Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Árni Sæberg VONAST er til að hægt verði að hefja skautaæfingar undir þaki í nóv- ember næstkomandi. Bygging skauta- hallar gengur vel FRAMKVÆMDIR við byggingu Skautahallar á Akureyri eru nú í fullum gangi og skautamenn bíða án efa spenntir eftir því að kom- ast á svell sem er varið fyrir veðri og vindum. Það eru SJS Minnis- varði vígð- ur á Dalvík MINNISVARÐI verður vígð- ur í kirkjugarði Dalvíkur- kirkju á morgun, sunnudag- inn 1. ágúst. Á minnisvarðann, krosslaga stein, verður skráð áletrunin „Minning um líf'. Við minnisvarðann verður hægt að leggja blómvendi eða tendra ljós til minningar um þá sem ekki eru jarðsettir í kirkjugarðinum, hafa týnst, og einnig aðra ástvini eða fóstur sem hafa fæðst and- vana. Einnig er hægt að eiga hljóða bænastund við stein- inn. Minnisvarðinn er hannaður af Valgerði Tinnu Gunnars- dóttur, en steinninn var smíð- aður hjá Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar. Magnús Pálsson opnar tvær sýningar MAGNÚS Pálsson opnar í dag kl. 16 vídeóverkið Augn- tal-trílógíu í Gallerí-l- á Akur- eyri og í Safnasafninu á Sval- barðsströnd verður önnur sýning með myndverkum hans opnuð. Magnús Pálsson kom síðast fram á Akureyri sem höfundur leikmyndar við sýningu LA á „Himni og jörð" á Renniverkstæðinu 1997. Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þig akið. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri verktakar ehf. sem sjá um bygg- ingu hússins og samkvæmt verk- samningi þá skal húsið vera hæft til skautaæfinga í nóvember næstkomandi en verklok eru áætluð í júlí 2000. Vetraríþrótta- áhugamenn á Akureyri og í ná- grenni verða án efa ánægðir þeg- ar húsið er fúllbúið og tilbúið til notkunnar. Einnig mun húsið skipta sköpum fyrir það íþrótta- fólk er stund.tr íshokkí og aðrar skautaíþróttir, en aðstöðuleysi hefur staðið íþróttinni fyrir þrif- um undanfarin ár. Byrjað að byggja við hús Akoplastos FYRSTA skóflustungan að nýrri 2.200 fermetra viðbyggingu Akopla- stos við Þórsstíg var tekin í gær, en það var Vorsveinn Friðriksson starfsmaður félagsins frá árinu 1972 sem tók með táknrænum hætti hóf framkvæmdir við bygginguna. Akoplastos keypti húsnæði Raf- veitu Akureyrar fyrr á árinu og eft- ir að viðbyggingin verður risin verð- ur öll starfsemi fyrirtækisins flutt þangað. Húsið er stálgrindarhús með steyptum sökkli, klætt með stálklæðingu og einangrað með steinull. Þegar viðbyggingunni verður lokið verður húsið í heild tæpir 3.800 fermetrar að stærð. Tréverk á Dalvík sér um gerð sökkulsins, stálgrindin og klæðning- in er keypt í Bretlandi og kemur hún til landsins í lok ágúst, einangr- un er frá Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki og hefur verið samið við Norðurstál í Reykjavík um að reisa húsið, en það verk hefst 3. september næstkomandi. Ætla að selja húsnæði Gert er ráð fyrir að byggingin verði tilbúin 15. nóvember næst- komandi og munu framleiðsludeild- ir og lager fyrirtækisins verða flutt þangað í kjölfarið en flutningi lýkur um áramót. Húsnæði Akoplastos við Morgunblaðið/Margrét Þóra VORSVEINN Friðriksson tekur fyrstu skóflustunguna að nýju húsi Akoplastos við Þórsstíg, en Eyþór Jósepsson fylgist grannt með að verkið gangi rétt fyrir sig. Tryggvabraut, sem er um 1.800 fer- metrar, verður selt og einnig um 5.000 fermetra húsnæði fyrirtækis- ins við Suðurhraun í Garðabæ. Leit- að verður að minna og hentugra húsnæði fyrir markaðsdeild og lag- er fyrirtæksins í Reykjavík. Nýlega fjárfesti félagið í nýrri pokunarvél sem kemur til landsins í ágúst og eins er stefnt að því að kaupa nýja prentvél sem þjónar kröfum markaðarins betur en sú sem fyrir er. Um 50 til 60 manns munu starfa hjá Akoplastos í nýja húsnæðinu við Þórsstíg. ÓSKAR Ævarsson úr Grindavík dó ekki ráðalaus þar sem hann var á ferðalagi á Akureyri víðs- fjarri heúnahögunum þegar skipta þurfti um bleiu á syni hans, Natan Ævari. Ferðalangar þurfa Bleiubíll að nota það sem hendi er næst og Óskar útbjó bleiuborð á pallbíi Morgunblaðið/Rúnar Antonsson sínuin, þar sem hann var staddur í miðbæ Akureyrar. Elísabet Rán fylgist með traustum handtökum föður síns við bleiuskiptin, en fjöl- skyldan ætlar að dvelja í blíðviðr- inu norðan heiða í nokkra daga. Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir fjölbreyttum ferðum Níu ferðir í boði í ágúst FERÐAFELAG Akureyrar býður upp á níu ferðir í ágúst og tvær í september og kennir þar margra grasa. Um næstu helgi verður göngu- ferð frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð og til Siglufjarðar. Ekið verður að Kleifum í Ólafsfirði, gengið þaðan um Rauðskörð, Héðinsfjörð og yfir í hestskarð í Skútudal í Siglufirði og ekið þaðan heim í hópferðarbíl um kvöldið. Sigríður María Magnús- dóttir starfsmaður félagsins segir að þetta sé árleg ferð á vegum þess og njóti hún mikilla vinsælda. Ferðafélagið býður einnig upp á jeppaferð um komandi helgi, 6. til 8. ágúst. Ekið verður um Mývatns- sveit og Dyngjufjalladal í skálann Dreka þar sem verður gist. Daginn eftir verður ekið um Brúaröræfi og Eyjabakkar skoðaðir, en Sigríður María segir þetta afar vinsælt skoð- unarsvæði þetta sumarið. Þegar er búið að bóka mildð í þessa ferð. Fararstjóri er Ingimar Árnason. Af ferðum síðar í ágúst má nefna helgarferð í Hvalvatnsfjörð og Flat- eyjardal. Ekið verður í Kaðalstaði í Hvalvatnsfirði og gengið þaðan um Bjarnarfjallskriður á Flateyjardal þar sem verður gist. Seinni daginn verður gengið um Ytri-Brettings- staðadal og Jökulbrekku í Kaðal- staði og þaðan heim. Þá verður létt gönguferð um ósa Hörgár og til Akureyrar og einnig verður boðið upp á ferð frá Ólafsfirði þar sem gengið verður út yfir Hvanndala- bjarg og gist í Hvanndölum, en dag- inn eftir verður gengið yfir Víkur- byrðu í Víkurdal um Rauðskörð að Kleifum. Einnig er á dagskrá gönguferð á Kerlingu í Eyjafirði, en um árvissa gönguferð er að ræða á vegum félagins. Fimm ferðir um Öskjuveginn Þá verða þrjár ferðir í ágúst þar sem genginn verður Öskjuvegurinn og hafa þá alls fimm ferðir verið farn- ar þennan vinsæla veg. í einhverjar ferðir er laust pláss en í aðrar er mik- ið búið að bóka. Vegna mikillar eftir- spurnar var einni ferð til viðbótar bætt við, en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun félagsins að fara fjórar ferð- ir um Öskjuveginn í sumar. Tvær ferðir eru á dagskrá í sept- ember, báðar dagsferðir. Hin fyrri er gönguferð frá Sandvatni í Mý- vatnssveit í Laxárdal hjá Hólkots- gili og út með Laxá í gegnum Vara- staðaskóg að Ljótsstöðum. Seinni ferðir er gönguferð á Tröllin í Gler- árdal. Síðustu sumarton- leikarnir FIMMTU og síðustu sumartónleikar Akureyrarkirkju 1999 verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 17. Þar munu Sigurður Flosason, saxófón- leikari, og Gunnar Gunnarsson, org- elleikari, flytja efnisskrána, „sálmar lífsins", sem er sálmaspuni á saxófón og prgel. Á efnisskránni eru aðallega sálmar úr sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar og eru sumir þeirra fáheyrðir en aðr- ir hafa lifað með þjóðarsálinni aldir. Sálmavalið endurspeglar lífshlaup mannsins eins og það birtist í kirkju- athöfnum, s.s. skírn, fermingu, hjónavígslu og jarðarför. Tónleikarnir standa yfir í klukku- stund og er aðgangur ókeypis, en þeir Sigurður og Gunnar munu líka leika við messu í kirkjunni kl. 11 um morguninn. -----------»_?_?-----;— Söguganga um Oddeyri SÖGUGANGA um Oddeyrina á veg- um Minjasafnsins á Akureyri verður næstkomandi sunnudag, 1. ágúst. Leiðsögumaður verður Katrín Björg Ríkarðsdóttir. Gengið er frá Gránu- félagshúsunum kl. 14 og tekur gang- an um eina og hálfa klukkustund. Þátttaka er ókeypis og eru allir vel- komnir. -----------? ? ?--------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Messa á morgun, sunnudag, kl. 11, sumartón- leikar kl. 17. Á þriðjudag verður morgunbæn kl. 9 og kyrrðar- og fyr- irbænastund á fimmtudaginn kl. 12. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrarlands- vegi 26: messa í kvöld kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11. HJALPRÆÐISHERINN, Hvannavöllum 10: lofgjörðarstund á morgun, sunnudag, kl. 20. DALVÍKURPRESTAKALL: Hin árlega skógarmessa í Hánefsstaðar- eit í Svarfaðardal kl. 14 á morgun, sunnudag. Sr. Jón Helgi Þórarins- son, sóknarprestur í Langholts- kirkju flytur predikun en sóknar- prestur þjónar fyrir altari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.