Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grunnskólar í fjötrum „g’óðmennsku44 ÉG GET ekki setið á mér lengur. Undanfarnar vikur hefur umræða um grunnskóla landsins verið afar áberandi í fjölmiðlum. I einu bæjar- félagi falla nemendur á samræmd- um prófum með rétt rúmlega 3,0 í meðaleinkunn. I öðru bæjarfélagi er verið að tala um að reka hina og þessa úr stjórnunarstöðum í skól- anum. Spurt er: Hvað er að? Þetta er alltaf sama sagan sem kemur upp ár eftir ár. Foreldrar og bæjar- stjórnir setjast niður að lokinni vor- önn og spyrja sig: Hvað er að? Ég hef verið á ferðalagi um land- ið vegna vinnu minnar, í vor og sumar, og það er Ijóst að kennarar og stjómendur grunnskólanna vita hvað er að. Það virðist bara enginn hlusta á þá í þessum málum. Tölvur Fyrirtækin, segir Ólaf- ur William Hand, gefa þessar tölvur með allt gott í huga. Það sem hvatti mig til þess að skrifa þessa grein var svokölluð „góðmennska" fyrirtækja í mörgum bæjarfélögum víðsvegar um landið. I samtölum mínum við kennara og skólastjómendur um tölvumál skól- anna kemur það mér á óvart, að í flestum tilfeUum voru skólarnir búnir lélegum tölvubúnaði sem þeir höfðu fengið að gjöf frá fyrirtækj- I hvaða skóla ertu? NÝLEGA barst mér í hendur fréttabréf Efl- ingar sem er stéttarfé- lag á höfuðborgar- svæðinu og skilgreinir sig sem annan af risun- um í flóru verkalýðsfé- laga á landinu. I þessu fréttabréfi er leiðari eins og tíðkast í blöð- um og tímaritum og þar er fjallað um skigulagsdeiluna innan ASI. Leiðarahöfundur sem ekki lætur nafn síns getið segir meðal annars að engin um- ræða eigi sér stað úti á vinnustöðunum um skipulag verkalýðshreyfingarinnar heldur ræði menn þar um kaup og kjör og annað ekki, að mér skilst. Vinnumarkaður Skipulagsdeilan innan ASÍ, segir Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, snýst að miklu leyti um völd. Þetta vakti athygli mína enda hef ég brennandi áhuga á skipulags- málum Alþýðusambandsins og set mig ekki úr færi að ræða þau við Guðmund Gunnarsson þegar hann kemur að versla í Select. Við tölum meira að segja um Þjónustusam- bandið. En að öllum hálfkæringi slepptum fór ég í framhaldi af lestri títtnefnds fréttabréfs að velta því fyrir mér um hvað væri talað á min- umvinnustað. Ég vinn hjá stórfyrirtæki í þjón- ustugeiranum eins og slík fyrirtæki ujru nefnd í opinberri umræðu um efnahagsmál. Líkt og önnur sam- bærileg fyrirtæki er það í örri þró- un, olíufélögin selja ekki lengur bara bensín og olíu heldur margvís- legan vaming sem fyrir örfáum ár- um var í matvöruverslunum. Af- greiðslutíminn er allur sólarhring- urinn þannig að fólk vinnur á vökt- um. Það tíðkast ekki lengur að allir mæti í vinnuna á sama tíma, fari sama'n í mat og á sama tíma heim úr vinnunni. Er þá eitthvað sem fólk á sameiginlegt á slíkum vinnu- »ið nema kaup og kjör? í fljótu agði virðist sem leiðarahöfundur Eílingar hafi rétt fyrir sér. Það er bara ekki mikið rætt um kaup og kjör. Þegar nýr starfsmaður kemur tÖ starfa er hann alltaf fyrst spurð- ur sömu spurningarinnar og hún er: í hvaða skóla ertu? Staðreyndin er nefnilega sú að langflestir sem d£ma þar sem ég vinn eru í námi eða ætla sér í nám. Þetta er staða sem mér finnst alltof lítið hafa verið rædd innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Vissulega er of stór hluti verka- fólks án langrar skóla- göngu en hinir eru líka margir sem fara í nám á hvaða aldri sem er. Menntun er það sem fólk úti á vinnustöðun- um ræðir um. Þeir sem ég vinn með eru fæstir í námi sem veitir þeim félags- aðild að Samiðn eða Rafiðnaðarsamband- inu að námi loknu. Skipulagsdeilan í ASÍ snýst að miklu leyti um völd en tek- ur samt ekki mið af raunverulegum aðstæðum að mér finnst nema að litlu leyti. Þannig tala andstæðing- ar iðnaðarmannasambandanna um faglærða og ófaglærða. Faglærðir eru þeir sem hafa sveinspróf í lög- giltum iðngreinum og ófaglærðir eru þá væntanlega þeir sem ekki hafa próf í iðngreinum. Þessir tveir pólar takast á í umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar á meðan þeir sem fjalla um skólamál hafa áhyggjur af sífelldu streymi fólks í bóklegt nám á háskólastigi. Á það hefur margsinnis verið bent að alltof margir færu í bóldegt nám miðað við nágrannalöndin og brott- fall úr framhaldsskólum væri hér óeðlilega hátt, því þyrfti að efla iðn- menntun í Iandinu. Ég hef haldið í fáfræði minni að verkalýðshreyf- ingin ætti að taka undir það sjónar- mið að efla menntun í landinu en ekki að skemmta skrattanum með deilum um hvernig eigi að draga fólk í dilka eftir námsbrautum í framhaldsskólum. Ég verð líka að játa að ég skil ekki alveg hvað felst í heitinu ófaglærður. Merkir það þann sem enga skólagöngu hefur að baki nema máski grunnskóla? Ef svo er þá eiga verkalýðsforingjar að tala hreint út og gera samfélag- inu grein fyrir vanda þeirra sem til dæmis aldrei hafa náð valdi á lestri og skrift. Á þeim vanda þarf að taka og það sem fyrst. Það sem skiptir máli í framtíð- inni fyrir fólk er nefnilega ekki sveinspróf í löggiltri iðngrein held- ur hvort það hefur þá undirstöðu- menntun sem gerir því kleift að vera í stöðugri sí- og endurmennt- un. Það að læra eitthvert lífsstarf er fyrir bí í nútímasamfélagi nema ef vera skyldi að leggja fyrir sig forystu í verkalýðshreyfingunni, allt annað er á hraðferð inn í nýja öld. Höfundur er verkakona í Keykjavík. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir UMRÆÐAN um í plássinu. Þetta veldur því að bæjar- stjórnir halda að skól- arnir séu bara nokkuð vel búnir hvað tölvu- búnað varðar. „Jú, það eru tölvur í skólanum og ekki geta þær verið neitt slor. Þær voru nógu góðar fyrir frystihúsið og þeir eru að gera það gott,“ getur maður ímyndað sér að ein- hver bæjarfulltrúinn segði. Ég veit vel, eins og allir þeir kennarar sem ég hef talað við varð- andi þetta mál, að fyrirtækin gefa þessar tölvur með allt gott í huga. Vandinn er sá að þegar svona gjafir berast telja flestir að tölvumálin í skólanum séu bara í góðum málum og hugsa ekki meira um það. Þetta þýðir að engir peningar renna til þessa málaflokks hjá skólanum næstu árin og þá kemur bara önnur gjöf og allt fer í sama farið. Bæjar- stjórnir verða að fara að huga að þessum málum. Staðreyndin er sú að nemendur í skólum þurfa á mjög góðum tölvubúnaði að halda til þess að sinna því sem krafist er af þeim. Ritarinn í frysti- húsinu þarf ekki tölvu í líkingu við það sem nemendurnir í skólan- um þurfa að nota. Rit- arinn notar ritvinnslu, töflureikni og upplýs- ingakerfi sem krefjast í raun lítils af tölvubún- aði. Hann þarf ekki tölvu með hljóðkorti, 16 Mb skjáminni, 450 MHz örgjörva og há- tölurum svo eitthvað sé nefnt. Aftur á móti þarf barnið í skólanum á öllu þessu að halda og gott betur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að íslensk börn verða að vera samkeppnishæf miðað við önn- ur börn í Evrópu. Ef tölvubúnaður skólanna er alltaf fenginn að gjöf og aldrei hugað að því sem er að gerast í tækniheiminum eiga þessi börn ekki sömu möguleika og þau sem njóta þess besta sem til er. Við getum sett þetta þannig upp: Hver myndi sætta sig við að tækin sem notuð eru til lækninga á sjúkrahús- um landsins væru úrelt tæki sem þau fengju að gjöf frá spítala í Dan- mörku? Enginn, það er svarið. Þannig verðum við að hugsa um skólana okkar í tölvumálum líka. Við eigum ekki að sætta okkur við neitt nema það besta hverju sinni. Ef bæjarfélög vilja fá góða kenn- ara til starfa verður líka að búa þeim góða aðstöðu, það er ekki hægt að ætlast til þess að kennarar sem koma úr námi og hafa vanist ágætis tölvubúnaði fari aftur heim í hérað til þess að kenna á „ritvélar". Ég geri það að tillögu minni að frystihús og önnur fyrirtæki víðs- vegar um landið hætti að gefa skól- um notaðar tölvur og hendi þeim frekar. Það ætti að verða til þess að bæjarstjórnir neyddust til þess að huga að þessum málum og taka á þeim í eitt skipti fyrir öll. Það er ekki nema rétt rúmlega hálf öld síð- an við skriðum úr moldarkofunum og ef við fylgjumst ekki með því sem er að gerast og hlúum ekki að börnum landsins getum við verið komin í moldarkofana á svipstundu aftur. Greinarhöfundur er sölustjóri tölvufyrirtækis. ISLEJVSKT MAL Hvað er latmæli? Lítum fyrst í Blöndal. Þar segir, lauslega þýtt, að það sé óvandaður, kæru- leysislegur framburður orða, og svo er bætt við í sviga að það sé oft haft, þó vísindalega rangt sé, um framburð eins og við köllum nú linmæli, t.d. í orðum eins og taka, láta, sepi. Þessi viðauki í Blöndal er fylli- lega réttmætur. Og Sunnlend- mgurinn Árni Böðvarsson segir í íslenskri orðabók: „óvandaður, óskýr framburður orðs.“ Mig minnir að á æskuheimili mínu væri sunnlenskt linmæli kallað latmæli. En það þarf alls ekki að vera óskýr framburður. Tómas Guðmundsson skáld var manna skýrmæltastur, svo að ég heyrði. Hjá honum voru hljóðin p, t, k á milli sérhljóða hvorki hörð né fráblásin, en ákaflega skýr. í ís- lenskri samheitaorðabók segir að latmæli sé „slappmæli" en „slappmæltur" sé sama og „slap- mæltur". Umsjónarmanni finnst að óskýr framburður sé oft rétt- nefndur latmæli, t.d. svo að venjuleg dæmi séu tekin, þegar klósettið verður „klostið“ eða Hvað ætlarðu verður „kvatlaru". Þessi dæmi mega vera ýkt í venjulegum skilningi. ★ En ég held að fleira megi kalla latmæli en óskýran framburð, og latmæli þarf þá ekki endilega að vera skammaryrði. Ég hef verið að velta fyrir mér fjölmörgum málbreytingum í aldanna rás, og best gæti ég trúað að obbinn af þeim væri latmæli í þeim skiln- ingi, að fólk hefði viljað gera sér auðveldara að tala. Menn hafa viljað tala með minni fyrirhöfn. Fyrst skulum við taka afar ein- falt dæmi af því sem Brynjólfur Sveinsson kallaði tillíkingu, en við nefnum oftar samlögun og útlendingar assimilation. Hvor- ugkynið af bágur, bágt, verður oft í framburði bátt, af því að það er hóti fyrirhafnarminna að tvöfalda t-hljóðið en segja tvö mismunandi samhljóð: gt. Síðan skulum við taka heljar- stökk. Svo er sagt að mikil kyrr- staða hafi verið á Norðurlöndum fyrir daga víkingaaldar. Allir höfðu nógan tíma og töluðu hægt og kannski stirt. Frá því er að segja, að í Noregi áttu heima þrjú tröll, sitt á hverju fjalli, og Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1015. þáttur nokkuð langt í milli, en þau voru rómsterk og gátu þvi talast við. Einn dag sagði eitt tröllið: „Mér heyrðist kýr baula.“ Svo liðu hundrað ár. Þá svaraði annað tröllið: „Það hefði nú alveg eins getað verið naut.“ Og enn liðu hundrað ár. Og þá sagði þriðja tröllið: „Ef þið hættið ekki þessu kjaftæði, þá flyt ég.“ Þetta var í þá daga. Og nú kemur gamla sagan um orðið hrafn. Meðan allir höfðu nógan tíma, og hraði víkingaaldar enn langt framundan, þá sögðu forn- norrænir menn *harabanaR, með hvorki meira né minna en fjórum a-um. En svo nenntu þeir þessu sisi ekki lengur, og um það leyti sem langskip Haralds Sig- urðarsonar flutu íyrir löndum, voru menn famir að segja á ör- skotsstund hrafn um fyrrnefnd- an fugl. Mikið hafði íyrirhöfnin minnkað, og mikið var þetta gott „latmæli“. Fjögurra atkvæða mannsnafn mátti og sjá á dönsku gullhorni ævagömlu: Hlewagast- iR. En svo nenntu menn þessu ekki, og úr varð Hlégestr. End- ingin er hins vegar erfið í fram- burði, svo að við segjum Hlégest- ur, hreint og beint til að spara okkur fyrirhöfn. Óskýr framburður er óverj- andi, og ég tek eftir hinu, hversu nýir þulir í Ríkisútvarpinu hafa skýran framburð. Það er mjög ánægjulegt. Skýran framburð þarf að kenna í skólum. Þegar ég var nemandi í menntaskóla, var okkur kennt að skrifa, í ýmsum skilningi, en enginn minntist á, og síst við sjálf, að kenna okkur að tala. Samt sem áður tala menn miklu meira en hvað menn skrifa. Við sem seinna kenndum við M.A. tókum upp á því að æfa nemendur okkar í framsögn og ræðugerð, ef ég man rétt. Að minnsta kosti man ég hversu þessu nýmæli var vel tekið í hópi nemenda. Urðu sumir svo bratt- stígir í þessari íþrótt að mér þótti stundum sem ég væri nem- andi hjá nemendum mínum. Hikorð og tafs var algerlega bannað. Enginn mátti segja „héma“ eða „sem sagt“ í stað þess að koma skýrt og hiklaust orðum að hugsun sinni. Fram- sögn skiptir ekki litlu. Snorri Sturluson segir að Óðinn hafi verið svo málsnjall að mönnum þætti það eina satt sem hann sagði. Leti, einkum hugarleti, getur alið af sér vont mál. Þess vegna verða til klisjur. Hver apar eftir öðrum og sparar sér svo hugsun. Sama er að segja um ýmsar slettur úr öðrum málum. Menn nenna ekki að grufla í því, hvernig þetta mætti segja á boð- legri íslensku. Samt hafa margir ágætir menn verið alla sína ævi í þessari orðaglímu, menn eins og Sigurður Nordal prófessor, Guð- mundur Finnbogason prófessor, Pálmi Pálsson yfirkennari og Sigurður Guðmundsson skóla- meistari, og því er það, að við segjum tölva ekki „komp(j)út- er“, tíðni, en ekki „sekvens", sími, en ekki „telefón“ og rót- tækur, en ekki „radíkal“. Ef Is- lendingar læra að hugsa rétt, læra þeir líka að tala rétt, sagði Tómas Sæmundsson. Hugsanaletin og kæruleysið veldur því hins vegar, að tröll- aukin fyrirsögn er í DV 9. júlí s.l. svolátandi „MÖRKIN TELJA“. En mörkin telja ekki neitt. Kannski má segja „teljast“ eða „eru talin“. En það er kauðalegt. Til þess að losna við dönskuna þurfum við ekki að hugsa nema nokkra sekúndur, og þá kemur af sjálfu sér MÖRKIN RÁÐA. Undirskilið er úrslitum, og er svo sem ekki mikil speki. Ef menn vilja fara milliveg, gætu þeir sagt: „mörkin gilda“, og lát- um það gott heita, en Sigurði skólameistara hefði þó þótt að því dönskudaunn. Hann sætti sig aldrei við annað en hið besta í móðurmáli sínu. Mikið lán var að eiga hann og Halldór Halldórs- son að íslenskukennurum. ★ Vilfríður vestan þýddi úr ensku: Ungnunna Beta frá Barði kraup allsber út í kartöflugarði og bað guð að senda sér blessun í enda, og Bjöm prestur kom fyrr en varði. ★ í síðasta þætti féll burt einn stafur úr limru Þorfinns stranga. Orðmyndin ógöfuga varð „ógöfga", og spilltist þá rímið. Þorfinnur og aðrir eru beðnir velvirðingar á því. Auk þess fær Einar Öm Stef- ánsson plús fyrir að segja vik- una sem leið, ekki „í síðustu viku.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.