Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 31.07.1999, Blaðsíða 72
-* 72 LAUGAEDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MATHEW og Nicole Cutler eru um þessar mundir í öðru sæti á heimslista dansara. Þetta er glæsilegt par með mikla útgeislun. Tignarleg, hröð og spennandi DANS Danssýningin Burn llii' Floor Fiinmtudaginn 15. júlí síðastliðinn vai' frumsýnd í Englandi glæsidans- sýningin Burn the Floor, sýning sem er allt í senn tignarleg, spennandi, full af hraða og kynþokkafull. Burn the Floor er talin dýrasta dansupp- færsla sem nokkurntima hefur verið sett upp og er kostnaðurinn talinn hlaupa á milljónum enskra punda. HUGMYNDIN að þessari sýningu kviknaði í fimmtugsafmæli hins sí- unga rokkara Elton John, sem hann hélt uppá í mars árið 1997. Þar var tæplega hálftímalöng samkvæmis- dansasýning sem heillaði svo einn gesta Eltons Johns að hann gat ekki hætt að hugsa um þessa sýningu. Hugmynd hans að Burn the Floor þróaðist áfram í huga hans og varð að þeirri stórsýningu sem nú hefur litið dagsins ljós. Þessi maður er Ástralinn Harley Medcalf sem er tal- inn einn færasti og bezti framleið- vöggusett Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 •Reykjavík ' 40^0% AFSLATTUR WUÓÍuó Rálftamýri 7, s. 553 552Í andi í Ástralíu. Hann hefur sett upp fjöldann allan af sýningum sem farið hafa sigurför um heiminn. Harley Medcalf hefur-einnig séð um ótal tónleikaferðir heimsþekktra lista- manna eins og t.d. Elton John, Billy Joel, Kenny G, Queen og Boyz II Men og svo mætti lengi telja. Smærri tónleika hefur hann einnig skipulagt og haft veg og vanda af og þá með fólki eins og Frank Sinatra, Marlene Deitrich, Bob Dylan, Aianis Morrisette og The Cranberries. Af þessari upptalningu má sjá að hér er á ferðinni einn vinsælasti hönnuður og tónleikaframleiðandi í heiminum í dag. Heimsþekktir listamenn Harley Medcalf hefur fengið til liðs við sig fjöldann allan að heims- þekktum listamönnum, dansahöf- undum, dönsurum, ljósamönnum og hljómlistarmönnum til að gera draum sinn að veruleika. Ber þar fyrstan að nefna leikstjórann Ant- hony Van Laast en hann hefur sett upp og samið dansa fyrir ótal marg- ar sýningar og tónleika út um allan heim og m.a. starfað við hið merka óperuhús Covent Garden í London. Fyrir sjónvarp hefur hann starfað mikið og þá helzt í sambandi við kon- unglegar uppfærslur; konungleg af- mæli og svo framvegis. Aðstoðarleik- stjóri og einn aðaldansahöfundurinn í Burn the Floor er hin heimsþekkta og virta Lindsey Hillier-Tate, en hún er margfaldur Evrópu-og heims- meistari í sígildum samkvæmisdöns- um, bæði sem áhugamaður og at- vinnumaður. Lindsey er mjög eftir- sóttur þjálfari og dómari út um allan heim og kennir mikið í Þýzkalandi, Danmörku Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Rússlandi. Tón- listarstjóri sýningarinnar er Stephen Brooker og er hann talinn fremstur meðal jafningja sinna á Bretlandi og hefur hann stjórnað fjölda heims- þekktra Mjómsveita s.s. Konunglegu fílharmoníusveitinni og mörgum fleiri. Búningahönnuður er Bonita Bryg en hún hóf ótrúlegan dansferil sinn er hún vann 5 ára námsstyrk í Konunglegu dansakademíunni. Þar hlaut hún kennslu hjá þekktustu kennurum ballettsins m.a. Dame Marie Rambert, Dame Margot Fonteyn, Phyllis Baddels og Irinu Baronovu. Hún stundaði seinna klassískan ballet að mestu, ásamt því að stunda rússneska og pólska þjóð- dansa við Konunglega ballettháskól- ann undir leiðsögn margra frábærra kennara s.s. Sir Fredrick Ashton og Dame Ninette De Valois. Hún varð meðlimur konunglega ballettflokks- ÞAÐ er valinn maður á hverjum stað í glæsisýningTinni Burn the Floor sem er allt í senn metnaðarfull, hröð, falleg og erótísk danssýning. ins og dansaði þar m.a. með hinum heimsfrægu dönsurum Fonteyn og Nureyev en varð að hætta í flokkn- um sökum hryggmeiðsla sem hún hlaut. Síðan þá hefur hún komið að alls kyns hönnun og samið dansa fyr- ir margskonar sýningar og þá einna helzt í sjónvarpi. íslendingur í Manchester United dansaranna! í sýningunni taka þátt 44 dansar- ar, sem eru í fremstu röð í heimin- um. Dansararnir eru fré 12 löndum og m.a. einn dansari frá íslandi. Það er Karen Björk Björgvinsdóttir, en hún dansar í sýningunni ásamt unnusta sínum Adam Reeve. Karen hefur verið búsett í Englandi undan- farin ár, þótt ung sé að árum, en hún er einungis nýorðin 18 ára. I Englandi hefur hún stundað dans- nám og hefur henni gengið mjög vel. Karen Björk hefur unnið til nokk- urra íslandsmeistaratitla og keppt fyrir íslands hönd á heimsmeistara- mótum. I samtali við Morgunblaðið sagði hún þessa sýningu vera ein- KAREN Björk Björgvinsdóttir og Adam unnusti hennar gera það gott í slórsýniiigitiiiii Burn the Floor. unni tekið henni ákaflega vel með löngu klappi og húrrahrópum. „Ég hef aldrei séð önnur eins fagnaðar- læti ... þetta var æðislegt!" sagði Karen Björk Björgvinsdóttir. Karen sagði að mikið af frægu fólki hefði verið á frumsýningunni t.d. Barry Humphrey (sá sem leikur Dame Edna), hann sagði að sýningin væri hin leikræna útgáfa af VIAGRA! Eins var Harry Connick Jr. á svæð- inu og hreifst ákaflega af sýning- unni. Karen var nýkomin til Astral- íu, eftir 18 tíma flug, þegar Morgun- blaðið náði tali af henni og framund- an var sýning í Perth, þar sem yfir sex þúsund miðar voru lóngu upp- seldir. Margt heimsfrægra samkvæmis- dansara er í sýningunni, eins og fyrr er sagt og ber þar hæst Jason Gilk- inson og Peta Roby frá Ástralíu, en þau hafa unnið til fjölda verðlauna, urðu m.a. heimsmeistarar í 10 döns- um, hafa unnið heimsbikarinn o.s.frv. Mathew og Nicole Cutler eru búin að vera í fremstu röð síðan þau byrjuðu að dansa saman árið 1994 og eru í öðru sæti á heimslistanum í dag í suður-amerískum dönsum í flokki áhugamanna. Eins er þarna fjöldi annarra heimsþekktra dansara. Heimshornaflakk Einungis voru nokkrar sýningar á Englandi til að byrja með því hópur- inn hélt allur til Astralíu s.l. sunnu- dag þar sem fjölmargar sýningar eru fyrirhugaðar og er mikiíl áhugi fyrir þessari sýningu þar, segir Kar- on Maskill, fjölmiðlafulltrúi Burn the Floor. Hópurinn ferðast um Astralíu í rúman mánuð. Til Evrópu kemur sýningin ekki fyrr en í lok október og verður þá sýnt í Manchester, Kaupmannahöfn og víðar. I janúar á næsta ári fer sýn- ingin til Bandaríkjanna og þaðan til Japan, svo þetta verður sannkölluð heimsreisa. Telja menn víst að þessi sýning komi til með að vekja gífur- legan áhuga á samkvæmisdönsum um allan heim og er nokkuð ljóst að hún kemur til með að hljóta mikla athygli hvar sem hún kemur. Fyrir þá sem vilja afla sér frekari upplýs- inga um þessa sýningu, þá vil ég benda þeim á slóðina sem er: www.burnthefloor.com. Burn the Floor í Manchester Ferðaskrifstofan - Úrval Útsýn ætlar að sjá til þess að íslendingar geti komist á þessa stórsýningu með því að efha til hópferðar til Manchester 5.-8. nóvember n.k. Margrét Óskarsdóttir, hjá Úrval - Útsýn sagði í samtali við Morgun- blaðið að þessi ferð væri hugsuð fyr- ir þá sem vildu sameina innkaupa- og skemmtiferð fyrir jólin og sjá þessa glæsilega danssýningu sem Burn the Floor er. „Hvar er heppi- legra að sjá Manchester United dansaranna en í Manchester borg sjálfri?" sagði Margrét að lokum. Jóhann Gunnar Arnarsson staklega glæsilega og hvergi til sparað. „Æfingatímabilið hefur ver- ið geysilega erfitt, en jafnframt ákaflega spennandi og skemmtilegt, við æfðum 12-14 klukkutíma á dag. Þetta er allt öðruvísi en að vera í danskeppni, því hér eru pörin að vinna saman en ekki sífellt að keppa við hvert annað. Hér er líka allt nýtt fyrir okkur og þetta er tækifæri sem manni gefst einungis einu sinni á lífsleiðinni svo það var eins gott að grípa það. Anthony, leikstjórinn okkar, sagði á fyrstu æfingunni að við værum nokkurskonar Manchest- er United dansaranna og í stað þess að keppa við hvert annað ættum við að vinna saman sem eitt lið til að skapa einstaka sýningu sem myndi ekki aðeins sýna okkar eigin dans og hæfileika heldur í raun heim dans- ins! Svo fáum við líka tækifæri til að tjá okkur öðruvísi og vera með öðru- vísi dansa en við erum vön og það er líka rosalega skemmtilegt!" Karen sagði að þessi sýning væri einstak- lega íburðarmikil og glæsileg í alla staði og hefðu gestir á frumsýning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.