Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 40
Rektor hélt uppi MYNDIN er tekin í hátíð- arsal Menntaskólans í Reykjavík á vordögum árið 1955. Á myndinni er ein af fimm bekkjardeildum sem mynduðu sjötta bekk í MR. Það voru eitt hundrað og þrettán stúdentar sem útskrifuðust þetta vor og mynduðu fimm bekkjar- deildir, þrjár bekkjardeildir voru í máladeild, A-Bekkur, B-bekkur og C-bekkur. A-bekkur var stelpu- bekkur eingöngu, B-bekkur var strákabekkur og C-bekkur var blandaður bekkur. Þá voru tveir bekkir í stærðfræðideild, X og Z, og þeir voru báðir blandaðir. Myndin er af 6. bekk B. I fremstu röð fyrir miðju á myndinni er Kristinn Armannsson, sem var umsjónarkennari bekkjarins og síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík, en Pálmi Hannesson var rektor skólans á þessum árum og útskrifaði okkur. Pálmi var auð- vitað mjög minnisstæður sem skólastjórnandi og allir báru mikla virðingu fyrir honum og hann hélt uppi miklum aga í skólanum. Við erum landsprófskynslóðin, við tók- um landspróf sem hófum nám í MR haustið 1951. Fyrsta veturinn, í þriðja bekk, var ekki skipting á milli máladeildar og stærðfræði- deildar, það kom ekki fyrr en í fjórða bekk. Frá fjórða bekk erum við saman í bekk í þrjá vetur þessi hópur á myndinni, en auðvitað höfðu sumir verið saman í þriðja bekk líka þó að skiptingin hafi ver- ið öðruvísi. Flestir voru nítján ára þegar þeir urðu stúdentar. Það stóð reyndar þannig á hjá mér að ég varð átján ára stúdent. Ég hafði hlaupið yfir bekk í ísaksskóla ef ég man rétt. Einhverjir fleiri úr þess- um árgangi höfðu einnig hlaupið yfir bekk, t.d. Bjarni Felixson stærðfræðistúdent. Hann var líka átján ára þegar hann varð stúdent. Eins og sjá má af þessari mynd voru allir mjög vel klæddir og gengu nánast daglega í jakkaföt- um og í skyrtu og með bindi og er það töluvert ólíkt því sem er í dag. Ég á margar góðar minningar frá skólaárunum í MR og skólinn og allt sem var í kringum hann var eins og mitt annað heimili og ég hef auðvitað síðan haft miklar taugar til skólans," segir Birgir ís- leifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri og brosir þegar hann virðir fyrir sér bekkjarmyndina af sjötta bekk B í MR og rifjar upp löngu liðna daga á skrifstofu sinni á fimmtu hæð í Seðlabankanum við Kalkofnsveg í Reykjavík. Einvalalið frábærra kennara „Þegar ég var í námi í Mennta- skólanum í Reykjavík voru þar margir góðir kennarar. Kristinn Armannsson kenndi okkur latínu fyrst og fremst og eitthvað mun hann hafa kennt dönsku, þótt hann hafi aldrei kennt mér dönskuna. Bodil Sahn kenndi okkur dönsku. Þarna voru kennarár eins og Ólaf- ur Hansson sem kenndi sögu og var góður kennari. Gunnar Nor- land kenndi okkur ensku og var frábær kennari og eftirminnilegur persónuleiki. Stærðfræði kenndi okkur t.d. Sigurkarl Stefánsson. Við lærðum að vísu minni stærð- fræði í máladeild heldur en stærð- fræðideildarnemendur. Sigurkarl var mjög efirminnilegur kennari. Veturinn 1954-55 var -----------------------------7-------------------------------------------------- Birgir Isleifur Gunn- arsson í sjötta bekk B í Menntaskólanum í Reykjavík. Með gömlu bekkjarmynd- inni rifjar hann upp liðna tíma í samtali við Ólaf Ormsson. Einar Magnússon kenndi dönsku og sögu og var öfiugur kennari og varð síðar rektor. Guðni Guð- mundsson kenndi ensku og var þá rétt nýbyrjaður að kenna og var bæði vinsæll og stundum líka óvin- sæll vegna þess að hann var ekk- ert að skafa utan af hlutunum. Jó- hannes Áskelsson kenndi okkur jarðfræði og náttúrufræði og var mjög minnisstæður kennari. Hall- dór Þorsteinsson kenndi okkur frönsku einn vetur. Ólafur Ólafs- son kenndi okkur þýsku og ís- lensku. Það var mikÚ áhersla lögð á latínu og latínu lærðum við öll fjögur árin. Við lærðum þýsku í fjögur ár og frönsku í tvö ár og svo ensku öll árin og efnafræði að ein- hverju leyti. Þá var auðvitað kennd leikfimi og hún var kennd í gömlu húsi fyrir ofan íþöku og þar réð ríkjum Valdimar Sveinbjörns- son og hafði verið leikfimiskennari í mörg ár." Þessir kennarar hafa þá flestir átt nokkuð langan starfsferil að bakiíMR? „Já, þeir voru margir búnir að kenna mjög lengi. Eg man að ég bar mikla yirðingu fyrir þessum kennurum. Ég hef það á tilfinning- unni að það sé svolítið breytt sam- bandið milli kennara og nemanda núna, rúmum fjörutíu árum síðar. Ritari rektors var þá Stefanía Guðnadóttir sem er nú látin fyrir stuttu af slysförum. Hún hélt uppi miklum aga í skólanum með rekt- or. Kennsla hófst tíu mínútur yfir átta árdegis og þá var skólanum lokað. Þeir sem komu of seint urðu að bíða utan dyra og síðan var opn- að og þeir voru skrifaðir upp sem komu of seint og stóðu utan dyra. Það gerði ýmist Pálmi sjálfur eða Stefanía. Ef nemendur voru ekki mættir eftir það og höfðu ekki boð- að forföll, veikindi eða annað, þá átti Pálmi það til ýmist að hringja sjálfur heim til viðkomandi eða fara, þannig að það var mikill agi í skólanum. Mörg undanfarin ár hafa allir rektorsritarar í MR verið kallaðir „Stefaníur". Stefanía mót- aði þetta starf og þeir sem gegndu starfi rektorsritara á eftir henni voru kallaðir „Stefaníur". Djassáhugamaður og spilaði á píanó Var ekki mikið féiagslífí skólan- um áþessum árum? „Jú, það var mikið félagslíf í MR. Málfundafélagið Framtíðin var mjög öflugt og stóð fyrir ýmsum samkomum m.a. var alltaf haldin sérstök árshátíð Framtíðarinnar. Það var Herranótt og nemendur færðu upp eina leiksýningu á hverjum vetri. Þá komu fram ýmis leikaraefni sem héldu svo áfram á þeirri braut eins og t.d. piltur sem er þriðji frá vinstri í efstu röð á bekkjarmyndinni, Valur Gústafs- son, sem lék m.a. í kvikmynd Óskars Gíslasonar Síðasti bærinn í dalnum og þótti mjög efnilegur leikari á sínum tíma, en missti því miður heilsuna tiltölulega ungur að Siötti bekkur B í MR 1954-1955 Efsta röð frá vinstri: Miðröð frá vinstri: 1. Magnús Karl Pétursson 1. 2. Daníel Halldórsson 2. 3. Valur Gústafsson, látinn 3. 4. Gunnar Jónsson 4. 5. Krístmann Eiðsson 5. 6. Jóhannes Ingibjartsson 6. 7. Kristinn Guðmundsson 7. 8. Oddur Sigurðsson Á myndina vantar Odd Bjarnason Bjarnar Ingimarsson Einar Ólafsson Birgir fsl.Gunnarsson Þorsteinn Júlíusson Hrafn Þórisson Ólafur G. Karlsson Ólafur Pálmason lækni. Fremsta röð frá vinstri: 1. Haukur Helgason, látinn 2. Gísli Blöndal, látinn 3. Kristján Baldvinsson 4. Kristinn Ármannsson, kennari 5. Einar Sigurðsson 6. Guðjón Ármann Eyjólfsson 7. Ragnar Aðalsteinsson 8. Magnús V. Ármann BIRGIR Isleifur Gunnarsson aldri og er nú látinn fyrir örfáum árum." I skólablaði MR hafa margir birt sínar fyrstu ritsmíðar. Skrifuðu þínir bekkjarfélagar í blaðið á þessum árum? „Jú, menn skrifuðu í skólablaðið og ortu í blaðið og skrifuðu smá- sögur og ritgerðir af ýmsu tagi." Einmitt á þessum árum var Friðrik Ólafsson að verða þekktur skákmaður erlendis. Var ekki öfl- ugt skáklífí skólanum? „Jú, það var mikið skáklíf í MR. Friðrik var í árganginum. Hann varð stærðfræðistúdent og þegar orðinn þekktur skákmaður og bú- inn að hasla sér völl á alþjóðavett- vangi og hafði unnið skáksigra er- lendis og því fylgdi skákbylgja í skólanum og margir tefldu. Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík stóð fyrir ýmsum sam- komum sem voru kallaðar dansæf- ingar þá, en voru auðvitað dans- leikir og þeir voru haldnir á sal nokkur laugardagskvöld á hverjum vetri. Ég man að Pálmi rektor mætti sjálfur á staðinn og vakti alltaf yfir slíkum samkomum og hélt uppi aga og góðu siðferði með- al nemanda. Þá var alltaf haldin sérstök jólagleði í skólanum sem var mikil hátíð og var alltaf á milli jóla og nýárs og þá var mikil vinna lögð í að skreyta skólann. Þá var dansað á salnum og ýmiss konar veitingar og allt húsið var undir- lagtfyrirjólagleðina. Það var töluverður tónlistar- áhugi í skólanum og þarna voru einhverjir djassleikarar, að vísu ekki margir í okkar árgangi, en það voru ýmsir sem spiluðu. Aðeins á undan okkur í skóla var Lárus heitinn Lárusson, sem var mjög góður píanóleikari, dó tiltölulega ungur og spilaði oft djass á sam- komum í skólanum. Ég var kominn með mikinn djassáhuga á þessum árum og spilaði eitthvað á píanó. Ég man að við vorum nokkrir úr skólanum sem fórum oft á laugar- dagseftirmiðdögum á djasstónleika í djassklúbbinn sem var í Breiðfirð- ingabúð. Þegar mikið lá við fórum við stundum á dansleiki á Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.