Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 50
\ 50 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 tm m MARGMIÐLUN Fordómar tungunnar „Jafnvel á þvíframandi niáli, sem við er- um best í, verðaflest okkar ögn heimskari ogögn leiðinlegri en á móðurmálinu.' Ulí Teleman og Margaret Westmarv. Lögíesta ber stöðu sænskunnar H vert einasta tungumál sem tal- að er í heiminum felur í sér sína eigin mynd af heiminum, og þess vegna er barn sem lærir að tala um leið að læra heiminn, ná tökum á heiminum og koma sér fyrir í honum. Því er tungumál ekki bara samskiptatæki sem mað- ur lærir að nota; tungumálið er líka veröld manns, og maður beinlínis lifir í tungumálinu, eins og þýski heimspekingur- inn Hans-Georg Gadamer hef- ur orðað það. Af þessu leiðir, að það (eða þau) tungumál sem maður lær- ir verður hluti af því hver mað- ur er, það verður hluti af „ídentíteti" manns, og sé mað- VIPMUHI- máiinuer Eftir Kristján maður sviptur G. Arngríms- hluta af sjálf- son um sér. Þess vegna skiptir máli að tungumál deyi ekki. Því má segja að hvert ein- asta tungumál sé ákveðnar skorður sem láti mann sjá og skilja heiminn með tilteknum hætti. Kannski dettur manni í hug að þetta sé slæmt; það sé óæskilegt að hugmyndir manns um heiminn séu með þessum hætti fyrirfram mótaðar. En þessar skorður eru nauðsyn- legar. An þeirra væri maður eins og skip án kjölfestu, stjórnlaust rekald í stórsjó. Tungumál hefur því gildi sem er hvorki tæknilegt (að málið sé samskiptatæki) né táknrænt (að málið setji á mann merkimiða, til dæmis „íslendingur"). Þetta þriðja gildi mætti kannski kalla þekk- ingarlegt, því að það hefur með að gera grundvallarforsendur þekkingar manns á heiminum og sjálfum sér. Þessi þáttur tungumálsins þarf einhvern- veginn að verða ljós til þess að hægt sé að ræða mikilvægi tungumáls og vernd þess svo vit sé í. Það sem þarf allra helst að verða ljóst, er að jafnvel þótt tungumál sé svona gífurlega mikilvægt er ekki þar með sagt að það megi alls ekki breytast, heldur bendir þetta þvert á móti til þess, að breytingar á tungumáli, ekki síst fyrir áhrif frá öðrum málum, séu blátt áfram nauðsyn, og að hrein- tungustefna leiði til þess að fordómar styrkist í sessi. Fullyrðing sænsku mál- verndunarsinnanna Telemans og Westmans, sem vitnað er til hér að ofan, er alröng, en kannski dæmi um það hvernig manni kann að detta í hug að fylgja hreintungustefnu, eins og Bjórn Bjarnason mennta- málaráðherra segir Islendinga hafa „markvisst fylgt". Ástæð- ur þess að fullyrðing Svíanna er röng eru þessar: Þegar maður byrjar að tala annað tungumál en móðurmál- ið stígur maður inn í annan heim og þar með víkkar veru- leikinn sem maður lifir í. Og ef maður er ekki alveg með málið á hreinu og þarf að leggja sig fram við að tala það, þá er maður að læra, maður er að feta nýja slóð, kanna nýjan heim. Þess vegna er það að tala er- lenda tungu, jafnvel þótt mað- ur kunni ekki mikið meira en alger grundvallaratriði, alls ekki heimskandi heldur þvert á móti, það gerir mann minna heimskan, því þannig getur maður hleypt heimdraganum, og sloppið við að vera heimaal- in. Það blasir við, að þótt mað- ur læri nýtt mál glatar maður ekki móðurmálinu, og þótt áhrif frá nýja málinu breyti móðurmálinu er það enn móð- urmál manns. Hversu oft hefur maður ekki lent í því að heyra setningu á erlendu máli og fattað að mað- ur skilur hana en gæti ekki fyrir sitt litla líf þýtt hana? Maður hefur þar með komist í kynni við eitthvað sem maður hefði aldrei getað kynnst á ís- lensku; einhverja hugsun sem er fyrir utan þá veröld sem er á íslensku. Dæmi um það hvernig tungumál mótar heiminn, eða skilning manns og þekkingu á heiminum, er kannski þær tak- markanir sem manni finnst stundum maður rekast á þegar kemur að því að tala á íslensku um önnur trúarbrögð en kristni. Vandinn sem maður stendur þá frammi fyrir er sá, að íslenskt mál virðist vera jafnsamofið kristinni trú og það er sjómennsku. Enda er umfjöllun íslenskra fjölmiðla um til dæmis mú- hameðstrú, og fólk sem er hennar, næstum því einskorð- uð við hvers konar öfga- mennsku, og ofsatrú, þannig að maður gæti stundum haldið að á íslensku sé „múhameðstrú" samheiti fyrir „ofsatrú", og ætla mætti að gyðingar væru óhjákvæmilega „bókstafstrúað- ir". En hver hefur einhverntíma heyrt minnst á eða séð skrifað um „bókstafstrúaða kaþólska", eða „öfgasinnaða lútherstrúar- menn"? Og gæti manni þó dottið í hug að þetta ætti yið í umfjöllunum um Norður-ír- land, rétt eins og sjálfsagt þyk- ir að öfgasinnaðir skæruliðar séu múhameðstrúar. Svona virðast ákveðnir for- dómar hreinlega vera inn- byggðir í íslenska tungu, þannig að um leið og maður lærir hana og fer að skilja heiminn á forsendum hennar njörvast hugsun manns niður í ákveðnar skorður, og það verð- ur eiginlega partur af því að tala skiljanlega íslensku að tala illa um sumt fólk, einfaldlega af því að íslensk tunga býr ekki yfir möguleikum á öðru. Öll tungumál eru svona skorður sem hugur þess, sem talar þau, situr í og skilningur hans mótast af. Eina leiðin til að forðast að verða að eilífu fastur í sömu skorðum er að möguleiki sé á að tungumálið sem maður hugsar á geti auðveldlega breyst; að það sé jafnlíflegt og íslenskt veður. Einungis þannig getur heimsmynd manns og við- horf til annarra breyst; að mað- ur breytist sjálfur. Pulp Fiction + Quake = Kingpin Leikir KingPin: Life of Crime 16. jlim' síðastliðinn gaf Interplay út leik hannaðan af Xatrix, sem er nokkuð nýtt fyrirtæki. Leikurinn nefnist Kingpin: Life of Crime, og þarfnast tölvu með minnst 233 MHz Pentium II örgjörva. UPPHAFSATRIÐI leiksins ætti að vera bannað börnum, en í því sést meðal annars hvar ungur bófi sem nýverið hafði verið laminn í klessu af hægri hönd eins stærsta bófa á landinu sver þess eið að una sér ekki hvfldar þar til bófarnir eru stein- dauðir. (Þess ber að geta að leikur- inn er bannaður 13 ára og yngri þótt hann sé stilltur á lítið ofbeldi.) Spilendur taka sér hlutverk þessa bófa og er það ekki auðvelt, nóg er til af bófum og leikandinn bara einn til, eða hvað? Málið er nefnilega það að það borgar sig ekki að hlaupa bara um og skjóta alla sem menn hitta, flestir hafa eitthvað athyglis- vert að segja og sumir eitthvað bráðnauðsynlegt, svo eru auðvitað enn aðrir sem reyna bara að skjóta leikandann. Mörg borð eru í leiknum og öll ótrúlega flott og vel gerð. Mikill metnaður hefur verið lagður í smá- muni og nákvæmni og skilar það sér í mun meiri innlifun og raunveru- leikatílfinningu en var til staðar í leilgum eins og Unreal eða Quake II. Óþokkarnir í Kingpin eru ótrú- lega fjölbreyttir og flestir mjög vel gerðir, sumir þeirra geta talað um mjög ákveðið umræðuefni og notar spilandinn þá y-lykilinn til að segja einhvað jákvætt en x-lykilinn til að rífa kjaft. Einnig eru sumir óþokk- anna til leigu fyrir greiðslu og er þá hægt að gefa þeim skipanir með q- lyklinum. Hljóð leiksins eru nánast fullkomin, allt frá hljóðinu í rottunum í holræsunum til byssuskotanna eða hljóðsins í fólkinu. Það sakar ekki að Cypress Hill gerði htjóðrásina fyrir leikinn. Töluvert af blóti og ofbeldi er í leiknum, en það er einungis til að spilandinn lifi sig sem mest inn í leikinn. Ef slökkt er öllu blóti og stillt á sem minnst af blóði verður leikurinn ekki jafn- raunverulegur, sérstaklega þar sem fiestir bófarnir fara þá að tala í furðulegum hljóðum sem koma í staðinn fyrir blót. I raun og veru er Kingpin ekki annað en enn einn leikurinn þar sem á að leita að einhverju og eyðileggja það, ef fólk býst við ein- hverju öðru getur það gleymt þessum leik. Ef fólk hefur hinsveg- ar áhuga á leikjum sem sýna eins mikið af blóði, ofbeldi og blóti og hægt er og skammast sín ekkert fyrir það, er þetta tilvalinn leikur. Ingvi Matthías Árnason Ný gerð Epoc EPOC-stýrikerfið er notað meðal annars í Psion-lófatölvurnar og framleiðandi þess, Symbian, hyggst markaðssetja það sem væn- lega lausn fyrir alls kyns smától og tæki, til að mynda fyrir farsíma og stýrikassa á sjónvörp vegna þátta- sölusjónvarps. Til þess að það megi verða verður Epoc að vera betra og hraðvirkara en Windows CE, sem Microsoft ætlar sér stóra hluti með, og því keppist fyrirtækið nú við að endurbæta hug- búnaðsinn. Á stefnu Epoc-þróun- araðila fyrir stuttu kynnti Symbian nýj'a gerð Epoc, sem er meðal annars notuð í nýrri gerð Psion, MX- gerðinni. Stýrikerfið er 32 bita og Epoc hefur bætt í það vafrastuðn- ingi, sem var heldur ræfilslegur, og einnig er kominn stuðningur við javaforrit. Symbian hyggst leggja höfuðá- herslu á að þróa stýrikerfí fyrir þráðlausan búnað á næstunni og kemur varla á óvart f ijosi þess hverjir eiga fyrirtækið, Psion, Ericsson, Nokia, Motorola og Matsushita. í yfirlýsingu frá Symbian í tilefhi af nýrri útgáfii stýrikerfisins kom fram að kerfið yrði lagað enn betur að þörfum farsíma og lófatölva með þráð- lausri tengingu. Fyrsta gerð af Epoc var notuð í Psion 3 og var sextán bita, en 32 bita útgáfa kom á markað fyrir ári á Psion 5. Helstu keppinautar stýrikerfisins hafa verið PalmOS sem notað er í Palm-lófatölvur, og Windows CE sem notað er í fjöl- margar lófa- og vasatölvur. Segja má að Psiöh hafi skotið Microsoft PSION 5 tölva frá Psion, en 32 bita gerð Epoc kom fyrst á markað í þannig lófatölvu. ref fyrir rass með því að tejja ofan- greind fyrirtæki á sitt band, því þau eru helstu framleiðendur far- súna í heimi og ef stýrikerfið verð- ur notað í netvænum farsimum frá þeim er hætt viðað Windows CE hverfi í skuggann. Microsoft þráast við Microsoft hefur þó ekki gefið þá von upp á bátinn að CE verði notað í farsúha og sagan hermir að for- stjóri Microsoft, Steve Ballmer, hafí rætt serstaklega við frammá- menn símarisanna þriggja, Nokia, Ericsson og Motorola, en fengið litlu ágengt meðal annars vegna þess að Windows CE telst langt í frá eins traustur hugbúnaður og Epoc, eyðir meira raftnagni og tek- ur meira pláss. Þannig eyðir Epoc ekki nema þriöjungi af þeirri orku sem Windows CE þarf til að þrff- ast, þarf h'tið minni fyrir sjáft sig, sem geftir meira minni fyrir hug- búnað, og er að auki traustara f keyrslu, enda lét forstjóri Ericsson þau orð falla að ekki sé hægt að búa við það að viðskiptavinur missi af súntali vegna þess að stýrikerfi súnans gefi upp öndina eða sitji fast í gagnagrunnsæfingum. Eins og fram kemur er Java sýhdarvél nú inn- byggð í Epoc og bætt- ur stuðningur fyrir vafra. Stýrikerfið, sem er fullkomið Ijölviimshi- kerfi með minnisvernd, styður skjástýrl. umhverfi, er hlutbundið og hægt er að skala það úr frekar stórri uppsetningu í full koniiiuii lófatoivu i einfaldan kjarna sem nota niá í í örsmá einfaldari tæki. Ekki þykir ínöiiuiiiii minnst um vert að hægt er að breyta útaf í uppsetningu og útliti á stýrikerf- inu, óiíkt til að mynda Windows, þar sem menn sitja uppi með sama útlitið að mestu í ölluin gerðum stýrikerfisins. Epoc er nánast ekkfflREbundið ' ákveðnum örgjörva ýgjkjarninnjj sem kallast E32, er aigerlega óbundinn. Þannig eru til útgáfur af Epoc fyrir X86 og ARM7100 RISC örgjörvann frá ARM og Motorola er með í smíðum afbrigði MCore-örgjörvans sem keyra mun Epoc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.