það afrek
að fara í könnunarleiðangur í dal-
inn, og án þess að verða nokkurra
útilegumanna varir. Urðu þeir sem
von er allfrægir af afreki sínu.
Skrifuðu þeir báðir lýsingar á þess-
ari ferð, annar sama ár en hinn
nokkru seinna. Til hægri verka má
hér vitna í lítið fræðslurit sem nefn-
ist „Þórisdalur og ferð prestanna
1664" og Ferðafélag íslands gaf út
fyrir tveimur árum. Það er fáanlegt
á skrifstofu félagsins og í bókaversl-
unum, en í því eru prentaðar ferða-
sögur prestanna og sagt nokkru
gerr frá þjóðtrúnni kringum dalinn
en rúm er fyrir hér.
Litadýrðin gleymist seint
Ferðafélag íslands hefur síðustu
árin efnt til nokkurra gönguferða
um þetta svæði, sem hafa tekist
ágæta vel. Þeim er hér ritar er til
dæmis ákaflega minnisstæð dags-
ferð á Prestahnúk haustið 1992. Þá
var snjó byrjað að festa á fjöll þarna
inn frá, tiltölulega bjart var í lofti
þennan dag, og litadýrðin, sem
myndaðist við samspilið af gula líp-
arítinu, svörtu hrafntinnunni og ný-
föllnum snjónum, gleymist þeim er
sáu örugglega seint.
Haustið 1996 var líka farin
tveggja daga Ferðafélagsferð á
þetta svæði sem einnig tókst ákaf-
lega vel. Tekin var næturgisting á
Hellishöfða í tjöldum, hellir Þóris
skoðaður og gengið á Þórisjökul.
Veður þessa tvo daga var einstak-
lega fagurt og útsýni mikið til allra
átta. Sérlega eftirminnileg var líka
nóttin á Hellishöfða, í um þúsund