Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 26
4 26 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDALUR W/ÆX*7M ' 6 Deilt um | Laugardal Deilt hefur verið um skipulagsmál í Laugardal og áform um að reisa þar höfuðstöðvar Landssímans ísj og kvikmynda- og tómstundahús. Arna Schram \ og Pétur Gunnarsson kynntu sér byggingaráform j in og ræddu við væntanlega byggingaraðila og talsmenn andstæðra viðhorfa í borgarstjórn. ií C-. ,; -j*r m\-~-Æ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir mikilvægt að fram fari skyn- samleg umræða um nyjar tillögur að deiliskipulagi í Laugardalnum og leggur áherslu á að menn fari ekki í víking gegn tillögunum áður en þeir hafi kynnt sér öll gögn og rök í málinu. „Aðalatriðið er að fram fari skynsamleg umræða um málið, fólk vegi og meti öll rök og taki svo af- stöðu á grundvelli þess," segir hún, en eins og kunnugt er samþykkti borgarráð Reykjavíkur nýlega að auglýst verði breyting á deiliskipulagi í Laugardal. Er það í framhaldi fyrirheita Reykjavíkur- borgar um að úthluta Landssfma Islands hf. um 25 þúsund fermetra lóð á horni Suðurlandsbrautar og Engjavegar. Þá hefur fyrirtækið Bíó hf., í eigu Jóns Ólafs- sonar, sótt um lóð vestan við fyrirhugaða lóð Landssímans, en borgarstjóra hefur verið falið að ræða við forsvarsmenn Bíós hf. um þarfir fyrirtækisins og hvernig þær hugmyndir sem umsóknin byggist á falli að notkun og skipulagi Laugardalsins. Þær viðræður eru enn í gangi, en forráða- menn fyrirtækisins lögðu fram nánari greinargerð um hugmyndir sínar á fundi borgarráðs í síðustu viku. Þegar Ingibjörg er spurð að því hvort R-listinn væri tilbúinn til þess að falla frá umræddum breytingum á deiliskipulagi Laugardalsins komi upp hörð andstaða gegn þeim meðal Reykvíkinga, segir hún eftirfarandi: „Auðvitað værum við ekki að selja þessa vinnu af stað ef við tryðum því ekki að þetta gæti verið til hagsbóta fyrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Skynsamleg umræða verði um skipulagstillögu borgina og borgarbúa. Við vissum, að sjálfsögðu, að það yrði ágreiningur um málið. En það sem ræður úrslitum á end- anum er það hvort tekst að koma fólki í skilning um það [að nýtt deiliskipulag aé til hagsbóta fyrir borgarbúa] og hvort tekst að halda uppi skynsamlegri og vit- rænni umræðu um þetta mál." Lóðirnar ekki boðnar út Aðspurð telur Ingibjörg að fyrirhugað- ar hugmyndir Bíós hf. um kvikmynda- og tómstundahús eigi eftir að falla mjög vel að Laugardalnum. En hver er afstaða hennar til starfsemi Landssúnans hf.? Tel- ur liúii að sú starfsemi eigi eftir að falla vel að dalnum? „Það má auðvitað alltaf deila um það," segir hún en tekur fram að sú krafa hafi verið gerð á hendur for- svarsmðnnum Landssímans að þeir stuðli að því að boðið verði upp á einhverja af- þreyingu í húsakynnum sínum. „Og það finnst mér vera forsenda fyrir því að þeir geti verið þarna á þessum stað," segir hún. Einhverjir hafa orðið til að setja út á meirihluta borgarstjórnar fyrir að bjóða ekki út ldðirnar á umræddu svæði í Laugardalnum, en þess í stað megi segja að forsvarsmenn Landssímans hf. og Bíós hf. séu með vilyrði fyrir þeim lóðum. Um þessa gagnrýni segir Ingibjörg m.a. að Landssfminn hafi fyrir allnokkru komið að máli við fulltrúa Reykjavíkurborgar og óskað eftir nýrri lóð undir starfsemi sína. Að sögn Ingibjargar var í fyrstu farið fram á það við forsvarsmenn Landssímans að þeir færu yfir húsnæðis- mál sín í miðborg Reykjavíkur en síðar í umræðunni bentu fulltrúar borgarinnar þeim á gamla Sigtúns-húsið svokallaða við Múlastöð, sem er við Suðurlands- braut. Eftir að Landssímamenn hafi kom- ist að því að sú staðsetning kæmi ekki til greina var farið að ræða um lóð í Laug- ardalnum. „Um 1300 manns vinna hjá Landssímanum og við höfum ekki verið með lóðaumsókn frá öðrum slíkum fyrir- tækjum inni á okkar borðum," segir Ingi- björg og telur afar mikilvægt að fyrir- tækið verði með starfsemi sfna innan borgarmarkanna. „Við erum einfaldlega að reyna að koma til móts við þetta fyrir- tæki sem hefur verið í Reykjavík, nánast alla þessa öld, og okkur fínnst skipta miklu máli fyrir höfuðborgina að það sé hér áfram." Varðandi Bíó hf. segir Ingibjörg að lóðaumsókn frá því félagi hafi legið lengi fyrir hjá Reykjavíkurborg ásamt óskum um leyfi til að byggja upp kvikmynda- og tómstundahús. „Það er ekki um marga staði að ræða þar sem hægt er að setja niður hús af þessu tagi, þ.e. svona (óm- stunda- og kvikmyndahús. Nú þegar er eitt slfkt í Mjóddinni og annað í Kringl- uiuii." Ingibjðrg tekur auk þess fram að ekki hafi þótt skynsamlegt að koma slfkri starfsemi fyrir í miðborginni þar sem talið er að hún dragi til sfn mikið af ung- lingum. „Þannig að það var ekki mðrgum stöðum til að dreifa," útskýrir hún og er spurð hvort það hafi verið þess vegna sem Laugardalurinn hafi verið valinn fyrir umrædda starfsemi. „Já, af því að svona starfsemi höfðar kannski ekki sfst til ung- linga og þeir ættu að eiga sér samastað þarna [f Laugardalnum] ekkert sfður en smáfólkið sem fer í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn." Ingibjðrg segir að sfðustu að skipu- lags- og umferðarnefnd, borgarstjdrn og borgarráð þurfi endanlega að leggja blessun sína yfir nýtt deiliskipulag, en þegar því hefur verið lokið muni lóðun- um verða úthlutað formlega til Lands- símans og Bíós hf. og framkvæmdir væntanlega hefjast. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.