Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 62
$2 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUN Vi Kjötflutningar í verkfallinu 1955 í tilefni frídags verzlunarmanna segir Oskar Jóhannsson kaupmaður frá því, hvernig kaupmenn lögðu sig fram um að útvega almenningi kjöt og aðrar nauð- synjavörur í verkfallinu, sem þjakaði þjóð- ina veturinn 1955, en þá varð mikill skort- ur á matvælum, m.a. mjólk og kjöti, og að venju var það láglaunafólkið, sem mest varð fyrir barðinu á verkfallsvopninu. VIÐ HVERFUM 40 til 50 ár aftur í tímann, þar sem lýst er ýms- um þeim vandamálum sem matvörukaup- menn þurftu þá að glíma við. 12 verkalýðsfélög í *Reykjavík og Hafnar- firði tóku þátt í verk- fallinu 1955, og stóð það í 6 vikur. Verkfallið var búið að standa lengi og mikil harka komin í aðgerðir verkfalls- manna. Allar flutn- ingaleiðir til borgar- innar voru lokaðar. Vesturlands- veginum var lokað við brúna yfir Úlfarsá. Þar voru tveir hópar ínanna, annar skoðaði í bflana, sem voru á leið í bæinn, og hinn hópur- inn lokaði veginum með símastaur og tók hann frá þegar hinir gáfu merki um að enginn varningur væri í bflnum. Fyrir verkfallið hafði mér tekist að ná í um 100 lítra af bensíni. Þótt enginn hafi reiknað með svona löngu verkfalli, komst ég allra minna ferða. Mjólkinni var hellt niður í sveitunum og margar vöru- tegundir ófáanlegar. Borgin var orðin kjötlaus, og við höfðum lítið sem ekkert að selja í kjötbúðun- urn. Eg lagði á ráðin um að fá kjöt >frá Borgarnesi, því þar átti ég góða að. Fimmtíu dilkaskrokkar voru pantaðir hjá Kaupfélaginu, og rútubflstjórinn gat tekið þá aftast í rútuna með því að taka nokkrar sætaraðir úr henni. En hann sagð- ist ekki vilja standa í illindum við verkfallsverði og því yrði ég að mæla mér mót við hann uppi á Kjalarnesi og taka kjötið þar úr bflnum. Ég tók allt nema bflstjórasætið úr stórum jeppa verslunarinnar og fékk ungan pilt á Dodge Weapon á Sendibílastöðinni til að koma með mér. Við biðum eftir rútinni á til- teknum stað, fórum inn í malar- .^gryfju og vorum fljótir að stafla 20 skrokkum í minn bfl og 30 í sendi- bflinn. Tíu til fimmtán farþegar voru í rútunni, og nokkrir komu út til að fylgjast með og virtust hafa gaman af þessu brasi. Rútan fór nokkru á undan, svo fór ég á jeppanum með nokkur teppi breidd yfir kjötið, en bað bíl- stjórann að koma svona 10 mínút- um á eftir mér, ef tafir skyldu verða við hliðið sem verkfallsverð- ir höfðu komið upp við brúna yfir ^Korpu, og ég myndi þá mæta hon- um ef mér yrði snúið við. Við Alafoss stóð eldri kona við veginn og bað um far í bæinn, sem var algengt þá. Ég sagði það vel- komið, en sætið væri kalt. „Það gerir ekkert til" sagði hún og sett- ist á teppið. Þegar við komum að hliðinu, var *5íll á undan mér, sem búið var að Óskar Jóhannsson skoða og gefið var merki um að hann mætti fara. Gamla konan var víst svo sakleysisleg, eða kannski var það eymdarsvipurinn af kuldanum, að einn úr hópnum rétti upp höndina til merkis um að við mættum fara líka. Um leið og bfllinn var kominn framhjá hópnum, sá einn vörð- urinn í skankana sem stóðu undan teppun- um, og öskraði: „Bfll- inn er fullur af kjöti!" Það munaði sekúndubrotum, því þeir sem voru við staurinn, voru of seinir að setja hann fyrir og forð- uðu sér þegar ég setti allt í botn og skaust framhjá. Ég keyrði eins og bfllinn komst, þar til ég setti kon- una út innarlega við Laugaveg. Fljótt flaug fiskisagan um Hlíð- arnar, að það fengist kjöt í Sunnu- búðinni og var ös út úr dyrum þar til allt var uppselt. Stuttu eftir að ég kom í búðina hringdi sendibflstjórinn frá kaup- félagsbúðinni í Mosfellssveit. Honum var snúið við með kjötið, og verkfallsvörður, sem hann þekkti, sagði honum að jeppinn sem þeir höfðu til afnota, hefði ný- lega elt þrjót sem ruddist í gegn, „og svo rétt áðan slapp annar djöf- ull með fullan bfl af kjöti fýrir bölvaðan klaufaskap og þeir höfðu engan bfl til að elta hann á". Eg talaði við verslunarstjórann, og okkur samdist um að hann geymdi þessa 30 skrokka í frysti á meðan við værum að finna ráð til að koma þeim í bæinn. Hann sagðist vera með 200 kg af kaffi sem hann hafði verið um beð- inn að geyma og bað mig að reyna að koma því fyrir sig í verslun suð- ur í Kópavogi, ef við fyndum ein- hver ráð. Þetta var Bragakaffi frá Akureyri, sem þá var nýkomið á markaðinn. Eins og fyrr segir voru allar að- flutningsleiðir lokaðar, og öll brögð notuð til að koma vörum í bæinn. Ýmsar sögur gengu um sam- skipti verkfallsvarða og þeirra sem reyndu að komast með varning í bæinn. Oft kom til átaka. Ein sag- an, sem komst á kreik, var um að þekktur kaupmaður hafi ætlað að flytja kaffi í líkkistu í bæinn, en hún var opnuð, svo það gekk ekki. Nú leið að páskum og nauðsyn- legt að finna ráð til að koma kjöt- inu og kaffinu í bæinn. Ég átti heima á Sólvöllum við Kleppsveg, beint upp af Vatnagörðum, og datt mér í hug að best væri að flytja varninginn sjóleiðina og landa hon- um neðan við flugskýlið. Ég komst í samband við trillukarl. Hann var einmitt rétti maðurinn til að vera í þessu, svona löguðu hafði hann gaman af. Á skírdagskvöld fór ég með hann framhjá verkfallsvörðunum og niður eystri afleggjarann frá Vesturlandsvegi, niður að Korp- úlfsstöðum, og þar niður að sjó. Hann taldi þetta ágætan lending- arstað, og um sjöleytið á morgn- ana stæði vel á sjó. Föstudagurinn langi var notað- ur til að gera „hernaðaráætlun". Um fimmleytið næsta morgun fór trillan úr Reykjavíkurhöfn, út fyr- ir Geldinganes og átti að vera kl. 7 í fjörunni neðan við Korpúlfsstaði. Klukkan 5 fór ég á jeppanum á planið fyrir neðan flugskýlið í Vatnagörðum. Þangað kom sendi- bfllinn, og ég skildi minn bfl eftir og fór með honum upp í Kaupfé- lagið í Mosfellssveit. Verðirnir skiptu sér ekkert af þeim sem fóru út úr bænum. Verslunarstjórinn var kominn í búðina og við gátum með naumind- um komið kaffikössunum í bílinn ásamt 30 kjötskrokkum. Við fórum út af Vesturlandsveginum, niður að Korpúlfsstöðum, langt frá þar sem verðirnir voru, og biðum í bflnum undir klettavegg í fjör- unni. Trillan mátti ekki koma of hátt upp í fj'ör- una, því nú var eftir að hlaða hana. Bflnum var bakkað eins langt út og hægt var. Ég var í klofstígvélum og bar því allt á milli bflsins og bátsins. Það var mikill sendiferðabílnum og svo fór hann með kaffið í Kópavog. Þegar ég var að hamast við að bera skrokkana inn í búðina, tók ég fyrst eftir að það bullaði í stíg- vélunum, þó hafði ég hvolft úr þeim í sjóinn á leiðinni. Allan dag- inn afgreiddi ég og sagaði í stíg- vélunum, og þegar búðinni var lokað var ekki einn einasti kjötbiti eftir. gusugangur og ég óð upp í mitti. Þegar allt var komið um borð, hætti mér að h'tast á, því kaffikassarn- ir voru svo áber- andi. Það var háfermi á bátnum. Sendibfllinn fór aftur upp á Vesturlandsveg og fór tómur framhjá vörðunum, en ég fór með trillunni sjóleiðina út fyrir Geld- inganes og upp í Vatnagarða. Það var stillilogn og sólskin og reglu- lega gaman að spjalla við þennan hressa trillukarl, sem ég man því miður ekki nafnið á. Neðan við flugskýlið beið sendi- bíllinn, og honum var bakkað niður flugbátabryggjuna. Við settum kaffið fyrst í hann og þegar búið var að láta í jeppann eins og í hann komst af kjötinu, var afgangurinn settur í sendibflinn og keyrt í loft- inu niður í Hlíðar. Konan mín fylgdist með úr dyrunum heima, þegar báturinn kom inn á Klepps- víkina. Bflarnir voru rétt horfnir niður Kleppsveginn þegar jeppi kom á fleygiferð af Langholtsveginum og náði varla beygjunni niður í Vatna- garða. Einhver nágranninn hefur séð hvað var að gerast, og látið verkfallsmenn vita. Trillan var komin spölkorn út á víkina, þegar jeppinn kom þjótandi niður á bryggju, og fjórir karlmenn þustu úr honum og æptu og böðuðu út öllum öngum. Trillukarlinn þóttist ekkert taka eftir því, og hélt sínu striki inn í Reykjavíkurhöfn. Þar stóð mót- tökunefndin á bryggjunni og var hann mikið spurður um hvað hann hefði verið að gera. Hann sagðist hafa verið að rétta kompásinn, og spurði á móti hvort það væri ekki í lagi. Ekki gátu þeir neitað því og meira fengu þeir ekki út úr hon- um. Það var laugardagur fyrir páska, og kvisast hafði út að von væri á kjöti í Sunnubúðina. Búðin var því full af fólki þegar tveir bfl- ar birtust með kjöt. Það kvað við húrrahróp og lófaklapp. Við byrjuðum að losa kjötið úr Ætla mætti að kaupmenn hafi verið í stríði við verkalýðshreyf- inguna, en svo var alls ekki. Þeir töldu það skyldu sína að útvega viðskiptavinum sínum allar þær vörur, sem nokkur kostur var að fá, og þótt í þessu tilfelli væri vit- að að því fylgdi mikil fyrirhöfn, áhætta og aukakostnaður, var ekki hikað við að reyna það. Samkeppnin fólst einkum í lip- urri þjónustu og dugnaði kaup- mannsins við að útvega vörur. Ekki var um samkeppni í verð- lagi að ræða, því mjög ströng verðlagsákvæði ríktu, og því sama verð í öllum búðum. Töluvert var um lánsviðskipti. Mörgum, sem voru í föstu starfi, þótti þægilegra að láta senda sér, og greiða mánaðarlega. Enn meira var um að láglauna- menn með barnmörg heimili, sem jafnframt voru að koma sér upp eigin húsnæði, urðu að treysta á að kaupmaðurinn skrifaði hjá þeim matvöru, þegar kaupið dugði ekki fyrir útgjöldunum, og ekki tókst, oft mánuðum saman, að lækka reikninginn. Eins og fyrr segir var verkfallið búið að standa lengi, og ekki gott að segja hvernig farið hefði fyrir margri fjölskyldunni ef kaup- mennirnir hefðu ekki tekið að sér hlutverk félagsmálastofnunar á eigin kostnað. Töluverður hluti af umræddri kjötsendingu var skrifaður „þang- að til eftir verkfall". Þær eru ótaldar upphæðirnar, sem matvörukaupmenn um land allt þurftu að afskrifa á þessum áratugum. En sá hópur þjóðfé- lagsþegna fékk ekki mikið þakk- læti frá svonefndu málgagni lág- launafólksins, „Þjóðviljanum", en hann sýndi kaupmönnum alltaf mikinn fjandskap. Þó var eitt fyrirtæki í náðinni hjá þeim. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, „Kron"-búðirnar, sem fólkið átti og Alþýðubanda- lagsmenn stjórnuðu, en verslunar- stjórunum var harðbannað að skrifa hjá nokkrum manni. Á þessum áratugum var alltaf verið að berjast fyrir bættum kjörum hinna lægst launuðu (og ekki er að sjá að þeirri bar- áttu sé lokið enn). Eilífur ófriður var á vinnumarkaðn- um, og þeir lægst launuðu fóru alltaf verst út úr öllum verkföll- um. Þó að lokum fengist einhver krónu- hækkun á kaupið, tók langan tíma að ná upp margra vikna vinnutapi. Reynslan sýndi, að löngu áður en að því kæmi hafði hækkaður launataxti verkamanna farið út í allt launakerfið, allt verð- lag hækkaði, kostnaður við fiskvinnsluna hækkaði svo út- gerðin varð að fá fleiri krónur fyr- ir dollarana og pundin sem hún fékk fyrir fiskinn. Þá varð gengisfelling og allar innfluttar vörur hækkuðu, svo þá var blásið til næsta verkfalls. Þetta þrífætta ólukkuhjól skoppaði um þjóðhagskerfið frá stríðsárum fram að þjóðarsátt. Allskonar hrossalækningar voru viðhafðar sem „hliðarráðstafanir" til að bæta hag hinna lægst laun- uðu, sem birtust í bönnum og höft- um og dekri við „vísitölufjölskyld- una". Það eru til margar furðulegar sögur um þær reglur sem kaup- menn urðu að starfa eftir á þess- um tímum. Hinn vinsæli leikari, Brynjólfur Jóhannesson, lýsti þessu ágætlega í löngu gamankvæði sem hann söng á árshátíð, sem ég var á, með þessu viðlagi: Envísteralveg að svona er það. Allir vita það, en enginn sér það. Okkur fækkar óðum, sem mun- um þá tíð, þegar dollarinn var skráður á 6,50 kr. gamlar, sem jafngildir sex og hálfum eyri í dag, og höfum á langri ævi orðið vitni að því, að sjá krónuna falla niður í minna en þúsundasta part af því sem áður var. Það fer því ónotahrollur um mann þegar fólk, sem ekki þekkdr þessa sögu, skekur ógnandi verk- fallsvopnið og hótar að vekja upp þrífætta drauginn. Höfundur er fyrrverandi kaupnmður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.