Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 71
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 71" UPPBOQ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bankastræti 14, eignarhl. gerðarþola, Skagaströnd, þingl. eigandi Signý Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., föstudaginn 6. ágúst1999kl. 10.30. Litlahlíð, Vestur-Húnavatnssýslu, þinglýstur eigandi Jóhann Hermann Sigurðsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, föstudaginn 6. ágúst 1999 kl. 14.00. Túnbraut 7, efri hæð, Skagaströnd, þinglýstur eigandi Sigrún Benediktsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyr- issjóðir verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra, föstudaginn 6. ágúst 1999 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 30. JÚIÍ1999. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Strandgata 25, Tálknafjarðarhreppi, ásamt tilheyrandi vélum, tækjum og áhöldum, þingl. eig. Rauðhamar ehf., gerðarbeiðandi Fjárfestinga- banki atvinnulífsins hf., föstudaginn 6. ágúst 1999, kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Patreksf irði, 30. JÚIÍ1999, Þórólfur Halldórsson. HÚSISIÆÐI ÓSKAST Húsnæði óskast Starfsmaður franska sendiráðsins óskar eftír að taka á leigu húsnæði búið húsgögnumtil eins árs frá og með 1. september nk. Upplýsingar í síma 551 7621 á skrifstofutíma. 4ra—5 herb. húsn. óskast Vegna flutninga erlendis frá óskast 4ra—5 her- bergja íbúðarhúsnæði til leigu frá 15. sept. nk. Helst í Árbæ eða Seláshverfi. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 587 1652. HUSNÆÐI I BOei Laus strax Til leigu 140 fm íbúð í hverfi 108. Reglusemi áskilin. Áhugasamir sendi inn tilboð merkt: „íbúð - 108"fyrir6. ágúst. Herbergi í Berlín íslenskt-þýskt par með eitt barn óskar eftir meðleigjanda á 25 fm herbergi í stórri íbúð á góðum stað í Berlín. Upplýsingar í síma 557 6010 eftir helgi eða 0049 30 44730869 (Katrín). MAAUGL.YSIIMBA 0ULSPEKI Reikinámskeið Þann 8. ágúst verður haldið námskeið fyrir reiki I. Þeir sem áhuga hafa vinsamleg- ast hringið í síma 553 4442 eftir kl. 18.30. Ágúst Már, Reikimeistari/ kennari. ÝMISLEGT Mömmur athugið ef barnið pissar undir. Lausir tímar í ágúst. Undraverður árangur með óhefðbundnum aðferðum. Sigurður Guðleifsson, svæðanuddfræðingur, sími 587 1164. FÉLAGSLÍF ^SI fcimhjcilp Þeir sem f ara ekki í f erð um verslunarmannahelgina: Laugardagur 31. júlí. Opið hús kl. 14.00-17.00. Lítið inn og rabbið um daginn og veg- inn. Dorkas-konur sjá um heitan kaffisopann og meðlætið. Berg- steinn Ómar flytur frumsamin lög. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngjum saman við undirleik hljómsveitar Samhjálpar. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samhjálp. is% H.illvpigarstíq 1 • simi 5fi1 4330 Næstu helgarferðir 6.-8. ágúst. Fjölsltylduferð í Bása. í þessari ferð er lögð sér- stök áhersla á að hafa mikla og skemmtilega dagskrá fyrir börn og fullorðna. Sannkölluð fjöl- skylduskemmtun í kjarrivöxnu landi í skjóli tveggja jökla. 7.-8. ágúst. Fimmvörðuháls. 14.—15. ágúst. Hvanngil — Hrafntinnusker. Jeppaferð. Ekið um Emstrur og Éinhyrn- ingsflatir í Hvanngil. Frá Hvann- gili er ekið í Hrafntinnusker þar sem íshellar og hverasvæðin eru skoðuð. Brottför frá Essó á Ártúnshöfða kl. 09.00. Spennandi ferðir á næstunni 4.-8. ágúst. Laugavegur, trússferð. Göngufcrð um Lauga veginn. Farangur fluttur á milli gististaða. 12.—15. ágúst. Sveinstindur — Skælingar — Eldgjá, trúss- ferð. Gengið frá Langasjó á Skælinga um Eldgjá í Hólaskóla. 13. —19. ágúst. Snæfell — Lónsöræfi. Gist í tvær nætur í Snæfelli, þaðan er gengið á Geldingafell og svo í Egilssel þar sem gist er í tvær nætur. Frá Eg- ilsseli er haldið i Múlaskála þar sem gist er síðustu nóttina. 27.-29. ágúst. Skælingar — Uxatindar. Gist í fallegum gangnamannakofa Útivistar á Skælingum og gengið þaðan á Uxatinda og Gjátind. Ferðinni lýkur með göngu í Eldgjá. Heimasfða: www.utivist.is Hvítasunnukirkjan Filadelffa Vegna Landsmóts hvítasunnu- manna í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlið, 29. júlí til 2. ágúst, fellur niður samkoman í dag, en við það er samkoma í Samhjálp kl. 16.00. Það eru allir velkomnir að koma austur og taka þátt í mótinu með okkur. www.gospel.is Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudaginn 1. ágúst: Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. too KFUM & KFUK KFUM og KFUK Engin samkoma í aðafstöðvun- um við Holtaveg sunnudags- kvöld. Vekjum þess í stað athygli á hátíðarsamkomu á Sæludög- um í Vatnaskógi vegna 100 ára afmælis KFUM og KFUK kl. 20.00 á sunnudagskvöld. FERÐAFELAG ®ÍSLANDS MORKINNI6- SiMI SS8-2533 Dagsferðir um verslunar- mannahelgina: Sunnudagur 1. ágúst Kl. 08.00 Þórsmörk. Verð 3.000. Mánudagur 2. ágúst Kl. 08.00 Þórsmörk. Verð 3.000. Kl. 13.00 Trölladyngja - Græna- dyngja. Verð 1.300 kr. Um 3—4 klst. ganga. Brottför frá BSI, austanmegin og Mörkinni 6. Sumarhelgi f jölskyldunnar í Þórsmörk 6.-8. ágúst. Brottför föstudag kl. 19.00. Pantið tímanlega. Gist í Langadal. Tilboðsverð. Léttar göngur og Fimmvörðuháls. Sjá næstu ferðir á textavarpi bls. 619. ATVINNA Sjálfboðaliðar til Zambíu/Angólu Bygging kamra, skóla, alnæmis- fræðsla, kennsla barna og fullorðinna. 6 mánaða nám, 6—12 mánaða hjálp í Afríku. humanal @compuserve.com Sími 0045 2812 9622. Stjörnuspá á Netinu v^mbl.is vs^ \LLTAf= £ITTH\0\£> IUÝT7— SKAK Las Vegas HEIMSMEISTAEAMÓTIÐ í SKÁK 30.júlí-29. ágúst Hannes Hlífar Stefánsson HANNES Hlífar Stefánsson teflir fyrstu skák sína á heimsmeistarar- mótinu í skák í Las Vegas í dag. Andstæðingur hans er úkraínsk- ur skákmaður, Alexander Zu- barev. Erfitt er að meta mögu- leika Hannesar gegn Zubarov. Hins vegar er Ijóst, að Zubarov er til alls líklegur eins og hann sýndi á svæðis- mótinu í Ukraínu í fyrra þar sem hann náði árangri á heimsmæli- kvarða. Hannesar bíður því erfitt verkefni, en ef hann nær að tefla jafnvel og hann hefur gert að unda- förnu verða möguleikarnir að teljast hans megin. Hins vegar getur allt gerst í tveggja skáka einvígi og þá getur stríðsgæfan ráðið meiru en hæfileikarnir. Það verður því afar spennandi að fylgjast með hvernig Hannesi vegnar í þessari viðureign. Samkvæmt upplýsingum frá FIDE verður hægt að fylgjast með öllum skákum heimsmeistarakeppninnar á Netinu. Skákmönnum er bent á op- inbera vefsíðu heimsmeistarakeppn- innar: www.worldfide.com. Tímamörkin í skákunum eru 100 mínútur fyrir 40 leiki, síðan 50 mín- útur fyrir 20 leiki og að lokum 10 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt er með Fischer-klukkum og bætast 30 sekúndur við umhugsunartímann fyrir hvern leik. Ef úrslit ráðast ekki í fyrstu tveimur skákunum þá eru tefldar tvær atskákir með 25 mín- útna umhugsunartíma, auk þess sem 10 sekúndur bætast við fyrir hvern leik. Ef enn er jafnt þá er umhugs- unartíminn styttur í 15 mínútur og tefldar tvær skákir til viðbótar. Þessu þrepi er þó sleppt í fyrstu um- ferðinni. Að lokum eru svo tefldar hraðskákir þar sem hvítur hefur Heimsmeistaramótið í skák hefst í dag fjórar mínútur og svartur firnm, auk þess sem 10 sekúndur bætast við fyrir hvern leik. Sá sigrar sem vinn- ur fyrstu hraðskákina. Aðdragandi heimsmeistaramóts- ins hefur verið langur. Mánuðum saman hefur gengið á margvíslegu samningamakki um keppnina, hót- unum um lögsóknir o.s.frv. en nú virðist loksins hilla undir að keppnin verði að veruleika. Heimsmeistara- mótið stendur yfir í einn mánuð. U.þ.b. 100 stórmeistarar taka þátt í mótinu, en keppendur koma frá 52 löndum. Sigurvegarinn, heimsmeist- ari FIDE, fær 660.000 dollara í sinn hlut, en samtals er verðlaunasjóður- inn 3.000.000 dollara. Upphaflega átti heimsmeistara- mótið að fara fram síðla árs 1998. Síðan var keppni frestað til janúar á þessu ári og að lokum fram í júlí. Karpov, sem var heimsmeistari frá 1975 til 1985 og síðan frá 1993, var ekki ánægður með það hvernig ákvarðanir um tímasetningu mótsins voru teknar án samráðs við hann. Hann kvartaði m.a. yfir því, að þegar hann vann titilinn hefði hann sam- kvæmt samningum átt að halda hon- um í tvö ár. Þrátt fyrir þann samn- ing hefur FIDE ákveðið að heims- meistarakeppnin skuli haldin árlega. Af þeim 100 þátttakendum sem fengu rétt til þátttöku í heimsmeist- aramótinu taka 72 þátt í fyrstu um- ferðinni. Að henni lokinni bætast 28 þátttakendur í hópinn. Þar sem þetta er útsláttarkeppni þarf því sex umferðir til að ákvarða hverjir það verða sem keppa um heimsmeistara- titilinn. Sjálft heimsmeistaraeinvígið hefst síðan 22. ágúst. Tefldar verða sex skákir. Gata Kamsky er skráður til leiks í heimsmeistarakeppninni og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig hon- um vegnar eftir þriggja ára fjarveru frá skákborðinu. Miðað við hvernig Fischer gekk eftir 20 ára fjarveru má alveg eins búast við að Kamsky nái langt í keppninni. Útskiptingar á síðustu stundu Það varð ekki ljóst fyrr en á síð- ustu stundu hverjir taka þátt í heimsmeistaramótinu. Að undan- förnu hafa menn gert ráð fyrir að Karpov mundi ekki verja titil sinn, en ekki er víst að hann gefi titilinn svo auðveldlega eftir. Það er best að fullyrða ekki neitt um það strax. Þó virðist ljóst að hann kemur ekki inn í keppnina í annarri umferð. Rússneski stórmeistarinn Alexei Dreev (2.679) kemur inn í staðinn fyrir Alexander Morozevich og Va- dim Milov (2.626) leysir Karpov af hólmi. Þessir tveir hefja keppni í annarri umferð. Þá koma þeir Ulf Andersson (2.623) og Joel Lautier (2.638) inn fyrir Zsuzsa Polgar og Dragoljub Velimirovic. Andersson og Lautier hefja keppni í fyrstu um- ferð. A síðustu stundu kom svo í ljós að bandarísk yfirvöld ætla ekki að veita yngsta þátttakandanum í keppninni vegabréfsáritun. Þarna er um að ræða hinn 11 ára gamla alþjóðlega meistara Amir Bagheri frá íran. Bú- ast má við að Predrag Nikolic (2.641) komi í hans stað. Karpov vekur upp drottningu Greinilegt er að Anatoly Karpov hefur ýmsum hnöppum að hneppa. Nú orðið segist hann líta á skák á nokkurra daga fresti í stað þess að verja umtalsverðum tíma í skákina daglega eins og hann gerði áður. Þetta passar við ummæli ýmissa stórmeistara sem hafa séð að Kar- pov heldur ekki lengur í við helstu keppinauta sína í skákbyrjunum. Einnig er tímahrakið að verða fastur fylginautur Karpovs. Þrátt fyrir þetta er Karpov tvímælalaust enn í hópi sterkustu skákmanna heims og jafnvel Kasparov á enn þann dag í dag í erfiðleikum með Karpov. Eitt af því sem vafalaust hefur minnkað áhuga Karpovs á þátttöku í heimsmeistarakeppninni er að hon- um og Natalja konu hans fæddist dóttir 27. júlí. Þetta er annað barn Karpovs. Heimsmeistaraeinvígi kvenna Heimsmeistaraeinvígi kvenna er að hefjast í Kazan í Rússlandi. Það eru þær Alisa Galliamova (Rúss- landi) og Xie Jun (Kína) sem berjast um titilinn. Fyrsta skákin var tefld í gær, en alls verða tefldar 16 skákir. Konurnar halda sig því við gamla formið á heimsmeistarakeppninni meðan karlmennirnir þeysa til Las Vegas og þurfa að treysta meira á lukkuna í örstuttum einvígjum. Róbert á Lost Boys mótinu Hið árlega Lost Boys skákmót hófst í gær, föstudaginn 30. júlí. Eins og á síðasta ári er mótið mjög sterkt. Það skiptist í þrjá flokka og í efsta flokki er skráður 141 keppandi, þar á meðal Róbert Harðarson. Róbert er mjög hæfileikaríkur skákmaður, en hefur teflt allt of lítið á alþjóðlegum skákmótum þar til hann tók sig verulega á í sumar og hefur teflt á mótum í Danmörku, Tékklandi og nú í Belgíu. Haldi hann uppteknum hætti kæmi ekki á óvart þótt hann yrði næsti alþjóðlegi meistari íslend- inga og skyti þar með mörgum af okkar yngri skákmönnum ref fyrir rass. Tölfræðin vinnur með Róberti og maður af hans styrkleika þarf ekki mörg skákmót í viðbót til að hala inn áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Lost Boys skákmótið er haldið í Antwerpen og tefidar eru níu um- ferðir. Mótinu lýkur 8. ágúst. Teflt er í þremur flokkum auk þess sem fram fer lokað átta manna skákmót með ýmsum þekktum stórmeistur- um. A-riðill er opinn fyrir skákmenn með 2.200 stig og þar yfir. Meðalstig keppenda eru 2.306, eða svipuð og á síðasta móti, sem Róbert tók þátt í, opna tékkneska meistaramótinu. Meðal keppenda eru 14 stórmeistar- ar og 19 alþjóðlegir meistarar. B-rið- ill er fyrir skákmenn með meira en 1.600 stig og C-riðill er opinn öllum með lægri stig. Kasparov - Krush? Skák Kasparovs gegn Netverjum + heldur mörgum skákmanninum hug- föngnum. Ráðleggingar um næsta leik koma hvaðanæva úr heiminum, auk þess sem fjórir ungir og efnileg- ir skákmenn eru formlegir ráðgjafar andstæðinga Kasparovs. Þetta eru franski stórmeistarinn Etienne Bacrot (2.592), bandaríska stúlkan Irina Krush (2.432), Bandaríkjamað- urinn Florin Feíecan (2.380) og þýska stúlkan Elisabeth Paehtz (2.276). Sterkasti ráðgjafinn, stórmeistar- inn Etienne Bacrot, virðist ekki vera allt of hrifinn af þeirri stöðu sem upp er komin. Þá hefur norski stórmeist- arinn Rune Djurhuus sagt, að skákin sé í raun barátta á milli hirmar 15 ára gömlu Irina Krush og Gary Ka- sparov. Djurhuus bætir við að hann sjái ekki betur en staða Kasparovs batni við hvern leik. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir þátttakenda virðist þessi viðburður ætla að slá öll fyrri met. Þannig hafa verið skráðar yfir 6.000.000 uppflett- ingar á vefnum sem Microsoft setti upp fyrir keppnina. Microsoft vonast að sjálfsögðu til að slá metið sem sett var þegar Deep Blue tefldi við Ka- sparov og gera þannig betur en IBM. Meðan þessir risar viðskiptalífsins berjast um athyglina kætast hins vegar skákmenn um allan heim yfir þeim ótrúlega áhuga sem skákinni er sýnd. Kasparov virðist svo sannar- lega hafa haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að Netið og skákin væru eins og sniðin fyrir hvort annað. Nánari upplýsingar á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.sim- net.is/hellir. v Daði Örn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.