Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 SM* UMRÆÐAN Hlutverk verslunar í frelsi þjóðarinnar ÞAÐ hefur vart farið fram hjá neinum að mikil og hröð þróun hefur átt sér stað í verslun á íslandi á undanförnum árum. Verslunin er í eðli sínu kraftmikil grein sem tekur örum breyting- um, sem að undanförnu hafa einkennst af örri tækniþróun, æ hag- kvæmari rekstrarein- ingum og nýjum og markvissari vinnu- brögðum. Öll þessi þró- un er knúin áfram af samkeppni milli aðila sem leiðir ti] lægra vöruverðs, betri þjón- ustu og samkeppnishæfari verslun- ar, en bein afleiðing þess er sam- keppnishæfara samfélag og betri lífskjör fyrir almenning. I lok fríhöndlunar árið 1855 var verslun gefin frjáls á Islandi, fyrir þegna allra landa. Það sem eftir lifði 19. aldar var þó nær allur inn- flutningur til landsins áfram á höndum danskra verslunarfyrir- tækja. Það var fyrst upp úr síðustu aldamótum að verslunin fór smám saman að færast á hendur inn- lendra kaupmanna, er þeir komast í beint samband við viðskiptaaðila án milligöngu danskra kaupmanna. Það voru áræðnir og framtakssam- Haukur Þór Hauksson ir menn sem stóðu á bak yið fyrirtæki eins og 0. Johnson og Kaaber, Nathan og 01- sen, Garðar Gíslason o.fl., sem voru meðal frumherja í íslenskri verslun. Þeim tókst með forsjálni og dug að byggja upp við- skiptasambönd víða um lönd. Á aðeins u.þ.b. þremur áratug- um færðist verslunin í íslenskar hendur, þrátt fyrir að íslenskir kaup- menn hafi upphaflega verið félitlir í sam- keppni við sterk dönsk verslunarfyrirtæki. Það er skoðun mín að hlutur þess- ara sjálfstæðu kaupmanna og inn- flytjenda í sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga hafi verið vanmetin. Á sama tíma og mikil kynning hefur farið fram á hlutverki og tilgangi Samvinnuhreyfingarinnar, sem ætíð hafði horn í síðu kaupmanna og reyndi að gera hlut hins frjálsa kaupmanns tortryggilegan, hefur í raun enginn gaumur verið gefinn að hlutverki fyrrnefndra og ann- arra kaupmanna í sjálfstæðisbar- áttunni sem byggðu upp íslenska verslun. Hlutur hinna frjálsu kaup- manna var bæði stærri og haldbetri en Samvinnuhreyfingarinnar sem dagaði meira og minna uppi á ofan- verðri þessari öld. Hér liggur óplægður akur fyrir sagnfræðinga og aðra áhugamenn um verslunar- sögu. Jón Sigurðsson forseti sagði eft- irfarandi „Verslun er undirrót til velmegnunar lands og lýðs, þegar hún er frjáls". f ritgerð sinni Milli fátæktar og bjargálna frá 1929 seg- Verslunarmannahelgin Verslun, segir Haukur Þór Hauksson, er öfl- ugust og hagkvæmust þar sem frelsi er mest. ir Jón Þorláksson „Sá sem vill leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálf- an sig, verður að gjöra það með því fyrst og fremst að leitast við að full- nægja sem best þörfum annarra." Það er einmitt það sem góður kaup- maður gerir. • Ef tekið er tillit til þeirrar skýru hugsunar og visku sem felast í orð- um þessara mætu manna sem vörð- uðu leið okkar til sjálfstæðis og vel- megunar og um leið hugleiða áræðni og kraft frumkvöðlanna, vekja fjölmargar ákvarðanir stjórn- valda á áratugunum sem á eftir fóru undrun. Verslun á íslandi hefur í raun aldrei verið eins frjáls og frá 1855 til 1915. Á þessum tíma voru versl- unarhöft og almenn ríkisafskipti lít- il. íslenskir kaupmenn höfðu al- gjört frelsi til inn- og útflutnings. Þeir leituðu sér viðskiptasambanda víða um lönd, öfluðu íslenskra af- urða markaða, önnuðust innkaup á nauðsynjum til landsins og kynntu ýmsar nýjungar til sögunnar. En Adam var ekki lengi í Paradís og snemma beigðist krókur ríkis- valdsins í þá átt að hafa vit fyrir borgurunum og byggja upp opin- berar stofnanir sem heftu frelsi kaupmanna og framtaksmanna. Ég held að ungt fólk í viðskiptum dag, sem er best menntaða kynslóð verslunar- og kaupsýslufólks sem þetta land hefur alið, geri sér ekki grein fyrir þeim aragrúa ríkisversl- ana sem hafa frá 1914 allt fram á þennan dag reynt að sinna því hlut- verki sem frjáls þjóðfélög telja skyldu og hlutverk frjáls viðskipta- lífs. Fyrst ber að nefna Landsversl- un 1917 sem varð stærsta verslun- arfyrirtæki landsins. ÁTVR var stofnað 1922. Viðtækjaverslun rík- isins var stofnuð árið 1935, en hún hafði einkaleyfi til sölu á útvörpum. Það ár var einnig stofnuð einkasala ríkisins um innflutning bifreiða, hjólbarða og raftækja alls konar, þar á meðal raflagnaefnis. Athygl- isvert er að árið 1931 var tekin upp einkasala ríkisins á eldspýtum. Síð- ar var tekin upp einkasala á áburði en SÍS var falin framkvæmdin. Ár- ið 1936 var einkasala á kartöflum og öðrum garðávöxtum lögfest. Áð- ur hafði verið stofnuð ríkiseinka- sala á olíum og bensíni. Á fjórða áratugnum var frelsi til útflutnings fiskafurða nánast afnumið, er SIS og SH fengu einkaleyfi til fiskút- flutnings og stofnuð var ríkiseinka- sala um síldarafurðir. Auk þessara og fleiri fjölmargra ríkisverslana voru ótal opinberar nefndir og ráð sem veittu mönnum, leyfi til að ráðast í fjárfestingar, til að taka erlend lán og aðrar nefndir sem handstýrðu versluninni og efnahagslífinu. Á þessum tíma var þó ekki nema stuttur tími frá því að Jón Sigurðs- son forseti og Jón Þorláksson, sem báðir komust til hæstu metorða, höfðu brýnt fyrir mönnum að frjáls verslun væri undirrót velmegunar. I dag gengur að mörgu leyti vel í íslenskri verslun, framtak og áræðni einkennir ungt og vel menntað fólk sem gengur til liðs við^ greinina og ytra umhverfi verslun- arinnar er betra en verið hefur á undanfórnum áratugum og ekki eru eftir nema nokkrar afkáralegar leyfar af þeim ríkisverslunum sem fyrr eru nefndar. Þó eigum við langt í land að ná því frelsi sem við lögðum upp með árið 1855, en nut- um í raun ekki nema frá síðustu aldamótum fram til 1915 eða ekki nema 15 ár af þeim 144 árum sem við höfum notið fríverslunar. Þversögnin við verslun er sú að þar sem hún er öflugust og hag- kvæmust og þar sem frelsi er mest, þar vinna flestir við greinina og verðlag er best svo sem í Banda- ríkjunum, Hollandi og Bretlandi. Við skulum minnast orða JónlK Sigurðssonar, forseta: „Verslunin er undirrót til velmegnunar lands og lýðs. Þegar hún er frjáls." Hann hafði rétt fyrir sér þá og hefur það enn. HSfuadur er formaður Samtaka verslunarinnar, félags (slenskra stórkaupmanna. „Afréttur af afrétt" ÞEGAR ég segi „þjóðin" ætti ég ævinlega að hafa um það gæsalapp- ir, slíkt öfugmæli og útúrsnúningur sem þetta orð er að verða í tali manna og yfirleitt ekki notað til annars en tjá frekju hagsmuna- hópa; þjóðin á kröfu á, þjóðin heimtar, þjóðvegina handa þjóðinni, þjóðareign á fiskivötnin, öræfin fyr- ir íslendinga, - sem þýðir í raun: Burt með sveitamennina! Inn með mig, haglabyssuna mína og jepp- ann. Síðan stíflur, sprengiefni og stórvirkar vélar. I öllu þessu tali um „þjóðina" og heimtingu hennar glittir í kvótagreifaskapinn og virkjanamafíuna á bakvið blessuð frekjusnjáldrin sakleysingjanna með húsvagnana sína, hestana og fellihýsin hrópandi vígorð um um- hverfisvernd og ást á óspilltri nátt- úru. Hver er svo hinn nýjasti „rétt- ur þjóðarinnar" sem til skal barist, afréttarlöndin? Orðið afréttur hefur verið lagt út af lögfræðingum sem afnotaréttur og þá fyrst og fremst (sic!) beitar- réttur fyrir búfé. Um þetta er vitn- að í heimildir, þar á meðal skrif Bjarna frá Vogi án þess að láta þess getið hver tilgangur hans var. Hann var tengdur hinum erlendu fjárfest- um þess tíma. Miklir peningar í húfi jafnt fyrir þá sem og væntanlega hann sjálfan. Það er líka vitnað í Grágás þar sem segir að allt land sem ekki var þá þegar numið skuU teljast almenningur. En þar er ekk- ert sagt um hvers almenningur og ekki heldur hver skuli nýta né hvemig. Ekkert hugsað fyrir vik- urtöku, gullgreftri eða virkjunum. Ekki heldur neinskonar landnámi af neinu því tagi sem síðar hefur æ ofan í æ verið gert bæði á öræfa- svæðum svonefndum og einnig í byggðum þeim sem lagst hafa af um lengri eða skemmri skeið, eftir eldgos (Öræfin), hafísafár (Norður- land), Stórubólu (Suðurland) og fleira. Grágás því máttlaus vitnis- burður í þessu efni og aldrei verið eftir henni farið. Samt notuð nú allt í einu, fullum fetum! Ekki síður er reynt að snúa út úr sjálfu orðinu „afréttur", sem Norðlendingar kaUa reyndar afrétt í kvenkyni og er trúlega nær réttri meiningu. Vert að Uta aðeins á það Utla atriði. Gæti verið stærra en sýnist og/eða menn vilja vera láta: Nytjar Hertaka afréttarlendn- anna, segir Eyvindur Erlendsson, er ekkert einsdæmi. Það eru meiri líkur fremur en minni á því, að hér sé aUs ekki verið að tala um rétt (í karlkyni) í réttar- farslegum skilningi heldur rétt (í kvenkyni) í sama sldlningi og fjár- rétt, það er; girt, helgað eða með öðrum hætti afmarkað svæði (Hvað um Lögréttu?) Orðið á þá við land- svæði en ekki réttarhugtak. For- setningin af á ekki við eitthvað af réttinni eða réttinum heldur við það svæði sem er af, í merkingunni frá eða fjær, samanber orðin affjaUa, afleggjari, afbæ, afflytja. Þessa rétt eiga bændur, með ýmiss konar rétti, hvort sem þeir hafa nytjað hana eða ekki. Orðskýringin „af- rekð" hefur í mínum augum ekki þungavigtargildi þótt slæðst hafi í frægar bækur. Annað eins hafa nú málfræðingar (og lögsögumenn) fantasérað. Fegurðin er til hvort sem einhver er viðlátinn tU að horfa á hana eða ekki. Á sama hátt er náma og hlunnindi hverskonar stað- reynd hvort sem eigandi nytjar eða ekki. Enda þótt svonefnd afréttar- lönd (sem eru raunar allt hálendi Islands) hafi flestar aldirnar, eink- um í seinni tíð, verið nytjuð mest til beitar og stundum eingöngu og aUt skjalfest málþras þeirra vegna snú- ist um beitarrétt þá er ekki þar með sagt að annar réttur þeirra sem hafa haft þessi svæði undir sé enginn. Fjöld annarra nytja hafa þeir einnig af þeim haft og fjöld kosta hafa þau sem enn bíða virkjun- ar. I upphafi skrif- finnskualdar voru gæsafjaðrir ein verð- mætust útflutnings- vara landsins, fálkar voru sóttir þangað um aldir og hafðir fyrir konungsgersemar, fjallagrös náttúrlega tínd í stórum stfl, kola- gerð, rauðablástur. Hrafntinna var sótt þangað og seld dýrum dómum og hún er þar enn þótt ekki sé nýtt í bfli. Sömu- leiðis hinn dýrmæti perlusteinn. Auðugur markaður fyrir þetta tvennt getur opnast hvenær sem er og vinnsla farið í gang. Vikur er um þessar mundir seldur þaðan. Og finmst nýir nytjamöguleikar eða opnist markaðir fyrir verðmæti fal- in á þessum svæðum því þá ekki að leyfa því fólki að njóta þess sem við þau hafa harkað af sér að búa og búa enn? Aðrir sem í þeim nytjum vflja eignast þátt geta þá flutt þang- að og keypt sig inn í leikinn. Það er hvergi reiknað með öðru en þeir einstaklingar eða samfélög, sem oftast hafa gengið undir nafninu upprekstrarfélög vegna þess að þeirra meginhlutverk í félagslegu tiUiti var að hafa stjórn á beit og búfjársmölun, hafi haft aUan annan landsrétt á þessum svæðum jafn- framt, fyrr en erlend auðfélög á borð við Fossafélagið fóru að fá augastað á faUvötnunum til virkjun- ar í stóriðjuskyni. Þessum virkjun- armöguleikum höfðu bændurnir engan áhuga á vegna þess að Fossafélagið þá, rétt eins og virkj- anamenn nútímans, ætlaði sér aldrei að virkja vötnin þeim til hagsbóta heldur selja orkuna út- lendingum í gróðaskyni fyrir sig sjálfa og sína. Fyrrnefndur Bjarni frá Vogi gekk fram í því að afsanna rétt landeigenda og bænda til foss- anna og í framhaldi af því eru foss- ar og námar undanskildir þegar ríkið selur Húnvetningum Auðkúlu- heiði, sem áður var kirkjueign. Nú heyrir maður vitnað í þessar eign- arréttarannsóknir Bjarna og virtir Eyvindur Erlendsson lögmenn taka mark á þeim vegna þess a) að Bjarni er orðinn sagn- fræði og á sagnfræði taka menn mark, b) Bjarni var rnfldll póU- tíkus á sinni tíð og mynd af honum komst meir að segja á hol- lenska vindlakassa. En menn gleyma .því, eða kæra sig ekki um að minnast þess, fyrir hverja Bjarni var að vinna, frá hverjum hann tók umbunina, myndbirtinguna á vindlakössunum trú- lega þar á meðal: Hann var ekki einasta tals- maður stóriðju, hann var beinlínis aðfli að Fossafélaginu! Hans bar- átta því eiginhagsmunastríð. Rétt eins og Einars Ben. Báðir voru býsna stórir strákar en fannst það aldrei nóg. Langaði að verða miklu stærri. Bændur fengu hins vegar fljótlega áhuga á minni virkjunum, sem þeir gátu nýtt sér tfl gagns og á tímabfli var svo komið að Utfl vatnsvirkjun eða vindmylla var komin á annan hvern bæ. Þessi mannvirki tókst hinsvegar „þjóð- inni" að banna til þess að fá bænda- býlin til þess þess í stað, undir yfir- skini samvinnuhugsjónar og sam- hjálpar, að kosta almannaveitur, sem þá fóru af stað (kommúnisminri r enn!) en létu svo leiða rafmagnið allt beinustu leið tfl Reykjavíkur. Sveitamennirnir voru látnir mæta afgangi og þjóðin meira að segja sárvorkenndi sér að þurfa að leiða rafmagnið tfl þeirra seint og um síð- ir. Hver aðförin eftir aðra hefur verið gerð að sjálfsbjargarviðleitni þessa fólks og því ýmist bannaður aðgangur að auðlindum í heima- hlaði sínu eða þær gerðar upptæk- ar, gegn einhverjum hundsbótum eða bótalaust. „Þjóðin" vill t.d. gjarnan mylgra í bændurna styrkómyndum í því skyni að láta þá girða þjóðvegina, sem eru „hennar vegir" eins þótt þeir liggi sumsstaðar beint yfir túnv og hlöð bænda, svo hún geti ekið þá á sínum óaflátanlega hundrað kíló- metra hraða með vélsleðann, hagl- arann og húsvagninn í eftirdragi, áhyggjulaus. Þessi síðasta hertaka afréttar- lendnanna er ekkert einsdæmi. Hún er aðeins ein aðförin af mörg- um í langri, rökréttri röð. Og ekk- ert ólík aðförinni að indíánum Am- eríku ásamt þarlendri „þjóðlendu- smíð" þótt í smærri tölum verði tí- unduð. Höfundur er smiður, myndlistar- maður, leikstjðri, höfundur. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vifc hreiníum: Rimla, strimla, pliseruo og sólargluggatjöld. Sorjum ofrafmagnondi bonhúo. Sakjum og jendum af óskao ar. í .Nj9» ihmnsunm IWMr 35 • Simit 533 3634 • OSMj 897 3634 Byggingaplatan WD^(q)€® sem allir hafa beðið eftir VlRQCbyggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VlROCbyggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIRÖCbyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROCbyggingaplatan er umhverfisvæn VlROCbyggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. Leitiðjrekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO . ÁRMÚU 29 S: SS3 8640 1 S68 6100 ' &CO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.